Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 13
iangt íielm & verfcstæSið — það fer eftir geðbrigðuim hans hverju sinni. Migheppinaður snillimgur eða seiniheppinn áhugamaðiur er al- geng manngerð í Sögum að norðan, isamanber sögurnar Fæddur únsmiður, Spilað á org dl og í rauninmi einnig Hestur- inn Sigurfari. Og vegna þeirra er hér loks tímabært að kveðja til vitnis einkunnarorð bókar- innar — „þú ert heimur, sem þú býrð þér til og hefur á valdi þínu, í heimi, sem þú hvonki býrð þér til né hefur á valdi þínu“ — maður botnar ekki í mistökum s'ínum, skiilur ekki einu sánni, að honum hef- ur skjátlæt, en lifir í sælli blekking og trú á ágæti sitt. Hvað skal þá segja um Sög- ur að norðan sem heitld? Hannes Pétursson er hö-fund- ur, sem fer sínar eigin leiðir, víst er um það; s'tefnur og tízka marka lítt svipmót verka hans. Þau ryðja sér ekki heíldur til rúms með háreysti, en berast uppi af mýkt, þýðleika og þokka náttúrlegrar frásagnar. Sögur að norðan fjalla fæstar um leikræn örlög, og þvi síður enu þær skreyttar með afbrigði legum stíl. Þvert á móti eru þær giska einfaldar, svo að formi sem efni. Táknrænt gildi þeirra sýnist líka takmarkað, utan hvað altur góður skáld- skapur felur í sér víðtaek lífs- sannindi og lýsir út frá sér. Gagnrýnendur hafa talið þesaar sögur síðrii ljóðum Hann esar. Ef til vill hafa þeir rétt að mæla. Á hinn bóginn kunna sögurnar að vera heppilegur viða-uki við ljóðin, skýra bak- grunn þeirra og leiða í ljós þá stemmiinig, sem þau þúa yfir. Sjöundi áratugurinn — sem öðru fremur miætti kallast ára tugur skáidisög.unnar — var ný hafinn, þegar Sögur að norð- an komu út. Samt væri óráð- legt að tiltaka þær sem ein- kenni fy.rir þann tíma. Hvorki voru þær leifar g.am'alilar tízku né fyrirboðd nýrrar stefnu, heldur standa þær furðuóháðair degi og ári, enda sprottnar upp úr grónum jarðvegi. Felumyndir Fnaonlh. af bls. 5 vaxni maðurinn og leit í kring- um sig, „við höfum hér meðal okkar hugsjónamann, sannkall- aðan hugsjónamann.“ Faðir Geirs, hár maður og stirðvaxinn, dökkleitur og pír- eygður, kom til þeirra og sagði við hvassleita manninn: „Orð þurfa jarðveg.“ Svo gekk hann til Geirs og sagði: „Okkur var að detta í hug, hvort fólkið hefði gaman af að fara í leik.“ „Ég er að hugsa um að fara núna,“ sagði Geir. „Við strák- arnir vorum að hugsa um að fara á skemmtistað." „Jæja, góði,“ þú hefur það eins og þú vilt. Komdu ekki mjög seint heim,“ sagði Jóhann- es. „Megum við fá eina portvíns- flösku inn á herbergi?" spurði Geir. „Það er enginn ykkar á bíl?“ „Nei.'við tökum leigubíl.“ „Ég skal nefna það við þjón- ustustúlkuna.“ Geir gekk í gegnum stofuna og fram á ganginn. Inni í stof- unni sat sá kúluvembdi með fullt glas. Hann hallaði sér að manninum með barnsaugun og spurði þyrkingslega: „Hvað hef ur þú gert fyrir flokkinn?“ Á ganginum stóð móðir hans og bosmamikil ofantekin kona. „Persónulega er ég ekkert á móti Dúddlí," sagði konan, „en finnst þér ekki ólekkert af henni? Hún veður beint fram fyrir mig, þegar ég er að tala við sendiherrafrúna og fer að tala við hana á frönsku, þótt hún viti, að ég skil ekkert í frönsku. Svo þegar þær eru búnar að tala heillengi, þá spyr madame Barbieri mig: „Vous compriez, madame?“ Auðvitað svaraði ég: „Mais oui! II font trés intressand, trés intress- ant.“ Þá horfði hún eitthvað svo pínlega á mig. Hugsaðu þér, svo spurði ég Dúddí á eftir, um hvað þær hefðu verið að tala. Þær voru að tala um baiiniaibleyj ur. Nú heldur konan að ég sé fífl. Guð, ég er svo sjokkeruð.