Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 2
* Látravík. Myndin er tekin af bergsnösiumm undir Axarfjalli og sést vestur tii aðalbjargsins að nokkru. Hombjarg séð af sjo. yrking eður grasnautn, sem 'f1' hann brúkaði þar, sem var að fóðra eina kú og fáeinar ær. Reki er góður fyrir þessum almenningum, þar sem festi- fjara er, bæði hvals og viða, j>ó það þyki nokkuð fara til þurðar, og nýta ýmsir so sem hvör fær til náð öldungis toll- frí og átölulaust. Þessir al- menningax eru að lengd 3 vik- ur sjáfar þegar róið er með landi fram eftir sem gamlir menn hafa kallað, en torfæru vegur mikill er á landi og lítt fær nema gángandi mönnum, og því sækja menn hingað jafn an á skipum. Horn í Aðalvík á land við þessa almenninga að vestanverðu í Flæðihamar, en Smiðjuvík að austanverðu í hamar þan>n sem Lás kallast. NB. Væri bygð sett í þessum almenningum (sem þó er ei lík- legt að verða muni) þá ætla menn að hún heyri til Grunna- víkursveit og Staðarkirkju- sókn, og so var þau 2 ár sem bygt var. NB. Vatnsfjarðarkirkja segja menn að hj>er eigí nokkurn hlut í tovaineka, en vita ekki gjörla hvað mikinn og meina það ver.ði umdirrérttað ljösiegar af Vaitetstfjaffáter staðarh-aldara." Við þessa frásögn j,ar®abók- arinnar er það að athuga, að Horn er alls .ekki í ASalvát og hefur að ég hygg aldrei verið svo kallað, heldur í fíornvík. Aftur á móti mun .sveitin eða » hreppurinn á þessum tíma hafa fengið nafn af Aðalvík, og ver ið kallaður Aðalvíkurhreppur eða Aðalvíkursveit, má það hafa valdið ruglingi þessum. En kirkjusóknin hefur trúlega ávallt heitið Aðalvikursókn, þar sem kirkjan og prestssetr- ið var á Stað í Aðalvík. Nú um alllangan aldur hefur hrepp urinn heitið Sléttuhreppur, eft- ir jörðinni Sléttu í Jökulfjörð- um, sem var forn og ný krist- fjárjörð fram yfir s.l. aldamót, undir forræði Vatnsfjarðar- presta. Einnig má geta þess, að það sem jarðabókin hér kallar „Bjarnanes", er nú almennt nefnt Bjarnarnes, samkvæmt því sem segir í Landnámabók um Skjalda-Björn: „Hann nam land frá Straumnesi til Dranga, og í Skjalda-Bjarnarvík bjó hann, en át-ti annað bú íBjarn- arnesi. Þar sér miklar skálatótt ir hans.“ Haustið 1840 skrifar séra Torfi Magnússon á Sfað í Grunnavík lýsingu Grunnavík ursóknar, fyrir Hið íslenzka bókmenntafélag í Kaupmanna- höfn. Sóknarlýsingin er bæði stutt og lítið merkileg, en þar 3egir svo um Bjarnarnes, sem prestur kallar að vísu Bjama- nes eins og jarðabókin: „Loks- ins er bær nefndur Bjamanes byggður I almenningi, sem oft- lega hefur I eyði verið, þar skepnur fóðrast ekki grasleys- is vegna, og fólkið lifir ein- ungis á sjávarafla, káli, fjalla- grösum og fuglatekju við Hom bjarg.“ Eins og framangreindar lýs- ingar bera með sér, er jarðnæð ið í Bjamarnesi rýrt og kosta- lítið, en þar var þó búið fram um s.l. aldamót, stundum af bammörgum fjölskyldum, og má xxærri geta hvernig þau lífskjör hafa verið. Er þó eng- an veginn víst, að þau hafiver ið í neinu lakari en á nálægum kotum, Smiðjuvík og Látravík, þar sem fæðuöflun byggðist að verulegu leyti á veiðiskap, bæði fugla og fiska. Þegar dr. Þorvaldur Thorodd sen var þama á ferð, sumarið 1886 eins og fyrr segir, þá bjó í Bjarnarnesi Jón Guðmunds- son, ættaður úr Árneshreppi í Strandasýslu. Mælt er, að hann hafi verið meiri að hæfileikum en