Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 1
báðum megin Atlantslhafs, hrifizt af a'ð horfa á sömu sjónvarpssendinguna samtímis. Með því að sigrast á síðasta þröskuldi fjarlægðarinnar, hafa gervi- hnettir hafið nýtt tímabil á sviði mann- legra samskipta. í ölium áþreifanlegum skilningi munu iandfræðileg og pólitísk landamæri hætta að vera til. Til þess að skilja sigur gervihnatt- anna á rúmi og tíma, verður að muna, að sjónvarp og útvarpssími ganga með geysihárri tiðni, sem köiluð er mikró- byigjur. Þessar byigjur fyigja ekki boga jarðarinnar heldur ganga í beinni línu. Þar af ieiðir, að „seiiing“ þeirra tak- markast af 30—40 km. sjónhring eftir landslagi. T il þess að senda skeyti um mikl- ar vegalengdir á landi, nota sjónvarp David Sarnoff: r SJONVARPSBYLTINGIN Mannkynið stendur nú and- spænis yfirvofandi fjar- skiptabyltingu, sem mun breyta bö-gum manna jafn-rækilega og iðn- byltingin á 19. öld gerði. Á næstu 5—10 árum verða komn- ir orkumiklir gervihnettir hátt uppi yfir miðbaug, sem geta sent sjón- varpssendingar beint til þeirra, er tæki eiga, hvar sem er í heiminum, án þess að endurvarp þurfi að koma við sögu móttökumegin, eins og nú á sér stað. Löngu fyrir árið 2000 geta menn haft tafarlaust fjarskipta samhand — með hljóðvarpi og sjón- varpi, skriflega og skipzt á rafreikna upplýsingum — við hvern sem er ©g hvar sem er. Menn í Stokkhólmi, New York eða Buenos Aires munu geta pantað og fengið, næstum sam stundis, eintök af verzlunarsamn- ingum og sögulegum skjölum, ljós- myndir og ljósprentanir frá hvaða stað, sem vera vill á hnetti vorum. ]^íámsmenn, bvar I beimi sem er, munu geta „sótt tíma“ um lokað sjón- varp í Oxford eða Harvard, Svarta- skóla eða Moskvu-háskóla. „Ráðstefnu“ taisambönd færast í aukana, svo að vísindamenn, til dæmis að taka, geta tekið þátt í alþjóða-umræðum, og bæði eéð og heyrt starfsbræður sína, án þess »ð fara úr vinnustofum sínum. Ef vanda mál ber að höndum, munu fulltrúar SÞ geta „hitzt“ tafarlaust, rætt máiin og greitt um þau atkvæði, án þess að íijúga til New York. Margir þekkja sjálfsagt hin einstöku tæknilegu atriði, sem hér koma við fiögu —• sambands-gervihnetti, mini- elektrónísk tæki, rafreikna og hina furðulegu laser-geisla, sem geta haft jnæstum ótakmarkaða töiu rása. Sumir vita einnig, að neðansjávar-strengir, cem n,ú flytja ritsíma- og taisímaskeyti, Biunu mjög bráðlega verða útbúnia- til Myndin er tekin í apríl 1912, þegar Taft Bandaríkjaforseti leyfði Sarnoff ein- um að hafa loftskeytasamband við linuskipið mikla, Titanic, þegar það var að sökkva. — 1500 manns fórust með skipinu. að flytja sjónvarpssendingar, eftirmynda sendingar og svo að segja allar aðrar elektróniskar sendingar. En það eru ekki nema sérfræðingar, sem geta gert sér ljóst, hvernig allir 'þessir þættir verða sameinaðir — og jafnvel ennþá færri gera sér Ijósa hina víðtæku þjóð- félagslegu, hagfræðilegu og stjórnmála- legu þýðingu þeirra. Þar koma í gagn- ið kraftar, sem geta haft óútreiknanleg- ar afleiðingar til góðs og ills. HIMINHÁR turn. E ftirtektarverðasti fyrirboði þess- arar nýju samskiptaaldar hefur verið á braut síðan 6. apríl 1965, þegar gervi- hnettinum Early Bird var komið fyrir 35.881 km. uppi yfir miðbaug. Early Bird getur tekið við og sent frá sér sjónvarps-, talsima-, rafreikna- og eftir- myndasendingar miili N-Ameríku og Evrópu. Þegar haiá miiljónir manna, og útvarpssími venjulega margar milli- stöðvar eða turna. Því hærri sem turn- inn er, því lengra getur hann sent frá sér. Early Bird er raunverulega ekki annað en einn svona turn — en bara 35,881 km á hæð! Hann getur sent út- sendingar til næstum þriðja hluta yf- irborðs jarðar. Tveir slíkir gervihnett- ir á réttum stöðum yfir jörðu, mundu fullkomna net, sem næði til alls hins byggða heims. Fyrirrennarar Early Birds, tveir Tel- star- og tveir Relay-gervihnettir, náðu