Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 6
BÓKMENNTIR Framhald af bls. 4 Ef ég aðeins næði í hönd — sem er horfin fyrir löngu. Fyrir löngu. Þrátt fyrir hina hátíðlegu, Biblíulegu setningu um sóunarsemi herrans, og skjálfta hjartans, er þetta sannfærandi skáldskapur, ekki rismikill, en lífvæn- legur og nýtur sín vel í hópi hinna ljóð- anna. Ljóð eins og Barnið á götunni, vitjar aðeins skálds, sem eins er ástatt hjá og Sigurjón lýsir sjálfur: Sýnir gróa fram í sálu minni. Inn i liðna tfð. Og ókomna tíð. Oftast með skyndingu, svo að ekki verða festar hendur né augu á. — Þessar sýnir auka drjúgum við mynd okkar af skáldinu, en gera um leið erf- iðara fyrir að meta verk hans. Það hefði verið mun auðveldara að gera sér grein fyrir skáldinu, sem orti Ljóðmæli, og Heyrði ég í hamrinum, eingöngu. I Barninu á götunni, kynnumst vi'ð einnig ævintýraskáldinu Sigurjóni Frið- jónssyni. Ævintýrin eru sum skyld Skriftamálum einsetumannsins að formi, þau eru Ijóðræn og bera vitni dulhyggju. Algengt viðfangsefni eru samskipti huldukvenna og sveitapilta, nokkurs konar dæmisögur innilegar og trega- blandnar. í þáttunum eru hjónabands- vandamál oft tekin til meðferðar, eink- um í smásagnasafninu Þar sem grasið grær, 1937. Þar kemur Sigurjón fram sem athyglisverður höfundur óbundins máls; nokkrar sögur þeirrar bókar eru með því besta, sem eftir hann liggur, og gætu einar sér nægt til þess að nafn hans geymdist í minni. Fyrsta saga bókarinnar Hríðarbylur, lýsir sveitafjölskyldu, sem berst harðri og vonlítilli baráttu fyrir tiLveru sinni. Hjónin hafa fjarlægst hvort annað, hjartveikur bóndinn verður að þola sí- vaxandi ónot konu sinnar ásamt ágangi slæmra veðra. En hann getur ekki num- i’ð staðar, gefist upp, því í dóttur sinni eygir hann von: „Hugsun um Sigríði brá fyrir eins og leiftri. Jafnvel í vofu- ríkinu mundi lifandi í návist þess, er maður unni“. Það eru römm veðurhljóð í þessari sögu „um veikleika mannsins", hún er nærfærnisleg lýsing á hugarheimi manns, sem telur æviverk sitt unnið fyrir gýg, en bugast samt ekki, horfir til framtíðarinnar augum vonar. Sagan Ég leitaði að orði, er í ætt við Hríðarbyl. í henni er það sveitaprestur, sem verður að þola vonbrigði lífsins. Kona hans reynist honum ótrú, varpar þeim skugga á lífsstarf hans, sem veld- ur því áð hann snýr sér að öðrum verk- efnum. Hann er örvæntingarfullur: „Hann situr oft við borð með penna í hönd — en skrifar lítið. Og aftur og aftur segir hann við sjálfan sig: Ég leit- aði að orði; lausnarorði. Og ég fann það ekki“. En hjá bjartsýnismanninum Sigurjóni Friðjónssyni getur saga ekki endað þannig. í foreldralausum dreng, sem presturinn hefur gengið í föður stað, er falinn megintilgangur tilverunnar: „Var ekki hlýjan til þessa foreldralausa barns sú gjöf lífsins, sem honum var sjálfum dýrmætust?" Og sagan endar á mannúðarboðskap: „Hjálpsemi; hjálp, sem ekkert heimtar og stefnir þó til samhjálpar — mundi það ekki vera lausnarorðið? Mundi það ekki vera innsti kjarni lífsins? Og um leið — fyrir þann er finnur — hin fyllsta hamingja? Þar sem grasið grær, sagan, sem bók- in heitir eftir, er að mestu leyti sam- ræður tveggja gamalmenna, sem hitt- ast af tilviljun á fjölförnum vegi, og rifja upp gömul kynni. Niðurstaða sög- unnar verða orð mannsins: „Það er hreint ekki óhugsandi, að skilnaður okk- ar hafi orðið okkur báðum drýgri til vaxtar en samvistir hefðu orðið — enda þótt okkur sýnist við hafa mikils misst.