Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 16
mmmmm Lausn á síðusfu krossgátu BRIDKE Eftirfarandi spil er frá leiknum milli Ítalíu og N-Ameríku í heimsmeistara- keppninni sem fram fór í Miami Beach. Norður. A Á-G-3 V 10-5 ♦ K-8-3 4> Á-K-8-5-4 Vestur. A — V K-G-6-3-2 ♦ 10-9-5-4 4> G-10-9-7 Austur. A D-10-9-6-5 V D-9-8 ♦ D-6-2 4> 6-2 Suður. A K-8-7-4-2 V Á-7-4 4 Á-G-7 4> D-3 Maður, búsettur úti á landi, kom að máli við mig fyrir nokkrum dögum og sagði mér einkennilega sögu. Til hans hafði verið leitað um nokkrar upplýsingar í stað- frœði heimabyggðar hans og hafði hann látið þœr í té án þess að spyrja til hvers þær væru œtlað- ar. Um tœmandi upplýsingar var ekki beðið en maðurinn hafði brugðizt við þessu nákvœmlega eins og um var talað og veitt umbeðn- ar upplýsingar, án þess að hug- leiða sérstaklega hvort hœgt vœri að afla þeirra fyllri og ítarlegri eða kanna eitthvað fleira í því sambandi. Gerist svo ekkert í þessu máli fyrr en rúmu ári síðar, er ut kemur bók með ýmsum samtín- ingsfróðleik, þar sem einnig eru með þœr lauslegu upplýsingar, sem þessi maður hafði verið beðinn um og hann skráður sem einn heim- ildarmanna að bókinni. Sagði hann að það hefði komið sér mjög á óvart, enda hefði hann gjarna viljað hafa aðstöðu til að gaum- gœfa betur þœr upplýs- ingar, er hann gaf, ef hann hefði vitað að þœr áttu að koma út á prenti. 1 framhaldi af þessu tjáði þessi maður mér, að umrœtt fróðleiksrit vœri morandi í villum, sem stafa myndu af því fyrst og fremst, hve kæruleysislega vœri með efnið far- ið og lítið lagzt eftir því að láta kunnuga menn og menn með sér- þekkingu yfirfara einstaka kafla áður en bókin var prentuð. Hér er því miður elcki ein báran stök. Kæruleysisleg meðferð fróð- leiks og staðreynda er því miður alltof algeng hjá ýmsum þeirra sem fást við fróðleiksöflun og útgáfu ýmiskonar þjóðlegs fróðleiks. I sögnum sem aflað er úr einstök- ítölsku spilararnir D’Alelio og Pabis Ticci sátu N—S við annað borðið og spiluðu 6 spaða og töpuðu. Við hitt borði'ð sátu Aluin Roth og William Root N—S og hjá þeim varð lokasögnin 4 spaðar og var úrspilið þannig: Vestur lét út tígul 10, sagnhafi (Root) fékk slaginn á gosann og lét út spaða 2. Þegar vestur lét hjarta í, drap sagn- hafi með ásnum í borði, lét út lauf, drap heima með drottningu, lét enn lauf, drap í borði með ási og lét út laufa kóng. Austur (Garozzo) lét tígul drottn- ingu og sagnhafi lét hjarta 4. Næst lét sagnhafi laufa 8 úr borði, austur lét tígul, trompað var heima og hjarta ás tekinn og hjarta 7 látið út. Vestur fékk slaginn, lét út tígul, austur trompaði, en gat ekki látið út tromp og lét því út hjarta drottningu. Sagnhafi trompaði heima, lét út tígul ás, austur trompáði og 2 síðustu slagina fékk sagn- hafi á kóng og gosa í trompi og vann þannig spilið. Sveitin frá N-Ameríku fékk 13 stig fyrir þetta spil. um byggðarlögum geta ætíð leynzt villur, en of lítið er um það hirt að senda sagnirnar aftur heim í héruð til að láta gagnkunnuga menn lesa þær yfir með tilliti til viðbótarupplýsinga og til að leið- rétta ýmsar skekkjur í staðfræði, sem oft vilja slœðast inn. Eru jafn- vel dœmi þess að slíkar staðfrœði- villur hafi komizt inn í kennslu- bækur barnaskóla og kennarar við- komandi byggðarlags rekið upp stór augu þegar þeir áttu að fara að miðla slíkri nýrri þekkingu í sínu heimahéraði. Þjóðlegur fróðleikur er eftirsótt og vinsœlt lesefni á fslandi og bæk- ur um slík efni eiga vísa marga kaupendur. Lýsing byggðarlaga og einstákra bœja er efni girnilegt til fróðleiks þeim sem þar hafa ein- hverntíma dvalizt og eins hinum, sem þangað leggja leið sína. Og ekki spillir ef hœgt er að tína til arfsagnir, er krydda frásögnina. Þessar staðreyndir hafa ýmsir lítt vandir útgefendur notað sér í fjár- öflunarskyni og er illt til þess að vita. Gengur jafnvel stundum svo langt, að endurprentuð eru mein- gölluð rit, með villum, augljósum öllum þorra manna. Ekki er fróðleiksfúsum mönnum neinn greiði ger með því að gefa þeim kost á meira og minna óáreið- anlegum fróðleik. Sums staðar hef- ur sú meinloka komizt inn, að sam- tíningsfróðleikur og sagnir verði leiðinlegra ef vísindalegrar ná- kvœmni sé gætt í framsetningu. Þetta er mikill misskilningur og sönnum fróðleiksmönnum mumi bækur um þessi efni því meiri aufúsugestir sem þeir geta betur treyst því sem þar er skráð. Og enda þótt menn hafi kannski stund- aránœgju af því að rekja villur í nýútkomnum bókum, fer sú ánœgja fljótt af og slíkar bœkur eru þreyt- andi eign í bókahillu. Nauðsyn ber til að spyrna hér við fólum. Hér þyrfti að skapa sterkt álmenningsálit gegn óvönd- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.