Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 4
Lítil athugasemd við um Vatnsdæla sðgu Eftir Pétur Asmundsson Eg hef fyrir 9kömjmi lesið rx smíð nokkra eftir dr. Benjamín Eiríksson, er hann kall- ar „Um Vatnsdælasögu“ (Helga- fell II. 1964). Finnst mér ský- ngar og niður- stöður doktorsins verið allhæpnar þegar þær eru bornar saman við söguna og munu btt samræmast skoðunum manna á sögunni, þ.e.a. s. meðan fólk almennt var læst á íslendingasögur. Af því mér sýnist skýringar dökíorsins lítlí geta sam- ræmzt því sem sagan segir um menn og viðburði, vil ég í stuta.u máli gera grein fyrir mínu áliti. Það mun álitið að Vatnsdæla sé með eldri og ábyggilegri sögum, enda sennilega skrifuð á Þingeyr- um, svo að segja a sjálfum sögu- slóðunum, og því hægt um vik að afla upplýsinga og munnmæla um menn og viðburði, þvi mjög er lík- legt að þar hafi lifað ailglögg munn mæli um viðburði sögunnar og þá sem koma þar helzt við sögu. Do*ex>rinn segir (bls. 4) að sér virðist efnið á þá leið „að synj” Ingimundar gamla é Hofi fara að mönnum, sem þeir kalla illmenni og illvirkja, og taki þá af lífi. En mér virðist helzt að Vatnsdæla segi frá því, að nokkrir heiðnir og vanstillt- ir misindismenn fari að kristnum einsetumönnum og drepi þá sak- lausa.“ Þessari skoðun sinni til styrktar til- færir doktorinn sögiuna um Þóróif heljarskinn. Um hann segir Vatnsdæla: Hann var illa kenndur af mönruuim; Uorsteinn Ingimiundarson kveðst ekki vilja byiggð hans nema bann breyti hátt um sínum, en gefur honum þó kost á að búa kyrr, ef hann taki annan upp, þ.e. að hann leggi af stuldi, en gerir hann ekki skilyrðislaust byggðrækan. En Þórólfur færir þá byggð siína í virki suður við Friðrrwmdará í stað þess að sinna sanngjömum tiimælum héraðs- höfðingjans. í virkimu he'dur hann sig, ásamt einhverjum misindismönnum, þar til Vatnsdælir geta ekki lengiur þolað stuldi hans og fara að honum, en þá kostar Þóróilfur á rás, er Jökull hefur með harðræði komizt í virkið, en er hann sér að hann dregur. ekki undan Jökli sezt hann niður og grætur áður en Jökull drepur hann. Doktorinm læt- ur að því ligigja að Þórólfur gráti yfir illsfeu Vatnsdæila. Eru þó þess ekki ófá dæmi að þrælar og lítilmenni gráti, er þeir eru í hættu eða álíta sig vera það, sbr. Naigla í Eyrbyggju og Glaum í Grettissögu. Er eftirtektarvert að sögurnar nefna þar til helzt vestræna menn, sem eftir því virðast hafa verið hugdeigari en Norðmenn eða Germanir yfirleitt. Margt virðist. benda til þess, að Þórólfur hafi ekki verið norrænn að kyni. Landnóma segir Friðmumd hafa mumið Forsæludal, en getur ekki ættar hans. Má af þvi álíta að hann hafi ekiki verið gafugur maður. Mætti ætla að Þórólfur hafi verið spnur hans eða fóstursonur. Ingimunduir Iherjaði mörg suimur í vesturveg og mætti því ætla að hamn hafi flutt þaðan vest- rænt fólk, bæði frjálsa mienin og þræda, sem síðan hafi siumt flutt með honum til íslands. Er mjög líklegt að Friðmund ur hafi verið vestrænn heimamaður hans, sem -iiann hafi gefið frelsi og sett niður í Forsætludal. Bendir það til þess að ef Þórólfur hefur verið vest- rænnar aettar, þá hafi hann ekki virt lög landsins og geirzt þjófur. Eru þess og tæplega dæmi að norrænir menn gerðust þjófar að nauðsynjalausu. Er auðsætt að Ingimundur hefur notið óskiptrar virðingar meðan harus naut við, því ekki getiur Vatnsdæla itlvirkja, fyrr en eftir hans dag. Hafa þeir senni- lega álitið sér óhættara að hafa sig í frammi er synir hans voru taknir við héraðsstjórn, lítt reyiidir menn, þó önn- ur yrði raiunin á. Vatnsdæla getiur ann ars illvirkja, Þóróifs sleggju, sem Ingi- mundarsynir tóku af lífi. Ekki hygg ég að doktornum fyndist nein héraðsbót að nágrönnum sem legðust á fé hans eða annarra. Þar sem Vatnsdæila talar um „blótgryfjur" Þórólfs og doktþrinn álítur að hafi verið um einsetumanna- hús að ræða, hygg ég að um hafi verið að ræða fylgsni sem Þórólfur og félag- ar hans