Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 10
 " r, yff,ff f> • ♦»••.• ff fffffff f f fff f • , ff. fff- fff ff ffr ■■ ■■ ...................................................' . ■ •; -.-........................................ .' ■ -..■ ; ■.■■.■:. .. - Gamla læknishúsið í Hólmavik ég hef komið á, og gott er að ko-ma þangað á sólbjörtum sumardegi og reika t>ar um túnið, sem er aiistórt en mis- hæðótt. Allt bendir til, að þar hafi lengi verið búið, t. d. götur og slóðar í kvös- inni ofan við bratt túnið. P, ungur. Gunnar var b-róðír séra Andrés- ar, og gaf hann verk sitt, sömuleiðis teiknaði hann prestshúsið í Hóimaví'k. í Guðlaugsvík er greiðasölustaður og gott að staldra þar við og fá sér kaffi- sepá, áður eh maður leggur á bfattann inri fyrir Bitrufjörð og út að Ennis- fjalli og þar yfir hálsinn. I>að má segjai að nú sé kominn upphleyptm- vegur frá botni Hrútafjarðar til Hólmavíkur, en áður lá vegurinn í bugðum, ýíinist niðri í fjöru eða uppi í brekkum, og fannst mér sá vegur, þótt einkennilegt megi virðast, öllu skemmtilegri, fjölbreyti- legri en hinn nýi beini vegur. Nú eru líka komnar brýr á allar ár og lækjar- sprsenur, og var það mikil bót og -góð. r ama í Hólmavík er nýleg sím- stöð og pósthús. Þegar ég kom fyrst til Hólmavíkur, stjórnaði þessum fyr- irtækjum Hjálmar Halldórsson, og má segja að hann væri einn af þeim mönn- um, sem settu svip á bæinn, enda ágæt- ur og skemmtilegur maður. Hjálmar varð bráðkvaddur fyrir nokkrum árum og var harmdauði þeim, sem þekktu. R, resturinn situr nú lengi á hinu fonna prestsetri, Stað í Steingrimsfirði. Síðasti presturinn, sem þar sat, var In.g- óifur Ástmarsson, biskupsritari. Frá 1948 hefur séra Andrés Ólafsson verið prestur í Staðarprestakalli, en setið í Hólmavík. Prófastur Strandaprófastsdæmis hefur hann verið frá 1951. Margur, sem til Hóknavíkur kemur, fer þaðan, án þess að sjá hús prófastsins, og er það vegna þess, að þetta fallega hús er byggt innan við klettaranann, sem gengur ofan úr Borgunum í sjó fram niður í fjöruna vesta-n á eyrinni sem Hóimavík stendur á. Þarna er smávík og upp af henni stór kvos með dálítið u-ndirlendi, og er þarna allt grasi vafið. Húsið stendur niðri við veginn, sem er ofan fjöru- borðsins. Þarna er skjólsælt og einkar vinalegt. En vegna sjávarseUu' hefur prófastinum gengið illa m-eð trjárækt. Þarna stendur nú fallegasta húsið í ■Hóimavik,- og ber allt húsbændunum vitni um sérstaka snyrtimennsku úti sem inni. Hér er gott' að köma, og eiga prófastshjónin sammælt í því að taka öllum vel, enda leiðist engum við glað- værar og skemmtilegar samræður við Iþessi rriætu hjón. Á rieðri háeð hússins er kapella og skrifstofa prófastsins m. m. Kirkja, stílhrein og falleg, byggð á klöpp hátt yfir sjávarmáli' í miðjum bænum, hefur nú verið í byggingu frá 1951 eða 1952, og verður ekki annað sagt en það sé orðin langdregin kirkju- smíði hér á landi, og þó er kostnaður hennar ekki nema lítill hluti samari- borið við milljónakirkjubyggingar, eins óg t. d. hina nýtízkulegu og að mínum dómi afkáralegu kirkju í Ólafsvík sem hefur ekki tekið nema tvö til þrjú ár að koma upp í þessa svimandi hæð, bæði frá byggingaiegu og fjárhags-legu sjón- armiði. Kirkjan í Hólmavík stendur á hárri klöpp, sem skagar fram í mitt iþorpið í sjó fram, en neðan við hana er vcgurinn greyptur í bergið. Það má því segja, að hún gnæfi yfir bæinn. Kirkjan er látlaus, og má hver maður sjá, að þetta er kirkja, en ekki eitthvert „abstrakt fígúruverk", sem því miður eru nú víða að stinga upp kollinum. Hólm víkingum hefur verið fjár vanf til að ijúka smíði kirkjunnar, hefur því verið messað í barnaskólanum í öll þessi ár. Á sumri hverju hefur verið haldinn kjrkjudagur, merki seld og skemmtanir haldnar til að efla kirkjusjóðinn. Sl. sumar var unnið dálítið við hana að innan, en að utan er hún svo til fullgerð. Kæmi svo ijósakross