Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 5
matinn. „Þetta er indæll kaví- ar,“ sagði hún. „Já,“ svaraði hann. „Hvarbú ið þið í bænum?“ spurði hann upp á von og óvon. Hún leit á hann sem snöggv- ast. „Við Sæviðarsund,‘“ sagði hún. „Þar er svo indælt.“ Hávaxinn ljóshærður maður með gullspangargleraugu kom tál þeirra mieð disk í heaidinni og settiist við hlið konuimnar. „Alfneð á Mó(hæðium,“ hafði hann sagt, þegar hann kynnti sig. Geir mundi nafnið aldrei þessu vant. „Þetta er maðurinn minn,“ sagði konan og brosti, leit á þá á víxl og bœitti við: „Geir, son- ur Jóhannesar." „Líkur föður sínum,“ sagði Alfreð á báðum áttum. Hann kom sér fyrir við borðið, setti glasið frá sér og sagði léttilega: „Hvort er þú bítill, byltingar- maður eða dýrkandi klassískra verka?“ Geir saup á glasinu og sagði: „Sín ögnin af hverju, held ég — ölvaður er ég bítill, ástfang- inn er ég byltingarmaður, ann ars er ég bara eins og hvert annað sálarlaust kjötstykki.“ „Þú ert þó ekki ástfanginn?“ spurði konan og draumsæ dýpt kom í augu hennar. „Nei,“ svaraði Geir ogfékk bakþanka. „Á þínum aldri var ég ást- fanginn,“ sagði Alfreð á Mó- hæðum. Konan leit á hann sam- þykkjandi. „Ekki af þér, góða,“ hélt hann áfram, „heldur af líf- inu sjálfu.“ Þá hafði hver stund vissa dýpt, vissa þyngd. Allt var baðað litum og andlegheit- um. Hver atburður hafði sinn viisisia ilm. Þá var allt eitt og samræmt, í stað þess að nú er þ'aið siaxað niður í huigtöik: Líf, ást, fólk, kerfi, og hver veit hvað, eins og niðursneitt bjúga.“ „Maðurinn minn er skáld,“ sagði konan, „hann yrkir sko ljóð.“ „Mikið tyggur maðurinn mat inn sinn vel,“ hugsaði Geir. Upphátt sagði hann við Alfreð: „Er ekki langt síðan? Þessi til- finning yfirgaf mig strax með- an ég var barn.“ Þau þöigðiu oig borðulðu, svo spurði skáldið: „Eruð þið með hraðbát?" „Já, svaraði Geir. „Tuttugu og fimm hestafla vél, skot- kerra.“ „Þið getið ekki oft notað hann,“ sagði konan, „það er svo kalt, meina ég.“ Maðurinn sagði: „Við höfum verið að hugsa um að fá okkur bát. Það er bara aldrei lygn sjór við Elliðavoginn. — Enda stórhættulegt," botnaði hann og einbeitti sér að matnum. Konan leit glettnislega á Geir og spurði: „Eigum við að fá okkur meira?“ Eftir matinn skipti hann um plötu á fóninum. Þjónustustúlk an gekk á milli með veitingar, og hann fékk sér Haig‘s óbland að á klaka. Svo gekk hann um. „Ég vana ykikiur við,“ saigði kúluvembdur undirhökumaður með stóran vindil, „ef ég fæ mér einn í viðbót, þá fer ég ekki fyrir fimm.“ Hann sveiflaði veikbyggðum fótunum í óvissu, læsti svo búttuðum fingrum um viskíglas, sem haldið var að honum. Langleitur hvassbrýnn mað- ur með sterklega höku, sem meir hreyfðist fram og aftur en upp og niður, þegar hann tal- aði, stóð teinréttur fyrir fram- an digra manninn gráhærða, sem niefndur var Bingdr. Ef þessu heldur áfram,“ sagði hann, „kommúnismi heldur áfram að stefna til hægri og kapítalismi til vinstri og úr verður samsuðustefna, en kapí- talismi felur í sér útskúfun frumleikans, í fyrsta lagi með persónumótun skólakerfisins, í öðru lagi .með starfssérhæf- ingu, í þriðja lagi með fram- lieiðmidýrikum, 'þá útskúfum, siemn kommúnismi hefur opinberlega á stefnuskrá sinni; þá leyfi ég mér að spyrjia: „Hver á þá að vera frumlegur?