Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 1
sviði sagna sinna og kvæða. Auðug’t fólk tók að hópa^v til Sviss til að njóta sjálft þeirrar lotningar ag unaðssemda, sem hinir stormblásnu tindar vöktu, að sögn rithöfundanna '>g skáidanna. Til undrunar fólkinu, sem hafði lifað með- al þeirra, komust tindarnir fljótlega í tízku, — meira að segja svo mjög, að menn byrjuðu að klífa þá, því það veitti enn meiri unað en að norfa bara á þá. Hinir miklu tindar voru klifnir hver af öðrum og fjailgöngumennirbir voru klæddir á þarn hátt, sem gera myndi sérhvern göngumann nútímans forviða — og valda þvi að hann frysi í hel. Englendingur Eð nafni Eustaee Anderson skrifaði: „Klæðnaður minn voru hvítar flónels- MATTERHORN Var fyrst klitinn fyrir 100 árum, en sú raun kostabi fjögur mannslif Þsgar Edward Whymper og sex félagar hans börðust við að ná upp á tind Matterhorns hinn 14. júlí árið 1865 urðu þeir hinir fyrscu í veraldarsögunni til að sigr- ast á hinum 14.683 feta háa tindi, sem gnæfir til himins eins og geysi- stór pýramidi yfir þorpinu Zermatic í Alpafjöllum. Sigurinn og sorgin, sem mörkuðu afrek þeirra, gerðu það annað af tveim mestu fréttavið- burðum ársins (hirm var morðið á Lincoln Bandaríkjaforseta). Til að minnast 100 ára afmælis þessa af- reks hafa Svisslendingar ákveðið að gefa árinu 1965 naínið „Ár Alpa- fjalla.“ í júlímánuði næstkomandi hafa þeir á prjónunum að setja á svið hluta af hinni merku upp- göngu Whympers. Matterhorn, sem var sá síðasti af hin- ■um miklu tindum A'prtfjalla-, sem klif- inn var, hafði um árabil verið kall- aður „fjallið ókleifa“. Leiðsögumenn neituðu að reyna við það og fóru ekki dult með. „Allt nema Matterhorn, herra minn“, sagði einin þeirra, þegar Whymp er reyndi að ráða han;i til að koma með sér í æifingaiklifur. Loks þegar Matter- ihorn hafði verið sigrað lauk bernsku- skeiði fjallgöngunnar á víðfrægan hátt. Mr að skeið hófst árið 1786 þegar dr. Michei-Gabriel Paccard og Jacqu- es Balmat klifu Mont Blanc, hinn fyrsta af hinuim miklu fjaliatindum heimsins sem klifinn var einfaidlega vegna for- vitni og ævintýraþrár. Fram til þess tíma höfðu fáeinir menn farið fuilílir ótta upp á fjailstinda tii að gera yfirbót synda sinna eða þá vegna þess að þeim haí'ði verið skipað það af yfirboðuruim siniuim. En enginn hafði klifið snævi- þakinn tind af þeirri einföldu ástæðu, að hann væri þarna — ástæðu sem flest ir fjaJ 1 gómgumenn nútímans bera fyrir 6ig til að skýra ákafa sinn. Satt að segja vair enginn sem dáðist einu sinni að þeim á jörðu niðri. Til viðbótar hinum raunveruleigu hættum af nístandi kulda, stonmviðri snjóskrið- um, ótraustum brúm og illa merktum íjail lastígum gerðu bændur miðaldanna sér í huganlund alls honar ímyndaðar hryllingar. Þeir trúðu því, að drekar skriðiu milili klottanna, að Pontius Píla- Matterhom og svissneska þorpiS Zermatt, þaöan sem Whymper og félaga hans héidu í hina afdrifaríku göngu 13. júlí 1865. Litla myndin sýnir hvai farið var upp og hvar fjórir féiaganna hröpuðu. tus ætti sér bústað á Pílatusfj alli fyrir ofan Lucerne, að borgarrústir væru á tindi Matterhorns, sem gætt væri af illum öndum. Þessi ótti við fjöllin var ríkjandi allt fram á 18. öld. Þá varð bylting í leit mannanna að lífsnautnum, sem afieið- ing aí hinum rómanúska áhuga á nátt- úrunni, sem Jean-Jacques Rousseau hafði biásið lífi í ásarrn nokkruim öðrum rithöfundum, sem gerðu Alpaíjöllin að buxur, jakki úr sama efni, hvítur frakki úr hör, flónelss'kyrta, Jivítur og barða- stór flókahattur, þunnir ullarsokkar og aðrir þyklkari utan yfir þá, og leðurk.oss ar, sem sérstaklega voru gérðir í London í þessum tilgangi. Só:arnir voru auð- vitað þéttsettir broddum. Ég hafði einn- ig með mér legighlífar til að hafa á nótt- unni.