á kirkjuna, myndi það ijós sjást langt að, bæði af sjó og iandi, og verða ljósviti, sem næði að jýsa inn í hug og hjörtu þeirra, sem þarna búa á dimmum og löngum skamm- degiskvöldum. Kirkjuna teiknaði Gunn- ar Óiafsson, arkitekt, sem var skipu- lagsstjóri Reykjavíkur um tíma, en dó Lafmagnsstöð var byggð við Þið- riksvallavatn um 1950. Það er stöðu- vatn, fjöllum girt, nema þar sem stöðin ei, en þar rennur það um þröng gljúfur og djúp og síðan áfram niður í Víði-- dalsá, sem rennur svo í sjó fram. Neðan við fyrrnefnd gljúfur var gerð stífla cg byggt stöðvarhús, og er það kallað Þverárvirkjun. Nú hafa því allir i ná- grenninu nægilegt rafmagn, bæði til Ijóss og hita og hvers sem vera skal. Vatnið hækkaði töluvert við stíflugerð- ina, svo að jörðin Þiðriksveilir fór undir vatn, en þar var áður tvibýii.. Jörðin Vatnshorn við norð-vesturhorn vatnsins er 1 íka komin í eyði, þótt hún hafi ekki farið undir vatn. Ég kom einu sir.ni að Þiðriksvöllum ásamt konu minni og syni Magnúsar í Bæ, sem hafði sent hann eftir okkur norður yfir heið- ar á hestum, til að sækja okkur. Ragn- heiður húsfreyja, sem nú býr í Trölla- tungu ásamt manni sinum Daníel, fylgdi okkur þá upp í fjöllin, svo að við fyndum réttan göuslóða, og fórum við þá Laxárdalsþeiði. Tröllatunguheiði hafði ég farið tvisvar áður ríðandi. En Ei I ins og áður er sagt, er nokkuð komið af nýjum húsum frá því að ég kom fyrst til Hólmavíkur. Barnaskóli var byggður í Hólmavík á árunum 1946—1948, og er hann ofan við plássið, og er þaðan fagurt útsýni út yfir fjörðinn og sveitirnar í kring. Þar hef ég nú síðastliðin 17 ár haft bæki- stöð mína í stórri og rúmgóðri stofu. Þar hefur oftast verið messað, síðan séra Andrés varð prestur í Hólmavík. Kaupfélagið hefur þarna myndarleg hús, verzlunarhús, frystihús og sláturhús, og hefur nokkuð margt fólk í vinnu þar, sérstakiega ef vel fiskast, en nú hin síðari ár hefur „sá guJi“ svo að segja gersamlega brugðizt. Menn voru að vona, að þetta lagaðist við útfærslu landheiginnar, en því miður hefur þar engin breyting orðið til batnaðar. Áður fyrr voru miklar fiskgöngur inn Húna- flóann, bæði með Ströndum fram og eins inn með Vatnanesi, og þótti sá fiskur betri sem gekk inn í Miðfjörð. Fóru menn þá oft yfir flóann, en aðrir létu sér nægja að fara út í fjarðar- mynnið og fylltu kænur sínar á svip- Bamaskólinn í Hólmavík stendur ofa n við þorpið sl. sumar fór ég hana úr Geirdal og norður yfir á Mercedes-Benz-bíl, og hygg ég, að það sé fyrsti bíllinn af þeirri tegund, sem hefur farið þessa leið. Veginn þarf að bæta mikið, til þess að hann verði fær flestum bílum, sérstaklega að sunnanverðu, í brekk- unum, þar sem hann er einna verstur: brattur, stórgrýttur og laus i sér, og svo eru nokkrir kaflar á háheiðinni, sem eru iiifærir, jafnvel í þurrviðri. JLi engi vel voru Hólmvíkingar í vatnsbraki, en nú hafa þeir fyrir mörg- um árum bætt úr því með vatnsleiðslu ofan af fjöllunum, sem er um þrír kílómetrar á lengd niður í þorpið. Reistur hefur verið stór vatnsgeymir ofan við bæínn. Nú er komið gistihús í Hólmavik, og þurfa menn ekki að fælast staðinn þess vegna, en til skamms tíma hefur þar hvorki verið um gistihús eða greiða- sölu að ræðav Hrútafjarðarleiðin finnst mér einkar skemmtiieg, sérstaklega í góðu veðri. stundu. Eins og kunnugt er, hefur ekki veiðzt síld á Húnaflóa í nærfellt 20 ár, en áður gekk töluverð síld þar inn og voru þá reistar hinar miklu sildarverk- smiðjur í Djúpavík og Eyri í Ingólfs- firði á Ströndum og á Skagaströnd. Þessar síldarverksmiðjur á Slröndum ryðga nú, bæði í Djúpavík, þar sem flest íbúðarhús standa nú auð, og eins á Eyri. Bátur hefur gengið einu sinni í viku allt norður í Árneshrepp frá Hólma- vík, en í sumar kemst væntanlega á vegasamband aila leið þangað norður. ður var greiður vegur norður í Kaldbaksvik, en síðastliðið sumar var unnið ötullega að lagningu vegar