Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 9
IJr hnattferð Louise Sutherland 1 hita og ryki Indlands I>ar sem Bamibay'héra’ð'i sleppti hófst fjalllendið. Þar bjuggu Ghattarnir. Handan fjallanna breiddi frumskógurinn úr sér svo langt sem augað eygði. Ryk ugur vegurinn hlykkjaðist eins og endalaus slanga að baki mér og framundan og meðfram hon- um grænmetisflákar með blóm- legum ókennilegum jurtum. Stórir flokkar litskrúðugra páfagauka skræktu og görguðu eins og þeir ættu lifið að leysa, er ég hjólaði framhjá, og gáfu með því greinilega til kynna, að þeim væri lítið um návist mína gefið. Em leiiinniig þeir luítu brátt í læigra haidii fyriir jdiiriþymi- andi hitanum og þögnuðu. Hit- inn brá bliki á litríkar fjaðrir páfuglanna; þeir rigsuðu hnar- reistir hjá og virtu mig ekki einiu siinini viðlits. Hvað befðu líka þessir stoltiu k'oniuinigar fogl ■aninia getað séð við eiimin vesæl- an kvenmann og hjólhestinn hennar. Apafjölskyldur sveifl- uðu sér tré af tré og virtust hafa um margt að masa sín á milli; apar þessir minntu mig sterklega á krakka, sem verið er að hleypa út að loknum erf- iðum skóladegi. PVrr en vairði var ég kiomiin til Nasik. Nasik er ein hinna sjö helgu borga Indlands. Það var líka þar, sem ég hitti vin minn Don White, hinn sextán ára gamla Lundúnabúa og heimshornasirkil. Um það bil átta kílómetrum fyrir utan Nasik er borg ein, sem byggð er inn í hæð. Sag- an segir, að til forna hafi allt svæðið umhverfis verið í eigu öldungs nokkurs. f fyllingu tím ans dó gamli maðurinn og eftir- lét tvíburasonum sínum ríkið. Ungu mönnunum lenti saman og endirinn varð sá, að annar varð eftir í Nasik, en hinn tók B'ig upp rnieð ailla álhamgeinidiuir sína, hélt til næstu og stærstu hæðár þar í nágrenninu og gróf sína eigin höfuðborg inn í hana. Með því móti taldi hann sig mundu eiga hægast um varnir, skyldi bróður hans detta í hug að fara að honum með vopnum. Nú orðið byggir enginn leng- ur hæðarborg þessa, en höllin og hýbýli stuðningsmanna prinsins eru enn opin ferða. mönnum. Sumar dyrnar eru í engu frábrugðnar hellismunn- um, en inni fyrir er hið feg- ursta um að litast. Það var tveim dögum eftir að ég fór frá Nasik, að ég var á ferð í sólskinsskapi í skugga stórra trjánna meðfram vegin- um og átti mér einskis ills von. En þá skall ógæfan yfir! Eða ekki varð a.m.k. betur séð í fyrstu. Allt í einu sprettur tötrum klæddur og ískyggilegur Ind- verji mieð blóðlhlaupin auigu upp úr jiörðiiinini fyrir framain mig. Hann lætur ófriðlega og fer með dansi og lioppi um veginn þveran og endilangan. Ég var tilneydd til að nema staðar. Skyndilega grípur hann ann- arri hendi um handfangið á hjól inu en hinni um úlnlið mér og tekur að ryðja út úr sér óstöðv andi orðaflaumi á Hindí. — Guð sé oss næstur —, huigisia ég mieð miér, — nú er það loksins komið fram, sem allir spáðu. Hér átti þá fyrir mér að liggja að mæta örlögum mínum. — Ég skimaði í allar áttir sem óð væri. En ekkert varð séð, nema endalaus vegurinn og skógarflæmið beggja vegna með fram honum. Hvað átti ég til bragðs að taka? — Kæri verndarengill, nú ert þú áilla fjiarri —■, saigði ög titr- andi röddu. Maðurinn hélt áfram að babla og nú var hann tekinn að reyna að draga mig út af veginum. Loks var það að eitt smáorð tók sig út úr flaumnum og kveikti smátýru á perunni hjá mér. Það var orðið ,,eha“. „Cha“ þýðir te. Ég tók ró mína aftur. Ég átti þó a.mk að fá tebolla áður en ég yrði skor in á barkann Þegar við höfðum gengið smá spöl komum við inn í lítið rjóð- ur; ég sá ekki betur en þar væru saman komin hundruð manna, kvenna og barna og sátu öll í hring. Einhver