Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 11
 mm m Xitilsíðan á Hákonarstaðabók. liíSill w #®| mm mœ N f 111 hann í Hólaskóla og var þar tvo vetur, en mun þá hafa hætt námi. Um og eftir aldamótin 1700 bjó á Víkingavatni í Kelduhverfi Þórarinn Þórðarson og var hann kvæntur Ing- unni dóttur séra Þórarins í Garði, þess er drukkna'ði í Jökulsá og var talið að hefði orðið — þó í ógáti — af völdum Einars prests Nikulássonar. Þau Víkinga- vatnshjón áttu eina dóttur er Ragnhildur hét og var hún fædd aldamótaárið. Þeg- ar hún var 17 ára gömul fékk hún að fara með föður sínum til Húsavíkur Þar var þá staddur ungur maður, Páll sonur Arngríms sýslumanns Hrólfssoriar, og þegar hann sá Ragnhildi varð hann ásthrifinn af henni og bað hennar þegar í stað, en bónorðið kom svo flatt upp á hana, að hún vildi engu svara um það. Fór svo hvort tveggja heim til sín. Skömmu síðar lézt Þórarinn bóndi á Víkmgavatni og þá skrifaði Ragnhildur Páli bréf og sagði að nú mætti hann koma norður að vitja meyjarmálanna, ef honum væri hið sama í hug og þá er þau hittust í Húsavík. Brá Páll þá skjótt við, fór norður til Víkingavatns og tók þar þegar við búsforráðum og litlu seinna giftust þau. Páli er svo lýst að hann hafi verið karlmenni mikið og ekki kunnað að hræðast. Hann var búhöldur góður, „dugandi maður og sannorður", eins og í annálum stendur. Þá bjó á Fjöllum í sömu sveit Grímur Stefánsson, Ásmundssonar; kona hans var Guðleif Þorsteinsdóttir frá Fornastöiðum í Fnjóskadal; hún var systir Þorsteins þess er úti varð á Reykjaheiði 1748, ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur sýslu- manns á Burstafelli, Péturssonar, og unglingsstúlku, dóttur séra Einars Jóns- sonar á Skinnastað. að mun hafa verið um 1730 að veizla var haldin á Víkingavatni og voru þau þar hjónin á Fjöllum. Þar var og Galdra-Ari, og hefir verið boðinn vegna mágsemda, því að föðurbróðir hans, Runólfur í Hafrafellstungu, var giftur Björgu systur Páls. Ekki er þar getið fleiri gesta. En er á veizluna leið gerð- ist Ari mjög drukkinn og var þá með ofstopa og ill læti. Veittist hann sér- staklega að Grími á Fjöllum me'ð stór- yrðum og hótaði að senda honum draug, en Grímur hafði beig af Ara og hótun- um hans. Þá bar Pál Arngrímsson að þar sem þeir voru og heyrði á orðbragð Ara. Varð hann þá reiður, réðist að Ara og rak hann undir sig. Steig hann síðan á háls honum og sagði að honum færist ekki að hafa í hótunum, mannleysu er ekkert gæti. Þá baðst Ari vægðar og lét Páll hann upp standa, en því næst laum- aðist Ari burt úr veizlunni og saknaði hans enginn. S kömmu síðar króknaði umrenn- ingsstrákur nokkur á víðavangi í Öxar- firði. sagt er að þennan strák hafi Ari vakið upp og sent hann til höfuðs Páli. Þetta var seint á hausti og einn morgun snemma er Páll kom út og á var bjart tunglskin, heyrðist honum einhver læti vera uppi á bænum. Og er hann leit upp, sá hann að á bæjardyraburstinni sat ein- hver ógeðslegur strákur klofvega og lamdi hælunum í þekjurnar. Páll spurði þá byrstur hví hann væri þar og hvert væri erindi hans, en strákur kvaðst vera kominn til þess að drepa hann. Þá þótt- ist Páll vita öll deili á piltinum, skip- aði honum að