“ Ti'l hjálpar yfir erfiðu.stu hjallana höfðu þessir brButryðjendur með séx heimilisaxir, sem beir notuðu til a8 höggva þrep í jökuúr.n, og göngustafL Stundum höfðu þeir rreð sér stiga sem gátu komið sér vel tíl að brúa jökul- sprungur og komast upp snarbrattan halla. Eniglendmgum þótti einn- ig nauðsynlegt að J.afa með sér peia með sterku, köldu tei, sem var gjarnan þynnt með vatni eða snjó. Þótt útbúnaðurinn væri frumslæðu-r reyndist hann svo vel, ásamt sterku köldu tei, að um miðja síðustu öld voru aðeins örfáir af tindum AlpafjalJa ó- sigraðir. Af þeim var frægastur ,,hinn ókleifi Mattei'i"iDrn.“ E dward Whymper, maðurinn sem sannaði að því var ekki þannig farið, fæddist 27. apríl árið 1840, einn a.f 11 systkinum. Faðir hans var myndslrurð- armaður. Þegar drengurinn var 14 ára að aldri varð hann að hætta í skóla til þess að vinna í fyrirtæki fjöJskyld- unnar. Drengurinn reyndist vera góður mynd skurðarmaður — svo góður, að þegar hann hafði náð tvítugsaldri var hann ráðinn til að myndskreyta bók um AJpafjöM, gem WiMia..n Longman, útgef- andi í London hugðist gefa út. Þegar Whymper fór til Sviss til að gera riss- teikningar sá hann Matterhorn fyrsta sinni, en það hafði en.gin áhrif á hamn. „Hann er stórfenglegur", skrifaði hann í dagbók sína, „en fagur held ég að hann sé ekki.“ En í Zermatt hitti hann hóp enskrá fjallgöngumanna og emn þeirra bauðst til að kenna honum undirstöðuatriði þessarar tiginmanniegu íþróttar. Hann tók boðinu fegins hendi — vafalaust á- nægður að hafa verið álitinn heldrimað- ur líka. Næsta ár sneri hann aftur til að sigr- ast á Matterhorn. Engum heldrimanni hafði tekizt það, þótt margir reyndu. Sem þeir áleit hann, að auðfarnasta leið in á tindinn væri Ítalíu-megin, svo hann hélt til ítalska þorpsins Breuil, réð sér leiðsogumann og lagði af stað upp. Þegar þeir voru um það bil 2 þús- und fet frá því að ná tindinum neitaði leiðsögumað'urinn að Jialda áfram. A rið 1863 sneri Whymper aftur til Breuil o« hafði með sér í þetta skipú tvlo leiðsögiumenn fra Zermatt. Á leið þeirra upp fjallið skall á stormur á tindinum. „Við héldum okkur eins fast og við gátum, þegar við sáum hnefa- stóra steina fjúka lárétt út í geiminn“, sagði Whymper síðar. „Við þorðum ekki að standa uppréttir, heldur lágum á fjór um fótum eins og við værum límdir við klettana.“ Leiðsögumennirnir voru svo skeif- ingu lostnir að þeir þi'erneituðu að geia aðra tilraun. Þá réð Whymper sér mann frá Breuil, Jean-Antoine Carrei að nafni, og hélt á fjallið enn einu sinni, en aftur var það ofviðri, sem neyddi hann tii að snúa við. Hann bað Carrel þá að gera enn eina tilraun. Carre neitaði. svo Wfhymper hélt einn af stað. Að þessu sinni tókst honum að komast innan við 1400 fet frá tindimum áður en fjallið neyddi hann til baka. Á leiðinni niður varð honum fótaskjortur og valt hann um 200 feta vegalengd áður en Jvann rankaði við sér aftur. Hann settist upp og veitt-i því þá eiftirtekt, að blóð rann út nokkr- ™ djúpuim skurðum á höfði hans. Hann setti heiftiplástur á skurðina og klifraði að því búnu niður á oruggan stað. Þar missti hann meðvitund. Þegar hann hafði náð sér aftur tókst honum að komast til Breuil. Þar hvíld- ist hann og hélt svo á tindinn í fimmta sinn í fyigd með Carrel og tveim öðr- Fraimihiald á ois. 6 Eftir Robert Deardorff

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.