Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 7
M J-"* injavernd getur í fjölmenn- um stórborgum verið jafnviðkvæmt mál og náttúruvernd hjá okkur ís- lendingum. Á tímum endurskipulags á öllum sviðum er oft gripið til þess ráðs að jafna fornar byggingar við jörðu til þess að reisa þar skýja- kljúfa og skrifstofubyggingar. Þann- ig var og farið að í Englandi þar til skáldið John Betjeman skar upp herör. Sagt er, að honum einum sé það að þakka, að stofnaðar hafi ver- ið minjaverndarnefndir í svo til hverju einasta smáþorpi í Englandi. Árangurinn er sá, að allar bygging- ar, sem hafa sögulegt eða listrænt gildi og byggðar voru fyrir 1850, munu nú taldar úr hættu og bein- ist því barátta Betjemans nú að því að vernda byggingar sem reistar voru á síðari hluta 19. aldar. J ohn Betjeman er 61 árs að aldri. Hann er lágvaxinn og feitlaginn, hvít- hærður og mildur á svip. Af látbragði hans og fasi mætti ætla, að hann væri sífellt annars hugar, en því mun fara víðs fjarri. Það fá skipulagsnefndir bæja og borga sífellt að reyna. Betjeman fylgist betur en aðrir með því sem fram fer í kringum hann. Þekking hans á sögu lands síns og samtíma er svo mikil, a’ð skáldið Evelyn Waugh hefur sagt um hann: „John Betjeman virðist hafa öðlazt þá einstæðu reynslu að hafa alizt upp í öllum bæjum Englands“. 1 smábæ einum hafði bæjarráð tekið þá ákvörðun, að ráðhúsið, sem reist var á viktoríanska tímabilinu í gotneskum stíl, skyldi víkja fyrir neðanjarðarbíla- stæðum. Betjeman tókst að sveigja al- menningsálitið í bænum sér í vil og ráð- húsinu var bjargað. Meðal annarra bygg- inga, sem ákveðið var að rífa, en björg- uðust fyrir tilstilli Betjemans, má nefna Marx Memorial Library, þar sem Lenín sat á sínum tíma og ritstýrði fréttablað- inu Iskra og Ritz Hotel á Piceadilly- torgi í London. Aðferðir Betjemans við þessa björgunarstarfsemi eru stundum æði frumlegar., Þegar stóð til að rífa glæsi- legt stórhýsi frá Georgíska tímabilinu, þar sem klúbbur fjárhættuspilara var til húsa, gerðist Betjeman meðlimur klúbbsins, til þess að geta frekar beitt sér í málinu. Um leið og ákvæði til verndar húsinu hafði verið samþykkt, gekk Betjeman úr klúbbnum aftur. Eg er ekkert sérlega góður fjárhættuspilari, segir hann, auk þess hafði ég ekki efni á þessu. Nú er ég líka búinn að fá því framgengt, að húsið fær að standa, svo að ég þarf ekki að vera áfram í klúbbn- um. B etjeman leggur þó áherzlu á, að markmið baráttu sinnar sé ekki það 24. september 1967 ------------------ JOHN BETJEMAN Skáldið John Betjeman kynnir enska húsagerðarlist í sjónvarpi. eingöngu að bjarga einstökum húsum. Hann lítur öllu alvarlegri augum á rösk- un heildarsvips heilla bæjarhluta eða hverfa. Ekkert finnst honum ljótara en þegar nýtízkuverzlunarhús er sett nið- ur í umhverfi sem allt ber samfellt svip- mót einhvers ákveðins tímabils bygg- ingarsögunnar. Eina úrræðið til a’ð koma í veg fyrir að ljótum húsum fjölgi, er að opna augu fólks fyrir því fegursta í sérhverju skeiði húsbyggingarlistar, segir hann, byggingarlistin er varanlegur minnisvarði yfir smekk hverrar kyn- slóðar og kannski talar hún máli síns tíma skýrar en nokkur önnur listgrein. Hún verður ekki lokuð inni og hún verð- ur ekki sniðgengin. Hann tekur upp hanzkann fyrir húsameistara Viktorí- anska tímabilsins, en almannarómur dæmdi hús þeirra með því ljótasta í