fara norður og niður, eða til þess er sendi hann, og var ekki mjúk- 24. september 1967 ur í máli. Við þetta brá draugnum svo, að hann varð að eldglæringum. Skömmu seinna var það líka snemma morguns að Páll ætlaði að reka fé sitt til beitar. Opnaði hann eitt fjárhúsið og voru kindurnar þá vanar að renna út, en að þessu sinni kom engin skepna. Þetta þótti Páli undarlegt, svo að hann fór inn í húsið og innzt í aðra króna og ætla'ði að reka féð út. En í þess stað brá nú svo við að það kom sem hundelt upp í fangið á honum. Niðamyrkur var þarna inni og gat Páll ekki gert sér neina- grein fyrir því hvers vegna féð var svo hrætt. Hann kleif því yfir garð- ann og niður í hina króna að vita hvort sér gengi ekki betur þar. En það fór á sömu leið, féð kom þjótandi upp í fangíð á honum er hann hugðist reka það fram króna. Páli þótti þetta í meira lagi kynlegt. Hann steig nú upp í garð- ann og gekk fram í garðahöfuð til að skyggnast þar um, því að þangað bar örlitla glætu inn um fjárhúsdyrnar. Sér hann þá sama ófétis strákinn og hann hafði áður séð á bæjarburstinni og þeyttist hann þar fram og aftur milli krónna til að varna fénu að komast út, en það var dauðskelft við hann eins og heitan eld. Nú rann Páli í skap og vorú það óþvegin orð sem hann lét dynja á stráknum. Og svo stökk hann ofan úr gariðanum og hugðist hafa hend- ur á draugnum, en þá fór sem fyrr að hinn óboðni gestur varð að eldglæring- um. E ftir þessa útreið gugnaði draugsi alveg og segir sagan að hann hafi farið á fund Ara og sagt honum að Páll væri svo hugaður, að hann væri ekki sitt meðfæri. „Farðu þá í Fjöll og gerðu allt illt af þér þar“, á Ari þá að hafa sagt við hann. Hlýddi draugurinn því og geriði ýmsan óskunda á Fjöllum árum saman. En þegar Páll Arngrímsson var látinn, hvarflaði hann aftur að Vík- ingavatni og hefir síðan verið kallaður Víkingavatnsmóri. Gekk hann þar ljós- um logum, en kom þó víðar við þegar fram í sótti og afkomendur Páls dreifð- ust um sveitina. Á uppvaxtarárum mín- um á Vatnsbæjunum, mun varla hafa verið þar nokkur, sem kominn var til vits og ára, að hann hefði ekki séð Móra, eða komist í kynni við hann á annan hátt. Og allir lýstu honum eins: Hann var á stærð við 16—17 ára ungling, með sítt hár í sneplum og mórauða skott- húfu á höfði, og í einhverjum móleit- um lörfum. Ekki gerði hann mönnum mein á annan hátt en þann, að hann sat um að hræða þá sem ístöðulitlir voru eða hjátrúarfullir. Ýmsa smáhrekki hafði hann einnig í frammi. Hann sýndi sig einnig á öðrum bæjum í sveitinni á undan gestum frá Víkingavatni eða öðr- um afkomendum Páls Arngrímssonar. Mátti því heita að hann væri kunnur á hverjum bæ og allir þekktu hann. Nú eru afkomendur Páls dreifðir um allt land og má Móri því hafa sig allan vi’ð, ef hann á að sinna þeim öll- ub, enda er hann nú orðinn gamall, 230 —240 ára og þá fara uppvakningar venjulega að linast. Þó hefir greina- góður maður sagt mér, að honum bregði enn fyrir endrum og eins noi'ður í Kelduhverfi. Móri er þriðji merkisgripurinn sem kominn er frá þeim Skinnastaðafeðgum. Hann hefir aldrei fengizt til þess að sitja fyrir, svo ekki er hægt að birta mynd af honum, eins og Hákonarstaða- bók og