Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 9
að en síðar hefur verið. I>á voru 3anda- ríkjamenn, Engiendingar, Frakkar og Rússar í hernaðarr.arudalagi, ásamt Norðurlöndum og fleiri þjóðum. En að Etyrjöldinni lokinni hefur aðalástæðan til þess að ekki hefuir verið unnt að vinna með kommúnistum verið sú, hve fast þeir hafa fylgt Rússum, sem aila tíð frá styrjaldarlokum hafa verið í fjandsamlegri andstöðu við Vesturveld- in. Eg vii leggja áherzlu á, að eftir átökin 30. marz 1949, þegar kommúnist- ar réðust á Alþingi, hef eg aldrei get- að hugsað mér stjórnarsamvinnu við þá. Hinu get eg ekki leynt, að mér ihefur fundizt sök sér að vinna með kommúnistum í innanlandsmálum, enda oft ekki mátt á milli sjá, hvorir skárri hafi verið á því sviði, kommú- nistar eða Framsóknarmenn. Svo sem allir vita var aðalstanf Ný- sköpunarstjórnarinnar að hefja nýja stefnu á ölLum sviðum atvinnulífsins með verklegar framkvæmdir og vél- búnað á oddinum. Hún beitti sér fyrir miklum skipakaupum, verksmiðju- byggingum, stórefldi landbúnaðinn með kaupum á stórum jarðraektarvél- um og öðru því, sem síðan hefur bezt reynzt í okkar framkvæmdalífi. Til undirbúnings allri þessarí starfsemi var skipuð nefnd, sem hét Nýbyggingar- ráð og áttu sæti í því Jóhann Þ. Jósefs- son, sem var formaður, Einar Olgeirs- son ritari og Steingrímur Steinþórs- son. A stæðan til þess að Steingrímur Steinþórsson fór í þessa nefnd var ekki sú, að hann sæti þar fyrir atbeina Framsóknarflokksins eða sem sérstakur fulltrúi hans, heldur það, að hann var búnaðarmálastjóri og víðsýnni maður og samvinnuþýðari en almennt gerist um Framsóknarmenn. Haustið 1945 var eg kosinm forseti Sameinaðs þings og var það til 1949 í það sinn. Eins og gefur að skilja vóru það Sjálfstæðismennirnir í ríkis- stjórninni, sem eg hafði samvinnu við, þeir Ólafur Thors og Pétur Magnús- son. Um larudbúnaðarmálin var sér- stak'ega góð samvinna milli okkar Péturs Magnússonar. Kom þar margt til greina. Eg var líka sá sem á þeim tíma stóð í hvað mestri baráttu fyrir stjórnarinnar hönd ram ritstjóri ísa- foldar og Varðar. Vóru skammirnar að kalla má takmarkalausar af Tímans hálfu í minn garð. Þær dundu á manni lon og don og var tg m.a. kallaður bændasvikari. Til gamans má geta þess, að einu sinni sagði Jónas frá Hrifilu við xnig: ,,Þú hlýtur að græða á því mörg atkvæði í Húnavatnssýslu, hvað Tím- inn sikammar þig mikið. En þú nýtur þess ekki til fulls, nema þú getir haldið því við fram yfir kosningar." Segja mátti, að eg væri lagð ir í einelti af sum um Framsóknarmönnum og ekki var að sjá annað á málflutningi þeirra en að þeir væru sannfærðir um, að eg væri versti maður, sem krímið hefur nálæigt þingsölunum. Spá Jónasar Jónssonar reyndist rétt. í kosningunum 1946 sigraði eg Fram- sóknarmanininn með 210 atkvæða mun og fékk hærri atkvæðatölu en nokkru sinni. Að sumu leyti hafði eg gaman af þessari sennu og held eftir á, að eg hafi aidrei legið í vaskinum í baráttunni við Tímann. XTm baráttuna innbyrðis i Sjálfstæðis flokknum haustið 1944, þegar verið var að mynda Nýsköpunarstjórnina, get eg ekki annað sagt en hún hafi verið heldur leiðinleg. Hæfir og vinsæl- ir menn í fllokknum snerust öndverðir gegn formanni hans og meirihluta. Ekki leið þó á löngu áður en samning- ar tókust við þá Ingólf Jónsson og Þorstein Þorsteinsson og hreyfðu