Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 7
Í.Ij.i:iiísstœBur atburður úr Bandm'skl&f ör völdstund með Piltarnir í körfuknatt- leilísflokknum, sem bandarísku samtökin People to People buðu í keppnis- ferðalag til Bandaríkjanna, höfðu frá mörgu skemmti- legu að segja, þegar þeir komu heim. I>eir voru 12 saman ásarnt þjálfara og far arsiijóra og komu víða við á ferð sdnni, en keppinau'.ar þeirra voru körfuknattleiks- lið háskóla í ýmsum borg- um. Ferðin var fyrst og fremst farin í þeim tilgangi að kynn- ast þessari íþrótt hjá þeirri þjóð, þar sem hún stendur með miestum blóma. Körfuknaittleik ur er feiknalega vinsædl í 3and.aríkjunum, og aliir háskól ar eiga sitt körfuknattleikslið — og það eru sannanlega eng- ir aukvisar, sem skipa þau, enda reyndust þeir oifjariar ís- lenzku piltanna. Þegar tekið er tillit til þess, hve skammt er síðan kveða tók að körfuknatt- leik hér á landi, verður útkom an samit að teijast góð — enda mátti Xesa í bandarískum blöðum, að geta íslendinganna hefði komið á óvart. Einn af þátttakendum í þess- ari ferð var Einar Bol-lason. Einar stundar lögfræðinám við Háskóla ís.ands, en gefur sér þó tíma til að iíta upp úr bók- unurn við og við til þess að sinna körfuknattleiknum. Ein- ar hefur einnig stundað kennslu við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Við hiltum Einar á förnum vegi nýlega, og báðum hann þá að segja okikur frá minn- isstæðustu atburðum í þessari ferð. Hann sagði, að þeim félögum hefði fundizt rnest til koma að sjá leik atvinnuliða í körfu- knattleik. Það hefði verið ær- inn læixiómur. — Okkur fannst það líka mikið sport, sagði Einar, þeg- ar okkur var boðið að vera við upptöku á sjónvarpsþætti Eds Sullivans í New York. Það var mótitökunefndin í Hofstra Uni- versity á Long Island, sem kom Pósthólf unga fóíksins þesisu í kring, en í þeim há- skóla lékum við fyrsta leik oikk ar. F orvitni okkar var vak- in. Þáttur Eds Sullivans í sjón varpinu er með vinsæilustu þátit um sinnar tegundar, og þegar Ed birtist á skerminum á sunnudaigskvöldum hjá þeim, sem eiga sjónvarpstæki, er oft um það deilt, hvort horfa skuli á Edda eða hlusta á dagskrár- efni úitvarpsins. Líklega hefur Eddi vinnintginn í flestum til- vikum. En hvernig skyldi upp- taka á s’iku fyrirtæki sem þætt inuim hans fara fram? Líklega er það stórorotnara en nokk- um grunar, sem ekki hefur kynnzt því af eigin raun. Við báðum Einar að segja frá, og hann sagði: V ið komum til samkom- unnar fullir eftirvæntinigar þremur stundarfjórðungum áð- ur en upptakan. hófst, og höfð- um þannig tækifæri til að fylgj ast með því, hvernig hvert ein- asta smáatriði var undirbúið. Að þessu sinni var um að ræða sérstakan nýársþátt, en til han.s er jafnan sérstaMega vel vandað. Þeir, sem komu fram í þættinum, voru heldur ekki af lakari gerðinni, þarna sungu t.d. „The Serenpitidy Singers“. sem er víðfrægur þjóðlagasöng flokkur, þrjár falleigar biökku stúlkur, sem var fagnað gífur- lega—þær heita „The Suprem- es“ og syngja bara vel. Sýnd- ir voru þjóðdansar frá Ung- verjalandi, og margt' fleira mætti upp telja. Upptakan fór fram í geysi- stórum upptökusal, sem rúm- aði rnörg hundruð m.anns í sæti. Okkur var fyrir komið í sal neðra en þar voru boðsgest- ir samankomnir. Það vakti at- hygli okkar, hve allt gekk fljótt og snurðu’aust fyrir sig, enda þýddi ekki annað, þar sem þættinum er alltaf sjónvarpað beint. Við o*g við var þó smá- 'hlé, þegar skotið var inn aug- lýsingum, en þær sáu viðstadd ir á sérstökum ske.mi. Þessum au-glýsinigum er alltaf sleppt, þegar þættinum er sjómvarpað hér. í miðjum þættinum-tiJkynnti Eddi, að meðal viðstaddra væri körfuknattleiksflokkur frá íslandi. Þeir, sem stjórn- uðu