Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 8
Búskapur E n nú þykir mér rétt að segja þér lítillega frá búskap mínuim. Eg kvænt- ist 26. október 1916 Jónínu Valgerði Ól- afsdóttur frá Minniblíð í Bolungarvík. Hún er enn á lífi, ágæt kona, og hefur alla tíð staðið vel í sinni stöðu og stutt við bakið á mér. Eg kynntist henni 1913, þegar hún var ráðin kaupakona til mín og var hjá mér tvö sumur. Algengt var á þeim tíma, að margt manna kæmi í kaupavinnu í Húnavatnssýslu vestan og sunnan af landi, en nú er að mestu tek- ið fyrir það. >á eins og nú var mikil mannekla í sýslunni. Við Jónina höfum eignazt fimm börn, þrjár stúlkur og tvo drengi, og eru þau eftir aldursröð þessi: Ingibjörg, gift Guðmundi Jónssyai frá Sölvabakka, búsett á Blönduósi, Eggert bæjarfógeti í Keflavík, dáinn^ fyrir þremur árum, kvæntur Sigríði Árn Jdóttur frá Bala í Þykkvabæ, Margrét Ólafia, ógift, en sér nú um heimili mitt, þegar eg er í Reykja vík, Salóme, gift Reyni Steingrímssyni, bónda á Hvammi í Vatnsdal, og Pá'.mi bóndi á Akri, kvæntur Helgu Sigfús- dóttur frá Breiðavaði. Bamabörnin eru tíu samtals, sex stúlkur og fjórir dreng- ir. stæðan til þess að búskapur minn gieikk svo vel, sem raun varð á, þrátt fyrir allt mitt félagsmálasýsl, var ekki sízt sú, að eg var mjög heppinn með verkafólk. Lagði líka alltaf kapp á að ná sem beztu fólki bó dýrara væri. Sá að hitt borgaði sig ekki að bjargast við ódýra liðléttinga. Á Mörk og Ytri-Löngiu-mýri voru lengst hjá mér tveir ágætir menn. Annar þeirra, borsteinn Þóraðrson frá Mörk, var hjá mér í 5 ár. Hann var mjög vel greindur maður, fjölhæfur til allra verka og í stuttu máli sagt ágætur mað- ur. Hinn var Kristinn Árnason, líka greindur maður og ágætur verkmaður. Báðir voru þeir afkastamenn miklir, ósérhlífnir og svo hlaðnir trúmennsku, að aldrei unnu þeir betur en þegar ég var hvergi nærri. Á Akri hafði ég margt ágætt fólk en fátt lenigi Hjónin Björn Teitsson og Steinunn Jónsdóttir voru hjá mér nokkur ár. Var Björn meðalmaður til verka, en Steinunn afburðadugnaðar- kona. Nokkra vetur var hjá mér Guð- mundur Magnússon frá Hurðabaki, ágætur verkmaður og bezti fjárhirðir. Seinna voru hjá mér hin ágætu hjón Halldór Jónsson, nú bóndi á Leysingja- stöðum, og kona hans Oktovía Jónas- dóttir, bæði hinar mestu dyggða- mannaskjur, vel greind og fjölhæf til allra verka, utan húss og innan. Margt annað gott fólk hafði eg en allt um sxyttri tím-a. En öllu mínu verkafólki á eg mikið að þakka. Að mér gekk fólkshald svo vel var mikið því að þaikka, að konan mín var mjög vinsæl af öl'.u heimafólki, og hún var alltaf heima, þó r.ðruvísi væri með mig. Eins var það, að öll mín börn voru vinsæl af heimafólki, bæði ung og eins þegar þau eltust. Og mikið unnu þau að störfum búsins strax og þau gátu, og áttu mikinn hlut að því, að vel gekk, og allir heimamenn voru ánægðir. Og enginn held eg að hafi frá mér farið án þess, að bera fulla góðvild til allrar fjö'skyldunnar. Taldi eg það mikla gæfu. I búskap miínum lagði eg höfuð- áherzlu á sauðfjárrækt, en átti auðvitað bæði kýr og hesta eftir því sem nauð- syn krafði. Sauðfé bætti eg mjög með kynbótum og átti eg orðið ágætlega vænt fé, þegar karakúlpestarfarganið tók að eyðileggja bústofninn hjá mér sem öðrum á árurwum 1937-48. En haust- ið 1948 fóru fjárskiptin fram um alla Húnavatnssýslu og var þá hver kind drepin sem fyrir var, en inn flutt lömb af Vestfjörðum í staðinn. >au voru mjög misjöfn og ekki niáðist jafngott fé og eg átti áður. Karakúlpestin er versti fjandi ís- lenzku sveitanna á þassari öld. Það var hún sem sópaði umga fóikinu burt úr sveitunum. Nokkuð mörg síðustu árin af mínum búskapartíma stjórnaði Pálmi sonur minn búinu, átti orðið sjálfur hálfa jörðina og hálft búið, en annaðist búið og jörðina alla, einnig fyrir mína hönd, þó eg hefði arðinn og kostnaðinn af mínium helming. Áscæðan var auðvitað sú, að eg var langdvölum fjarverandi við þingmennsku og önnur störf óvið- komandi búskapnum. Var á þeim ár- um hafin allmikil mjó'.kurframleiðsla samhiliða sauðfj