þeir sig ekki til andstöðu við flokkinn eftir það. Hinir þrír vóru harðari í and- stöðunni við stjórnina meðan hún var við völd, en létu þó einkuim til sín taka á bak við tjöldin. Vegna þessarar and- stöðu var Gígli Sveinsson, sem verið hafði forseti Sameinaðs þingis, ekki end- urkosinn haustið 1945. Eg hafði ekki hug mynd um, að stefnit væri að því að gera mig forseta Sameinaðs þings fyrr en morgun þess dags, er kjósa skyldi. Þá hringdi Ólafur Th(ors til mín og skýrði mér fr'á því. Hann sagði :,,Um það hef- ur orðið samkomulag í flokknum, með- al þeirra, sem stjórninni fylgja, að þú verðir forseti Samemaðs þings.“ Eg var dálítið hikandi að takast á hendur svo vandasamit starf og sagði: „Betra fer á, að einhver þingvanari maður verði fyrir vailinu.“ En eftir langt samtal lét eg þó tilileiðast. Svo fór og, að eg varð ekki fyrir neinum árásum sem forseti Sameinaðs þings, ekki heldur frá and- stæðingum stjórnarinnar, Framsóknar- mönnum. Tillaga um hervernd E ins og kunnugt er hertóku Bret- ar ísland í maí 1940, en árið eftir var um það saimið, að Bandaríkjamenn tækju að sér hervernd landsins og 3ret- ar færu burt. Af hálfu Bandaríkjamanna var því hvorki þá né síðar uim neitt hernám að ræða, eins og sumir hafa sí- fellt tönnlazt á undanfarið og þeir sem hafa algjörLega orðið sljóleikanum að bráð gera jafn-vel enn. Herverndarsamn- ingurinn frá 1941 var í.inhver bezti sa-mn ingur fyrir ísland, sem gerður hefur verið. Eitt megin-atriði hans var það, að hann s-kyldi gilda meðan hættuást- andið í utanríkismálum væiú fyrir hendi. Haustið 1946, þegar si.yrjöldinni var llokið, kom beiðni um það frá Banda- ríkjamönnum að gera herverndarsamn- ing til 99 ára. Að þessu vildu þingmenn ekki ganga, en Keflavíkursamningur var gerður árið eftir. Eg lagði til í flokkn- um ha-ustið 1946, að beiðni Bandaríkja- manna væri svarað á þá leið: að vitna í samninginn frá 1941 og segja sem svo: „Alþingi lítur svo á, að þessi samning- ur sé í gildi þa-ngað til friða-rsamninign- um er lokið og neitar að gera nokkurn annan samning.“ Þessi tillaga fékk ekki byr í flo-kknum og þess vegna flutti eg hana ekki o-pinberlega. En eg hef verið sannfærður um það ávaMt síðan, að þetta hefði verið okkur þjóðlheppilegasta úrlausnin, Þá byggjum við enn við samn inginn frá 1941, værum undir vernd Bandarikjamanna og nytum beztu kjara á sviði- inn- og útflutnings, seim þar getur verið um að ræða, eins og ákveð- ið var í samningnum. Þá hefðum við get að verið fram á þennan dag lausir við allar deilur um Keflavíkursamning, Atl anfcshafsbandalag og nervarnarsamning frá 1951, sem í mínum augum er miklu lakari en samninguritin frá 1941. Frið- arsamningum við Þjóðverja er eklki enn iioikið og þess vegna meðal annars stend ur Berlínardeilan og ýmsir aðrir ang- ax kalda stríðsins. Þann dag sem Þýzka- landsmálin eru útkljáð og friðarsa-mn- ingar hafa verið gerðir, má búast við sæmilega tryggu ástandi í Evrópu. Landbúnaðarráðherra A rið 1947 rofnaði samstarfið um Ný- sköpunarstjórnina vegna Keflavíkur- sam-ningsins. Kommúnistar snerust harð lega á móti þeim samningi og rufu stjórn-arsamvinnuna. Þá var ný ríkis- stjórn mynduð undir forsæti Stefáns Jó- hanns Stefán-ssonar, en þessi stjórnar- samvinna varð ekki langlíf, því að Fram sókn-armenn rufu hana 1949. Þá va-rð að rjúfa þingið og stofna til nýrra kosn- inga. Fóru