hafi geymit í þýfi sitt. Hitt skipt ir ekki máli hvort Þórólfur hafiur talið sig kristinn, því það ha±a mörg illmenni gert fyrr og síðar. E g sé ekki neitt sem afsanni um- mæli sögunnar um hann, eða af hverju sé hægt að draga þá ályktue að Þór- ólfur hafi verið maður vel siðaður. Þá snýr doktorinn sér að þvi að ræða um höfuðdýrlinga sína í Vatnsdælu, þau Ljót og Hrolleif. Hafi sögiuskýring dok- torsins verið skrítin, verður hún nú næsta furðuleg. Vatnsdæla lýsir Hrolleifi srvo, að hann hafi verið inn mesti ójafnaðarmaður. Segir sagan svb fyrst af þeiim mæðginum: ......Hiolileifur ok var kaill- aðr inn mákli, hann kom út í Hvítá ok móðir hans sem Ljót hét, lítt var hon 'lofut at skaplyndi þvi ein var hon sér í lýzku ok var þat líklegt, því hon var fám góðum mönnum lík‘“. Þannig er kynning sögunnar á þeim mæðginum og gefur hún til kynna að þar séu ekki nein eðailmenni á ferð'. „Ein vair hon sér í lýzku... Og fám góðum mönnum lík.“ Þetta finnst mér benda til, eins og dcktorinn tekur réttilega fram, (bls. 16), að Ljót hafi haft annan sið og ver- ið af ólíku þjóðemi en aðrir landsmenn, sem allflestir voru norrænir þó fiáir ein- ir vestræmir menn væru meða! þeirra. Þetta mun geta bent til þess að Ljót hafi verið af þjóðemi, sem hér hefur verið lítt kunnugt. Mætti hugsa sér að hún hafi verið af mongólsfcu, (finnsiku eða öllu heldur af slavnesku), þjóðemi og verið hertekin og ilutt til Norags eða Vestureyja. Nokkuð er það að hún er meiri ókind en um getur meðal nor- rænna eða jafnvel vestrænna manna. Sagan segir frá því að Sæmundur tekur við þeim, en svo er að sjá sem honum sé engin aufúsa á þeirra þar- komu enda segir hann: „...en þat er mitt huigboð, at verr °é þér fengit móð- ur en föður ok mjök em ek hræddr um, at þú sért meir í hennar ætt en föðurfrænda“. Ekiki virðir HroLIeifur ritgerö Pétur Ásmundsson. meir frændsemi og gestrisná Sæmundar en svo að hann hefir uppi yfirgang og óþokikaskap við Geirmund, son hans, og aðra heimamenn og neytir þess að hann er rammur að afli og hefur í fuilu tré við þá. Er Sæmundur vandar um framferði hans, svarar hann skæt- ingi. Sér þá Sæmundur sér ekiki fært að hafa hann þar heima en setur hann niður úti á Höfðaströnd, en gefur hon- um þó það heilræði, að hann sfculi vin- gast við ina betri bændur þar ytra. Hrolleifur sýnir enn eð hann er óhætfur að búa við betri mann, því hann tekur þegar að sýna fyrri hætti urn uppi- vöðslu og yfirgang. Hann krefst þess að Uni gefi honum dóttir sína án þess að hefja bónorð til hennar að land- sið, og þegar Uni vísar hiomum frá, svar- ar Hrolileifur með hrofea, „skal hon vera frilla mín, ok er henni þó fuilkosta“. Teknr Hrolleifur þá að venja komur sínar til Una og vill fífla dóttiur hans. Lætur hann eigi af húsgöngum sínum þó vandað sé um við hann og verður úr fullur fjandskapur, sem leiðir til þess að Hrolleifur vegur Odd Unason og er rekinn burt af staðfestu siinni, er Sæmundui' hetEur fengið honum. Ekki verður hlutur Ljótar betri, hún eggjar son sinn til yfirgangs og ofbeldis gagn vart þedm feðgium í Unadal. Þeigar Hrolleifur kemur heim frá drápi Odds segir: „hon lét vel yfir því, að eiigi réði búkarlar eða synir þeirra ferðum hans, þeir er sætti illyrðum við hann“. Er nú land Hrolleifs tekið af honum í sakar- bætur og hann gerður héraðsræikur úr Sfcagafirði. Nú getur Sæimundur ekfci tekið hann heim til sín og hefur þau ein kynni af honum, að sízt m/uni hann taka han-n á sitt heimili, en frænd- ræknin bannar honum að gera hann sér algerlega afhendan og þá leitar hann til Ingimiundar, vinar síns, er hann treysti bezt og vissi filesta far- sælást af. Hann hyggur Ingimund vera þann rnann sem helzt sé treystandi til að manna Hrolieif og gera úr hpnium siðaðan mann. Ingimundur er ófús að taka við þeim mæðginium, sem hann hefur haft illa eina afspurn af, en læt- ur þó til leiðast fyrir bænastað vinar síns. Tekur hann nú við þeim. En Ljót og