“ „Það er satt,“ svaraði Birgir, „ólík sjónarmið í heimsmálum eru jafn nauðsynleg og í innan ríkismálum.“ „Þegar ég var lítill,“ sagði grannur feimnislegur maður með barnsaugu, „þá hélt ég, að kóng ar og drottninigar, hérrnia, þyrftu aldrei að bregða sér afsíðis, ha, ha, ha.“ Talið féll niður sem snöggv- ast, og fólk leit efins á hann. Hann litaðist um hræðslufullur og sagði: „Krakkar halda nú svo margt.“ „Já,“ sagði fólkið. „Hugsaðu þér,“ sagði kona í hópnum með sjöfalda hálsfesti úr hvítum steinum og brosið hvarf ekki af andliti hennar meðan hún talaði, „að klína svona fígúruverki á loftið í þess ari gömlu sönghöli; óperan er sko stórkostlegt arkitektúriskt furðuverk, en guð í hæðum. — Nútímialist er náittúruleiga ágæt sem slík, en verk þessa Rao- ults. —•“ „Cigalls," sagði þreytulegur maður við hlið hennar. „Cigalls,“ hann er náttúrlega mikill listamaður. —“ „Kannist þið við verk hans?“ spurði þreytulegi maðurinn. „Ohjá,“ sagði horuð kona með upplyft amdlit oig þurrt hörgult hár. Þegar hún talaði, kom þétt- riðið net af hrukkum í ljós á andliti hennar. „Við sáum nokkr ar vestanhafs um daginn.“ „Hann þræðir mörkin milli fegurðar og ógnar, málar þjóð- sagnaverur og gæðir þær mennskri hlýju,“ sagði þreytu- legi maðurinn. „Ójá,“ sagði konan, hann er svo andlegur. Like something out of a dream.“ Nokkrir gestanna voru gengn ir út á veröndina. Geir fór út til þeirra. Himinninn var al- stinnidiur. Þjóinustusitúlkain kom til hans og hvíslaði að honum, að félaigar hans væru kommir og biðu í herbergi hans. Haf- aldan svarraði við mölina spöl- kom fyrir neðan. Grá birta lýsti upp austurloftið. Beinvaxni maðurinn hvass- brýndi var orðinn ölvaður, og sterk rödd hans drundi í kyrrð inni. Hann var að tala við smá- vaxinn búlduleitan mann og sagði: ,, . . . menn, sem viðhalda auði sínum án annarrar fyrir- hafnar en þeirrar, sem fylgir því að taka á móti aðsendum ávísunum. Þeir hafa umboð fyr- ir nautnavörur, sem rikið hefur einkasölurétt á. Þeir fá prósent ur af söluágóða þess. En ríkið er fólkið. Ágóði ríkisins er ágóði fólksins. Þessum mönnum, sem sumir eru úrkynjaðir kyn- svallarar, er leyft að láta renna í eigin vasa hluta þeirrar upp- hæðar, sem landsmenn eyða í nautnalyf. Er þetta ekki að margfalda eymdina með sjálfri sér? Ég höfða til dómgreindar þinnar og spyr: Hvernig stend- ur á því, að slíkar blóðsugur eru látnar liggja óáreittar á þjóðfélagsskrokknum? Er ekki blóðtaka nautnalyfjanna nóg? Þarf að bæta slíkum sogrönum ofan á? Þú sesttír að geita sivarað þessu. Það er ekki lengra síðan en í gær, að ég sá sígarettu- auglýsingu frá þér í blaðinu. Ég skal segja þér ástæðuna: Það er af því, að við erum öll að staðaldri drukkin af kokteil, sem gerður er af heimsku og hugleysi.“ „Bravó, bravó,“ hrópaði smá- Franmh. á blis. 13 í*uríður Guðmundsdóttir LJÓÐ Hægt dregur dagurinn andann það dimmir bráðum. Hver situr við vefinn — velur þér myndir og vefur úr marglitum þráðum minningar daganna eins og myndskreytt tjald milli þín og þess sem var milli þín og lítils barns sem brosti og lék sér einn liðinn dag. Hægt dregur dagurinn andann það dimmir bráðum. 12. júlá 1070 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.