“ Geir fór inn í herbergið sitt til félaga sinna. Bertrand Russel Fnaimih. af bls. 7 flestum „nýtízkulegum" skóla- frömuðum um það að kerfis- bundin menntun væri lítilvæg eða að alveg aatti að fella nið-i ur aga. Þess vegna söfnuðum við saman hópi 20 barna á svip- uðum aldri og John og Kate, með það í hyggju að halda sömu börnunum öll þeirra skólaár. Við tókum á leigu hús bróð- ur míns, Telegraph House í South Downs á milli Chichest- er og Petersfield, til að nota fyrir skóla. Húsið dró nafn af því að hafa verið merkjasendi- stöð á rikisstjórnarárum Ge- orgs III., ein af langri röð siíkrta stöðivia, seim senidiu ljós- merki milli Portsmouth og Lond on. Sennilega hafa tíðindin um orrustuna við Trafalgar náð til London með þessum hætti. Við rekstur skólans rötuðum við í ýmsa erfiðleika, sem við hefðum átt að sjá fyrir. Fyrsta vandamálið var fjárhagsgrund- völlur skólans. Það var bersýni legt, að geysimikið fjárhagslegt tap hlaut að verða á rekstri sikiólajnE. Þalð hefðum við aðeiins getað forðiazt mieð því að stækka skólann. En við gátum ekki stækkað skólann nema mieð því að breyta hioinium til þess að þóknast venjulegum foreldrum. Til allrar hamingju hafði ég mjög miklar tekjur á þessum árum af sölu bóka og fyrirlestraíerðium til Amieríku. Annar erfiðleiki var sá að sumt af starfsliðinu gat aldrei femgizt til að hegða sér í sam- ræmi við grundvallarreglur okkar, nema að annað hvort okkar væri viðstatt, hversu oft sem reglurnar voru brýndar fyrir þeim. í þriðjia liaigd var vandamál, sem kannski var erfiðast við- fangs. Við höfðum fengið óeðli- lega háa hlutfallstölu vand- ræiðiaibartma. Vi!ð hefðium átt að vera á varðbergi gegn þessu, en í fynstu voruim viö fegiin að fá næsburn hvaðia bam sem var. Þeir foreldrar sem helzt hneigð ust til að reyna nýjar aðferðir, voru þeir sem áttu í vandræð- um með böm sdm. Venjuloga voru þessir erfiðleikar foreldr- anna sök, og hin slæmu áhrif fávizku þeirra voru endurnýj- uð í hverju leyfL Hver sem orsökin kann að hafa verið, þá voru mörg barn- anna haldin grimmd og eyði- leggingarfýsn. Ef við hefðum gefið þeim alveg frjálsar hend- ur, hefði um leið verið komið á fót óiginainsitjóm, þar sem hinir sterku hefðu haldið þeim veik- ari í stöðuigri eymd og anigist. Skóli er eins og veröldin, — aðeins með stjóm er hægt að koma í veg fyrir ofbeldi. Það vanð því aðalstarf mitt utan kennslustunda að reyna að venja börnin af grimmdinni. Við skiptum þeim í þrjá hópa, — stóra, miðlunga og litla. Einn af miðlungunum var síf'ellt að fara illa mieð þá litlu, svo að ég spurði hann hvers vegna hann gerði það. Svar hans var á þessa leið: „Þeir stóru lemja mig, svo að ég lem þá litlu, — það er sanngjarnt.“ og hann var sannfærður um að svo væri. Stundum komu Ijós mjög undarleg fyrirbæri. Á meðal nemendanna voru systkini, sem áttu mjög tilfinningasama móð ur. Hún hafði kennt þeim að sýna hvort öðru ofurmannleg- an skammt af ástúð. Dag nokk- urn fann kennarinn, sem var til eftirlits við miðdegisverðarborð ið, hámál í snipummi, þeigar ver- ið var að bera hana á borðið. Eftir nokkrar yfiitueyrslur kom það upp úr kafinu, að hin ást- úðlega systir hafði látið nálina í súpumia. „Viisisir þú ekki aV5 þú gætir dáið ef þú gleyptir hana?“ spurðum við. „Jú, jú,“ sagði hún, „en ég borða aldrei súpu.