Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 16
AFMÆLISFERÐ AÐ SOGI Ásgeir Ingólfsson spjallar við Halldór Erlendsson 1 jyrstu vík ég að uppruna stanga- veiðinnar, en verð þó ekki margorður. Sumir telja hana jafngamla á Devka- líons, en aðrir álíta, að Belus, skapari guðlegra íþrótta, hafi fyrstur stundað hana. Enn aðrir, sem rekja hana til upphafs mannkyns, segja, að sonur Adams hafi kennt hana sonum sín- um, og þeir öðrum afkomendum. Til eru þeir, er fullyrða, að hann hafi metið hana til jafns við stærðfrœði, hljómlist og aðra ódauðlega þekkingu og listir, er hann skráði leyndardóma þeirra, sem bjargað var frá glötun í syndaflóðinu mikla, fyrir Guðs til- stilli og almætti. The Compleat Angler. ' Guðmundur frá Miðdal segir á einum stað í frásögnum sínum af veiðum: „Margar sögur hef ég, heyrt um viður- eign við stóra laxa og silunga, sumar þeirra svo myndríkar, að þær minna á kviður Hómers, e'ða rammar drauga- sögur, aðrar hafa verið hreinustu sorgarleikir; ég hef séð menn ærast, gráta og jafnvel tryllast eins og berserki, er þeir minntust ævintýra sinna, og viðureigna við þá stóru“. Síðar í sömu frásögn segir Guðmund- ur: „Til eru (þó) veiðimenn, sem „una gla'ðir við sitt“. Þann vitnisburð, en ekki þann fyrri, vildi ég gefa Halldóri Erlendssyni, eftir spjall okkar nýlega, um laxveiðar hans, sem hófust fyrir aldarfjórðung. Hver árstíð hefur sitt — „Það eru ýmsir, sem gera sér ekki grein fyrir því“, sagði Halldór í upp- háfi, „að þegar veiðitímanum er lokið, þá er það næstbezta að tala um vei'ðar". — Þér er vestfirzka veiðimennskan í blóð borin? „Ég kom heim frá námi, með Petsamo- ferðinni, 1940, og fór þá að grípa í veiði- ’skap við vatnið í Bolungarvík, og ána, sem úr því rennur, Ósá, eins og við nefnd um hana. Þar var silungur, og þaðan á ég skemmtilegar veiðiminningar, þótt oft veiddist lítið. Venjulega fórum við á reiðhjóli í Hnífsdal, og gengum þaðan. Stöku sinnum kom þó fyrir að farið var á trillu, og gengið sfðan á áfanga- stað, með svefnpoka, tjald og annan útbúnað. Vart var hægt áð tala um lax í Ósá, á þeim dögum. Þó fengu tveir veiðifélagar mínir þar lax, og var annar þeirra bróðir minn. Mér er það minnisstætt. Við stóðum hlið við hlið, en fiskurinn lét illa, og hjólið datt af stönginni. Ég hljóp til, en hjólið var ýmist fast eða laust, meðan á viðureigninni stóð. Þetta var fimm punda lax. Síðar óx laxagengd í Ósá, og á ára- tugnum síðasta var hún talsverð. Ég var með í Stangaveiðifélaginu á ísafirði frá 1935, og allt frá því, að ég kom heim, og fram til 1945, var nokkur þúsund laxaseiðum sleppt árlega. Klakhús rák- um vi*ð í frístundum, og allri starfsem- inni því takmörk sett. Nú er aftur lítið um lax í Bolungarvík“. — Fyrsta laxinn hefur þú þá ekki dregið fyrir vestan? „Nei, það var fyrst síðar, að ég hafði heppnina með mér þar. Fyrsta laxinn dró ég í Laxá á Ásum. Hún var þá lítið þekkt, en er nú önnur og fengsælli á. Þangað var mér boðið til veiða 1942, og næstu tvö ár, og þar dró ég nokkra laxa. 1945 kom ég hingað suður, og tók til starfa við Miðbæjarskólann. Þó hef ég oft farið til veiða í Langadalsá, fyrir ' vestan, nú síðast í sumar. Hún hefur náð sér miki’ð upp í laxveiði, en silungs- veiðin rýrnað. Sjóbleikjan er nú um það bil horfin. Það er eins og bleikja og sjóbirtingur þoli ekki sambýli við lax. Einhlítt er það þó ekki, eins og sjá má af Víðidalsá. Við fórum, tveir ísfirðingar, vestur í fyrrasumar, og hittum vel á. Þeir, sem vorú á undan okkur, töldu litla vei’ði- von, og hættu hálfum degi áður en tími þeirra var á enda. Nóttina