Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 14
kvæmt enskum lögum. Sá, sem er á- kærður, hefur rétt til að heimta lækn- isskoðun af heimilislækni sínum. Og þegar hann kemur á vettvang, er öku- maðurinn líklega orðinn allsgáður aft- ur“. „Má ekki taka blóðsýnishorn á staðn- um?“ „Nei, það er álitið, að þetta mundi vera skerðing á frelsi einstaklingsins“. „Hvað eru mörg dauðaslys hjá ykkur á ári?“ „Það veit ég ekki nákvæmlega, en rúmlega 6000, held ég. Einhvers staðar hef ég lesið, að það sé um það bil helm- ingur þess fjölda, sem fórst á hverju ári í loftárásum, þegar verst gegndi á stríðsárunum." Jón var svolítið hugsi, meðan við gengum 'heim frá kránni. „Þið eruð einkennilegt fólk, Englend- ingar“, sagði hann. SVIPMYND Framhald af bls. 6 lest til Albany, höfuðborgar New York- ríkis, en þaðan með gufuskipi niður eftir Hudson-á til neðri enda Manhatt- ans í New York-borg. 2. júlí árið 1900 steig fjölskyldan á land í fyrinheitnu landinu, kædd kolsvörtum, síðum og svellþykkum ullarfötum, með fatahnýti á baki og tvo fiska í tágakörfunni. Kæf andi sumarhitinn gerði þeim ómótt, — og Abraham sást hvergi. Leah hafði heimilisfang gamals kunningja þeirra frá Uzlian, sem flutzt hafði til New York fyrir nokkrum árum, og eftir margra klukkutíma píslargöngu og margar villur fundu þau manninn, sem fylgdi þeim til Abrahams. Hann hafði auðvitað beðið þeirra á rangri bryggju. Líf fjölskyldunnar var erfitt fyrstu árin vestra, því að heilsuleysi Abra- hams ágerðist stöðugt. En ekki leið á löngu, áður en David sýndi, hvað í hon- um bjó. Hann fór að selja blöð af miklu kappi. Innan nokkurra ára var hann duglegasti söludrengurinn í stóru hverfi, og hann hafði komið sér upp nokkrum blaðasölum, þar sem yngri drengir seldu blöð upp á prósentur. Þegar hann var tólf ára, höfðu for- eldrar hans eignazt dreng og stúlku til viðbótar sonunum þremur, og David var orðinn aðalfyrirvinna heimilisins. Hann lagði hart að sér til þess að ná valdi á ensku og las feiknin öll. Öld fjarskiptatækninnar var að hefjast, og David gleypti allt í sig um hinar nýju og stórfenglegu uppgötvanir. Hann á- kvað að vinna sér nafn á því sviði og brauzt nú út úr umhverfi sínu. Það kallar hann aðra endurfæðingu sína. Siðan lærði hann allt, sem hann komst yfir, um hina nýju tækni, og gerðist sendisveinn hjá símafyrirtæki. Smám saman vann hann sig upp, og brátt fór að fara orð af þessum unga, áhugasama manni, sem vissi allt um firðsendingar, kom með óvæntar uppástungur og hélt fyrirlestra um tækni, þjóðfélagsfræði og heimspeki yfir yfirboðurum sínum. Enn í dag eru þetta helztu áhugamál 'hans. Hér verður að gera langa frama- sögu stutta, en geta má þess, að nafn hans varð fyrst á allra vörum í Banda- ríkjunum, þegar honum, 21 árs gömlum var einum manna treyst til þess að hafa samband við hið sökkvandi haf- skip, Titanic. Taft, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði svo fyrir, að Sarnoff skyldi vera dag og nótt við eina loftskeytatækið, sem leyft var að vera í sambandi við Titanic, til þess að koma í veg fyrir rugling og truflanir á björgunarstarfinu. Ekki leið á löngu, unz hann var orðinn stjórnarformaður Radio Corporation f America, (RCA), þar sem hann hóf störf sem sendill, og enn er hann formaður RCA-NBC. „Steinöldin líður loks undir lok" vegna nýrrar sjónvarpstækni Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UN- ESCO, hélt nýlega ráðstefnu í París um hagnýtingu gervihnatta á menningarsviðinu. Einn ræðu- manna var Arthur J. Clarke, brezki vísindamaðurinn, sem spáði því ár- ið 1945 ásamt David Sarnoff, tólf árum áður en fyrsta gervihnettin- um var skotið á loft, að gervihnett- ir yrðu von bráðar notaðir til fjar- skipta. Helzta inntak ræðu hans á Parísarfundinum var, að innan skamms mundu ódýr og einföld sjónvarpstæki, sem tækju við send- ingum frá gervihnöttum, breyta pólitískum og menningarlegum háttum alls mannskyns. f V^larke kallaði þessi nýju sjón- varpstæki „elektrónískar skólatöflur" og lýsti því, hvernig hægt væri að kenna um þau læknisfræði, hollustu- hætti, landbúnað og iðnað, auk alls annars. Tækin yrðu svo ódýr, að fátækt og frumstætt fólk hefði efni á að kaupa þau. f vanþróuðum löndum gætu þorps- búar slegið sér saman um eitt slíkt tæki og lært af því nýja siði og kynnzt heimsmenningunni. „Það er ekki hægt að ofmeta gildi þeirra fyrir framfarir allra þjóða“, sagði