veraldargengi, og mun hafa sannast á honum sem fleirum, að sitt er hvað gæfa og gervi- leiki. Jón var eðlisgreindur maður, bókhneigður og fróð- leiksgjarn, en átti þess raun- ar lítinn kost að fullnægja þeirri þrá. Hann varði þó ávallt nokkm fé til bókakaupa og meiru en ætla hefði mátt, eftir efnum og ástæðum. Hann var fylgdar- og leið- sögumaður dr. Þorvaldar Thor oddsen um nokkum hluta Horastranda, og minnist dr. Þorvaldur hans í Ferðabók sinni með svofelldum orðum: „Bóndinn, Jón Guðmundsson, er hinn eini, sem heldur frétta- blað hér á Norður-Ströndum og les þær nýjar bækur, sem hann getur náð í. En það má nærri geta, hve fljótt og greið- lega blöð. og bækur berast á þennan útkjálka, þar sem engir póstar koma nærri. Guðmund- ur Ólafsson í Smiðjuvík er í Þjóðvinafélaginu og veit ég ekki til, að það séu aðrir en þessir tveir menn á allri strand lengjunni frá Geirólfsnúp að Horni, sem eftir föngum reyna til að fylgja því svolítið, sem gerist annars staðar á landinu. Jón Guðmundsson leiðbeindi mér ágætlega hér um fjöllinog gaf mér margar góðar upplýs- ingar um ýmislegt, er snertir Homstrandir, enda er hann manna kunnugastur, því hann hefur búið 13 ár í Bjarnarnesi. Hornstrendingur einn komst svo að orði, að þeir Guðmund- ur í Smiðjuvík og Jón Guð- mundsson í Bj arnarnesi væru hinir einu „vísindamenn" á Homströndum, annar væri í Þjóðvinafélaginu, hinn héldi Þjóðólf." Ýmsar frásagnir og lýsingar dr. Þorvaldar frá þessum norð- urhjara, einkum þó veðurfars- lýsingar, eru sem von er til hvorki bjartar né glæsilegar, því að tíðarfarið sumarið 1886 var alveg ódæma illt norður þar, eins og raunar meira og minna allan áratuginn frá 1880 til 1890. Þó munu sumurin 1882, hið svonefnda mislinga- sumar, og 1886 hafa verið einna verst, og veðurfar þeirra lík- ara köldu hausti en sumartíð. Um Bjamames sérstaklega segir dr. Þorvaldur svo: „Þetta er einn með afskekktustu bæj- um á landinu, engin byggð nærri. Snjófjöll og öræfi fyrir ofan, en íshafið fyrir utan. Hér hafa menn ekkert að skemmta sér við nema brimlöðrið við bjargtangann, hafísinn og fugla gargið, og er mikið að nokkur miaðiur sikiuli hialdast vilð á þeeis- um eyðiklöppum.“ Raunar er það nú ekki að öllu réttmæli, að Bjarnames hafi þá verið öllu afskekktara en aðrir bæir á þessum slóðum, nema síður væri, því að þaðan er til- tölulega skammur vegur út í Látravík, sem þá var byggð orð in, aðeins yfir Axarfjall að fara Og frá Látravík er heldur eng inn óravegur út í Hornvík, þar sem voru þrír bæir. Um aldamótin 1900 bjó í Bjarnarnesi Baldvin nokkur Sigfússon og kona hans, Lovísa Jónsdóttir. Þau munu hafa verið seinustu ábúendur þar. Baldvin var gæddur nokk urri ófnesikisigáfiu, einkiuim á unga aldri, og hafði sem bam hvorki frið né ró fyrir sýnum þeim, er að honum sóttu. Þótti aðstandendum hans þetta hið mesta mein og leituðu ráða við kvilla þessum hjá sóknar- presti sínum, sem var séra Ein ar Yemharðsson á Stað í Grunnavík. Séra Einar varð stúdent frá Bessastaðaskóla árið 1842, þá 25 ára að aldri og vígðist sama ár aðstoðarprestur föður síns, séra Vernharðar Þorkelssonar í Reykholti. Staðarbrauð í Grunnavík fékk séra Einar ár- ið 1852 og hélt það til ársins 1883, er hann sagði af sér prestskap. Bjó hann síðan embættislaus á Sútarabúum, sem er kot eitt lítið þar í vík- inni, skammt