Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 4
Þessi tvískinnungur í drengn um og ósamræmi við umhverfið er kænlega samsamaður stíl og undirbygging Leika í fjörunni, sem er blanda af ljóðrænum endurminningum annars vegar og epík hins vegar; runnin upp úr grófgerðum jarðvegi, síðan jafnað yfir með mjúkri áferð. Hrjúfur veruleiki sögusviðsins: tillitsleysi, hranaleg svör og annar ruddaskapur, kæfa ekki ljóðrænan anda verksins, held- ur svo sem blása í hann dýpri tilfinning. En um söguhetjuna, drenginn, er það annars að segja, að hann kemst smám saman að raiuin um, að eikiki er allt sem sýn ist í samskiptum manna í þorp- inu hans, að lífið er órökrétt, óvænt og furðulegt. Undir lok- in kveður hann allt í senn: bernsku sína, kennara sinn í orgelspili og — þorpið, þar sem hann hefur alizt upp og mótazt, og heldur á vit hins ókunna; sögusviðið lokast að baki hon- um. Þó varla sé ástæða til að leggja beinan táknrænan skiln ing í Leiki í fjörunni, kemst maður varla hjá að bera sögu drengsins saman við lífshlaup ungs rithöfundar á þeim tíma, þegar Jón Óskar var að hefja skáldferil sinn, svo margt virð- ast þeir eiga sameiginlegt, t.d. hversu drengurinn er bæði ná- lægur og fjarlægur þeirri lífs- baráttu, sem háð er í kringum hann, hvernig hann hverfur frá hinu hefðbundna án þess að finna sér öruggt takmark að stefna að, og svo framvegis. Hefði höfundur prjónað við sög una öðru bindi, má vera þetta hefði komið betur í ljós. En Jón Óskar valdi aðra leið. Næsta lausamálsbók hans varð hvorki smásagnasafn né skáld- saga, heldur endurminningar frá fyrstu ritlistarárum hans, Fundnir snilliinigar. Þó ef til vill megi tengja þó bók við Leiki í fjörunni, verður þess ekk freistað hér, þar eð hæpið er að kveðja slíkt rit til vitnis um skáldverk. En bæði saman sýna þessi verk, að Jón Óskar hefur — jafnvel öðrum samtimahöf- undum fremur — reynt að gera sér grein fyrir hlutverki sínu sem skáld, fráhvarfi sínu frá eldri hefð oig rölkiuim þeirrar bókmenntalegu þróunar, sem hófst með honum og jafnöldr- um hans, atómskáldunum óheppni þeirra, mistökum og — árangri; og er sá hluturinn líklega merkilegastur í sögum hans og endurminningum. - * - Hannes Sigfússon (1922), jafnaldri Jóns Óskars að kalla, má teljast til höfunda, sem slá í gegn með fyrstu bók og njóta hennar og gjalda upp frá því. Ljóðflokkurinn Dymbilvaka, sem fylgdi Tímanum og vatn- inu að útkomuári, er mikils háttar skáldskapur, þó hann sé ekki alls kostar frumlegur, og verðskuldaði meiri athygli en raun varð á, þegar hann kom fyrir almennings sjónir. Síðan hefur Hannes aukið við tölu ljóðabóka sinna, en ekki við skáldlegan áhrifamátt þeirra; dlofniað hefur yfir þeim, jaifint og þétt; stoáldið hefur e'kki náð aftur sínum hreina tóni. En Hannes hefur fengizt við fleiri greinar en ljóðlist. Með hliðsjón af magni og bóka- fjölda mun t.d. fara mest fyrir þýðingum hans; hans hefur ís- lenzkað um tvo tugi bóka. Enn fremur hefur hann sent frá sér eina frumsamda skáldsögu, Strandið (1955). Fylgdi bamn henni úr hlaði með stuttum for mála eða athugasemd, þar sem hann skýrði frá tilurð (hienmiar og tilgangi; svohljóðandi: „Þetta er skáldsaga — ekki frásögn raunverulegra at- burða. Ef sagt er að höfundur- inn hafi notað sjóslysið að Reykjanesvita sem átyllu til að skrifa bókina, þá er það ekki út í hött. En hitt hæfir beint í mark, ef sagt er, að hann hafi haft aðra og geigvænlegri at- burði í huga. Atburði sem hafa gerzt — og munu eif til vill gerast.