Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 14
SIRE Framhald af bls. 12 BÖJESEN......... Flumósa. Alltof mikið, alltof mikið, Madama Ottesen. Afhendir spilin. SIRE .......... Kærar þakkir, Böjesen góður. BÖJESEN........ Bakkar út með hneigingum, rekst á vegginn. Ég biðst afsökunar. Omforladelse. Hérna eru dyrnar. Góða nótt. Fer. SIRE .......... Hlær. Þetta eru tapaðir peningar. Böjesen er uppflosnaður kaup- maður. Hann man ekkert til morguns. Kát. Hvað viltu leggja mikið undir, þrját.íu dali? ARXHUR......... Þú byrjar ekki smátt, en þú skalt ráða. SIRE . ........ Þá peninga, sem ég varðveiti fyrir þig undir höfðalaginu snertum við ekki. Leggur nokkra gullpeninga á borðið úr pyngjunni. Her er afgangurinn af veizlupeningunum frá stiftamtmanni Dregur enn fram úr barmi sér skjalið góða frá prinsinum. Og þetta legg- ur þú undir. ARTHUR........ Nei, veðsetningarskjalið frá prinsinum? Því var ég búinn að gleyma. SIRE ......... Næstum hneyksluð. Gleyma? Og þú hefur talað fjálglega um konunglegar skuldbindingar, jafnvel minnst á Orkneyjar. ARTHUR........ Hlær við. Auk þess voru þetta aldrei nema 3 gíneur ekki 50.000 flórínur, sem var heimanmundur Margrétar Skotadrottningar. SIRE ......... Það stendur, sem ég hef sagt. Ég legg þennan sjóð á móti veð- setningunni og held banikann sjálf. ARTHUR........ Þrár. Nei, þú mátt ekki hafa rangt við. 3 gíneur aðeins. SIRE ......... Þrjár í borði þá. Dragðu. ARTHUR........ Tekur spil. SIRE ......... Viltu kaupa? ARTHUR........ Já. Fær spil. SIRE ......... Annað? ARTHUR........ Nei. SIRE ......... Slær upp 3 spilum. Við þriðja spil s-egir hún: Sprungin. ARTHUR........ Þarna sérðu. Þú tapaðir samt og máttir varla við því. SIRE ......... Óhikað. Sextíu ríxdalir í borði. Viltu kaupa? ARTHUR........ Já. Fær spil. Stopp! SIRE ......... Ósköp ertu ragur. Slær upp 3 spilum í röð. Hálf tólf! Ég vann. Stingur á sig veðinu og sópar til sín peningunum. Ný vindhviða dynur á húsinu. ARTHUR........ Ætlarðu ekki að spila meir. SIRE ......... Nei, það er kominn tími til þess að við tölum saman í alvöru. ARTHUR........ Má það ekki bíða? SIRE ......... Nei, það þolir enga bið, það sló í brýnu milli okkar áðan. Við sjáum hvert stefnir og allt andvaraleysi er ófyrirgefanlegt. Ekki mín vegna, Arthur, heldur þín vegna. — Ég býst við mér um miðjan júní. Fyrir þann tíma verðum við að hafa lokið undir- búningi okkar, gert allar ráðstafanir og hrint þeim í framkvæmd, ef ekki á illa að fara. Það er ekki um langan tíma að gera. Fyrst og fremst húsið, uppkomið eða keypt. Það er í rauninni þú, ekki ég, sem átt mest á hættu. Útsynningurinn er skollinn á. Haglið bylur á þekjunni. ARTHUR.......... Nú, hvernig þá? SIRE ........... Jú, þú hefur áður spurt, hvort ég kæmi með þér til útlanda, Englands eða írlands. Og ég hef sagt: Nei. Ég er enn ekki þess sinnis að víkja fótmál frá örlögum mínum, sem ég hef sjálf kosið mér vitandi vits. Láttu þér ekiki detta í hug, að hegðun mín hafi stjórnazt af léttúð eða daðri. Mér var áskapað að elska. í ferðinni eignaðist ég þig, það er satt, en hvort þú hafir eignazt mig, er ekki einu sinni á valdi konunglega cansellísins að segja til um. Við höfum að vísu kosið þann kost að reyna að sveigja örlögin undir vilja okkar og óskað að giftast, sem er ekki nema eðlilegt venjulegum, veikum manneskjum. Það var og er ein- lægur vilji okkar beggja, en hverju sem cansellíið svarar, þá er það eftir sem áður á valdi æðri afla, hvernig fer, hvort þú eignast mig eða ekki. ARTHUR.......... Já, en ég á þig svo sannarlega heila og óskerta. SIRE ........... Ekki heila, enginn eignast konu heila, hún á sjálf sinn ávöxt, alla framtíðina — og óskerta, nei, ég á sjálf fortíð mína, sem þú getur ekki eignast hlutdeild í. ARTHUR.......... Þurrlega. Vil ekki eignast,. SIRE ........... Þama sérðu, Arthur. Fortíðin ein nægir til að segja sundur með okkur. ARTHUR.......... Það skal ekki verða. Við gleymum henni. Fyrir okkur er lífið rétt að byrja. SIRE ........... Fyrir okkur byrjar lífið í miðjum klíðum. Við getum lifað því saman, það er þín áhætta. Við getum lifað því sitt í hvoru landi. Það er mín áhætta. f því falli ætlast ég aðeins til, að þú hjálpir mér á þann hátt, sem við höfum fyrr talað um og þú hefur geng- izt