Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 10
----------- SÍMAVIÐTALID ------ Beita á kúm eingöngu á tún 50221. — Setberg í Garðahreppi. — Góðan dag. t>etta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Er Einar bóndi við? — Augnabiik. — Einar Haildórseon. — Hvernig gengur heyskap- urinn? — Hann hefur gengið heidur eeint og óvenju mikil vinna verið við hann, en við erum l>ó að ijúka við að hirða fyrri siátt. Hey er ekkert hrakið hjá okkur, en það var heldur mik- ið sprottið áður en tekið var að siá um 20. júní. Ég hef súg- þurrkun, annars hefði vita- skuld ekki gengið vel. — Hvað munár miklu á þvi •að haia súgþurrkun eða ekki? — Við geturn hirt heyið ein- um degi fyrr. Stundum eftir tvo daga. Annars er mikill mis munur á því, hvort um er að ræða sáðgresi eða gamait ís- ienzkt túngresi, sem er miklu smágerðara og lágvaxnara og þarf því lengri þurrk — Hve stórt bú er á Setbergi? — Ég hef um 30 nautgriþi og 80 fjár. Ég hetf enga vandaiausa við búskapinn, en bý hér með konu ipinni og sex börnum. Bú- ið er að hirða um 900 hesta af heyi og er það nálægt því að nægja fyrir skepnurnar. — Hvernig hefur sprettan verið? — Hún hefur verið með bezta móti, einkum þar sem ég bar á í apríl. Ég beiti öllum kúnum á tún eingöngu á sumrin. Það er ekki vafi á því, að nauðsyn- iegt er að hafa kýr á ræktuðu landi. Maður getur ekki kraf- izt mikilla afurða af þeim nema gera vel við þær. Ég hef kýrn- ar til skiptis á túnreitum og slæ þá einnig. — Er iíklegt, að iaxinn, sem veiðzt hefur í Hafnarfjarðar- höfn, sé ættaður frá Setbergi? — Ég veit það nú ekki, en við vorum með laxaklakstöð fyrir nokkrum árum og misst- um dálítið af seiðum niður Hafnarfjarðarlækinn. Hins veg- ar höfum við um nokkurt skeið ræktað regnbogasilung og fiutt í Seltjörn, sunnan við Grinda- víkurveginn. Síðustu þrjú árin höfum við leigt veiðiréttindi í Seltjörn, einkum Ameríku- mönnum. — Hefur ekki fækkað mjög bæjum í nágrenninu, síðan þú hófst búskap að Setbergi fyrir 26 árum? — Jú, geysilega. Fyrstu ár- in var víða búið, einnig í Hafn arfirði. Mjólkurframleiðendum hefur fækkað mjög síðustu 10 árin. í Garðahverfi eru bænd- urnir flestir farnir að eldast og teknir að fækka við sig skepn- um. Búskapur er að leggjast niður í Hraunsholti, í Lyngholti er komin skipasmiðastöð, Arn- arnes er komið í eyði og land- ið tekið undir byggingar. Urr- iðavatn lagðist í eyði fyrir 6 árum og nytja ég jörðina núna. Fyrir sunnan Hafnarfjörð eru aðeins tvö býli, Óttastaðir eystri og Straumur, þar sem svinabúið er. — Fyrir 26 árum mátti telja á fingrum annarrar handar þá íbúa Garðahrepps, sem ekki byggðu afkomu sína á gras- rækt, en nú má telja þá á fingr- um annarrar handar, sem hafa grasnyt sér til framdráttar. Þegar ég fluttist hingað voru íbúar hreppsins um 200 en nú um 1300. í . 'S m IIIIS mm , ■: líiíSSM! ( ...