“ Svo mörg eru þau orð. Um þennan formála er það annars að segja, að höfundurinn mun hafa dvalizt við Reykjanesvita 1950, þegar sá atburður gerðist þar nærri, að brezka olíuskip- ið Clam rak stjórnlaust að landi og meira en helmingur áhafnar innar fórst í brimgarðinum. Sú er sem sagt ,,átyllan“. En hvaða skilning ber þá að leggja í útlegginguna? Hvaða geigvænlegri atburðir eru það, „sem hafa gerzt — og munu ef til vill gerast“ og minna svo á skipsstrand og mannskaða, að lesandi, sem er ekki því ófreskari, átti sig á, hvað höf- undurinn sé að fara? Vita- skuld er úr mörgu að velja. En einlægast er að hugsa sér Stramdið sem pólitíska tíkáld- sögu og staðnæmast þá fyrst við seinni heimsstyrjöldina, sem var enduð fyrir fimm ár- um aðeins, þegar Clam strand- aði við Reykjanes. Strandið get ur þá skoðazt sem myndhverf stríðtsisiaigia, líkit otg t.d. La Peste eftir Camus og fleiri sögur af sama toga spunnar. Ennfremur má minna á kalda stríðið, sem geisaði hvað hatrammast í þainin muinid; eða með öðr- um orðum frá því að „átylliu" sögunnar bar að höndum, þar til höfundur sendi hana frá sér, fullritaða — ár Kóreustríðsins og almenns ótta við kjarnorku styrjöld og þar með tortíming alls mannkyns. Vera má, að höf undur eigi við þá hluti, þegar hann talar um atburði, sem „muni ef til vill gerast". Strand inu er þá ætlað að vera nokk- urs konar völuspá og greina frá ragnarökum kjarnorkuald- ar. Þannig má bollaleggja án þess að komast að niðurstöðu; en sennilegt, er að flestir les- endur hafi lagt þennan skiln- ing í Strandið, að minnsta kosti fyrst eftir að það kom út. En skáldverk lifir ekki enda laust á skírskotunum og spá- sögnum, jafnvel þó skírskotað sé til merkilegra hluta og spáð fyrir um aðra sýnu merkilegri. Og verður að segjast eins og er, að Strandið er ekki viður- hlutamikið skáldverk, þegar þessari aukamerking sleppir. í fyrsta lagi er það laklega sam- ræmt innbyrðis; illa skipulagt, og má skipulagsleysið stafa af hæpnum aðferðum við bygging þess fremur en kastað hafi ver- ið til þess höndum — um slíkt verður Hannes Sigfússon tæp- ast vændur. Þarna er sem sé leitazt við að fella saman tvær til þrjár sögur, sem eru sagðar Fraimih. á bls. 12 FELU- MYNDIR SMÁSAGA eftir þorstein antonsson BÖKMENNTIR OG LISTIR Á myndinni er kona með garð könnu að vökva byssustingi, önnur í tímaglasi og hjarta í gaddavír. Hann var einn í herberginu, hló lágt og lokaði málverka- bókinni, sagði: „hvílíkur sam- soðningur!" og kveikti sér í síg arettu. Herbergið var þakið bók um föður hans í hillum frá gólfi til lofts. „Geir!“ var kallað að framan. Hann svaraði og gekk fram á loftskörina. „ÆtLarðiu ekki að fara að búa þig, drengur?” Systir hans stóð fyrir neðan, rauðhærð. Hann skipti um föt, fór svo niður. Hann heyrði óminn frá samræðum gestanna innan úr stofunni. Á ganginum stað- næmdist hann við glugga og horfði út. í fjarska klauf borg- in síðustu geisla kvöldsólarinn- ar,- svört og hvít eins og granít- urð. Ein stjarna tindraði í norðri. Skip sigldi undir henni djúpt úti á flóainuim og vatniaði í yfirbygginguna. Hann smeygði sér inn í stof- una lítið eitt óstyrkur. Flestir gestirnir voru komnir. Nokkrir voru þegar búnir að fá glas og dreyptu á. Aðrir biðu. Konurn- ar voru þrjár og fjórar saman í hóp og töluðu frjálslega. Karl mennirnir voru út af fyrir sig, sumir að virða fyrir sér mál- verkin á veggjunum, aðrir skipt ust á stuttorða athugasemdum um istarf sitt. „Elsikain" — móðir hainis boim yfir gólfið til hans og fylgdist brosandi með, þegar hann gekk á milli og kynnti sig en kink- aði kolli til sumra. Þjónustu- stúlka kom með glös á silfur- bakka og bar á milli: Martíni, vískí, gin og tónik og gos. Hann fékk sér gos og skaut sér út að glugganum. Bjúgnefjaður ístru- maður með ænstænshár og þum alfingurinn undir boðungnum á gamaldags svínseyrnasmóking