enskri byggingarlist. Betjeman telur, að íburðurinn og skrautið feli í sér sanna sköpunargleði, sem enn sé lífrænn þátt- ur hins fullunna verks. Þessir menn unnu af ást á verkefninu og hjá þeim voru Iistrænu sjónarmiðin ríkjandi. Betjeman kann raunar áð meta bygg- ingarlist nútímans einnig, jafnvel Frank Lloyd Wright. En að hans áliti eru húsateiknarar nútímans ekki nægilega sjálfstæðir, byggingarnar eru of líkar hver annarri og allt er of háð fyrirfram gerðu skipulagi, sem listræn tjáning nær ekki að rísa gegn. . Arangur sinn í þessari menning- arviðleitni á Betjeman að miklu leyti sjónvarpsþáttum sínum að þakka. Þann- ig hefur hann náð til fjölda fólks, sem annars hefði ekki látið sig minjavernd nokkru skipta. Framkoma hans í sjón- varpi er þægileg og tilgerðarlaus. í þess- um þáttum sínum sýnir hann hús og mannvirki og lýsir sögulegu eða list- rænu gildi þeirra. Þar eys hann af hinni óviðjafnanlegu þekkingu sinni á sögu þjóðarinnar, og skipar húsum og kirkjum og jafnvel járnbrautarstöðvum í rétt sögulegt samhengi. Nýlega hafði hann sjónvarpsþætti, þar sem hann fjall- a'ði um enska húsa- og húsgagnasmíði á árunum 1600—1800 og sýndi þá sex safnhús víðs vegar í Englandi. Heim- sóknir almennings í þessi söfn margföld- uðust eftir þessa sjónvarpsþætti. J ohn Betjeman er einnig eitt af ástsælustu ljóðskáldum þjóðár sinnar. Síðasta ljóðabók hans, „High and Low“, sem kom út í fyrra, seldist í 25000 ein- tökum fyrsta mánuðinn, og sjálfsævi- saga hans í ljóðum, „Summoned by Bells“, sem birtist fyrst í tímaritinu The New Yorker, hefur selzt í meira en 100.000 eintökum. Ljóð hans eru mjög aðgengileg og njóta þess vegna almennr- ar hylli, ljóðin eru oft rímuð og hrynj- andin hefðbundin. Einn gagnrýndandinn segir, að hann yrki eins og Pound og Eliot hefðu aldrei verið til. Betjeman nefnir samt Eliot í einu kvæða sinna, þar sem hann rifjar upp þeirra fyrstu kynni. Betjeman sendi Eliot sýnishorn af kvæ'ðum sínum meðan hann var enn í gagnfræðaskóla, og eftir því sem seg- n ykvæði Betjemans lét Eliot aldrei í Ijós álit sitt: „I wonder what he thought? he never says When now we meet, across the port and cheese." I rauninni má segja, að Betjeman verði allt að ljóði, yrkisefni eru marg- vísleg. Stundum dregur hann upp gam- ansamar myndir úr hversdagsleikanum, önnur kvæði hans eru ljóðrænar nátt- úrumyndir. Gagnrýnendur eru vissulega ekki á eitt sáttir um gildi verka hans, en sjálfur segist Betjeman vera nægi- lega hrokafullur til að líta á sjálfan sig sem annað og meira en léttúðarfullan vísnasmið. Ljóðagerðin segir hann að sé sér hjartfólgnari en allt annað, og sjón- varpsþætti og fyrirlestrarhald stundi hann í rauninni aðallega til a'ð afla fjár til að geta stundað yrkingar. Hann var alla tíð ákveðinn í að verða Ijóðskáld og olli sú ákvörðun föð- ur hans miklum vonbrigðum, en hann hafði ætlað honum að gerast silfursmið- ur. Háskólanám stundaði Betjeman við Oxfordháskóla. Ekki þótti hann áhuga- samur námsma'ður, en tók þátt í félags- lifi stúdenta, ritstýrði m. a. stúdenta- blaði. Vinir hans segja, að engum hafi þá þótt hann skáldi líkur. Auden og Spender voru fyrirmyndirnar og skáld áttu helzt að líkjast velefnuðum verð- bréfasölum. Það gerði Betjeman ekki. Framhald á bls. 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSms 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.