Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 5
finna tangur né tetur af honum, sannfærðist nú um, að hann hefði verið að dreyma og því hefði valdið þreytan, sem gagn tók hann. Hann hraðaði sér til bátanna og tók þátt í hátíðinni, en hann greindi allan tímann leyndardómsfulla rödd gamla mannsins í gegnum samtalið og flautuspilið, og sál hans virtist hafa slegizt í för með gamla manninum, því að hann sat framandi og með dreymandi augu meðal hins glaðværa fólks, sem stríddi honum vegna ásthrifni hans Fáeinum dögum síðar vildi faðir Han Fooks boða ættingja og vini saman á ráðstefnu til að ákveða brúðkaupsdaginn. En brúðguminn var því and- vígur og sagði: „Fyrirgefðu mér, að ég skuli dirfast að óhlýðnast þeim föðurlegu fyr irmælum, sem hverjum syni er skylt að fara eftir. En þú veizt, hve ég finn ríka þörf hjá mér til að fullnuma mig í ljóðlist- inni, og þó að nokkrir vina minna hrósi ljóðum mínum, þá finn ég sárt til þess, að ég er ennþá byrjandi og stend aðeins við upphaf vegar. Þess vegna bið ég þig um að leyfa mér að dvelja í einveru enn um stund og einbeita mér að íhugunum mínum, því að ég álít, að slíkt sé mér ókleift, þegar ég þarf að hugsa um konu og heimili. Á meðan ég er ennþá ungur og óháður, langar mig til að þjóna ljóðlistinni enn um hríð, því að af henni vænti ég mér gleði og frægðar. Við þessi orð varð faðirinn mjög undrandi, og hann sagði: „Þessi list hlýtur að vera þér hugstæðari en allt annað, fyrst þú vilt fresta brúðkaupi þínu hennar vegna, en hafi eitthvað valdið ósamlyndi milli þín og heitmeyjar þinnar, segðu mér þá frá því, þvi að ég get kippt því í lag eða útvegað þér ann að kvonfang.“ En sonurinn sór, að hann ynni henni jafn heitt og ávallt áður og að ekki svo mikið sem skugga ósamlyndis hefði borið á ást þeirra. Og hann sagði föður sínum jafnframt, að þann dag, sem ljósahátíðin var hald- in, hefði meistari talað til sín í draumi, og hann þráði meira en alla jarðneska sælu að ger- ast lærisveinn hans. „Gott og vel,“ sagði faðirinn, „þá gef ég þér eitt ár, svo að þú getir sinnt köllun þinni, sem þér er ef til vill gefin af guð- legri forsjón." „Ef til vill munu líða mörg ár,“ sagði Han Fook hikandi, „hver ætti að vita það?“ Svo leyfði faðirinn honum að fara og var hryggur, en ungl- ingurinn skrifaði unnustu sinni bréf, kvaddi og fór burt. Eftir að hafa gengið langa lengi, kom hann að upptökum fljótsins og fann bambuskof- ann, sem var mjög afskekktur, og gamli maðurinn, sem hann hafði séð hjá trénu á fljóts- bakkanum, sat á fléttaðri mottu fyrir framan kofann. Hann sat og lék á lútu, og er hann sá gestinn nálgast með lotningu, reis hann hvorki á fætur né heilsaði honum, en brosti aðeins og renndi næmum fingrunum yfir strengina, og töfrafullir hljómar liðu eins og silfurský eftir dalnum, svo að unglingur inn stóð undrandi og gleymdi öllu öðru í hrifningu sinni, unz Hinn fullkomni meistari orðs- ins lagði lútuna litlu frá sér og gekk inn í kofann, þá sneri Han Fook með lotningu á eftir honum og dvaldi hjá honum sem þjónn hans og lærisveinn. Eftir mánaðartíma hafði hon um lærzt að fyrirlíta öll þau ljóð, sem hann hafði áður ort, og hann þurrkaði þau burt úr minni sínu. Og eftir fáeina mán uði hafði hann þurrkað öll þau ljóð úr minni sér, sem lærifeð- urnir í átthögum hans