-i r •-■•••' ' m 4 ,,■: 'S . j Úr annálum mi Guömundur Guöni 1199 6-6. d. Ríkharður ljónshjarta, konungur Englendinga. Jóhann landlausi bróðir Ríkharðs verður konungur Englands. Bardagi á Strindsæ með þeim Guömundsson tók Sverri konungi Sigurðssyni og Böglum sem erkibiskup hafði att gegn konunginum. ísland Þorláksmessa síðari 23. des. sem var dánardagur Þorláks biskups The Beatles: A hard day‘s night/Things we said today Brezku fjórmenningarnir Beatles hafa nýlokið við að leika í kvikmynd, sem var frumsýnd í jBretlandi fyrri hluta júlímánaðar. Og kvik mynd þessi hefur svo sann arlega virkað eins og víta- mínsprauta, því vinsæidir piltanna voru í hættu, en hafa nú aukizt, og líklega aldrei verið eins mikflar, því að kvikmyndin fókk mjög góða dóma, þó ekki þætti efnið upp á marga fiska. Það var leikur þeirra félaga, sem bjargaði myndinni, því þetta eru ungir piltar fullir af gáska. Plata sú, sem að ofan greinir, er með tveimur lögum úr myndinni. Það fyrra ber nafn myndarinn- ar og hitta þeir Lennon og McCartney enn einu sinni í mark, sem lagasmiðir, því þetta er ágætt lag og flutn ingur Beatles góður, takt- urinn er hinn rétti, þessi al kunni milli-taktur, sem Be- atles innleiddu. Síðara lagið er jafnvel of margbrotið, til að það nái nokkrum vinsældum á móti hinu fyrra, textinn er held ur ekki auðlærður, en varla ieikur vafi á, að það verð- ur líka vinsælt —því nú munu milljónir manna, sem aldrei hafa séð Beatles, kynnast þeim í þessari fyrstu kvikmynd þeirra, svo aðdáendahópur þeirra á á- reiðanlega enn eftir að stækka. Þvi má svo bæta við hér, að allar plötur Beatles selj- ast mjög vel í Ameríku. Mörg laganna af LP plöt- unum þeirra, (tólif laga piötunum, þar sem mörg lögin voru einskonar upp- fyllingarlög, því þau voru ekki talin nógu merkileg í Bretlandi til að korna út á litlum piötum) hafa verið gefin út á litlum plötum í Ameríku og seljast mjög vel svo sem „P.S. I love you“ og mörg fleiri. Svo varla leikur vafi á, að þeim fé- lögum verður vel fagnað þegar þeir heimsækja Amer iku í annað sinn í haust. essg. öa I d a saman Þórhallssonar, tekin í lög á Al- þingi. Guðmundur góði fer að Víði- mýri í Skagafirði til Kolbeins Tumasonar. Guðmundur góði situr brúðkaup Snorra Sturlusonar í Hvammi í Dölum. F. Sturla Sighvatsson í Hjarðar- holti, Dölum. Flóð hið mikla. 1200 Reist dómkirkja í Hróarskeldu. ísland Jón biskup Ögmundsson tekinn í heilagra manna tölu, eftir kröfu Norðlendinga. Það kom greini- lega í ljós, að Skálholtsstaður hafði auðgazt mjög íyrir áheit á Þorlák helga og gjafir er gefn ar voru stólnum í nafni hins heil- aga Þorláks. Deilur þeirra Sæmundar Jónsson ar í Odda og Sigurðar Ormssonj ar. Guðmundur góði kemur til Súða- vikur 21-9. og gefur þar Bárði frænda sínum þrjátíu hundraða vöru til kvonarmundar. Hér er Súðavíkur fyrst getið með nafni. 1201 D. Absalon erkibiskup og upp- hafsmaður Kaupmannahafnar. ísland 6.-8. d. Brandur Sæmundsaon, biskup á Hólum. Norðlendingar undir forustu Kol beins Tumasonar kjósa Guðmund Arason, prest hinn góða, til bisk ups á Hólum. Áður var vani að kjósa biskupa á Alþingi, en Norð lendingar munu hafa viljað tryggja það að Norðlendingur yrði fyrir valinu. Vitað er þó, að Páll Jónsson biskup í Skálholti var þessu ekki mótíallinn. Kaupmanna frá íslandi getið f bæjarlögum Slésvíkur. 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.