Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 5
— Eitthvað er þarna til hægri. Á gólfinu. Það er svo langt til hlíðar. Kannske poki. Eða kassi. (Þögn) Nú kemur hann í ljós. Eg held hann sé að lagfæra lakið. (Þögn) — Hvað svo? — Nú hverfur hann aftur bakvið. — Hvað getur verið þarna bakvið? Sérðu það ekki í speglinum? — Nei. (Þögn) Nú kastaði hann morg- unsloppnum sínum á borðið. (Þögn) Hann gengur með skaftpott aS hand- lauginni. (Þögn) Hann fyllir hann af vatni. (Þögn) Nú snýr hann til baka að rúminu. —- Sprittlampi. (Þögn) Hvers vegna fór hann úr morgunsloppnum? (Þögn) Hann ætlar árei'ðanlega að þvo sér. — Nú kemur hann aftur og sezt nið- ur með bókina í höndunum. Hann opnar hana. Horfir á póstkortið. Stendur upp. Tekur bókina. Fer og leggur hana á skápinn. (Þögn) Hann styður lófanum að vinstri kinninni. (Þögn) Hann dregur út neðstu skúffuna. Hann tekur upp sokka. Horfir á þá. Þeir hljóta að vera götóttir. Hann lsetur þá aftur í skúff- una. Tekur upp annað par. Horfir á það. Það eru. líka garmar. Hann tekur upp enn eina. Hvítröndótta. Hann skoðar þá. Hann heldur sokkunum upp með vöng- unum og horfir í spegilinn. Hann lætur þá aftur í skúffuna. (Þögn) Og ennþá tekur hann upp sokka. Svarta. Hann ber þá á ýmsa vegu upp að andlitinu. — Þefar hann af þeim? — Nei, hann skoðar þá. — Hvað er á skápnum? — Bókin. Gyllt klukka. Kertastjaki. Litið dýr. — Lifandi? — Einhvers konar smáhundur úr ... gúmmí, held ég. (Þögn) Nú hvarf hann aftur bakvið rúmi’ð. — Engin hreyfing ennþá hins vegar götwnnar? — Nei. (Þögn) Hann kemur aftur. Með bolla. Það rýkur úr honum. Hann sezt. Hann reynir að drekka úr bollan- um. Það er of heitt. Hann setur bollann frá sér. Lítur snöggvast á kortið. Styður olnbogunum á borðið. Hylur andlitið í höndunum. (Lengri þögn) — Hvað svo? — Ég veit ekki ... (Þögn) Ég held hann gráti. Hann hristist. Snökt.. Já, hann grætur. (Lengri þögn) Hann leitar að einhverju í sloppnum. Vasaklútnum. Hann snýtir sér. (Þögn) Hann tekur bollann. Drekkur hægt. Hann er mjög rauðeygður. (Þögn) Þáð er hreyfing hins vegar götunnar. Einhver hefur dregið frá glugganum. — Er það sami handleggurinn og áð- an? — Það gat ég ekki séð. (Þögn) Hann heldur áfram að drekka í smásopum. (Þögn) Hann setur bollann frá sér. Stendur upp. Skoðar skyrtuna, sem hangir yfir stólbakið. Lyftir henni upp. Hún hlýtur að hafa kuðlazt, þegar hann lagðist upp að henni. Hann kastar henni á gólfið. (Þögn) Hann tekur hana upp. Lætur hana í töskuna. Gengur að skápn- um. Dregur út efstu skúffuna. Tekur upp bláa skyrtu. Hengir hana yfir stól- bakið. Gengur að ferðatöskunni. Hann styður hönd undir hægri vanga. (Þögn) Hann horfir út um gluggann. (Þögn) Hann klórar sér á maganum. Hann tek- ur skyrtuna, sem liggur í töskunni. Fer og leggur hana á skápinn. Skoðar kort- ið. Snýr aftur að töskunni. (Þögn) Tek- ur upp pappírana. Jú, það er mappa. Þykk mappa. (Þögn) Hann fer og legg- ur hana .. . á borðið. Hann lítur í átt- ina að rúminu. Hann gengur þangað. Ég sé hann ekki lengur. (Þögn) Nú kast- aði hann handklæði í spegilínn. Litli hundurinn féll um koll. (Þögn) Nú kom hann allt í einu æðandi. Hann tek- ur kortið. Skoðar það. Hann kyssir það. — Hvenær fékk hann það? — 1 gær eða fyrradag eða ennþá fyrr. — Var hann ekki inni? — Hann gengur um gólf og nuddar hársvörðinn. (Þögn) — Hvers konar bók er hann með? Geturðu ekki séð það? — Hún er gul. Ég sé ekkert annað. — Og póstkortið? — Það er blátt. Landslag, ímynda ég mér. — Hvar er hann? — Rétt hjá rúminu. (Þögn) Hins veg- ar við E*tmið. Nú sé ég hann ekki leng- ur. (Þögn) Það er hreyfing hins vegar við götuna. Handleggur. Einhver, sem