frá Stað. Þar andaðist hann árið 1900, 83 ára að aldri. Séra Einar var vel látinn af sóknarbörnum sínum, talinn allvel lærður og lét sér mjög annt um upp- fræðslu barna og unglinga í sókn sinni. Að því er snerti sjúkleika Baldvins litla, þá tók prestur því vel að reyna að lækna of- skynjanir hans, er hann nefndi svo. Tók hann þá fram lækn- isdóminn, sem var messuvín, er hann rauð á augu barnsins, þrisvar sinnum á nokkurra mínútna fresti, en bað stutta bæn þess í milli. Að því búnu kvað prestur sér á óvart koma, ef þá skipaðist ekki til hins betra um ósköp þessi. Og svo kynlega brá við, að eftir það fékk Baldvin litli frið fyrir hinum áleitnu sýnum, þó að skyggn væri hann alla ævi, en yfirleitt án þess að óþægind- um ylli. Einhverju sinni bar svo við, þegar Baldvin og kona hans bjuggu í Bjamarnesi, að sum- ardag einn seint á slætti, þá er sól skein í heiði og hey- þurrkur var sem beztur, en bóndi og húsfreyja ásamt pilti, sem hjá þeim var, störfuðu af ákefð í heyi, þá saekir að bónda ósigrandi svefndrungi og máttleysi. Sólheiðir þerri- dagar eru sjaldgæfir á Horn- ströndum, en þegar þeir gef- ast liggur enginn á liði sínu, og því barðist Baldvin svo sem hann mátti, á móti sleninu og svefnhöfganum. Þar kom þó að lokum, að hann mátti ekki af sér bera, gengur þá til bað- stofu og hallar sér út af í rúmi þeirra hjóna. Þegar honum er aðeins horfin veröldin, hrekk- ur hann upp við það, að hon- um finnst einhver kæfandi þungi hvíla á andliti sínu. Hyggur hann í svefnrofunum, að þetta sé höfuðfat sitt, sem hann hafði lagt þar til þess að skýla fyrir birtu frá glugga- borunni. Þegar hann svo komst til ráðs og fann, að þetta var miklu þyngra en húfu hans eða hatti svaraði, þreif hann ómjúklega til þess óvænta að- skotahlutar, og varpaði hon- um frá sér af afli út á bað- stofugólfið. Kvað þá við dynk- ur mikill, því að þetta reynd- ist vera stór og nokkuð þung- ur skaftpottur úr járni, sem ella stóð á hillu frammi í bað- stofuhúsinu og allfjarri hjóna- rúminu. Þetta þótti í fyrstu ærið kyn- legur fyrirburður, því að alls engum var til að dreifa í þá átt, að um hrekki eða hvefsni gæti verið að ræða. Ekki var annað manna á bænum en drengurinn og þau hjón, sem fyrr var sagt. Og nú voru þau, kona Baldvins og vinnu- pilturinn, úti á túni við hey- þurrkinn og höfðu sem mest að starfa. Enda hefði þeim aldrei til hugar komið, hvað þá heldur meir, að hafa slíka gráglettni í frammi. Alllöngu síðar var þó talið, að skýring hefði fengizt á fyrirburði þessum. Þá frétti Baldvin með fullum sannind- um, að einmitt þennan dag og um sama leyti dagsins, þá er svefninn sigraði hann við hey- þurrkinn, hefði andazt maður nokkur, sem hann var kunnug- ur fyrrum, þegar báðir voru yngri að árum. Höfðu þeir oft átt glettur saman og sumar sviplíkar þeim, er nú höfðu átt sér stað með pottinn. Er Baldvin var þessa vís orðinn var hann þess fullviss, að hér hefði fomkunningi hans verið að verki nýdauður eða um það bil, sem hann geispaði golunni. Útgefandl: Hif. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar; Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónston. Ritstj.fltr.: Gísli SlgurCssðn. Auglýsingar: Árni Garöar Kri$tln££on. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. 2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.