Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 11
Hann baðst afsökunar! — Heíur hann nú segið þig aftur? — Já! — Af hverju ertu svona ánsegð? — . .. . ~ ... ■- .—fc.. i itiMmiií EFTIR síðari stórstyrjöld mátti kaupa við vægu verði undra- fögur marmarahöfuð, sem brotin höfðu verið af höggmynd- um einhvers staðar langt inni á fjarlægum víðáttum Asíu — eða höfðu verið grafin úr jörðu, hver veit hvar. En jafnvel lítt fróðir menn í listasögu máttu hér kenna brot af dýr- gripum þeirrar fornu Gandhara-listar, sem varð til í norður- héruðum Indlands. Þessi list breiddist allvíða út í Asíu og þróaðist öldum saman. Mér er í minni eitt af þessum „höfð- um“, sem einn kunningi minn í Hong Kong hafði fengið að láni — og gat vel fengið keypt fyrir nokkur hundruð krón- ur, ef hann hefði viljað. Yfir þessu afhöggna marmarahöfði hvildi svo mikil tign, ró og fegurð að jafnvel einfaldur maður hlaut að skilja að það hafði mikið listrænt gildi. Og (hvílíkt verk hefir þá öll styttan verið meðan Ihún var í heilu lagi. Flestir íslendingar myndu líta á það sem óþarft verk og illt ef saguð væri í sundur stytta Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli, eða ef einhver garpurinn færi vaðandi inn í listasafn Einars Jónssonar með sleggju og tæki að brjóta höfuðin af höggmyndunum og selja síðan fyrir nokkra dollara erlend- um mönnum, í þeim tilgangi að kaupa sér sígarettur og bjór. Ef ég þekki lesandann rétt, þá myndi hann ekki aðeins viðhafa ófögur orð um þetta framferði, heldur einnig finna til. Þannig er um listaverk, sem oss eru kunn og kær, og eru sýnileg með berum augum, svo að sprungur og skemmdir sjást og menn geta þreifað á þeim. En þegar um tónverk er að ræða og jafnvel talað mál, þá eru menn ekki jafn næmir á það, sem sæmilegt er og ósæmilegt. Klassisk messa er eitt af þeim listaverkum, sem fslendingar hafa eitt sinn átt, en farið með líkt og skrælingjar, sem slá höfuð af höggmyndum. Að vísu erum vér ekki einir um þessa villimennsku. Hún á sér sögu og einnig orsakir. En fáir munu þó hér á landi nógu kunnugir sögu litúrgíunnar til þess að gera sér ljóst hvað hefir verið brotið af þessu listaverki, sem heilög kirkja hefir verið margar aldir að smíða. Vér erum komnir svo langt niður í helgihaldi að lifandi skilnings er hér ekki að vænta, nerna hjá fáum mönnum, en að tileinka sér lifandi skilning á list helgiþjónustunnar tekur alllangan tíma,- ekki sízt þar sem menn hafa tamið sér að taka engan þátt í helgihaldinu, en hlýða óvirkir á, einnig þá liði, sem flestir menn geta tekið þátt í, með því að nota þær gáfur, sem Guð hefir gefið þeim. 'Hér verða ekki rakin þau spjöll, sem unnin hafa verið um langt skeið á heilagri messu og öðrum athöfnum heilögum. Hitt ber ekki að þegja um, að lítúrgísk vakning hefir á síðari áratugum breiðzt land úr landi, og laðað marga menn að til- beiðslulífinu, sem þeir áður voru orðnir frásnúnir. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað og að þeim hefir unnið fjöldi mætra manna í mörgum kirkjudeildum og það er engin goð- gá að tala um vakningu í þessu sambandi, og tekur hún bæði til hins talaða orðs og tónlistar. Möguleikar til endurreisnar eru margir, og útkoman í hinum ýmsu löndum og kirkju- deildum er engan veginn steypt í sama móti. Nú aðhyllumst vér fremur einföld form, og teljum að oft væri ávinningur að nota minna tón og meira mælt mál í messunni. Menn hafa látið í ljós einhvern óljósan grun eða ótta við að lítúrgískar endurbætur muni leiða til „formalisma“ og aukinna „hákirkjulegheita“ í slæmri merkingu þess orðs, en vor á meðal er lítil ástæða til að óttast slíkt, en miklu meiri ástæða til að vona að Guði og mönnum verði með nokkrum umbótum betur þjónað en nú tíðkast, meðan messan líkist sundurbrotnu listaverki, sem eitt sinn var lífræn 'heild, en er það ekki lengur. Það sem ástæða er til að óttast er það hræðilega misræmi, sem oft má finna í hérlendum messum — og hefir lengi verið. Eitt æpir gegn öðru: Frá altarinu er Jesús Kristur játaður, tignaður og tilbaðinn, en úr stól er honum afneitað og upp dregin af honum skrípamynd, líkt og „hirðstjórans þrælar“ gerðu á sínum tíma og vér könnumst við úr tuttugasta og fjórða og fimmta passíusálmi. Hallgrímur varar menn við því að hæða Drottin og hvetur menn til einlægni í tilbeiðsl- unni. Þess vegna ber bæði að forðast smekkleysur og mark- leysur í kirkjunni, en keppa eftir hinu góða, fagra og full- komna. A erlendum bókamarkaði The Golden Treasury of the Best Songs and Lyrical Poems in the English Language. Selected and arranged by Francis Turner Pal- grave. With a Fifth Book sel- ected by John Press. Oxford Uni versity Press 1965. 