tók sér glas með þessari at- hugasemd: „Er þetta bakkinn, sem höfuð Jóhannesar var fært Kleópötru á forðum?" Og þok- aði sér upp að hlið Geirs. Upp- örslukioniaini broisti öimimulieiga, oig hrymjamidi samræðmaima raskaðist eitt augnablik meðan athugasemdin var melt. „Þú munt vera sonur Jóhann esar,“ sajgði diigri maðurinn. Geir minnti, að maðurinn væri stjórnmálamaður. Þeir þögðu um hríð. Honum datt í hug, að rödd sín mundi bresta skræk við bassaxödd miaminisiimis. „Það er niú svo,“ saigði miaðurinin. Blá reykjarsvæla hvíldi þegar yfir miðju herberginu. Geir saup á glasinu og fór hægt að því. „Þú ert í skóla,“ saigðii maður- inn og sleppti boðungnum á jakkanum en tók í staðinn að hamra á glasið. „Ég er í sjötta bekk í mennta skólanum," svaraði Geir. „Hvað þykir þér skemmtileg- ast?“ „Ætli það sé ekki enskan.“ „Ah,“ sagði digri maðurinn. Gráklædd drottningarmóðir í síðkjól úr hvítasilki kom að þeim og klappaði digra mann- inum á magann með svifmjúkri hneyfiinigu, hrLnigablilki oig sagði: „Alltaf entu isiaimi sijanmöriinin, Birgir,“ drap um leið tittlinga framan í Geir, en röddin bar með sér, að þessari konu leyfð ist meir en öðrum konum sakir innri siðprýði hennar. „Ah,“ sagði sjarmörinn aftur o.g hmieiglði sig lítilleigia: „Ég sieigi þá bara eins og maðurinn, það er af svo miklu að taka, góða mín.“ „Þið haldið Hjaðniimigavígum- um áfram,“ klökkti drottingar- móðirin og meinti stjórnmála- mennirnir. „Eðli stjórnmálanna, frú Aðal björig Erna, eir Hjaðinini@avíg,“ sagði digri maðurinn ögn ótta- lega. Geir færðist innar á gólfið og barst þá upp að fólki, sem var að ræða óhóflegar álögur tann læfkmia á iðju siínia, en léitiu málið strax faila niður, þegar það varð hans vart, og sneri sér að honum með þeirri blendnu ást- úð, sem börn gestgjafa gjarnan mæta af hálfu gieistainma. Einmi komiu þótti bainm hafia staekikiað. Önnur vildi, að hann liti inn upp á kaffi. Eim spáði í hár- vaxtarlag hans. Síðan var maturinn til. Móð- ir hans bað menn að gera sér að góðu lítilræðið: Kalda rétti á langborði í borðstofunni. Myndu svo þjónustur bera inn ídýfur, sumar af rommi, en sum ar af rjóma eða hvers konar kryddii. Fólkið raiðalði sér lítil- þægt við borðið. Sumir fengu sér kjúkling, aðrir hangikét, efða lax, eða róistbiíff, eðia steik en nokkrir fengu sér sitt lífið af hverju. Enn voru nokkrir, sem höfðu maga eins og fuglar og neyttu ekki þessara rétta, heldur gogguðu í sig kavíar og krækling, framandi jarðávöxtu, í mesta lagi ögn af patíi og ostflís. Fáeinir voru náttúraðir mieð þekn emdiemnuim að sieðjiast af að horfa á aðra borða. Og hér voru einnig menn, sem höfðu risið úr engum efnum ut- an úr dreifbýlinu og ekki höfðu not fyrir tannaglingur, en fengu soðningu upp úr potti frammi í eldhúsi. Geir fékk sér kjúkling á disk og fór inn í stofuna aftur. Hann settist við borð gegnt konu í sæ grænum kjól. Mjúklát tónlist barst í þremur víddum um hús- ið. „Þetta er anzi skemmtilegur staður hér að búa,“ sagði kon- an. Það skrjáfaði næturþýtt í kjólnum, þegar hún hreyfði sig. Hár hennar var sítt með ósvikn um dökkbrúnum lit. Hún borð- aði án þess að nokkur matur kæmi á varirnar á henni. „Stendur ekki særokið yfir hús ið í norðanátt?" spurði hún. „Jú,“ svaraði hann, „í mikl- um rokum rignir meira að segja fiskum yfir húsið. Eftir óveðr- ið um daginn voru svalirnar full ar af fisiki, eiinis ag síldiarþró, og stærðeflis kolkrabbi var kom inn á tröppurnar." „Almáttugur, og hvað gerðuð þið við hann!“ Hún lagði frá sér hnífapörin og hallaði sér aftur brosandi. „Við létum hann sprauta bíl- inn fyrir okkur.“ Hún var aftur tekin til við 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.