Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 12
SIRE Framhald af bls. 7 kom í nóvember og fram í marz—apríl. Mataræðið þenna tíma er líka fyrir neðan allar hellur — SIR.E .......... Lítur upp. Var það svo slæmt? ARTHUR.......... Þú verður að fyrirgefa, Sire, ég er buffæta og er að skrifa fyrir buffætur. Les áfram. Fyrstu tvo mánuðina var maturinn þó eins góður og ég gat búizt við, en þegar tók að vetra varð hann lélegri, nýtt kjöt hvarf þá alveg, og við tók har.gikjöt og fiskur á hverj- um degi, án nokkurar ídýfu annarrar en vatns þess, sem hann er soðinn í — SIRE ........... Þér fellur það ekki? ARTHUR.......... Ég hata soðningu! SIRE ........... Þetta er þjóðarsiður. En ég skal bræða smjör framvegis út á ýsuna fyrir þig. Hún er lystugri þannig. ARTHUR.......... Les áfram. Stöku sinnum, en þó aðeins á tyllidögum, er hafður saltur lax eða kjöt af kálfi, sem slátrað hefur verið fáeinum stundum eftir burðinn — já o.s.frv. o.s.frv. Hákarl er uppáhalds- fæða íslendinga — já, við skulum sleppa því. SIRE ........... Þetta er allt um mat. Nefnir þú mig nokkurs staðar? ARTHUR.......... Nei, finnst þér þetta ekki nóg. Eftir það að póstduggan fór varð allt kyrrt og dapurlegt. Harður vetur lagðist að og dagsbirtan hvarf nálega alveg, og leið svo til jóla. Þau voru haldin hátíðleg og þó enn meir fæðingardagur kóngs 28. janúar. — Opinber veizla var haldin með dansleik á eftir. Veizlan byrjaði kl. 4 og var mjög vegleg — SIRE .......... Þetta er alls ekki veizlan okkar. Þetta er fæðingardagur kóngs — ARTHUR......... Öli tilhögun var alveg eins, nema hvað annað var sungið. SIRE .......... Það var jafngott að þú slepptir okkar veizlu! Það er engu líkara en að þú hafir verið að skrifa kokkabók í staðinn fyrir ferðalýsingu — ARTHUR......... Færir sig til hennar. Tekur utan um hana annarri hendi. Eg steinhætti að lesa, ef þú ert alltaf að grípa fram í fyrir mér og gera athugasemdir. Koss. SIRE .......... Nei, Arthur, — það dregur að því sem verða vill. Hún fær ekkert svar, nema hann sveigir hana aftur á bak og kyssir ákaflega. Þegar allt er að komast í óefni, segir hann allt í einu: ARTHUR......... Hvað ertu að sauma? SIRE .......... Notar tækifærið til að snyrta það sem úrskeiðis hefur farið sem bezt hún getur. Sjáðu, það eru stafirnir okkar A. D. og S. B. þú kallar mig alltaf Bergmann eins og ég hefði aldrei verið gift. ARTHUR......... Ertu kannski ekki fædd Bergmann? Að hugsa sér þig sem litla stelpu! SIRE .......... Ég kem aftur í líki dóttur okkar, elskan mín! SIRE .......... Kyssir hana á ber brjóstin. Upphefjast dálitlar stympingar, sem lýkur með uppgjöf af h-ennar hendi. SIRE .......... Svona nú, svona nú. Þú færir mig úr fötunum! Þú aflagar mig alla! Þú þekkir ekki alla sögu mína. Þú umgengst svo fáa í bæn- um. Fólkið þekkir þig heldur ekki. Þú kemur ofan úr skýjunum. Páll stúdent kvað hafa skrifað amtmanninum á Stapa, að það væri ekki hægt að komast að sannri raun um lærdóm þinn, þú sæir engan nema matmóður þína í klúbbnum. ARTHUR........... Nei, það er ekki hægt að hugsa sér þig sem stelpugopa. — Þú ert heil kona, ekkert nema kona frá hvirfli til ilja. Ég skynja þig í lyktinni af þér. Rammsætum nyk eins og af jörð, sem kem- ur undan snjó. Hann stígur til höfuðsins. SIRE ............ Þegar útlit er fyrir að hann sé að fá kast aftur, safnar hún sam- an saumaskapnum og lætur á borðið. Þú hefur engan spurt um sögu mína — fortíð mina. Þú hefur látið þér nægja með það sern ég gat sagt þér — um hjónaband mitt og og hálfvaxna syni. Ég átti ríkan föður og frændlið mitt telur virðingarmenn í sinni röð. Sjálf var ég svo bráðþroska að ég ól eldri son minn aðeins 15 ára að aldri. Við sólunduðum föðurarfi mínum á fáum árum. Svo skildi maðurinn mig eftir eina, lamaður á sál og líkama. Held- urðu ekki að þá hafi tekið við þungbærir dagar og langar nætur í vist hjá hinum og þessum því ég varð að vinna fyrir okkur öll- um fjórum. Það er léttara núna eftir a_ð kaupmennirnir hér fólu mér forstöðu klúbbsins. Kyrrlátlega. Ég er þér innilega þakk- lát fyrir traust þitt, en spurðu Pál stúdent og spurðu Gunnlög- sen. Þeir munu báðir segja þér satt þó með nokkuð nærgætnis- legri orðum en maddömurnar flestar hér í bænum. Með niður- bældri örvæntingu í röddinni. Ég hef fætt 5 lifandi börn af lík- ama mínum, synina tvo og þrjár dætur, sem allar dóu á fyrsta ári. En þessi mun lifa, því hún er getin í ást — sem ég var búin að gleyma að fyrirfinndist í hinni spilltu veröld. ARTHUR ......... Fallast hendur í fyrstu. Svo með hægð. Engu að síður skal ég lesa fyrir þig bréf, sem ég hef skrifað yngsta bróður mínum, Constantine og mun senda með póstduggunni núna í næsta mán- uði. Les. Reykjavík í marz 1835. Kæri Constantine, þar sem ég geri ráð fyrir að koma ekki aftur til Englands um lengri tíma, þarf ég að biðja þig að útrétta sitt af hverju fyrir mig, ef þú hefur hentugleika til. Fyrst er nú það, að ég bið þig að leggja út fyrir mig 20 £ fyrir föt frá skraddaranum í Liverpool og láta danska konsúlinn sjá svo um að ég fái þau hingað í maí með saltskipinu, sem þar á að koma. Peningum bið ég þig að skipta í danska mynt eða í spánska dollara, þar eð mikil afföll eru á enskri mynt. Þá þarf ég að fá hið bráðasta nærfatnað og sængurklæði, góður frakki fæst ekki saumaður hér, svo blessaður sendu alla slíka sem ég hef skilið eftir. — Byssuna og púðurhornið mitt verð ég að fá, sömuleiðis stærri steypumótin fyrir pístólukúlur, reiðstíg- vélin og yfirleitt allan skófatnað í þolanlegu lagi. Kassann minn með borðsilfri þarf ég að fá, járn-rúmstæðið og tvö lök kæmi sér vel að fá og yfirhöfuð ýmislegt smádót, sem ég skildi eftir í drag- kistu minni og veldur ekki erfiðleikum á sjóleiðinni. Konsúllinn getur sent þetta hvort heldur til Keflavíkur eða beint til Reykja- víkur með saltskipinu í maí, en þá verður það líka að komast til mín. í sumar legg ég af stað í langferð um landið----— SIRE ........... Langferð? Á hana hefur þú ekki minnzt við mig! Er þetta nýr fyrirsláttur til þess að þurfa ekki að minnast á mig og mínar ástæður? Hið eina sanna, sem heldur aftur af þér. En hann er ósköp barnalegur og ósköp gagnsær. Auðvitað verður þetta bréf til þess að móðir þín sendir Constantine með saltskipinu og dót- inu þín — þó ekki væri til annars en að skoða landið, ekki til að njósna um hagi þína svo sem! ARTHUR ........ Særður. Hvernig á ég að skrifa um ísland ef ég sé ekkert af því nema þig? SIRE .......... Þú minnist ekki einu orði á mig í bók þinni. Ekkert um vista- skipti þín. Fólkið þitt gæti haldið að þú værir frosinn í hel í „þinni ofnlausu skonsu“. Ef ekki aðframkominn af sulti vegna óætis, sem þessi ónefnda matmóðir bíður þér. Og hver er hún? Hún skyldi þó ekki vera orðin barnsmóðir þín líka? Hver maður sér í gegnum þetta eins og gler. ARTHUR ........ Sámar líka. Þér mislíkar við mig þessa stundina — en það situr ekki á þér — SIRE .......... þessari alræmdu drós, sem maddömurnar segja, — segðu það bara! ARTHUR ........ Ég skal láta þig heyra niðurlag bréfsins til að sefa æstar til- finningar þínar, og sanna þér síðan að ég mun standa við hvert heit sem ég hef svarið þér. — Les áfram úr bréfinu. White átti að fá endurgreidda ferðapeninga, sem hann lagði út fyrir mig úr Frímúrarakistunni. Ég gekk frá þessu við hann i Kaupmanna- höfn, vona að hann og Palmer séu komnir heilir á húfi til baka, hef ekkert frétt af þeim síðan við skildum á leiðinni til Friðriks- borgarslots. Veðrið hefur verið slæmt að undanfömu, þó ekkert til að býsnast yfir, hvorki regn né snjór að ráði, en stormasamt hefur verið til sjávarins, þó hvað hafa verið hart á hálendinu svo að þrjá menn norðanpóstsins kól hræðilega illa í andlitum og á fótum. Einn hesta minna er dauður úr pest sem hvað vera land- læg til sveita. Um tíma lagði sund og firði, en hér eru ekki nærri eins dimmar nætur og í Englandi, ef tungls nýtur ekki eru norð- urljósin svo björt að mér veitist létt að lesa við birtuna frá þeim; ég er viss um að þér myndi falla vel vistin hér; víst eru hér engir skógar og þó loftið geti verið biturt þá eru hér fjöll og firðir og tært loft. Blessaður skrifaðu mér nú aftur langt bréf um allt sem hefur skeð heima, eins væri ég feginn að fá blöðin frá því ég fór að heiman, — mundu nú eftir þessu í maí, því ekki veit ég hvað um mig verður ef ég fæ þetta ekki á réttum tíma, einkum pening- ana, því ekki veit ég hvað ferðalagið kostar. Þú gerir svo vel að eiga þetta hjá mér þangað til Bostons gerir upp við mig, ég vona að þú sért rask og er ávallt þinn elskandi bróðir A. E. D. Dillon. SIRE .......... Ég sé ekki að þetta komi neitt málinu við. Er þó stórum spakari. ARTHUR ........ Vandræðalegur. Ég hélt þú vildir sjá mitt fólk með mínum augum. SIRE .......... Þú beinlínis spanar þennan bróður þinn, Constantín, til að koma hingað. ARTHUR ........ Til þess að sjá þig með mínum augum. SIRE .......... Háðslega. Það æt.la ég ekki að vona. ARTHUR ........ í langferð í hættulegu landi eins og íslandi getur margt komið fyrir. Þess vegna mun ég selja þér í hendur erfðaskrá mína. Þar ánafna ég þér 700 £ og hverri systur minna, Margréti, Louisu og Helenu 100 £ hverri, dóttur okkar 1500 £. Sömu upphæð til Constantíns vegna kostnaðar sem hann hefur lagt út fyrir mig. 500 £ skulda ég móður minni og jafnhá upphæð til Theobalds bróður míns. Samt.als 5000 £. . . Sjálfsagt á ég að þakka þér fyrir örlæti þitt. En mér dettur nokkuð í hug —------Við skulum spila. ARTIIUR......... Spila? Ég kann ekki L’ombre! Ekki einu sinni Marías.Man allt- í einu, gamansamur. Auk þess hef ég verið varaður við að spila við þig. SIRE ........... Fljótt. Hver gerði það? ARTHUR.......... Prinsinn, sem þú kallar Litla-kóng. SIRE ........... Það gildir einu. Við skulum spila hálf tó!f. Það kenndir þú mér sjálfur. ARTHUR.......... Hvað hefur komið yfir þig? Þú hefur aldrei viljað spila við mic! SIRE ........... Ögrandi. Mér þykir gaman að spila. Ég tapa alltaf. — Nú ætla ég að vinna. ARTIIUR......... Það segja allir fjárhættuspilarar. Það kemur snörp vindhviða, sem skekur húsið. Þau færa sig ósjálfrátt nær hvort öðru. Hann er að skella á. BÖJESEN......... Þá er barið feimnislega og Böjesen stingur inn höfðinu. Ef maður vissi ekki, að Hcndrichsen væri öðrum störfum að gegna, gæti maður haldið, að þetta væri hann nema hvað henn er í snjáðum lafafrakka. Verður hvumsa við þegar hann sér Arthur. Ég biðst mikillega afsökunar, Maddama Ottesen. Ég ætlaði ekki að trufla. Jeg vilde ikke forstyrre. SIRE........... Blíðlega. Þér truflið alls ekki herra Böjesen. Hvað vilduð þér mér? BOJESEN........ Ekki nema að ég er í klípu. Þér eruð víst ekki svo stöndug að geta lánað mér nokkra skildinga til morguns? SIRE ........ Með mikilli ánægju. f kvöld er ég rík. Artliur lítur undrandi á hana. Ég lána alltaf vinum mínum peninga. Dregur úr barmi sér pyngju. Sko, hér er gull og silfur! En varið þér yður Böjesen, við erum vopnuð í húsinu! Bendir á byssuna. Heyrið þér annars, seljið mér spilin, sem þér eruð með í höndunum. Gerið þér svo vel, fjórir ríxdalir, er það nóg? Framhald á bls. 14 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.