höfðu kennt honum. Meistarinn talaði naumast orð við hann, hann kenndi honum þegjandi gald ur lútuleiksins, unz sál nem- andans var gagntekin hljómlist. Eitt sinn orti Han Fook dálítið ljóð, þar sem hann lýsti flugi tveggja fugla undir gráum hausthimninum. og ljóðið féll honum í geð. Hann þorði ekki að sýna meistaranum það, en hann söng það eitt kvöld í grennd við kofann, og meist- arinn heyrði það vel. Hann mælti þó ekki orð. Hann lék einungis veikt á lútuna sina, og eftir litla stund varð loftið sval ara og það húmaði, haustvind- ur blés, þó að enn væri há- sumar, og tveir hegrar flugu á eirðarlausum vængjum yfir grátt himinhvolfið, og allt var þetta svo langt.um fegurrra og fullkomnara en ijóð lærisveins ins, að hann varð hryggur og þögull og blygðaðist sín. Og þannig hélt gamli maðurinn áfram að leiðbeina nemandanum og þegar árið var liðið, hafði Han Fook næstum fullkomnað sig í lútuleik, en í ljóðlistinni átti hann ennþá margt ólært. Tvö ár liðu, og unglingurinn varð gripinn ákafri þrá eftir ættingjum sínum, heimili sínu og unnustu, og hann bað meist- arann um heimfararleyfi. Meistarinn brosti og kinkaði kolli. „Þú ert frjáls,“ sagði hann, „og getur farið, hvert sem þú vilt. Þú getur komið aftur eða verið um kyrrt, alveg eftir eigin geðþótta." Þá kvaddi lærisveinninn og hélt tafarlaust a f stað, unz hann stóð í morgunskímunni á fljótsbakkanum og leit átthaga sína handan við hvelfda brúna. Hann læddist hljóðlega inn í húsagarðinn og heyrði andar- drátt föður síns í gegnum svefnherbergisgluggann, og hann laumaðist inn í aldingarð inn við hús unnustu sinnar og úr toppi perutrés, sem hann hafði klifið upp í, sá hann unnustu sína standa framan við spegilinn og greiða hár sitt. Og þegar hann bar saman í huganum það, sem hann ■ nú hafði séð og það, sem hann hafði vænzt að sjá, varð hon- um ljóst, að hann var ennþá ákveðinn að verða skáld, og hann sá að draumar skáldsins búa yfir yndi og fegurð, sem menn leita árangurslaust að í hinu raunverulega lífi. Og hann kleif niður úr trénu og flúði út úr garðinum og yfir brúna burt frá átthögum sín- um og sneri aftur upp í dal- inn hátt í fjöllunum. Gamli meistarinn sat þar enn sem áð- ur í sömu stellingum fyrir framan kofann sinn og renndi fingrunum mjúklega yfir strengi lútunnar, og í stað þess að heilsa mælti hann fram tvö erindi um alla þá miklu ham- ingju, sem listin getur veitt, og þau tjáðu svo djúpa og ríka sælu, að augu unglingsins fylltust tárum. Han Fook tók aftur til við námið hjá F;->um fullkomna meistara orðsins, og þegar hann hafði fullnumað sig í lútu leik, kenndi gamli maðurinn honum á sítar, og mánuðirnir liðu eins og snjórinn í vestan- vindinum. Og enn varð hann tvívegis gripinn heimþrá. í annað skiptið hljóp hann leyni- lega í burtu að næturlagi, en áður en hann var kominn út úr síðustu bugðu dalsins, bærði næturvindurinn strengi sítars- ins, sem hékk í kofadyrunum, og tónarnir náðu eyrum hans og gripu hann svo sterkum tökum, að hann hlaut að snúa við. En öðru sinni dreymdi hann, að hann gróðursetti ungt tré í garði sínum og eiginkona hans stæði við hlið hans og börnin hans vökvuðu tréð með víni og mjólk. Er hann vakn- aði, skein tunglið inn í her- bergið hans, og frá sér num- inn reis hann á fætur og leit inn í herbergið, þar sem meist- ari