sjómvarpsvélunum, tóku þá viðbragð og beindu vé.un- um að okkur, e.n við risum á fætur við fögnuð viðstaddra. Sjónvarpsvélar voru á hverju strái, -og það voru engin smá- ræðis tæki, sumar þeirra voru kyrrstæðar, aðrar voru á sleð- um, sem ekið var um sviðið eftir þörfum. Einnig voru vél- ar, sem hægt var að skrúfa upp í loft í allt fimm metra hæð og sátu þá sjónvarpstökumenn- irnir eins og límdir við vél- arnar. egar þættinum var lok- ið, brugðuim við okkur bak við tjöldin, þar sem við heilsuð- um upp á Edda. Hann virtist ákaflega taugaóstyrkur, enda hafði hann í mörg horn að liíta þessá stundina. Okkur fanrnst háilílbroslegt að sjá ándlitið á honum, því að hann var með tomimu þykkan andlitsfarða — eða það fannst okkur að minn.sta kosti — og einnig vakti það athygli okkar, hve maðurinn var ævintýralega lít- ill vexti. Þrátt fyrir annríkið gaf Eddi sér tíma til að spjalla stundar- korn við Boga, fararstjórann okkar, oig þá kom á daginn, að hann vissi ákaflega lítið um ísland. Þessi kvöidstund með Ed Suldvan var sannarlega eftir- minnileg, sagði Einar að lok- um — og auðvitað hlökkum við allir til að sjá okkur á skenm- inuim, þegar þessum þætiti verð ur sjónvarpað hér á landil „Ein 13 ára“ skrifar póst hólfinu og spyr: „Ég <=r ekki að gera aö gamni mínu, en mér þœtti j gaman að vita, hvað fólk liejur mörg hár á höföinu. Ég œtlast ekki til að þið Svakiö allar nœtur við aö telja, en það vœri gaman, ef þið gœluð einlivern veg- ^ inn komizt að þessu“. ♦ Miðað við eðlilegan hárvöxt er fjöldi háranna eitthvaö á milli hálf millj- ^ ón og 800 þúsuhd — og !það tók okkur nákvœmlega klukkutíma að komast að þessu. Kœra póstliólf. Mig langar að biðja þig um að segja mér eitthvað um meOlimi hljómsveitar- innar ,Tlie Shadows“. Koma þeir liingað? Hverj- ir þeirra eru giftir? The Shadows eru mjög vinsœl- ir hér, en aðdáendur þeirra vita bara svo lítið um þá. Það er yhrleitt ekkert um þá í íslenzkum blöðum. ♦ Því miður er okkur ekki kunnugt um það, hvort The Shadows koma hingað, eklcert hefur að minnsta kosti verið um það rœtt ennþá. Tlie Sliad- ows eru taldir standa fremst allra „instrumental“ lújómsveita enda kom það ekki á óvart, er þeir voru kosnir besta hljómsveit árs ins 1961/ í Englandi. Að undanförnu hafa þeir kom- ið fram á London Palladi- um, sem er frœgt hljóm- leikahús í London. Þar hafa þeir og söngvari þeirra, sem heitir Cliff Ric hard, flutt söngleik, sem þeir hafa sjálfir samið og heitir ,yAladdin og lamp- inn“. Úr þessum söngleik eru tvö lög þegar farin að heyrast hér: „Gene with the light brown lamp“ og ,1 could easály fall“, sem Cliff syngur. En vissir þú, að Cliff Richard heitir réttu wafni Harry Webb? The Shadows hafa nýlega leikið í st.uttri kvikmynd, og hafa þeir einnig samið lögin í henni. Þessi mynd heiíir ,Rhythm and Greensc og er gamansöm ádeila á allt innantómt dœgurlaga- glamur — sjálft heiti mynd arinnar sr auðvitað ekkert annað en útúrsnúningur úr „Rhythm and Blues“, en svo nefnist sú tegund tón- listar, sem einna vinsœlust er nú sbr. Rolling Stones. Þeir, sem hljómsveitina skipa, lieita Bruce Welch, 23 ára, leikur á rytma-gít ar. Hann er frá Newcastle og lék á skólaárum sínum í skólahljómsveitinni á- samt Hank B. (fyrir Brian) Marvin, en ivann er sólógít arleilcari hjá tlie Shadows og jafnaldri Bruce. Hank lœröi að spila á banjó í skól anum, en sneri sér brátt að gltamum. Brian Bennett leikur á trommur. Hann er 21/ ára gamall frá London, og lœrði á fiðlu á sínum yngri árum. John Rostill lieitir svo bassaleikarinn, 22 ára frá Birmingham. Því miður getum við ekki sagt þér, hvort þeir eru lausir og liöugir eða ekki. 6. tbd. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.