Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 12
HÖLMAVIK Framhald af bls. 10 á millí stranda. Eitt er það, sem sér- staklega bendir á þetta, og það er Sel- ströndin norðvestan fjarðarins. Þar skiptast á klettabelti og grónir stallar, sem snarhallar frá efstu brún og í sjó fram. Ekki er þó þessi halli jarðlaganna láréttur fram með ströndinni, heldur hallar þeim skáhallt innan og ofan frá brún á móts við Bassastaði og ská- hallt út ströndina alla leið út á Reykja- nes, svo að segja óslitið. Þetta er svo ótvírætt tákn um jarðrask og jarðsig, að betra getur varla verið. Borgirnar ofan við Hólmavík hafa líka fengið sinn „omgang“ því að það er eins og þær steypist kollhnís út í fjörðinn ofan Hóbnavíkur; þar skiptast á grasgeirar og klettastallar upp á efstu brúnir. Þó er þetta ekki eins reglulegt þar og á Selströndinni. í Borgunum er meira um lárétta stalla, sérstaklega neðan til, og þar byggja menn nú hús sín. En eitt er víst: það eru margir grasigrónir geirar þarna í Borgunum, þar sem gott er að liggja og sóla sig á góðviðrisdög- um. Sunnan fjarðarins er þetta ekki eins áberandi, þótt landinu halli þar að vísu meira og minna í sjó fram, það má þó víða sjá ótvíræð merki um jarð- rask og jarðsig niður að firðinum. Þetta er eitt af þeim fyrirbrigðum, sem gera útsýnið frá Hólmavík svo sérstakt og rómantískt. Jarðhiti er í Hveravík á Selströnd úti undir Reykjanesi niður við sjó, og hef- ur nú verið byggð þar ágæt sundlaug. Nú er kominn vegur alla leið þangað. Mun láta nærri að þangað sé um 30 km. vegalengd frá Hólmavík. Þess má líka geta, að fremst á eyr- inni, sem Hólmavík stendur á, eru kíettastallar og þaðan liggja sker sem ganga út og suður í sjóinn. Eitt þeirra er mest (Hólminn), og á fjöru koma þessi sker svo að segja óslitið upp úr sjónum og mynda þannig ihöfri frá náttúrunnar hendi. S ýslumannsembættið var flutt frá Borðeyri til Hólmavíkur 1938. Síðasti sýslumaður á Borðeyri var Halldór Kr. Júlíusson, en fyrsti sýslumaður í Hólma- vík var Jóhann Salberg Guðmundsson, frá 1938 til 1958. Frá 1958 hefur Björg- vin Bjarnason verið sýslumaður, og held ég, að ég megi segja, að báðir þessir menn hafi verið vel látnir af sýslubúum. Ég gleymdi að geta þess í samibandi við Víðidalsá og Stað, að þar er veiði nokkur, og hefur áin verið leigð út um langan tíma. Víðidalsá er almikil lax- veiðiá, aftur á móti er í Staðará aðal- lega um silungsveiði að ræða, þó að eitthvað gangi í hana af laxi. M lTJ.argt gæti eg sagt meira um menn og málefni þar nyrðra. Hólm- vikingar eru yfirleitt léttlyndir og fé- lagslyndir menn, sem gaman er að blanda geði við, og á ég þá bæði við þá, sem eru þar enn, og hina, sem burt eru fluttir. Halda þeir því skemmt- anir ýmiss konar og dansleiki. Það háir Hólmvíkingum mjög, að þá vant- ar gott samkomuhús, því að samkomu- húsið, sem þeir hafa orðið að notast við í mörg ár, er orðið alls ófullnægj- andi. Aftur á móti er komið myndar- legt félagsheimili með leiksviði á Kirkjubóli, og heitir það Sævangur. Verða Hólmvíkingar því að gera sér það að góðu að sækja allar meiri hátt- ar skemmtanir þangað. Aðalvandamálið í Hólmavík núna og undanfarin ár er atvinnuleysið, og það sem verra er: þá vantar stærri og nýrri skip. Þeir eiga fimm báta, 28—35 tonn, og fjóra báta 10 tonna fyrir utan trill- ur. Stærstu bátarnir eru of litlir til að elta síldina norður og austur fyrir land. En á hverju lifir þá fólkið í Hólmavík? ar hið