Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 3
——---------- BÖKMENNTIR OG LISTIR A Islenzk skáld- sagnaritun eftir 1940 Eftir Erlend Jdnsson 14. grein LJÓÐ- SKÁLD SKRIFA SÖGUR Fátítt mun nú á dögum, að rithöfundur sinni ekki um æv- vina nema einni grein bók- mennta. Hitt er reglan að höf- undar reyni fyrir sér á fleiri sviðum og siemji til sfciiptis verk í lausu mál og bundnu, ogþann ig hefur því og verið háttað um höfuindfa þó, sem fjiallað hefur verið um í greinum þessum; þó hér hafi einkum verið rætt um skáldsögur þeirra og smásögur og þeir séu yfiríhiöÆuð kiunmast- ir veigina slílkra verkia, hófu fæstir þeirra ritferil á skáld- sagnaritun, en byrjuðu til að mynda ýmsir að senda frá sér ljóðabækur. Á sama hátt — eða réttara sagt gagnstætt — hafa fæstir höfundar, sem kenndir eru til ljóðlistar, einskorðað sig við ljóðformið, en einnig sent frá sér verk í lausu máli. Meðal slíkra mætti nefna Jón frá Pálmholti, Gunnar Dal og Þor- stein frá Hamri, og eru þá að- etns fRIr taffhr. En hvorki munu skáldsögur þeirra né ann arra ljóðskálda ræddar hér sér staklega utan þeirra þriggja, sem sízt verður fram hjá geng- ið, þegar augum er rennt yfir sögu íslenzkra bókmennta síð- ustu áratuga. - >f - Stoal þá byrjað á þeim elzta, sem hóf jafnframt fyrst- ur þeirra þriggja að senda frá sér bækur með lausu máli og byrjaði raunar á því ritferil sinn, Jón Óskar (1921). Hann hafði birt bæði Ijóð og sögur í tímaritum og yngri kynslóðin vissi, hver hann var, þegar hann sendi frá sér fyrstu bók- ina, smásagnasafnið Mitt and- lit og þitt (1952). Með sögiumum í þeirri bóto, ellefu talsins, kunngerði Jón Óskar vanda sinnar kynslóðar betur en hann má hafa ætlað sér. Laglegar þóttu þessar smá sögur, þegar þær komu út. En ekki sættu þær tíðindum og mundu ekki lifa af sjálfum sér — svo merkilegar eru þær ekki. En nú — þegar litið er til baka — má segja þær hafi verið eins konar loftvog fyrir sinn tíma. Höfundurinn er tæp ast leitandi, svo umiglur og óráð- inn sem hann þó er, en reikar þetitia fram og aftur á bók- menntalegum Sprengisandi, þar sem langt er til næstu kenni- leita. Auðvitað vill hann eins og öll ung skáld á öllum tím-. um hafa opin augu fyrir nýj- ungum. En meinið er, að nýj- ungar gefast heldur fáar, nema þær sem að innan koma, úr hug skoti skáldsins sjálfs. Og Jón Óskar fór ekki með neinni form bylting og varpaði engu nýju ljósi á samtíð sína — nema þá ósjiálfrátt ofg þar mieið óbeint. Sums staðar reynir hann að beina kastljósi að einstaklingn um að hætti erlendra höfunda, sem eru (hvað miasit í tízfcu um þessar mundir, en er annars bundnari en svo íslenzkum kreppuhugmyndum og opinská- um viðhorfum millistríðsáranna, að hann áræði að breyta mikið til í formi og efni; áttar sig vart á, hvað hann á að telja úrelt og hvað nýtilegt; læzt annað veifið vera dálítið innhverfur, en rekur í pólitískar rokur þess á milli. Sem ungur rithöfundur finn- ur hann að sér þrengt, en gerir sér óljósa grein fyrir, hvar sikórinin kreppir eiða hveirs sé í raium oig veru vant; finniur á sér að eitthvað nýtt er í vænd- um, að gömul sjónarmið eru að falla