benti mér að setjast í hringinn miðj- an meðan teið yrði tilreitt, Nú er indverskt te, og þá einkum venjulegt þorpste, ekki beinlínis náskylt því tei, sem mamma býr til. Fyrst er sjóð- andi vatni hellt í geysistóran pott og stærðar hrúgu af telauf um bætt út í. Þá er annar álíka pottur fylltur sjóðandi buffla- mjólk og hrúgað út í hana sykri. Þessu er síðam blainid'að saman og deilt í bollana. Boll- inn er aðeins hafður undir teið en ekki drukkið úr honum. Eng um þorpsbúa, sem bæri nokkra minnstu virðingu fyrir sjálfum sér, kæmi til hugar að drekka úr bollanum. Teinu er hellt á undirskálina og drukkið af henni, og siður er að smjatta og sötra eins og menn eigi lífið að leysa. Líklega gefur styrkleiki smjattsins til kynna hversu vel eða illa mönnum líkar drykkur- inn. Bollarnir lágu eins og hráviði á jörðinni umhverfis okkur. Það voru skítugustu bollar sem ég hef nokkru sinni augum lit- ið. Loks var teið tilbúið. Gestin um var borinn fyrsti bollinn. Mér varð litið niður í hann. Blandan var þykk ens og leðja og óárennileg. Þúsund dökk og blikandi augu störðu á mig og biðu þess að sjá hvað ég tæki til bragðs. Ég gaut augunum enn einu sinni niður í forarpoll þennan, bar barmafulla undir- skálina upp að vörunum, leit beint í augu gestgjafa mínum og mælti hárri röddu: — Ykkar sikiál. Ef þið geitið drukikið úr þessum skítugu skálum án þess að verða meint af, þá hlýt ég að geta það líka. — Síðan slokaði ég glundrið í mig með tilheyrandi hávaða og látum. Ég dvaldist með fólki þessu í um það bil klukkustund drakk te og reyndi að fá einhvern botn í þá blöndu af handapati og Hindí, sem þarna var notuð. Loks tókst hinum ískyggilega gestgjafa mínum að gera mér skiljanlegt, að hann hefði séð dagblað á Hindí, sem út hafði komið einum þremur vikum fyrr og flutt frásögn af fyrirhugaðri ferð minni um þessar slóðir. Upp frá því hafði hann haft ungviði þorpsins á vöktum við veginn, til þess að hafa auga með mér, svo hann gæti boðið Fraimlh. á bls. 14 Einn af mörgum farþegum Franks hér var Haraldur Sig- urðsson píanóleikari. Myndina tók Frank í Kaldaðarnesi í júli 1920. 50 ÁR FRÁ FLUGI FRANK FREDERICKSONS UM þessar mundir eru liðin 50 ár síðan fyrsti maðurinn af íslenzkum ættum stjórnaði flugvél á Islandi. Iiann var Frank Fredrickson, ungur Vestur-íslendingur, sem hafði verið í kanadíska flughernum. Frank hafði getið sér góðan orðstír sem isknattleiksmaður, og hann keppti fyrir Kanada á Olympíuleikunum í Amsterdam 1920. Þaðan kom Frank hingað til lands og byrjaði að fljúga hér á vegum Flugfélags Islands 25. júní 1920. Flaug hann hér fram i miðjan ágúst og fór nokkuö víða fljúgandi, en einnig fór hann ferðir til Vestmannaeyja og upp í Borgar- fjörð til að athuga lendingarskilyrði á þessum stöðum. Þegar fluginu lauk liér, fór Frank til Englands og reyndi að vekja áhuga brezkra flugfyrirtækja á íslandi. Héðan á Frank margar góðar minningar — þrátt fyrir eitt óafstýranlegt slys — og honum hefur tvisvar verið boðið hingað til að minnast flugsins á Islandi. Síðara skiptið var í fyrra, þegar liann kom ásamt konu sinni í boði Loftleiða. Frank hefur beðið mig að færa öllum hjartanlegustu kveðj- ur og þakklæti fyrir góðar viðtökur. Af því tilefni, sem í uppliafi greinir, vil ég óska Frank Fredricksyni og konu hans allrar gæfu í framtíðinni. 0§ ekki efast ég um, að sömu ósk senda fjölmargir aðrir Is- lendingar með þökkum fyrir framlag Franks til íslenzkrar flugsögu. Arngrímur Sigurðsson. A heimsstyrjaldarárunum síðari var Frank foringi við einn af flugskólum kanadiska flughersins. 12. júlí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.