árræktinni. Segja má að búskaparfraimleiðslan væri vonilaust mál á karakúlpestartím- abilinu og vantar mikið á, að búnaðar- framleiðsla okkar hafi náð sér eftir það mikla áfall. Allmikið liefur þó mjólkur- framleiðslan bætt þar úr skák. Alit þetta ástand var á tímabili mjög lamandi fyrir bændur almennt og fór eg ekki varhluta af því. Munaði minnstu að pestin dræpi mig gjörsam- lega fjárhagslega. Þetta var líkast því og borgarbúi, sem á stórt hús, rekur iðnaðarfyrirtæki, sem hann hefur komið upp og sett al- eigu sína í áratugum saman, missti allt heila klabbið ótryggt í bruna. Það þarf mikið átak til að geta hafizt handa af mýju. En ríkið kom bændum til hjálp- ar á þessum erfiðu tímium og lagði fram stórfé, ella væru mörg héruð nú algjörlega í auðn. Það var lágt á okku: risið, þegar við vórum að sækja kindurnar inn á af- rétt og eigra með þær til byggða eða flytja þær í vögnum dauðar og hátf- dauðar úr pestinni. En það kom mér þá til bjargar, að eg hafði öðrum störfum að sinma og gat á þann hátt drepið hugsuninni og áhyggj unuim á dreif. Það er ekkert böl að vera önnum kafinn, það er gæfa. Einnig hafði eg dáiitlar tekjur af opiniberum. störfum, þó litlar væru fyrst í stað, en maður skrimti. Þegar eg horfði á alla skrokkana mína í sláturhúsinu á Blönduósi 1948, eða í miðjum fj árskiptunuim, orti eg þessa vísu: Öll mín hjörð er út a£ synd innantóm og flegin. Finn eg aldrei faigra kind fyrr en hinumegin. Búnaðarþingið bar ábyrgð á innflutn- ingi karakúlfjárins, það hafði forystu um að drýgja þá stóru synd—að fLytja inn þessa pest og flestar aðrar pest— ir. Svo var Alþimgi ginnt út í þennan ófögnuð. Við megum reyndar þakka fyrir að íslenzkar sveitir skyldu ekki vera lagðar í eyði með tillögufargan- inu og hanðauppréttingum einum sam- an. Vestfirzkir bændur björguðu því, að enn er stunduð sauðfjárrækt hér á landi, því þeir snerust á móti innfiutn- ingi pestarkindanna og margir þeirra hénd'U sínum stofni nreinuim, svp unnt var að dreifa honum um landið í fjár- skiptunurm Á öllum þremur jörðumum, sem eg hef búið á, gerði verulegar umbætur, nokkrar á byggingum en einkum í rækt un, og auk þess keypti eg þær allar. En mesta átakið í þ<íssum efnum var bygging íbúðarhússins á Akri 1950 og kostaði það þá 'A úr milljón. Auk þess byggði eg fjós og hlöðu á sama stað. Annars verður. það að segjast eins oig er að á svo löngum tíma míns búskapar urðu umbæturnar miklu minni en alua mundi vegna fjárpestanna. Nýsköpun E ftir lýðveldisstofnunina 1944 þótti öllum þingmönnum mikil óhæfa að búa við utanpingsstjórn. Hófust því samningaumleitamr milli flokkanna og stóðu þær mánuðum saman. Tók enginn eins mikinn' þatt í þeim og okk- ar slyngi samningamaður og foringi Ólafur THors. Hann hafði leitað samn- inga á allar hliðar og þreytti lengi við Framsóknarmenn, en ógerningur var að ná samningum við þá. Einhverju sinni, þagar þetta makk stióð setn Shæst, gerði eg aftirfarsndi vísur: Ennþá stranda störf og lið í stjórnar banda flóka, þundar branda vefjast við vinstri handar króka Valla hjá mér værðir hem vafamálin þvinga, þetta er eins og iða sem alltaf snýst í hringa. Hvernig sem um vini velst og völd í flóðöldunni, eg vil strauminn ösia helzt út úr hringiðunni. Þó tókst Ólafi Thors um síðir að semja við Alþýðuflolikinn og kommú- nista, og mynda nýsköpunarstjórnina, einihverja þá beztu stjórn, sem starf- að hefur hér á landi. Fimm Sjálfstæðis- menn neituðu að styðia stjómina, báru því við, að með kommúnistum gætu þeir aldrei unnið. Það voru þeir Gísli Sveinsson, Jón á Reynistað, Pétur Ottesen, Imgólfur Jónsson og Þbrsteinn Þorsteinsson. Eg gat ekki sætt mig við þetta sjónarmið þeir’'a, enda þó eg hafi aMa tíð verið mjög andvígur kommúnistum og stefnu þeirra. Að vinna með þeim á þessum tíma var gerólíkt því_ sem verið hefuir síðustiu 16-17 árin. Ástæðan er aug'ljós— sú að þeigar Nýsköpunarstjórnin var mynduð var ástandið í utanríkismálum allt ann- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 6. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.