úr gildi, en ný viðhorf í mótun og munu þá krefjast nýrra forma. En hver verða þau nýju viðhorf og hvers kon ar form munu liæfa þeim? Hvert mun verða svipmót þess tímabils, sem er rétt hafið að hálfnaðri viðburðaríkri, en ekki að sama skapi friðsælli öld? Slíkar og þvílíkar spurning- ar hlutu að vakna í hugskoti ungs höfundar á þessum árum kalds stríðs og existensíalisma. En svörin létu á sér standa. Eitthvað nýtt hlaut að vera í vændum. En hvað var það? Því mundi enginn geta svarað nema tíminn sjálfur í fylling sinni. Mitt andlit og þitt er því skiigetiö afsprengi þeirra stefnulausu og litlausu ára, sem Steinn Steinarr kallaði svo hnyttilega „erfiða tíma“, fátæk leg bók og ekki nema miðlungi frumleg. Eftir að Mitt andlit og þitt kom út, tók við tímabil ljóða- gerðar hjá Jóni Óskari. Hálfur annar tugur og ári betur leið, þar til hann sendi frá sér aðra bók með skáldskap í lausu máli, söguna Leikir í fjörunni (1968). Á þeim tima hafði æðimargt gerzt í heimi bókmenntanna. Atómskáldið, fyrrum lítilsvirt, var nú komið í tölu gróinna höfunda, en samt harla fjar lægt alþýðu manna; ljóð þess höfðu óvart farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi, gagnstætt t.d. kveðskap hinna eldri skálda, þjóðskáldanna; rödd þess hafði einhverra hluta vegna ekki náð eyrum þeirrar fjölmennu breiðfylking ar, alþýðunnar, sem á endan- um sker úr — sjaldnast fyrir eigið frumkvæði, heldur þeirra, sem hún tekur mest mark á — hver verk skuli lifa og hver ekki og bindur þannig enda- hnútinn á það, sem kallað er í daglegu tali viðurkenning. Hvað hafði brugðizt? Skáld- ið, fólkið, þjóðfélagið? Skáld- ið hlaut að horfa um öxl; rifja upp og reyna að muna. — Einmitt þannig má hugsa sér, að Leikir í fjörunni verði til: sem leit aið liðiminii ævi, endiur- mat á göimlum sjónanmifðium og rannsókn vegna hugsanlegra mistaka á nýliðnum tíma. Að minnsta kosti er þetta endur- minningasaga; höfundur játar að hafa „notfært sér ákveðna þræði úr ævi sinni“. Drengurinn, aðalsöguhetj a og söguþulur í Leikir í fjörunni, er — eins og atómskáldið í sam félaginu, meðan það var og hét — hæfilega uppreisnargjarn til að skoða samfélagið með gagnrýnum augum án þess þó- að hafna því með öllu, vilja ekki við það kannast. Hann leit ar að gildi handan við gráan hversdagsleikann og kýs sér annað hlutskipti en það, sem aðrir telja honum sjálfkrafa fyrirbúið. Líf hans verður að minni hluta athöfn, en að meiri hluta draumur: „Ef ég hefði ekki látið mig dreyma um þetta, þá hefði mér tekizt hitt“ — og hvarflar milli draums, sem hon um finnst í sjálfu sér fárán- legur, og veruleika, sem hann bægir jafnharðan frá sér; „Ég get ektod stoilið hversrveginia ég var að smíða þessa dagdrauma ..." Hann þráir ástina, þó hann sjái víðast hvar rang- hverfu hennar, og gefur það út af fyrir sig glögga hugmynd um skilin milli eðlis hans og umhverfis. Hann hefur heyrt dálítið ljótt um stelpuna, sem hann er skotinn i. En það gerir ekki svo mikið til, því það er tæpast hún sjálf, sem hann elskar, heldur írnynd hennar í draumi sínum. 12. jiúlií 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.