hans svaf, og skegg öld- ungsins bærðist mjúklega. Við þessa sýn fylltist hann bitru hatri í garð þessa manns, sem honum virtist hafa eyðilagt líf sitt og rænt sig framtíðarvon- um. Hann ætlaði að ráðast á hann og myrða hann, en þá opnaði öldungurinn augun og tók jafnframt að brosa blíðu, angurværu brosi, sem afvopnaði lærisveininn. „Mundu það, Han Fook,“ sagði gamli maðurinn lágt, „að þér er frjálst að gera, hvað sem þú vilt. Þú getur farið heim til þin og gróðursett tré, þú getur hatað mig og svift mig lífi, það skiptir engu máli.“ „Æ, hví skyldi ég hata þig,“ hrópaði pilturinn djúpt snort- inn, „það væri eins og að hata sjálfan himininn.“ Og hann dvaldi um kyrrt og lærði að leika á sítar, og því næst á flautu, og loks hóf hann að fullnuma sig í ljóðlist undir leiðsögn meistarans, og hann lærði smám saman þá miklu list að fjalla þannig um hið smáa og hversdagslega, að ljóð hans snart við sál áheyr- andans, eins og þegar vindur- inn ýfir vatnsborðið. Hann lýsti komu sólarinnar, hvernig hún hikar á fjallsbrúninni, og ferðum fiskanna, sem líða hljóð laust, eins og skuggar í djúp- inu, ellegar ungu perutré, sem bærist í vorvindinum, og þeg- ar menn heyrðu ljóðið, skynj- uðu þeir ekki einasta sólina, leik fiskanna og hvísl peru- trésins, heldur virtist þeim him- inn og heimur renna í eitt í fullkomnum samhljómi, og sér- hver áheyrandanna hugsaði þá með sælu eða sársauka um það, sem hann elskaði eða hataði, drengurinn um spegilmynd sína, unglingurinn um unnustu sína, og öldungurinn um dauð- ann. Han Fook vissi ekki lengur, hve mörg ár hann hafði dvalið hjá meistaranum við upptök fljótsins mikla, oftsinnis virt- ist honum sem hann hefði fyrst komið í þennan dal kveldið áð- ur og hlýtt á strengleik gamla mannsins, en oft virtist honum sem ótal mannsaldrar og ára- raðir hefðu horfið að baki hans eins og draumur. Er hann vaknaði einn morg- un í kofanum var meistarinn á bak og burt, og hann fann hann ekki framar, hve mjög sem hann leitaði og kallaði. IJm nóttina virtist haustið allt í einu vera komið, skörp vind- hviða hristi kofann, og farfugl- arnir hurfu í stórum hópum yf- ir brúnir fjallanna, þó að brott farartími þeirra væri enn ekki kominn. Þá greip Han Fook lútuna sína og hélt áleiðis í átthag- ana, og hvar sem hann mætti fólki á leið sinni, heilsaði það honum eins og gömlum virðu- legum manni, og er hann kom í átthagana, voru faðir hans og unnusta og ættmenni hans dá- in, og ókunnugt fólk hafði flutt í húsin. En um kvöldið héldu menn ljósahátíð á fljótinu, og skáldið Han Fook stóð í skugg- anum af gömlu tré og hallaði sér upp að því, og er hann hóf að leika á lútuna. andvörpuðu konurnar og störðu hrifnar og angurværar út í nóttina, og ungu mennirnir kölluðu á lútuspilarann, sem var hvergi sjáanlegur, og þeir hrópuðu hátt, að þeir hefðu aldrei heyrt slíka tóna frá lútu. En Han Fook brosti Hann horfði út yfir fljótið, þar sem lugta- ljósin snegluðust i ótal lit- brigðum. Og þar sem hann gat ekki lengur greint speglun ljós- anna frá raunveruleikanum, þá skynjaði hann í sál sinni eng- an mun á þessai-i hátíð, og þeirri fyrstu, þegar hann hafði staðið hér sem ungling- ur og hlýtt á orð hins ókunna meistara. 5. apríl 1970 LESBOK morgunblaðsins 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.