7/6 Bók þessi hefur oft verið end- urprentuð frá þvi að hún kom fyrst út 1861. í fyrstu útgáfu voru engin kvæði þálifandi höfunda. Fimmta bók þessarar útgáfu flyt- ur verk skálda, sem lifandi voru 1861, og sem uppi hafa verið síð- an og eru ennþá ofan moldar. Úrvalið nær til 1962. Bókin kom fyrst út í þessari gerð hjá Ox- ford 1964 og er þetta endurprent- un þeirrar útgáfu. Fimmta bókin er tæpur helmingur allrar bók- arinnar. Þetta er ein sú bók, sem mestrar hylli hefur notið af sýn- isbókum enskrar ljóðagerðar, allt frá því að hún kom út í fyrstu, og þessi gerð hennar hef- ur hlotið ágæta dóma. The Charlcs Dickens Companion. Michael and Mollie Hardwick. John Murray 1965. 25/— Dickens er vinsælasti höfundur sem Englendingar hafa átt. Bæk- ur hans urðu strax mjög vinsæl- ar og vinsældirnar hafa ekki dvín að þá öld, sem er senn liðin frá dauða hans. Fáir höfundar hafa dregið upp slíkan fjölda persóna sem hann, og flestar þeirra verða minnisstæðar. Þessi bók er nokk urs konar uppsláttarrit í Dickens. Bókinni er skipt í kafla. Sá fyrsti er skrá yfir rit hans í tímaröð; annar kaflinn er skrá yfir flest allar þær persónur sem máli skipta í ritum hans og smávegis deili sögð á þeim; þriðji kaflinn er söguþráður skáldsagnanna og helztu smásagnanna; fjórði kafl- inn er úrval tilvitnana og loks er stutt frásögn af Dickens, ævi hans og verkum. Þessi bók hentar þeim vel, sem áhuga hafa að lesa verk þessa ágæta höfundar og vilja kynnast verkum hans nánar. Þetta er nokkurs konar lykill að verkum hans. Bókin er smekklega gefin út og myndskreytt. Friedrich Schiller: Maria Stuart — Die Jungfrau von Orleans — Die Braut von Messina — Wil- helm Tell. dtv Gesamtausgabe 7—8. Deutscher Taschenbuch Ver lag 1966. DM 9.60. Þessi tvö bindi dtv heildarút- gáfu Schillers komu út í febrúar sl. 1793 um vorið er talið að Schiller hafi í fyrstu komið 1 hug að setja saman leikrit um Maríu Stuart. 1799 skrifar hann Goethe um áhuga sinn á örlög- um þessarar ógæfusömu drottn- ingar. Hann minnist á þetta í fleiri bréfum til Goethes sama ár, og í júli tók hann að vinna að verkinu og lauk því í júní 1800. Leikritið var frumsýnt í Weimar 14. júní 1800. Hálfum mánuði eft- ir frumýningu Maríu Stúart tek- ur Schiller að vinna að leikriti um meyna frá Orleans. Hann skrifar vinum sínum um verkið, bæði Goethe og Körner, og í bréfi til Göschen segir hann síðar, eft- ir að leikritið hafði verið sýnt og prentað, að hann hafi skrifað það út úr hjarta sér og boðskapur þess ætti erindi í hjörtu mann- anna. Þetta leikrit kom út 1801 og var frumsýnt í Leipzig í sept- ember 1801. Þessi tvö leikrit eru í sjöunda bindinu. í áttunda bind inu eru: Die Braut von Messina, Wilhelm Tell, Semele, Körners Vormittag og fleiri smáþættir. Þessi bindi eru endurprentun Carl Hanser-útgáfunnar, prentuö í heild með öllum athugagreinum. Þessi heildarútgáfa Schillers verður alls 20 bindi og verður lokið í haust. England under Queen Anne —* Blenheim — Ramillies — The Peace. G.M. Trevelyan. Collins — The Fontana Library 1965. 28/6 G.M. Trevelyan var náfrændi Macaulays og sá síðasti þeirra ágætu sagnaþula, sem skrifuðu sagnfræði í uppbyggilegum stíl. Þetta rit, sem er í þremur bók- um, er það rit, sem vakti athygli á honum sem sagnfræðingi, enda er það með skemmtilegri sagna- ritum. Blenheim er fyrsta bindi þessa verks. Höfundur lýsir átök- unum milli toría og whigga, trú- málaerjum og vaxandi áhrifum borgarastéttarinnar á þróun mála. Hér koma við sögu Daniel Defoe og Sir Roger de Coverley. Hér er lýst herferðum enskra herja í Evrópu og sigri Marl- boroughs og Eugens prins á herj- um Lúðvíks XIV við Blenheim, þaðan er heiti bókarinnar. í öðru bindi er lýst baráttu Eng- lendinga við Lúðvík XIV, sigrum Marlboroughs við Ramillies og hrakförum frönsku herjanna á Niðurlöndum, baráttunni á Spáni. Hér er rakin samninga- gerðin um samband Skotlands og Englands og innrásartilraun Stu- arta 1708. í þriðja bindinu lýsir höfundur stöðugri sókn Englend- inga til þess er þeir urðu herrar hafsins og jafnokar Frakka um áhrif í Evrópu. íbúar þessara eyja bjuggu við meira frelsi en al- mennt var í Evrópu og það vakti eftirtekt og aðdáun frjálshyggju- manna um alla Evrópu, þegar kemur fram á 18. öldina. Þessi rit komu í fyrstu út á árunum 1930—34 og eru nú end- urprentuð í Fontana-útgáfunni. 5. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.