vindskeiðunum. En af Galdra-Ara er það að segja, áð hann fluttist inn í Eyjafjörð og vesl- aðist upp úr harðrétti og dó í Kaup- angssveit í Móðuharðindunum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 5 — Bull. — Þau hljóta lítið að vita, hvar þau hafa karlinn. (Þögn) Hvað er hann að gera? — Hann les í möppunni. (Þögn) Hann skrifar eitthvað. — í möppuna? — Nei, við hliðina á henni. í litla minnisbók. —• Er hann ennþá allsnakinn? — Já. (Þögn) Nú stendur hann á fæt- ur. Hann tekur af sér gleraugun. — Hvers vegna hafði hann möppuna í ferðatöskunni? Kannske mundi lögfræð- ingur vita það? — Nú hverfur hann bakvíð rúmið aft- ur. (Þögn) Mappan hreyfist. Hann færir til möppuna. Hann felur töskuna bakvið hana. (Þögn. Hratt) Hann kemur hingað í átt til dyranna. Burt með þig. (Lengri þögn) — Við hvað ertu hræddur? Hann get- ur ekki hafa heyrt neitt til okkar. — Honum gat hafa dottið í hug að fara út. (Lengri þögn) Nú stendur hann aftur við gluggann. ■— Hvað er hann að gera? — Hann styður höndinni undir hægri vanga. — Það hlýtur að vera ástríða hjá honum. (Þögn) Ekkert hins vegar göt- unnar? — Karlinn sést ekki lengur. Hann hef- ur dregið fyrir gluggann. — Ertu viss um, að hann hafi ekki veitt honum athygli? — Hann horfði ni'ður á götuna. (Þögn) Auk þess hefur hann sennilega ekki getað séð hingað inn. Hann hafði sólina í augun. (Þögn) Nú ýtir hann möppunni upp að veggnum. (Þögn) Hann tekur pokann upp af gólfinu. Set- ur hann á borðið. Tekur upp landabréf. F'lösku. Lítinn pakka. Klípitöng. (Þögn) Hann kastar pokanum að skápnum. (Þögn) Hann tekur utan af litla pakk- anum. Appelsína. Smurt brauð. Hann kastar því líka að skápnum. — Er sorpfata þar? — Ég sé það ekki. (Þögn) Hann brýt- ur pappírinn saman. Leggur hann í möppuna. — Umbúðapappírinn af brauðinu? — Hann opnar bókina. Tekur póst- kortið. Beygir sig niður. Og stingur kort- inu í sprunguna á veggnum. (Þögn) Krafsar í gólfið. Ég sé ekki vel . . . (Lengri þögn) Hann hefur losáð gólf- planka. Hann gengur að borðinu. Tekur kuðluðu skyrtuna. Þvælir henni saman. (Þögn) Hann gengui' út að glugganum. Beygir sig niður. Stingur skyrtunni nið- ur í opið eftir plankann. Rís upp. Horf- ir út um gluggann. (Þögn) Gengur að skápnum. Tekur- litla hundinn. Snýr út að glugganum. Stingur honum niður í opið. — Er hann veikur? — Hann setur plankann á simv.'stað. Hann styður hönd undir vinstri vanga. (Þögn) Hann gengur að borðinu. (Þögn) Hann fer í sloppinn. (Þögn) Hann fer að töskunni. Tekur upp svörtu peysuna. Dustar hana. Brei'ðir úr henni. Brýtur hana saman. Vandlega. Dregur út skúffu. Lætur peysuna niður. (Þögn) Gengur til baka að glugganum. Beygir sig niður. Tekur kortið úr rifunni. Leggur það í töskuna. Og lokar henni. (Þögn) Hann snýr til baka að skápnum. Dregur út skúffu. Tekur peysuna. Og skæri úr skúffunni. (Þögn) Klippir af aðra erm- ina. (Lengri þögn) Síðan hina. (Lengri þögn) Svo kiippir hann peysuna í tvennt. (Lengri þögn) Leggur stykkin hvert ofan á annað. Vandlega. Vefur þau saman. — Og svo fer hann og stingur þeim undir plankann. — Hann gengur út að glugganum. Opnar hann. Kastar þeim út. Flýtir sér LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.