“ S amræðuformið er algengt hjá Sigurjóni, umræður tveggja manna um tilgang lífsins og leiðir. Þannig eru sög- urnar Nótt í veitingahúsi, úr Barninu á götunni; og Af mold ertu kominn, og Spekingurinn í Norðurhlíð, úr Þar sem grasið grær; rökræður um heimspeki og þjóðmál. Af mold ertu kominn, er löng smá- saga og fjallar um mannleg samskipti í ljósi hins nýja tíma, sem brýtur sér leið til sveitanna, og inn í þorp á Norð- urlandi. Kommúnismi og Halldór Lax- ness eru þar m. a. til umræðu, og er for- vitnilegt áð kynnast þeim sjónarmiðum, sem þá voru ríkjandi um ýmislegt fram- andi á þeim tíma, en margir nútíma- menn þykjast að minnsta kosti hafa krufið til mergjar. SigUrjón hefur margt hugsað um kommúnismann, og kemur það víða fram í ritum hans; ég nefni sem dæmi lesendum til fróðleiks það sem hann lætur spekinginn í Norður- hlíð segja um þessa stefnu: „Er ekki í Rússlandi — sem við vorum einkum að tala um — sú hætta á ferð, að þeim kunni að verða útrýmt, sem sjálfstæðast hugsa, og að því fylgi storknun í ein- strengingslegum kreddum fyrr éða síðar, íhald, afturhald og afturför? — Eg trúi ekki á óskeikula páfa í stjórnmálum heldur — hvort sem þeir eru nefndir Marx, Lenín, Stalín eða eitthvað ann- að.“ Sögur Sigurjóns Friðjónssonar eru móralskar, hafa ríkan siðferðisboðskap að flytja án þess að höfundurinn ásaki, dæmi. Hann hefur samkennd með öll- um þeim, sem hann skrifar um, jafnt fólki og grasi. Sögur hans eru „góðar gamaldags frásagnir" með töluverðu bókmenntagildi. Flestar þeirra hafa þol- að vel tímans tönn, geta haft jafn mik- ið gildi fyrir nýja lesendur og fyrir þá, sem voru ungir á tímunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þær hafa yfirleitt þann kost að vera ekki langdregnar eða mærðarfullar, heldur athyglisverðar, og stundum ágætlega skemmtilegar. E itt af því, sem gefur til kynna vöku Sigurjóns, eru ljóðaþýðingar hans. Hann mun ekki hafa kynnst að neinu marki erlendum ljóðskáldum fyrr en um fimmtugt. Frá því segir hann í inngangi að Heyrði ég í hamrinum. Sigurjón skrifaði líka formála fyrir Ljóðmælum, og er í báðum þessum stuttu' ritgerðum að finna viturlegar athuganii um ljóða- gerð, og gefa þær ekki litla hugmynd um skáldið og manninn. Sigurjón þýddi mest eftir sænsku skáldin Fröding og Karlfeldt, og Danann Johannes Jörgen- sen; tvö fræg ljóð þýddi hann eftir Edgar Allan Poe: Annabel Lee, og Hrafninn. Hann hikaði ekki heldur við áð leggja til atlögu við hið vandasama Ijóð Shelleys um dauðann, og tókst von- um framar. Þýðing hans á Hrafninum er að mörgu leyti geðþekk, og sama er að segja um aðrar þýðingar hans. Að von- um tekst honum best við skandinavísku skáldin, finnur þar einkum til skyld- leika. Einnig er gaman að þýsku þýð- ingunum þótt valið sé hefðbundið: Heine og Goethe, en eitt ljóð eftir Theodor Storm flýtur með. Val Sigurjóns á verkefnum til þýð- ingar ber vott dirfsku og kjarki, sem er óvenjulegur. Og giftusamlega leitar hann til skálda, sem eru lík honum að gerð, eins og Karlfeldts. Það eru ekki margir hnökrar á ljóðum þessa sænska þjóðskálds í búningi Sigurjóns; engu er líkara en þeir séu einn og sami maður- inn Sigurjón og hann. Eða að í sam- neyti við Karlfeldt eflist íslenska al- þýðuskáldið, og fái rúm í salnum, þar sem harpan síunga seiðir, og er gjafmild þeim, sem gefa sér tíma til að leggja við eyru. -i-T; I Þær stúlkur á giftingaraldri, sem á næstliðnu ári höfðu ekki vitað hvað þeim til friðar heyrði og látið hjá líða að ganga í hjónaband, voru spenntar fyrir plóg á fyrsta sunnudegi í föstu og látnar draga hann um götur. Teikningin er fyrst birt í bók eftir Troels-Lund: Dagligt liv i Norden. HIÁIRÚ ALLT