til stórs svæðis, en aðeins takmarkað- an tíma dag hvern — það er þegar jörðin, á snúningi sínum, sneri þessu svæði inn á sjónsvið gerviðxnattanna. Early Bird losnaði við þessi hlé, vegna þess að hann er „samstilltur“, þ.e. hann fer kringum jörð á nákvæmlega sama 24 klukkustunda tímanum, sem jörðin snýst einn hring. Þetta er raunverulega sama sem hann sé staðbundinn. SVIPMYND Lesbókarinnar í dag Tjallar um höfund þessarar grein- ar. ER FRAMUNDAN En Early Bird er ekki nema byrj- unin. Bráðum koma stærri og kraft meiri gervihnettir, sem geta geymt 10- 20 sjónvarpsrásir og þúsundir talsíma- og rafreiknitalnarásir samtímis. Þessir gervihnettir verða geysistór „skipti- borð“ í geimnum, sem senda áfram el- ektrónisk boð, allra tegunda, til og frá hvaða stað sem vera vill á jörðinni. HÆTTUL.EG TÆKI. S tórkostlegustu framfarirnar á sviði fjarskipta — sem bjóða upp á gífurleg tækifæri og möguleika, en einn- ig hættu, álít ég að komi með þessum sterku gervihnöttum, sem geta sent beint til hvaða sjónvarpstækis, sem er í víðri veröld. (Venjulegt sjónvarpstæki þarfnast ekki nema lítilfjörlegra Oig ódýrra breytinga, til þess að geta tekið við boðum beint utan úr geimnum). Eins og er, þarf Early Bird sérstakar stöðvar á jörðu niðri, til þess að end- urvarpa sjónvarpssendingum sínum. Þannig hefur móttökustöðin stjórnina. Bandarísk stöð ákveður, hvort dagskrá frá Evrópu verður send áfram handa áhorfendum í Bandaríkjunum, en 'ev- rópsk stöð ákveður hvort veita skuli evrópskum áhorfendum aðgang að bandarískri dagskrá. En þessi yfirráð á hverjum stað hverfa úr sögunni jafn- skjótt sem við getum tekið beint á móti erlendum útsendingum, rétt eins og við getum nú tekið á móti stuttbylgjusend- ingum í útvarpi. Hin gamla skoðun, að aðeins auð- ugar og tækniþróaðar þjóðir muni hafa efni á útvarps-gervihnöttum, sem sendi út sjónvarpsefni, ihefur verið afsönn- uð. Kostnaðurinn hefur minnkað stór- lega. Samstilltan gervihnött er nú hægt að búa til og staðsetja fyrir einar 10 milljónir dala, (um 430 millj. ísl. kr.) eða þriggja hnatta kerfi fyrir 30 millj- ónir. Þetta er ódýrt, því að sjónvarps- stöð í stórri borg kostar nú þegar meira en þetta. Um svipað leyti og Early Bird var settur á braut, tóku Sovétríkin að reka sinn fyrsta fjarskiptahnött, sem sendir sjónvarpsboð milli Moskvu og Vladiv- ostok um 6.500 km. vegalengd. Gervi- hnötturinn getur líka flutt tvístefnu margrása talsíma og ritsímaskeyti, svo og símamyndir. Vafalaust koma Sovét- ríkin sér upp gervihnattakerfi með tíð og tíma, sem nær til alls hnattarins, og bjóða öðrum löndum afnot af því með skilmálum, sem ákveðast fremur af pólitískum en hagrænum sjónarmiðum. Og áður en lýkur verða komin upp mörg svona kerfi. Þegar sovézkur gervihnötttur fer að geta útvarpað beint til bóndabæjar í Kansas — eða Bandaríkjahnöttur til samyrkjubús í Ungverjalandi — hver verður þá til þess að hindra, að þessi fjarskiptaaðferð verði banvænt vopn —. tæki til allsherjar undirróðurs og stríðs- æsinga? Freistingin af sjónvarpi frá fjarlægum stöðum — síðar meir í lit- um — verður næsta ómótstæðileg. Aróður — lævís eða ódulbúinn — mun koma í ginnandi umbúðum sem skemmt- un, fræðsla, menning. Þannig getur tæki til gagnkvæms skilnings og fræðslu endurkastazt sem aukin spenna og hatur. Nú er tíminn til að afstýra þessari augljósu hættu. Ef við drögum það, þótt ekki væri nema fimm ár, að tak- ast á við vandamál alþjóða-eftirlits, getur ruglingurinn, sem af þeirri van- rækslu stafaði, orðið okkur ofviða. Fyrstu samskiptin. Með hjálp gervihnatta, sem ná til allrar jarðarinnar, verða dagskrár um heilsufræði, almennan þrifnað, menntun, lestrarkennslu og önnur efni send til vanþróaðra og jafnvel frumstæðra Þjóða. Ríkisstjórnir og einkaframtak ið mun geía einangruðum þjóðflokkum Framlhald á bls 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.