Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 14
,Dóna - yfirgangur' Reykjavíkurbæjar Bréf frá Benedikt Gröndal Arið 1905 virðist sem Slippnum í Reykjavík hafi þótt orðið þröngt um sig, og tekur félagið að girnast lóðarskika, sem því þykir akkur í að bæta við sig. En þá er það að skáldið Bene- dikt Gröndal, kominn fast aS átt- ræðu, rís upp til mótmæla, skrifar formanni stjórnar Slippsins (Drátt- »rbrautarfélagsins) eftirfarandi bréf, sem bregður undarlegu ljósi á stjórn bæjarmála, — ef rétt er með Earið. Herra bánJcastjóri Tryggvi Gunnarsson Kommandör af Dannebrope, alþinp- ismaöur, Formaöur í framfarafélapi Reykjavíkur, ísfélapinu, Reknetafélap inu, Dráttarbrautarfélapinu, Þilskipa- ábyrpöarfélapinu, op Þjóövinafélap- inu, Nefndarmaður í Byppinparnefnd Reykjavíkur, Bæjarfulltrúi Reykja- vikur op í Hafnarnefnd Reykjavikur. K= k.æri gamli vinur og kunningi! Með ánægju skyldi eg bjóða þér einn Cognak eða .Bitter, og þá líka Kottel- et eða Beufsteik með eggjum og kraft- sósu ,eða þá grilleraðan hrútshaus með óaðfinnanlegu hnakkaspiki — en nú er ekkert af þessu til, svo við verðum að lifa í ímynduninni og gera okkur gott af hugmyndalegum krásum, sem eng- inn getur notið nema útvaldir Fanta- síumenn. En eg sný mér frá þessum blómJega hugsjónaheimi og verð að dumpa nið- ur á vora prósaisku jörð, þar sem grjót og grængresi er innan um torf- skurði og forarpolla, og hugur minn nemur þá staðar á Nýlendugötu við það hús sem er merkt No. 13; það hús bygði fyrst Jóhann Guðmundsson, sonur Guðmundar á Hól, upp úr timbri frá Laugarness-stofnunni gömlu, en síðan keypti það Guðlaugur sýslumað- ur, og þá lóð sem þar með fylgdi; svo varð húsið eign Björns Stefánssonar og Jóhönnu Tómasdóttur Zoega, hálf- bróður Geirs kaupmanns Zoega, en þar eð Björn er hæglát- ur maður og óframfærinn, en lagtækur vel og fjölhæfur, ' þá er Jóhanna kona hans, sem var hálf- systir konunnar minnar, talin helzt fyr- ir þessari eign, með því það er hún sem hvað mest hefur haldið henni við og ræktað lóðina. Nú stendur svo á, að fyrir neðan hús- ið, eða sjávarmegin, hefur verið gerð- ur vegur, eða svo nefnd „NýlendiUgata", og til þess að leggja þá götu var tek- inn partur af lóð þeirri sem heyrði til húsinu No. 13, og hefur sá partur aldrei verið endurgoldinn Birni og Jóhönnu, heldur hafa þau verið svipt þessu og víst ekki fengið nema illindi og ónot, því það er alkunnugt, að fátæKt • fólk. fær ekki einusinni áheyrn hjá þeim burgeisum bægarins, sem eiga að fram- kvæma rétt og skyldur. Þetta er nú samt ekki aðalefnið hér; en fyrir neðan þennan umrædda veg er blettur, sem Jóhanna hefur grætt út og ræktað mörg ár, og hefur bæj- arfógetinn sagt að hann skuli standa óbygður og ósnertur fyrir hana fram- vegis. En nú er svo komið, að við hef- ur legið að blettur þessi (sem jeg hefi hjálpað Jóhönnu til að girða og friða) yrði tekinn og seldur, og í þessari neyð hefur hún boðið 25 aura fyrir hverja feralin blettarins, en segir að herra bánkastjórinn bjóði nú 50 aura. Jeg hjálpaði Jóhönnu í því trausti að hún yrði látin í friði með blettinn, og finnst mér lítið leggjast fyrir einn Bankdir- ektör og Kommandör af Dannebroge, eins og það er svo ólíkt þér, sem hef- ur hjálpað svo mörgum, að vera að HilllllllllillllllflllllMlllllllllllllllllllllllllllllilllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Frá Páli Ólafssyni Þesssr stökur eru teknar úr 96 ára gömlu bréfi Páls til „timburmannsins Tryggva Gunnarssonar", er þá bjó á Hallgilsstöðum: Nú er á förum nóttin svört, nú sér fyrirboðann; sér. á undan sólin björt sendir margunroðann. Jökulfjöllin himinhá og hvítan faldinn unna steyptu glöðum geislum á gullinhærða sunna. Láttu í hjörtun líka ná ljósgeislana hreina, þeim sem vaka og varla sjá vonarstjömu eina. Páii Ólafssyni barst sú fregn að Tryggvi hefði