ÁRBÐ Mr að bar við í Svíþjóð á Lúsíu- nótt laust eftir 1880, er Johan Svens- son var að vinna í sögunarmyllu sinni, að hann varð fyrir óþægilegu atviki. Hann hafði unnið frameftir kvöldi, en þegar klukkan var tólf stanzaði sagarhjólið skyndilega, enda þótt vatnshjólið, sem knúði sögina, gengi af fullum krafti. Johan tók lukt og gekk yfir að vatnshjólinu til að vita hvað væri áð. Þegar hann beindi ljósinu að leðurreiminni, sem lá af vatnshjólinu yfir á sagarhjólið, sá hann hvar vot hönd hélt reiminni fastri. Jafnframt kvað við draugaleg rödd: „Lúsíunótt, þú langa nótt, buslum- basl, buslumbasl, farðu heim og leggðu þig, Johan Svensson". Johan hljóp þegar til og stöðvaði sagarhjólið og jafnskjótt veifaði höndin til hans og hvarf niður um gólfið. mt essa frásögn er að finna í bók, sem fyrir nokkru kom út í Svíþjóð: God jul, om vardagsskrock och helg- dagssed, av Jan-Öjvind Swahn. Bon- niers. í þessari bók er fjallað um ýmis hjátrúarfyrirbæri og þau rakin ári'ð um kring. Þar segir frá því m.a. r--- ■íife. U' v |l| 111' — ■ hvernig hægt er að segja fyrir um veðurfar langt fram í tímann með því að ganga út á Mikjálsmessu, 29. september, og virða fyrir sér stjörnu- himininn, nánar tiltekið vetrarbraut- ina, sem liggur eins og band um þvert himinhvolfið. Fyrst skal horfa til norðurs og gaumgæfa þann hluta, sem liggur við sjóndeildarhring. Ef hann er bjartleitur og skínandi boð- ar það kaldan októbermánuð og ekki ótrúlegt að snjói. undir mánaðarlok- in. Ef nyrzti hluti vetrarbrautarinn- ar er á hinn bóginn dökkleitur bendir það til þess, að haustið ver’ði milt og vætusamt. Með því að horfa í aðrar áttir er svo hægt að komast eftir því hvernig veðrið verður á öðrum árstímum. H Lér er einnig sagt frá ýmsum uppátækjum við upphaf föstunnar, sem ýmist eiga rætur að rekja til hjátrúar eða eru síðasta dægrastytt- ing, áður en fastan sjálf, með öllu sem henni tilheyr’ði, gekk í garð. Margt var það sem menn báru við í Svíþjóð fyrrum í föstuinngang: köttur var sleginn úr tunnu eins og enn er gert á Akureyri, en einnig var höfuðið dregið af gæsinni. Er það svipaður leikur; gæs er hengd upp á afturfótunum og riddarar ríða hjá og reyna að svipta af henni höfðinu um leið. Sá riddari bar sigur úr bít- um, sem tókst að hrifsa til sín höfuð gæsarinnar. Þá segir hér frá furðu- legum viðurlögum, sem ungar stúlkur voru beittar, sem höfðu veri’ð á gift- ingaraldri næstliðið ár án þess að ganga í hjónaband. Þær voru spennt- ar fyrir plóg og látnar draga hann um götur, ugglaust í því skyni að hvetja allar ungar stúlkur til að ganga í hjónaband strax og þar höfðu aldur og þroska til. E I! Búálfur, tomte, hugsar um hag heim- ilisins. I in hrollvekja er hér frá hvíta- sunnu, er segir frá orminum í lindi- trénu, lindorm, sem einmitt vaknar af dvala þann dag og er þá mjög að- þrengdur af sulti eftir vetrarlangt hungur. Ung stúlka, Elna Nilsdóttir, var á leið til kirkju á hvítasunnudag laust eftir 1850. Sólin skein, fugl- arnir sungu og beikiskógurinn ilmaði ljósgrænn. Við veginn stóð linditré, neðstu greinarnar voru svo lágar, að þar var mátulegt sæti. Þar settist Elna, lokaði augunum og lét sig dreyma. Sjalið lagði hún á grein vi'ð hliðina. Varla hafði hún komið sér fyrir, er lindormur, með augu stór eins og undirskálar, gægðist út um rifu í trénu yfir höfði hennar. Þegar hann hafði nokkrum sinnum deplað aug- unum á móti sólinni varð hann var stúlkunnar og vatn kom í munn hans. Framhald á bls. 14 24. september 1967 6 LESBÓK MOIL GUNBLAÐ SINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.