opnar gluggann. Sem tekur niður bux- urnar, sokkana og skyrtuna. Og lokar síðan glugganum. — Hver var það? — Handleggur. — Hvað sérðu til hægri við gluggann? — Þakskeggið. — Nei, til: hægri í herberginu. — Stól með opinni ferðatösku. — Hvers konar ferðatösku? — Úr brúnu leðri. — Stór? — í meðallági1. — Sérðu, hvað er í henni? (Þögn) — Það líta út fyrir að vera pappírar . . . já, eins konar skjalamappa. Og svört jakkaermi. — Ei' nokkur miði á töskunni? — Já. — Hvers konar? — Hann er svo lítill, að ég sé það ekki. Hótelmiði. — Sést aðeins ein taska? HLJOÐSKRAF — Hann hlýtur að hafa fundið það, þegar hann kom heim. (Þögn) Hann lætur það í bókina. (Þögn) Hann styð- ur hönd undir vinstri vanga. (Þögn) Hann gengur að handlauginni. Skolar andlitið með vatni. Tekur túpu. Smyr kjálkana. Hann ætlar að raka sig. — Hvers vegna fór hann burt? (Þögn) Áreiðanlega hefur hann haft þessa tösku með sér? (Þögn) Geturðu alls ekki séð neitt á miðanum? — Nei. — Hvers vegna lét hann ekki systur- dóttur sína vita? — Hún veit það ekki. Hún heldur, að hann hafi átt einhver viðskiptaerindi, — Hvers konar viðskiptaerindi? — Kannske lögfræðileg. (Þögn) Nú hvarf hann aftur bakvið rúmið. (Þögn) Nú kom hann til baka með skaftpottinn. Hellir vatni í þvottaskálina. Það rýkur enn af því. Hann leitar að einhverju. (Þögn) Hann gengur að töskunni. Leitar í henni. Rakáhaldaveski. Hann snýr aft- ur að þvottafatinu. Tekur rakhnífinn úr veskinu. — Ætlar hann aftur í ferðalag? — Já, svo heldur systurdóttirin. — Hefur hún enga hugmynd um ferðalög hans? — Hún segist ekkert vita. — Hvernig veit hún, að hann ætlar að fara aftur? — Þannig gekk það síðast. Og þar áður. — Hvenær? — Hann er á sífelldum ferðalögum fram og til baka. — Veit hún ekkert um póstkortið? — Ég hefi ekki spurt hana. — Og mappan? — Hún liggur ennþá á borðinu, — Hvað skyldi vera í henni? — Pappírar. — Hvers konar pappírar? — Hann fer aftur að töskunni. Leitar í henni. (Þögn) Gengur að skálinni á ný. — Hvers konar pappírar? (Þögn) Og systurdóttirin? — Systurdóttirin? Hvað áttu við? Nú fer hann að skápnum. Tekur litla hund- inn upp. Lætur hann aftur á skápinn. Snýr aftur að þvottaskálinni. — Er hann ekki búinn að raka sig? — Ekki ennþá. (Þögn) Það er poki, sem stendur hjá töskunni. (Þögn) Það er stór sprunga í múrvegginn undir glugganum. — Hefur systurdóttirin komið hér, síð- an hann flutti hingað? — Það var hún, sem setti upp glugga- tjöldin. Skær blóm á gráum grunni. (Þögn) Svona já, nú skolar hann sáp- una af andlitinu. (Þögn) Nú tæmir hann skálina. Þvær hana með hendinni. Hann tekur flösku. Baðar andlitið með rak- vatni. (Þögn) Burstar hárið. (Lengri þögn) Snýr að borðinu. Skoðar möpp- una. Sezt. Opnar möppuna. Setur upp gleraugun. Styður olnbogunum á borð- ið. Og les. — Hvers vegna flutti hann? — Það veit ég ekki. (Þögn) Einhver hreyfing hins vegar götunnar. Handlegg- urinn kemur í ljós innan við glugga- tjöldin. Opnar gluggann. Hengir vasa- kiút á snúruna. (Þögn) Nú hefur hann dregið frá glugganum. Það er karlmaður. Með yfirskegg. Hann horfir út um gluggann, — Horfir hann hingað? — Nei. Niður á götuna. Hann hallar sér út yfir gluggakistuna. Hann er í hvítri skyrtu með slaufu. XJm fertugt. Kannske fimmtugt. Kannske þrítugt. — Horfir hann hingað? — Hann beinir athyglinni að ein- hverju niðri á götunni. — Býr systurdóttir hans ennþá í vill- unni? Hefur hann selt hana? — Nei. Hún er þar enn. Hún segist ræsta. — Og systursonurinn? — Hann er löngu hættur að sjást. — Það er sagt, að hann hafi komið nýléga. Framhald á bls; 11 24. septemher 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.