þær fram um veburnætur 1949. í þeim kosningum stiidtu Fram- sóknarmenn í Austur-Húnia-va-tnssýslu upp nýjum manni gegn mér, Hafsteini Péturssyni, bónda á Gunnsteinsstöðum. Eg sigraði með yfirgnæfandi fylgi. Eftir kosningamar 1949 fól forseti' íslands Ólafi Thors að reyna stjórnar- myndun sem formaður fjölmiennasta stjórnarflbkksins. Gerði hann miklar og langvarandi tilra-unir ril samninga, eink- um við Framsóknarmenn, en þær strönd uðu allar. Yarð þá að lokum úr að Ól- afur myndaði einlita flokkstjórn, sem þá var í minnihluta á Alþingi. I hana fóru, auk formannsins sem var forsæt- isráðherra, Bjarni Ben-ediktsson utanrík is- og dómsmálaráðherra, Björn Ólafs- son fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jós- efsson sjávarútvegsmslaráðherra, og eg sem landbúnaðar- og samgöngumáiaráð- herra. Tók eg heitið „landbúnaðarráð- herra“ og hafði enginn ráðherra áð-ur tekið það upp. Rétt áður en stjórnin var mynduð tal- aði Óla-fur Tliors við mig um það, hvort eg vildi ekki fara í stjórnina sem land- búnaðar- og samigöngumálaráðlherra. Bg tók því strax vel og varð það að sam- komulaigi okkar í m-UlL, að úr því yrði. Ástæðan til þess að eg tók málaleitan hans svo vel sem raun ber vitni, var sú, að þau mál-eÆni, sem áttu að heyra undir mig, vóru mér hugleiknari en önnur og í byrjun vissi eg ekki nenia stjórnin mundi sitja iengur en reynalan sýndL Valdatími hennar varð ekki nema rúmir þrír mánuðir og það um hávetur, þegar megimhluti starfsins gekk í valda- bras flokkanna og baráttu stjórnarinnar við mótstöðu Framsóknar. í sambandi við gengislækkunina gerði það sem í mínu valdi stóð til að tryggja hag landbúnaðarins og tókst það held eg sæmiiega. Um undirbúning á framkvæmdum og verðlagi var ekki að ræða á þessu tímabili, en aftur á móti þurfti eg oft að fjalla um það, hvernig genigi með fjárskiptaframkvæmdirnar, sem þá stóðu hvað hæst. Gerði eg mitt til að tryggja ha-g sauðfjáreigenda sem bezt í þeim efnum. Mér fannst þreytandi að vera ráð- herra á þessu stutta tímabili og ekki sem skemmtilegast, af því að svo að segja allur tími fór í undirbúnin-g og rag fram á næ-tur um gengisfrurrwarpið og þær ráðsta-fanir, sem því fylgdu. Þegar eg lít til baka þykir mér meira virði að geta hugsað ti’. þess ti-ma, þag- ar eg var forseti Sameinaðs þings en ráðherra. Um gengisskráni-nguna er það eitt að segja, að krónan var Jallin og ekki um annað að ræða eins og ofitar en viður- kenna það sem orðið var með breyttri skránin-gu og gera um leið ýmsar ráð- stafanir, sem nausynlegar þóttu. Það tók langa-n tíma að semja víðtækt frumvarp um þetta mál og kostaði mikla vinnu. Reyndist og svo, að frumvarpið varð eigi fullgert fyrr en nokkru upp úr ára- m-ótum 1949-50. Stjórnin hafði ekki heldur langan tíma fyrir ára-mót, þvi hún var skipuð 6. desember. Reynt var að semja við Framsókn- armenn um frumvarpið og stóðu þeir samningar lenigi. Slitnaði loks upp úr þeim 24. febrúar og dagin-n eftir var frumvarpið lagt fram í þinginu. Sama daginn fluttu Franisóknarmenn van- traust á ríkisstjórnina. Var það sam- Framhald á bls. 12. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Handhafar forsetavalds 1952: Steingiímur Steinþórsson forsætisráðherra, Jón Pálmason forseti Alþingis og Jón Ásbjörnsson íiorseti Hæstaréttar. 4. 6. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.