það- an, sem skyldi tengjast vegakerfinu í Árneshreppi; liggur vegurinn með sjó fram til Djúpavíkur og þar út strönd- ina að Gjögri, en þar er Ijósviti. Nú eru allar Norður-Strandir komnar í eyði. Nyrzti bærinn er að Dröngum, sem er alllangt fyrir norðan Ófeigs- fjörð, en sá fjörður fór í eyði siðast- liðið haust. Enginn sími er að Dröngum, heldur er þar talstöð, sem fólkið getúr notað til áð kómást í sarriband við iún- heiminn,. eri næsta simstöð er að Eyri. Á Dröhgum er 'riiikið um rekavið. í Morgúnbláðinu nú fyrir skömmu gizk- aði Kristinn bóndi að Dröngum á, að svo mikið hefði rekið á sína fjöru undanfarið, að það myndi nægja í 10- 15 þús. girðingarstaura, og væru trén um tíu metra löng og 50 tommur í þvermál. Er það ekki svo lítill bú- bætir, og veitti honum sannarlega ekki af sögunárvél til að vinna úr þessum mikla rekaviði. A ður hef ég minnzt á elzta hús, sem ég tel vera byggt í Hólmavík, þ.e.a.s. Riishúsð. Stendur það enn á sínum stað, en er nú autt, síðan vinur minn Friðjón Sigurðsson, sem þar bjó í 35 ár, fluttist hingað suður. Það er ekki hægt að minnast á Hólmavík, án þess að hans sé getið um leið. Hann var sýsluskrifari m. m. í Hóimavik í 20 ár, frá því að sýslumaðurinn flutt- ist tií Hólmavíkur frá Borðeyri. Frið- jón minnti mig alltaf á Inga T. Lárusson; báðir voru þéttir á velli; Ingi var þó töiuvert hærri maður en Friðjón, og báðir voru léttir í skapi, og brandararnir fuku af þeim, ef svo bar undir. Kristján Jónsson kennari og kaup- maður er vinmargur maður. Hann hef- ur einu bókábúðina, sem er í Hólma- vík, hann hefur iátið hreppsnefndar- mál til sín taka og er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðarkjör- dæmi. Ég hef þekkt Kristján síðan ég kom fyrst til Hólmavíkur, og eru hjónin bæði skemmtileg og ágætis manneskjur. Hef ég haldið til hjá þeim hin seinni ár, sem ég hef verið í Hóima- vík. Annar kennari við skóiann í Hólma- vík er Finnur Magnússon, vinur minn, og er hann ágætur listmálari og dreng- ur góður. Hann á íbúð í Reykjavík, en í sumar kaus hann, eins og oft áður, að vera heima í Hólmavík og helga sig Jist sinni. Er það ætlan mín, að hann sé nokkuð hlédrægur að sýna málverk sín og geri meira af því að gefa þau en selja. Nú í sumar leið var loksins verið að byggja skólastjórahús rétt sunnan við skólann, .og virtist mér það allmynd- arlegt ásýndum. Gekk smíði. þess vel. Minn góði vinur, Vígþór skólastjóri, ög hans ágæta kona, Sjöfn kennari, eiga líka skilið að fá nú loksins betra hús en það, sem þau hafa örðið að notast við undanfarin ár. Vígþór Jörundssori er búinn að vera skólastjóri þar sl. 7 ár, hann er kvæntur Sjöfn Ásmunds- dóttur, sem kennir líka við skólann, en auk þess er hún í hreppsnefnd, og mun það vera fágæfct, að konur skuli vera í siíku stússi úti á landsbyggðinni. Það má segja, að Hólmavík hafi orðið fræg um víða veröld fyrir fimm til sex ár- um. Þá var efnt til samkeppni meðal skólabarna (tíu til tólf ára) í dráttlist eða teikningu. No. 1 var barnaskólinn í Hólmavík, og var Vígþór orðinn skóla- stjóri og kenndi m. a. teikningu. Ungi listamaðurinn, sem verðlaunin hlaut, var sonur séra Andrésar. Ég man, að ég sá þessa mynd. í Morgunblaðinu, og var af hesti. Vígþór er líka listrænn, eins og hann á kyn til, því aðlharin er sonur völundarins og skáldsins, Jörundar á Hellu. Vígþór er mikill ágætismaður og lætur sér mjög annt um skólann sinn og skólamál þar nyrðra m.m. Þ að er ætlun manna, að Stein- grímsfjörður hafi í fyrndinni orðið til vegna umbrota undir jarðskorpunni, og þarna hafi svo orðið mikið jarðsig, þar sem fjörðurinn er nú. Er margt, sem rennir stoðum undir þessa skoðun. Botn fjarðarins er mjög ósléttur, og sums staðar eru grynningar. Misdýpi er mik- ið allt inn til Hólmavíkur, þar sem fjörð- urinn mjókkar en þar snardýpkar hann Frambald á bls. 12 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.