“ Frekari rannsókn leiddi í ljós að hún haifði vomiazt til þess að bróðir hennar yrði fórnarlambið. Öðru sinni, þegar óvinsælu barni höfðu verið gefnar tvær toanlíniur, þá gripu tveár aiðrir krakkar til þess bragðs að reyna að brenna kanínurnar. f þessari tilraun kveiktu þau eld, sem sveið nokkrar ekrur lands og hefði kannski brennt ofan af okkur húsið, ef vind- áttin hefði ekki breytzt snögg- lega. Fyrir okkur persónulega og fyrir börnin okkar tvö, komu upp sérstakir erfiðleikar. Hin- ir dren'girmir héldiu auövitað að Joihm miyti sérréttimdia, en við urðum aftur á móti að halda honum og systur hans í óeðli- legri fjarlægð frá okkur, nema í leyfunum, til þess að þau nytu ekki sérréttinda. Og þau áttu einnig í vök að verjast. Þau urðu annað hvort að „klaga“ eða stunda gagnvart foreldrum sínum. Sú fullkomna hamingja, sem ríkt hafði yfir sambandi okkar við John og Kate, var eyðilögð, og í staðinn var kom- in þvingun og feimni. Ég hugsa að eitthvað þessu líkt komi allt af fyrir, þegar foreldrar og börn eru við sama skóla. Þegar ég lít um öxl, sé ég að ýmislegt var vanhugsað í starfrækslu skólans. Hópur ungra barna er ekki hamingju- samur, nema til komi hæfilega mikil regla og fastar venjur. Ef börn eru látin afskiptalaus, leLðist þeim, og þaiu smúa sér að stríðni og skemmdarverk- um. 1 frítímia þeirra ætti alltaf einhver fullorðinn að vera skammt undan til að stinga upp á skemmtilegum leik eða dægradvöl, og leggja til það frumkvæði, sem varla er hægt að búast við af ungum börn- um. Þá var það rangt hjá okkur að láta sem meira frelsi ríkti í skólanum en var í raun og veru. í heilbrigðis- og hreinlæt ismálum ríkti mjög lítið frelsi. Börnin urðu að þvo sér, bursta tennurnar og fara í rúmið á réttum tíma. Að vísu höfðum við aldrei lýst því yfir að frelsi ætti að ríkja í þeim málum, en fávíst fólk, einkum blaðamenn í leit að æsandi efni, sagði eða trúði því að við værum and- víg öllum hömlum og þvingun- um við börn. Eldri bönnim sögð<u stundum, þegar þeim var sagt að bursta í sér tennurnar: „Er þetta svo kallaður frjáls skóli?“ Þau sem höfðu heyrt foreldra sína tala um það frelsi, er vænta mætti í skólanum, tóku sér oft fyrir hendur að sannprófa það með því að at- huga, hve langt þau gætu geng ið í óþekkt, áður en þau yrðu stöðvuð. Þar sem við bönnuðum aðeins það, sem bersýnilega var skaðlegt, gátu slíkar tilraun- ir verið mjög óþægilegar. Árið 1929 gaf ég út bókina „Marriage and Morals“ (Hjóna band og siðferði). Það var eink um vitnað til þeirrar bókar i ár ásinni sem gerð var á mig í New York árið 1940. í henni setti ég fram þá skoðun að ekki væri að búast við því að maður og kona væru hvort öðru undantekningalaust trú í hjóna bandinu, en að þau ættu að geta haldið áfram að vera góð- ir vinir, þrátt fyrir víxlspor. Eg hélt því hins vegar ekki fram að það væri heppilegt að framlengj a hjónaband, ef eigin konan eignaðist barn eða börn sem eiginmaðurinn væri ekki faðiir a!ð. í því tilfielli mælti ég með skilnaði. Ég veit ekiki bvað mér þykir nú í dag um hjónabandið. Það virðast vera óvéfengjanleg rök gegn hverri kenningu, sem á að ná til þeirra almennt. Ef til vill veldur skilnaður oft minni óhamingju en aðrar lausnir á erfiðu hjónabandi, en mér er ekki lengur mögulegt að pré- dika neinar ákveðnar kenni- setningar um þetta efni. HUGHREYSTINGAR LEITAÐ TIL STÆRÐFRÆÐI OG STJARNA í öðru hjónabandi mínu hafði ég reynt að varðveita þá virð- ingu fyrir frelsi konu minnar, sem ég hélt að „trúarjátning“ mín krefðist. Ég komst hins vegar