inn á. Að skapa mér skilyrði til að stunda atvinnu mína, veit- ingasölxma, á sjálfstæðum grundvelli, öllum óháð. Vitaskuld hafð- ir þú á bak við eyrað, að það væri rúm fyrir þig í þeirri áætlun og víst er rúm fyrir þig við mína hlið, ef þú ert nógu lítillátur að þiggja þann kost af lífinu, sem bíður þín þá. Þér finnst það nú, en hve lengi? Þú þiggur minn kost af því þú þráir mig í augnablikinu, en hve lengi? Ef þrá þín til mín dvínar, reisir ó- ánægjan fyrr en seinna upp höfuðið í einni eða annarri mynd, og var þá val þitt rétt? Nei, ekki grípa fram í fyrir mér. Mér er þetta mikið alvörumál. Þú getur lika valið mig. Þú getur farið með mig. En ég hef sagt nei og hvers vegna? í því falli, að ég breyti gegn hugboði mínu og fari með þér í framandi umhverfi, mundi ábyrgðin öll lenda á þér og ekki einasta ábyrgðin heldur hvíldarlaust strit, að vinna mér álit í þínum heimi. Brosir. Þú ARTHUR SIRE . . ARTHUR SIRE . . ARTHUR SIRE ARTHUR SIRE . ARTHUR SIRE . . yrðir bókstaflega að bera mig, svo þung sem ég er, fram fyrir ættfólk þitt, fram fyrir þjóð þína, og eftir því sem tign þín er meiri, mundi ég síga í og auðmýking mín vaxa. Veiztu hvort ég kæri mig um að láta auðmýkjast, heldurðu að ég hafi skap til þess. Ég held ekki. Nei, Arthur, málið er flóknara en þú held- ur. Það er skylda okkar að ráða fram úr því fyrr en seinna og þó við að sinni leggjum allt kapp á að vinna örlögin á okkar band eða sveigja þau eftir vilja okkar þessa stundina eins og beinast liggur við fyrir almennt fólk: að giftast og lifa saman, þá skulum við alveg eins búast við að við verðum að skilja. Stillilega. Ég á líka þátt í fortíð þinni. Elsku vinur, eins og allir karlmenn ertu tveimur konum háður! Móður þinni og konunni þinni, ef ég mætti kalla sjálfa mig svo. Annars vegar stendur öH þín fortíð, kyn þitt, hins vegar öll mín framtíð, kyn okkar. Þú sannaðir fyrir skemmstu, að þú ert háð- ur móður þinni, þegar þú skýrðir henni frá áformum þínum. Það var ósköp barnalegt. Heldurðu að hún geri ekki allt, sem í hennar valdi stendiur, til að halda í þig, sjálfrar sín vegna og ætt- arinnar? Hún væri ekki kona, ef hún gerði það ekki. Ég virði hana og því meir sem seigla hennar í þessu efni er meiri. Ég get ekki vegið gegn henni nema með eigin vopnum hennar, tryggja mér fylgi framtíðarinnar, dóttur okkar. Hún skal heita Henri- etta eins og móðir þín mér til hugsvölunar og trausts í barátt- unni framundan. Þú vilt að við skiljum. Brestur í grát. Svona nærgætnislaust mátt þú ekki tala. Ekkert vil ég frekar en að vera hjá þér, en það verður okkur um megn. Þess vegna neyðist ég til að hlýða kalli fortíðar minnar og ganga minn veg ein og óstudd. Ég hef ekki þekkt þig rétt, Sire. Ég hef ekki fyrr kynnzt stór- lyndi þínu. Þú krefst jafnræðis við mig! Hvað stendur í bréfinu — allt ísland. Þú ert fegurri í mínum augum en nokkru sinni fyrr. Kallaðu eftir því, sem þú girnist, ég skal veita þér það. Það sem ég girnist, getur þú ekki veitt. Ævarandi ást. — Ég hélt einu sinni, að það væri eitt og hið sama að dansa á rósum og sofa á gulli. Hið síðara er svo óendanlega lítilfjörlegt fyrir konur af holdi og blóði. Við þráum dans ástar, dans á rósum. Að liggja á gulli er fyrir orma og dreka. Samt er mér nauðugur seinni kosturinn. Trúðu varlega konungsorði — Þú hefur reynzt mér góður drengur og eftirlábur. Gleymdu því ek’ki, að fyrir Guði er ég konan þín svo lengi sem vegir okkar iiggja saman. Brestur í grát að nýju. Það er aðeinis eitt enn, sem liggur mér þungt á hjarta. Hvað er það, væna mín. Hún hjúfrar sig upp að honum. Hann gerir gælur að hári hennar. Þann dag, sem Henrietta okkar nær mínum aldri, skal ég senda þér hana til Englands, fyrr ekki. Hún á að minna þig á vetur þinn á fslandi og á mig. Ég lofa að gera þetta og á þá aðeins eitt eftir til að jafna metin við þig. Tekur fram úr barmi sínum veðsetn- ingarbréfið frá Friðriki prins. Þú manst eftir þessum seðli, sem þú fólst mér til vörzlu og ég vann af þér aftur. Ég legg ekkert upp úr þessu plaggi en það má ekki vera til. Það getur hleypt öllu í bál og brand á milli tveggja þjóða. Skjaldarmerki Dillon- ættarinnar '14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. april 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.