verið á ferð ,en riðið hjá garði. Sendi hann Tryggva því eftirfar- andi ljóðabréf: Hallfreðsstöðum, 16. september 1887. Ástkæri Tryggvi minn! Ferðast þú um fjöll og dali framhjá mér á nótt og degi. Nú er enginn blómsturbali bærinn minn á þínum vegi. Fyrir mörgum, mörgum árum mundir þú hvar ég átti heima; nú af tímans barinn bárum búinn ertu því að gleyma. Upp úr dölum, onaf heiðum, eins um myrka nótt sem daginn, Tryggvi ratar onað Eiðum, f eyði lætur vinar bæinn. Að Tryggvi minn sé tryggðum horfinn trúi ég í seinna lagi; og lífsins þjölum svo af sorfinn hann sjái hvorki menn né bæi. Þá þú fer um fjöll og dali og fréttir mig til hvíldar genginn, minni þig hver blómsturbali á bæinn mig og konu og drenginn. Páll þinn Ólafsson og gullnálin mín og þín R. Björnsdóttir. keppa við bláfátæka manneskju, sem alltaf verður að vinna með veikum kröptum til þess að hafa ofan af fyrir sér, lasburða og út slitin, og bægja henni frá atvinnu, bæði með því að taka af henní þetta stykki, sem þó hefur nokk- uð hjálpað henni til að lifa, og svo taka burtu stakkstæðið, eins og hér hef- ur verið gert við fleira fólk, og það hrakið burtu, en samt sem áður heimt- að bæjargjöld og annað til opinberra þarfa. Svo munu og í þessu tilfelli hafa verið brotnar og eyðilagðar girðingar og allt sem eyðilagt verður, og sami dóna-yfirgángur sýndur eins og þegar vegurinn var gerður, sem ég minntist á hér að framan — allt bótalaust. Eg veit nú ekki hvurt Herra Bánka- stjórinn og Komimandörinn muni halda þessu fram, að vilja yfirbjóða þannig þessa fátæku manneskju, eins og það ríði lífið á að ná þessum bletti, sem auðsjóanlega er til einskis gagns fyrir .þá víðfrægu „dráttarbraut", þótt hún líklega sé eins merkiieg á jörðu eins og vetrarbrautin á himninum, en sæmi legra væri að láta þetta í friði — það er auðvitað að fátæk manneskja getur ekki keppt við hálatinaða tignarmenn, sem aldrei eru í neinum vandræðum. Og skýt eg svo þessu máli til sóma tilfinningar mins gamla vinar og kunn- ingja. Reykjavík, 22. November 1995. Þinn Ben. Gröndal. (Bréfið er í Landskialasafninu). Haraldur Guðbergsson ☆ Ása-Þór í nútímabúningi Ungur listamaður, Haraldur Guðbergsson, teiknar myndasögu fyrir Lesbókina í LESBÓKINNI í dag hefst ný myndasaga á bls. 15, sem vænt anlega á eftir að vekja ánægju lesenda. Er hvort tveggja, að myndimar eru gæddar mikilli kímni og svo hitt að efnið er sótt í eitt af öndvegisritum heimsbókmenntanna, Eddu Snorra Sturlusonar. Teiknarinn er 33 ára gamall myndlistarmaður, Haraldur Guð bergsson, sem á sínum tíma stundaði nám við Handíða- og m ynd 1 ista rsk ól ann, dvaldist á Spáni seinni hluta árs í fyrra og hefur unnið við legsteinasmíði hér heima síðan í janúar. Har- aldur á ekki langt að sækja kímnigáfuna, því hann er systur sonur Steins Steinars skálds. í örstuttu viðtali við Lesbók- ina kvað Haraldur myndasög- una af Ása-Þór þannig til komna, að hann hefði frá bemsku haft sérstaka ánægju af Snorra-Eddu, sem væri full af fínu gríni, og af góðum skop- myndasögum, sem sum erlend blöð birtu. Einn góðan veðurdag hefði hann svo setzt niður sjálf- ur og farið að draga 'myndir af persónunum, sem Snorri lýsir svo skemmtilega. Hann kvaðst ekki hafa farið eftir útlitslýs- ingum Snorra (hjá honum er t.d. Ása-Þór rauðskeggjaður guð), heldur látið andann í frá- sögn Snorra tendra ímyndunar- aflið og laða fram persónumar. Sagðist hann hafa velt vöngum lengi yfir sumum persónunum. Haraldur kvaðst að lokum vona, að þessar myndir hans yrðu til að vekja áhuga yngri kynslóðar innar á verki Snorra, sem væri áreiðanlega með kostulegustu og fyndnustu ritum í íslenzkum bókmenntum. Er ekki að efa, að sú ósk Haraldar rætist, því ekki þykjumst við hér á Lesbókinni hafa komizt yfir betri feng í háa herrans tið. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.