rómverska riki hruridi til grunna, varð páfinn af hreinni nauðsyn að taka stjórn Rómar í sínar hendur vegna þess pólitíska tómrúms, sem hafði myndazt. Trygging fjárhagslégs sjálfstæðis varð að fá me'ð öðrum hætti en nú á tímum, því að skattar voru litlir eða engir, en þrælar og öreigar gátu lítið látið af hendi rakna. Aftur á móti varð kirkjan að kalda uppi kennslu, trúboði, klaustrum og allskonar sjúkrahjálp og mannúðar- starfsemi, sem veraldarlegir valdhafar létu sig litlu eða engu varða. Kirkjan varð því að hafa tekjur sínar af jarð- eignum, alveg eins og konungar og léns- herrar. Sumar þessara jarðeigna voru fengnar við arfleiðslu eða gjafir, aðrar látnar í té af stjórnarvöldum, enn aðrar fengnar fyrir vaxandi vald bisk- upa í borgum, og svo fór að lokum, að kirkjan átti ]A til Ve allra jarðeigna. Hún var þá orðin auðug stofnun og óháð, næð djúpar rætur í öllu atvinnulífi mið- aldanna. Af öllu þessu leiddi hinsvegar, að kirkjan varð vegna fjárhagslegs öryggis sins að vera á móti öllum freklegum þjóðfélagsbreytingum, sem gátu stofnað í hættu starfi hennar á sviði trúarboð- unar, kennslumála og mannúðarmála. Hún varð líka a'ð verjast áleitni konunga og lénsaðals og tókst það í Norður- Evrópu þangað til við siðaskiptin, þegar furstar og aðalsmenn sölsuðu undir sig eignir hennar, en í Frakklandi allt fram að stjórnarbyltingunni miklu. Kirkjan varð líka að tryggja sér mögu- leika til áð rækja sitt andlega hlutverk. Baráttan gegn heiðninni hafði verið hörð og löng og allskonar heiðnar venjur tiðkuðust meðal alþýðu. Við það bætt- ist flóðalda Múhamme'ðstrúarinnar, sem hafði lagt undir sig mörg kristin lönd og þrengdi stöðugt að austan frá. Kirkjan varð að standa sameinuð til þess að fá haldið velli. Það varð því þjóðfélagsleg naúðsyn að halda niðri öllum dreifing- aröflum og „villutrú", sem hlaut að veikja mótstöðuafl hennar. Tíðarandinn og sannfæring þess, að trúin yrði að vera ein og óskipt, verður varla skilin, r.ema hin erfiða aðstaða kirkjunnar gegn ytri hættum sé tekin með i reikninginn. Þessvegna lögðu líka stjórnvitringar kirkjunnar svo ríka áherzlu á einlífi klerka, svo áð þeir yrðu engum öðrum háðir. Kirkjan varð að halda uppi róm- verskum aga, og reglu. Kirkjuhöfðingjarnir urðu að vera hæfir menn, færir um að stjórna, setja reglur og fylgja þeim fram. Gáf- aður drengur af alþýðustétt gat stund- um risið til hárra metorða innan kirkj- unnar, einkum með því áð ganga klaust- urveginn, en annars var manna með stjórnarhæfileika helzt að leita meðal aðalsins. Á hinn bóginn var réttarfar á umrótstímum miðaldanna ekki með þeim hætti, að kirkjunnar menn, upp- aldir í rómverskri lögvísi, gætu sætt sig við það, t.d. áð láta einvígi skera úr málum, og því varð kirkjan að koma sér upp sínum eigin dómstólum, eiga sinn „extra territorial" rétt í löglausu umhverfi. Almenningur mátti að jafnaði vænta skjótari, formlegri og réttlátari máls- Erfðir og umhverfi. I undanförnum þáttum hefur ým- islegt verið sagt um áhrif erfða og um- hverfis á líffræðilega þróun, en hvort Uppgröftur fornminja við Dauðahaf. Loftinu? JS, auðvitað, en þó að Hólm- víkingar séu nægjusamir, þá dugix það ekki til. Fleira þarf að koma til ef menn eiga að haldast þarna við. Allir vinna þorpsbúar, ef vinnu er að fá. Eins og ég hef áður sagt eru þeir nægju- samir, og aldrei hef ég heyrt þá kvarta. Ég held, að barlómur (og ég hef reyndar kynnzt því) fari mjög eftir byggðar- lögum. B