Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 1
j 34. tbl. — 24. september 1967. — 43. árg. ________________________________________________ í eftirfarandi samtali við Lesbók Morgunblaðsins segir próf- essor Magnús Már Lárusson m.a.: Ellefu alda byggðar yrði verðugast minnzt með rannsókn á elzta bæjarstæði Reykja- víkur. Náttúrulegar aðstæður landnámsmannsins verður að hafa í huga við Landnámurannsóknir framtíðarinnar. Sagna- ritun 13. aldar ber vott um auðuga og menntaða yfirstétt. Menn héldu að íslendingasögur væru til orðnar eins og alman- akið, sem þeir skrifuðu upp á 19. öld. Sagnaritarar voru frjálsir gagnvart íslendingasögum, en heilagra manna sögum var búið stirðnað form. Rómönsk menning barst hingað með skólum biskupssetranna. Frumorsakar norrænnar sagnaritunar er e.t.v. að leita í máldagagerðir. Fróðleiksþættir og sögubrot heitir bók, sem nýlega kom út, safn rit- gerða eftir prófessor Magnús Má Lárusson. í tilefni af útkomu bókar- innar átti blaðamaður Mbl. samtal við prófessor Magnús Má og spurði hann einkum um heimildir að elztu sögu þjóðarinnar. Fyrst barst talið að upphafi byggðar í landinu og þeim viðbúnaði, sem nú er hafinn til að minnast ellefu hundruð ára afmælis íslandsbyggðar. Um þau efni sagði prófessor Magnús: — Þar hef ég dálítið sérstaka skoðun. Það þýðir ekki að apa eftir þjóðhátíð- inni 1874, þá voru forsendur hátíðahalda allt aðrar en nú. Konungur var að koma með stjórnarskrá og þjóðin var að vakna til raunverulegrar meðvitundar um að hún gæti stjórnað sér sjálf; þá var ástæða til hátíðahalda að Þingvöllum og þau gátu haft jákvæðan tilgang. Við- horfið er allt anna'ð, er við viljum nú minnast ellefu hundruð ára byggðsu-. Allt, sem við kepptum að 1874, höfum við nú fengið. — Telur þú, að ártalið 1974 sé rétt ártal til að minnast 1100 ára byggðar í landinu? — Það er að minnsta kosti eins gott og hvert annað ártal, sem til greina kæmi. Úr því að 1874 var valið til a'ð Prófessor Magnús Már Lárusson við skrifborðið. (Ljósm.: Kristinn Benediktsson) minnast þúsund ára byggðar sé ég ekki ástæðu til að breyta til nú. 1 tímasetn- ingu og minningu fornra viðburða mið- um við gjarna við tvenns konar raun- veruleika. Hitt er svo annað mál, að ým- islegt gæti bent til þess, að byggð hér sé eldri en þetta. Mín skoðun er sú, að í tilefni þessara tímamóta ætti a'ð nota tækifærið og finna hvar elzta bæj- arstæðið í Reykjarvík hefur verið. Ef vilji væri fyrir hendi, væri sjálfsagt hægt að útvega pennnga til þessa og eins mætti þjálfa menn til að standa að þessu. Svo undarlega vill til, liggur mér við að segja, að sumar lóðirnar, sem helzt koma til greina sem elzta bæjar- stæði, eru enn óskemmdar, svo að hér býðst sérstaklega ákjósanlegt tækifæri til rannsóknar á mikilsverðum atrfðum fornrar sögu. Þetta tækifæri ættu menn ekki að láta sér úr greipum ganga. — Hvað vilt þú segja um elztu ritað- ar heimildir íslenzkrar sögu, sem nú eru nokkuð véfengdar, íslendingabók og Landnámu? — Um íslendingabók er það að segja, að annaðhvort verður að leggja hana til grundvallar við rannsóknir, eða hafna henni gersamlega. Hún er þannig upp- byggð. Landnáma er mjög sterkt heimildar- rit og vil ég færa fram tvær megin- ástæður fyrir þessari fullyrðingu. Kem- ur þar í fyrsta lagi til greina, a'ð brigða- rétturinn var takmarkalaus, menn urðu ætíð að geta sýnt fram á hinar beztu heimildir að landi. Því efast ég ekkert um, að rétt sé, að Jörundur goði hafi lagt land til hofs, eða þeir Hákon teig- inn i sama skyni. Landi'ð var þá, eins og það er reyndar enn, mesti höfuðstóH eignarinnar. í öðru lagi þurftu menn samfara þessu að geta rakið ættir sínar til að geta sannað heimildir sínar a'ð eigninni. Þá má líka hafa hliðsjón af hinum ströngu ákvæðum um stofnun hjúskapar og við vitum fyrir víst, að það tók töluverðan tíma að koma þeim á. Hjúskapartálmunin náði til sjöunda liðs í skyldleika, en bannið til fimmta liðs. Því valt á miklu að geta rakið ættirnar hindrunarlaust. Þegar við lítum til hinna Nor'ður- iandanna, getum við að vísu ekki bent á neina „Landnámu" hjá þeim þjóðum, en landnámssögubrot er í skjali einu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.