Hrolleifur eru þeir endemismenn að gestrisni og góðlgirni Ingimundar hefur enigin áhrif á þau. Enda virðast þau sérstaklega gera sér far um að launa gott með iilu. Ekki eru þau mæðgin dælli við að eiga á Hofi en verið hafði og ketur Ingimundur hann því færa byggð sína í Ás; þar heíur hann enn uppi yfirgang eftir því sem hann fær við komið, gagnvart Hofsmönnum. Eink um virðist hann hafa verið ágengur um laxveiði, er hann hefur átit til móts við Hofsmenn. Hrekur Hrolleifur hús- karla Ingimundar úr ánni með grjót- kasti, meiðingum og il.yrðum. Reiðast þá synir Ingimiundar o.g halda til ár- innar, og var þar engi vinafundur, því þeir grýtast yfir ána og skjóta spjótum hver að öðrum og vitl Ingimundur, gamall og nær blindur, stilla til friðar og riðu á ána millum þeirra. En Hroll- eifur sér þorna færi á Ingimundi, skýtur að honum spjóti og særir hann banasári. Ingim.undur keimst heim með tilstyrk smalamianns sins og í öndvegi sitt, en biður smaann að fara og að- vara Hrolleif. Ekki lekur Hrolleiíur sveininum góðmannlega, er hann segir honum orðsendingu Ingimundiar, og er það eitt til að hann drepur ekki piltinn að hann segir hpnurn að Ingimundur sé dauður og virðist hann gleðjaet við fréttina að sér hafi tekizt að drepa vel- geiðarmann sinn. En drengskapur og göfgi Ingimundar er söm gagnvart Hrolleifi. Hann telur sig skyldan að að- vara þann mann, er hann hafði við tek- ið til halds og trausts vegna bónar vin- ar sins. Hin norræna drengskaparhug- sjón kemur hér fagurlega fram, að verða vin sínuim aldrei „fyrri at flaum- slitum“ og munu þes.su lík dæmi fá í sögum. Er nú líklegt að synir þessa drengskaparmanins seu misindismenn, sem fari að sakjaiusum monnuim og drepi þá, aðeins vegna þess að þeir hafi annan sið en aðrir Vatnsdælir? Þorsteinn heitir á þann er sólina hefði skapað; voru það sízt taldir misindis- menn er svo gerðu. En þeir bræíur eru böm síns tíma og virðast hafa verið hjátrúarfullir að þeirra tíma hætti, t.d. trúað á galdra og særinigar. Má sjá að þeir hafi haft fyrir satt að Ljót kerling væri fjölkunn- ug og gæti eflt Hrolleif með trölldómi sínum. Einnig bafa þeir hlífzt við hann vegna þess, að hann var skjólstæðirug- ur föður þeirra. Það er Jökulil sem sér fyrir, að þeim standa fyrr eða síðar óhöpp af Hrolleifi. Aðeins virðing Jökuls fyrir föður þeirra og inn heiðni drengskapur aftrar því að hann hafi drepið Hralieif. Hlutur HúDlieifs verður æ verri sem hann er betur athugaður. Hann er landiseti Ingim-undar sem hefur alla hluti vel til hans gert. Hann hefur leyfii til að veiða í Vatnisdalsá, að því tilskildu að hann gangi úr ánni fyrir Hafismönmum. Þegar heimamenn frá Hofi koma til og biðja Hrolleif að rýma úr ánni, svarar hann þeim illyrðum og hrekur þá. Þeigar þeir bræður fara til og viLja ná réttu af Hrolleifi biður Ingim.undiur þá að sýna stillingu og kveðiur þar til fyrstan Þorstein. Eru þeir bræður allreiðir sem von er til, er Hilrlleifur gerir sig stóran, en er í full- komnum órétti gagnvart landsdrottnum sinum. Er Jökull, sem er skapstór og skapbréður, allæstur vegna yfirgangs landsetans. Þegar Hrolleifur srvarar illu einu vill hann ráðast að honum, sem þá lætur hefjast að landi og grýtir að Hofsmönnum. Er Ingimundur kemur til og biður hann ganga úr ánni, skýtur hann spjóti að veligerðarmanni sónum og særir hann ólifissári. Leynir Ingi- mundur áverkanum fyrir sonum sínum; er helzt að sjá sem hann fari nokkuð frá þeim og skuggsýnt hafi verið orð- ið. Er hann kemur heim sendir hann Hrolleifi aðvörun. Þeir bræður koma ekki heim fyrr en dimmt er orðið oig þá fyrst vita þeir tiðindin, þó Þor- steinn segi að sér segi illa hugur um ferð föður síns. Hafa þeir bræður ekki séð tilræði Hrolleifs og þvi eikki farið þegar að honum og drepið hann. Er þeir heyra um aðvörun föður siíns við HroMeif keaniur á þá hik. Það er komið Framihald á bls. 12. d LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.