ryggja er þarna nýleg, járnuð utan, en „rnassiv" hið innra, svo að þar geta lagzt stór hafskip. Áður var þama löng og sterkbyggð trébryggja og var hún gerð úr rekaviði af Strönd- um, enda er víst hvergi meiri rekavið- ur hér við land. Svo er þarna stórt síldarplan, sem ekki hefur verið notað í um 20 ár, enda orðið feyskið, eins og ég komst áþreifanlega að, þegar ég var rétt búinn að missa bílinn minn þar niður fyrir nokkrum árum. Ég man þá tíð, þegar þarna var sölt- uð síld, og allir, sem vettlingi gátu vald- ið, unnu af kappi. Nú er það löngu lið- inn tími; en eitt er víst, að þarna verð- ur hið opinbera að hlaupa undir bagga og koma til móts við þetta þrautseiga fólk, sem um langan tíma er búið að þreyja þarna atvinnuleysi við óblíð veð- ur og löng skammdegi, og bíða eftir þeim gula og síldinni, sem getur orðið löng bið enn. Það er þó fjarri mér að ætlast til þess, að ríkið hlaupi alls staðar undir bagga, en Hólmavík hefur sérstöðu, bæði hvað atvinnuleysi snertir og fjarlægð frá höfuðstaðnum. Fyrir 15—20 árum var sett á stofn niðurlagn- ingarverksmiðja fyrir smásíld, en það fyrirtæki stóð ekki lengi. Því miður var það, eftir því sem ég bezt veit, kæft í fæðingunni. I Hólmavík eru nú um 400 íbúar, en síðastliðið haust fluttust þaðan um 20 manns, og ef ekkert yrði gert, héldi flóttinn áfram, og geta menn séð að við svo búið má ekki standa. Þarna vantar einhvern sterkan mann til framkvæmda og forystu. Þetta fallega pláss með mörgum nýjum húsum og ágætum skil- yrðum bæði á sjó og landi verður að efla og styrkja, svo að fólkið, sem þar býr og vill búa, megi búa við öryggi og traust á framtíðinni. Það hefur til þess unnici. 20. marz 1966. Rómverskt hafskip — eins og Páll ferð'aðist með — Húmanismi Framhald af bls. 4 uð af Hellas og Róm. Páll notaði gyð- inglega og gríska menntun sína til út- skýringar kristinnar trúar, enda hefur hann verið kalla'ður hinn fyrsti guðfræð- mgur. Var þar ekki farið í geitahús að leita ullar, því að enn nota allar vísinda- greinar að meira eða minna leyti hug- £ök og heiti, sem fengin eru frá Forn- grikkjum. Rómverjar áttu lítið af djúphygli Grikkja, en þeir áttu þau hyggindi, sem í hag korna. Skipulagsgáfa þeirra beindist ekki aðeins að sigurvinningum í hernaði, heldur engu síður, er stundir hðu fram, a'ð því að setja í fastar skorð- ur löggjöf og stjórnarfar. Lögvísindi þeirra náðu einkum fulkomnun á 3. öld og stjórnskipulagið hélt sér furðanlega, þótt ríkinu sjálfu hnignaði vegna gífur- legs herkostnaðar og margra innri mein- semda. Rómverska kirkjan tók þetta skipulag í arf og margir af eftirmönnum Péturs, fiskimannsins frá Genesaretvatni, voru meðal mestu lögspekinga sinnar samtíðar. tveggja skiptir líka meginmáli við þróun menningarinnar og stofnana hennar. Hér hefur verið rætt um þríþættan arf kirkjunnar sem stofnunar, en fróðlegt er að kynnast grein, sem Garl G. Gustav- son prófessor í sagnfræði við Ohio-há- skóla gerir fyrir áhrifum ytra umhverfis á sögu kirkjunnar í mjög skýrt skrif- aðri bók: A Preface to History (1955). Hann telur það undravert að trúar- kenning mildi og auðmýktar skyldi ekki aðeins lifa af innrásir hálfvilltra þjóða, heldur vinna siðferðilegan sigur á þeim. í vörn sinni varð kirkjan stundum að sækja fram á sviðum, sem áttu lítið skylt við andlegan boðskap hennar, en þeg- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS' 5. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.