að því að hæfileiki minn til að fyrirgefa var talsvert minni en þær kröfur sem ég gerði til hans, og að það mundi gera mér mikið mein að glíma áfram við vonlaust viðfangs- efni á meðan ég gerði engum öðrum neitt gagn með því held- ur. Hver sem var hefði getað saigit mér þetta fyrir, að ég var blindaður af kenningu. (Endahnúturinn á upplausn annars hjónabands Russels var rekinn árið 1935 með skilnaði. Næsta ár kvæntist hann Pat- riciu Helein Spenoe, seim er móð ir yngsta barns hans, Conrads.) Ég var mjög óhamingjusamur um nokkurra ára skeið eftir þetta. Eins og eðlilegt er, þegar menn eru að reyna að látast ekki sjá augljósa orsök djúp- stæðrar óhamingju, fann ég mér ópersónulegar átyllur fyr- ir dapurleika mínum. Ég hafði verið fullur persónulegrar ör- væntingar í byrjun aldarinnar, en á þeim tíma aðhylltist ég meira eða minna platonska heimspeki, sem gerði mér kleift að sjá fegurð í heimi ofar ver- öld mannanna. Stærðfræði og stjörnurnar veittu mér hug- hreystingu, þegar engrar hugg- unar virtist von í heimi manna. En breyting á heimspekiskoð unum mínum hefur svipt mig slíkri huggun. Solipsismi þjak- aði mig, sérstaklega eftir að ég hafði lesið túlkuin Eddiinigtans á eðlisfræðiiinini. Svo virtist sem það, sem han/n hugsaði sér vera náttúrulögimiál, væru aðeins mál fræðihefðir, og að eðlisfræðin fengist alls ekki við hinn ytra heiim. Ég á eikki við að ég hiafi í raun og veru trúað þessu, en þetta sótti á mig öðru hverju eins og martröð og hafði síauk- in ítök í hugmyndaflugi mínu. Eitt þokudrungið kvöld sat ég í turni mínum í Telegraph House, eftir að allir aðrir voru gengnir til náða. Þá reyndi ég að lýsa hugarástandi mínu í svartsýnni hugleiðingu um eðl- isfræði nútímans: „Þegiar étg sat aleinn í tuirnd mínuim um mdöniætuirskeið, minnist ég skógarins og hæð- anna, hafsins og himinsins, sem dagsljósið sýndi mér. Nú, þegar óg horfi út um emihvern hinna fjögurra glugga, sem vita í norður, suður, austur og vest- ur, sé ég aðeins sjálfan mig speglast dauft í glerinu með ógnvekjandi þokuna í baksýn. Hverju skiptir það? Sólarupp rás morgundagsins mun færa hinum ytra heimi aftur fegurð- ina, er ég vakna af svefni mín- um.“ „En það svartnætti sálarinn- ar, sem hefur lagzt yfir mig, er ekki eins skammvinnt, og heit- ir engri vakningu af svefni. Fyrruim virtist mér griimmd, smásálarhátfcur oig nöldiur dagl. lífs létfcvaagiur baikigruminur mik illeika skínandi stjarnanna og glæsilegs framgangs alheims- ins. Hvað um það, ef alheimur- inn lyki göngu sinni í skyndi- legum alheimsdauða? Það væri ekki síður glæsilegt. En nú hef ur þetta allt saman skroppið samain og ekikert er eftir, nema mim eigiin spegilmymd á þeim sálarglugga sem ég horfi gegnum út í nótt tómsins." „Byltingar stjöhnuþokunnar, fæðing og dauði stjarna, eru ekki annað en þægilegur til- búningur sem lijálpar til að tengja saman mínar eigin lít- ilsverðu tilfinningasveiflur, og kannski tilfinningar annarra manna, sem eru lítið skárri en ég. Enginn dýflissa hefur nokkru sinni verið gerð svo þröng og dimm sem sú, er myrkravísindi okkar eigin tíma læsir okkur inni í, því að hver einasti fangi hefur trúað því að utam veggjanna finmist frjáls heimur. Það er myrkur fyrir utan, og þegar ég dey, þá verð- ur líka myrkur inni fyrir. Það er engin dýrð, engin óendan- leiki nieimis statölar, aðeins fánýt áhrif eitt augnablik, — og síð- an ekkert." 12. júií 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.