áður en 48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS við áttum að byrja, breytti um veður. og gekk í sunnanátt, með rigningu. Við fórum okkur hægt fyrsta daginn, en fengum þó sfðdegis þrettán laxa, flesta á flugu. Næstu tvo daga fengum við tæpa tuttugu laxa að auki. Langadalsá er fluguá, þótt veiðistaðir séu frekar fáir, og hún verði óhugnanlega lítil í þurrk- um“. Ellefu feta Greenhart, og Sogið — „Það var veiðifélagi minn á ísafirði, sem gaf mér ávísun á bró'ður sinn, hér fyrir sunnan, sem stundaði Sogið mikið. Þangað hef ég farið til veiða á hverju sumri síðan, meira og minna. f sumar átti ég tuttugu ára afmæli við Sogið“. — Það er sagt, að minnst fjögur ár taki að kynnast Soginu til nokkurrar hlítar? „Ég hef veitt alls staðar í Soginu. Það er glæsileg á. Að kasta þar er stund- um eins og kasta í hafið. Þó er það mjög gaman. Fyrstu þrjú til fjögur árin fór ég þangað oft. Stundum fékk ég tvo eða þrjá fiska, en allt var þa'ð smáfiskur, gagnstætt því; sem lýst hafði verið fyrir mér. Á þeim árum notaði ég mikið ellefu feta greenhart kaststöng, og amerískt sjóveiðihjól. Það eru sérstakar minningar bundnar við þau tæki“. — Voru veiðarnar við Sogi'ð upphafið að þinni kastmennsku? „Það þurfti að kasta langt, helzt að reyna að ná að hinum bakkanum, hvoru megin, sem staði'ð var. Ég gerði endur- bætur á hjólinu. Penn bakelite-hjóli, og gekk mér anzi vel, eftir að ég gat stillt viðnámið. Ég átti það í mörg ár. Það var því í upphafi tilviljun, að ég fór að reyna við löng köst. Þá hafði um árabil verið afturför f Soginu. Áraskipti voru einnig að því, hvoru megin laxinn lá. Um skeið var dofnaði veiði í Bíldsfellslandi, við vest- urlandið, en fiskurinn lagðist á Breiðuna og við Klöppina í Árskarðslandi. Svo tók hann aftur áð leggjast við vesturlandið. Síðar var ég tvö eða þrjú ár í röð í Bíldsfellslandi, og náði nokkrum yfir tuttugu, og þó nokkrum milli fimmtán og tuttugu pund. Þeim stærsta, sem ég hef veitt, náði ég á óvenjulegum stað. Sæmundur Stefánsson hafði sagt mér, að í strengnum fyrir ofan Sakkarhólma Jægi stundum stórfiskur. Um fimmtíu til hundrað metrum fyrir ofan Sakkarhólma sökkti ég maðki, og varla var hann kominn í vatnið, þegar ég fann, að allt sat fast. Ég tók í, en þá var tekið á móti. Viðureignin var ekki löng, stóð sennilega í tíu eða tólf mínútur. Það var hrygna, tuttugu og fjögur pund. Annan fisk setti ég í strax á eftir, nokkru neðar. Þarna hef ég aidrei síðan ofóið var“. Lítil saga um toppaugu — „Stærsta lax, sem ég veit til að dreg- inn hafi verið á stöng í Soginu, dró Guð- mundur frá Miðdal. Fiskurinn vó þrjá- tíu og fjögur og hálft pund, var leginn og hefur sennilega rýrnað, frá því, að hann gekk. Fyrir um tíu árum var maður við Sogi'ð með lax á í þrjár klukkustundir, en missti hann. Félagi hans, sem „vigt- aði laxinn í vatninu", segir, að hann hafi verið nær fjörutíu pundum en þrjá- tíu. Það verður að hafa í huga, að fé- laginn, ekki sjálfur vei'ðimaðurinn, segir svo frá. Var hann áhorfandi allan tím- ann. f toppauga stangarinnar var gler- hringur. Hann var brotinn, og sargaði smám saman sundur línuna“. Átta í afmaelisgjöf — „Tuttugu ára afmælisferðina í Sogið fór ég í sumar, í Bílsfellsland. Ég reyndi fyrst fyrir mér með Blue Charm, nr. 8. Sex laxa fékk ég á sömu fluguna, en missti auk þess tvo, annan eftir skamma stund, hinn undir löndun. Um kvöldið fékk ég tvo í beit á Blue Charm, nr. 4, og missti þann þrfðja. Þetta voru sjö til fjórtán punda fiskar. -------------------24. desémber 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.