hann, ess konar tæki kosta nú þegar um helming af verði venjulegra sjón- varpsviðtækja, en nýbyrjað er að senda þau á markaðinn. Verðið á eftir að lækka. Helzti galli þeirra er sá, að nokkrar sekúndur tekur að koma einni mynd á skerminn, í stað þess að 25 myndir koma fram á skerminum á hverri sekúndu á venjulegum tækjum nú, en þetta er aukaatriði, þegar tæk- in eru notuð sem kennslutæki. Þegar tækin verða fjöldaframleidd, batna gæði þeirra og verðið lækkar stórkost- lega. D J. Moffatt, Parísarforstjóri fyrir Kalifomíufyrirtækið „Hughes Company", sem smíðaði gervihnöttinn „Early Bird“, tók undir þetta. Hann sagði að um leið og næstu gervihnött- um fyrirtækisins, „Blue Bird“ og „Big Bird“, yrði skotið á loft (innan þriggja ára) mundi fyrirtækið senda á markaðinn ódýr tæki, sem næðu send- ingum frá þessum gervihnöttum. Hann kvað tækin mundu kosta fyrst í stað 3.400 til 3.600 íslenzkar krónur, en þau mundu síðar verða ódýrari. f vJlarke endaði ræðu sína með þessum orðum: „Áður en næsta kynslóð er öll, verða ekki nema örfá samfélög til hér á jörð- unni — jafnvel ekki í afskekktustu af- kimum heimsbyggðarinnar, — sem hafa ekki orðið sér úti um einhvers konar sjónvarpsskólatöflu. Það er að þakka nokkrum tonnum af rafeindavélum, sem svífa 36.000 km yfir hnettinum, að þetta verður síðasta öld villimannsins á jörðunni. Steinöldin líður loks undir lok hjá öllum mönnum". - Frá UNESCO-ráðstefnu í París Hann trúði á framtíð sjónvarps- ins frá byrjun, og það er mest honum að þakka, hverjar framfarir hafa orðið á því sviði. Sama er að segja um út- varpsnetið, sem tengir öll Bandaríkin, litsjónvarp og stuttbylgju-útvarpssíma. Hann er fyrst og fremst tæknilega og heimspekilega sinnaður, og þegar hon- um bauðst á kreppuárunum að gerast framkvæmdastjóri stórfyrirtækis, sem bauð honum a.m.k. milljón dollara laun á ári, ef hann yfirgæfi RCA, hafnaði hann því boði, eftir að hafa ráðfært sig við Lizette, konu sína. Hann hefur aldrei átt heima innan um fjármála- menn og framkvæmdastjóra, enda eru vinir hans yfirleitt menntamenn, rit- höfundar, heimspekingar, þjóðfélags- fræðingar, tónlistarmenn og stjórnmála fræðingar. Þessi einkennilega samsetti maður sér nú í elli sinni alla spádóma sína rætast, og enn fæst hann við að horfa fram í tímann og gera spádóma um alls konar hluti, sem verði fundnir upp á næstunni, og auðveldi mönnum daglegt líf, samfélagsmál og hlutverk einstaklingsins í vélvæddu þjóðfélagi framtíðarinnar. SJÓNVARPIÐ Framhald af bls. 1 kost á sj ónvarpstækjum, þar sem eitt tæki getur nægt heilu smá-þjóðfélagi. Milljónir manna — á pólýnesisku eyj- unum í Kyrrahafi, í þorpum í Amazon- frumskógunum, á afskekktum slóðum í Indlandi — geta þá séð útsendingar samtímis íbúum New York, Parísar og Moskvu. Stór lönd eins og Brazilia geta með einum samstilltum gervihnetti lát- ið sjónvarpið ná til allra íbúa sinna. Það er spennandi að hugsa til þess, að milljónir manna, sem hafa aldrei séð járnbratarlest, bíl eða talsíma, stofni til fyrsta sambands síns við umheim- inn gegn um sjónvarp utan úr geimn- um. Vélatal. Fáir munu enn sem komið er líta á rafreikna eða „rafmagnsheila“ sem fjar- skiptatæki. Það eru þeir nú samt. Og á morgun kemur það í ljós, að núver- andi hlutverk rafreiknanna er ekki nema lítilfjörleg byrjun á sigurgöngu þeirra. Með aðferðum, svipuðum mannlegri rökfræði, mun rafreiknirinn geta lært af reynslunni. Hann mun geta svarað rithönd, myndum og munnlegum fyrir- skipunum — valið eða hafnað einni rödd, andliti eða merki innan um tug- þúsundir slíkra. Þessar stórmerkilegu vélar hafa þeg- ar — í tilraunaskyni — verið tengdar yfir Atlantshafið. Rafreiknis- fyrirskipanir frá Bandaríkjunum knýja þegar letursetningaráhöld, sem framleiða dagblað í Eng- landi. Brátt verða komin upp rafreikna- net, samtengd um gervihnetti um alla jarðkúluna og aðrar elektróniskar stöðvar. Þegar fram líða stundir, munu rafreiknar geta skipzt á upplýsingum stanzlaust, sín í milli og við fólk, án. tiilits til fjarlægðar. Einn þáttur þess- arar þróunar verður sjálfvirk þýðing af tungumáli sendanda á tungumál við- takanda. í þessu mikla „þekkingar-gosi“ voru Sarnoff (lengst til hægri) var einn helzti einkaráðgjafi Franklins Delanos Roosevelts (sitjandi) í forsetatíð hans. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. jún£ 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.