Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 2
X SVIP- MVND Kúame Nkrúmah verður alls (ekki umflúinn í G-hana nú- tímans. Frímerki landsins bera mynd hans. Á kvöldin glitrar nafn hans í neon-ljósum yfir Kúame- Nkrúmah-torgi í Accra. Tröllaukin líkneskja af honum stendur fyrir framan þinghúsið. Þulir og fyrirles- arar útvarpsins í Ghana kalla hann „Endurlausnarann,“ „Sigurvegar- ann,“ „Hans Messíasarhátign.“ Ekkert annað land blökkumanna í Afríku er jafnnátengt nafni eins manns, og enginn blökkumaður í Afríku hefur valdið meiri misklíð en Kúame Nkrúmah. Meðal Ghana- búa eru menn sem bera trúarlega lotningu fyrir honum, en líka aðrir, sem hafa svo megna og' djúpstæða andstyggð á honum, að tvisvar á Iiðnum tveimur árum hefur hann aaumlega sloppið undan banatilræði. Þegar Nkrúmah leiddi þjóð sína til sjálfstæðis og tók við völdum af Bret- um fyrir sjö árum, hafði Ghana yfir að ráða beztu embættismannastétt í allri Afríku, átti beztu skólana, menntuðustu lögfræðingana, ýmsa stoltustu íhalds- menn álfunnar og heitustu byltingar- mennina. Blöðin voru frjáls, dómsvald- ið var óháð, þingmenn voru kosnir í frjálsum kosningum. Aldrei voru vin- sældir Nkrúmah meiri en þá. í Ghana nútímans er þögnin einasta leiðin til að láta í Ijós ósamþykki eða óánægju. Blöðin hafa verið málbundin. Dómurum er vikið úr embætti og nið- urstöðum dómstóla breytt að geðþótta Nkrúmah. Þjóðþingið er ekki annað en gúmmístimpill fyrir flokk Nkrúmah, sem hann nefnir á ensku „Convention People’s Party“. Enginn annar stjórn- málaflokkur er leyfður. Opinberlega er C.P.P. „forvarðalið þjóðarinnar í bar- áttu hennar fyrir sósíölsku þjóðfélagi“ — og það er engin tilviljun að þessi orð bergmála orð úr stjórnarskrá Sovét- ríkianna frá 1936. S ú var tíðin að Nkrúmah var hylltur sem atkvæðamesti leiðtogi Af- ríku. Hið snemmbúna sjálfstæði Ghana varð öðrum leiðto'gum í Afríku vegvísir. Þeir hölluðu sér að Accra, fengu sið- ferðilegan og fjárhagslegan styrk til að halda uppi sókn sinni og árásum gegn nýlenduveldinu. Nkrúmah varð fyrstur afrískra Ieiðtoga til að taka upp stjórn- málasamband við Austurlönd. Hann var talinn vera einn af frumkvöðlum hlut- leysisstefnunnar 1 álfu þar sem flestir vilja komast hjá beinum afskiptum af kalda stríðinu. En nú hefur dýrðarsól hans hnigið til viðar. Afrískir leiðtogar, sem fá óum- beðin bréf frá honum, taka mjög ó- stinnt upp ráðleggingar hans um hvern- ig þeim beri að stjórna ríkjum sínum. Aðrir leiðtogar eru forviða á því að vera kallaðir „flugumenn nýrrar nýlendu- 26. tbl. 1964 stefnu“ aðeins vegna þess að þeir hafa verið vantrúaðir á þá hugmynd, sem virðist gagntaka Nkrúmah, að Afríka eigi að sameinast þegar í stað undir einni stjórn. Nígeríumenn, sem meta málfrelsi mjög mikils, þyrpast þessa dagana til sýninganna á „Masks 1960“, ^em er háðsk og hárbeitt pólitísk revía. í nýj- ustu útgáfu hennar er atriði, þar sem Nkrúmah er læstur inni í svefnherbergi sínu og stynur: „O, Guð allrar Afríku, færðu mér heim sanninn um að fólkið elski mig!“ Þættinum lýkur á því, að Nkrúmah afræður að látast vera dauð- ur til að reyna hollustu fylgismanna sinna. Þegar þeir sjá Iíkama hans gráta þeir í uppgerðar-alvöru, en snúa sér svo til hliðar og veltast um í hljóðlausum hlátri. 1\Æ örgum Ghana-búum fellur illa, hve landi þeirra er mikill gaumur gef- inn erlendis og hvílíkt veður er gert út af því sem þar gerist. Ástæðan til þess- arar athygli er fyrst og fremst sú, að ekkert annað nýfrjálst Afriku-ríki hef- ur tilnefnt sjálft sig sem „fyrirmynd“ annarra ríkja í álfunni, og enginn ann- ar leiðtogi í Afríku hefur skipað sjálf- an sig „Raust Afríku“. Hvort sem það er réttmætt eða ekki, þá er Ghana meir undir smásjánni en önnur ríki í Afríku einfaldlega vegna þess, að ekkert ríki annað var jafnvel undir sjálfstæðið búið. Ef nokkúrt ríki í álfunni gat gert sér vonir um að þræða braut frelsis og lýð- ræðis, var það Ghana. Sú hugsun sem altekur Nkrúmah og allt líf hans er hugsunin um örlög Afríku og forustuhlutverk hans sjálfs í þeirri framvindu. Jafnvel meðan hann. var auralaus stúdent í Bandaríkjunum var hugur hans allur við frelsun Ghana. Síðan fór hann til Hagfræðiskólans í Lundúnum eftir stríðið, og þar tók hann þátt í að skipuleggja „Hringinn", leyni- samtök afriskra byltingarsinna, en með- al þeirra var Jómó Kenjatta núverandi forsætisráðherra Kenýa. í Lundúnum stækkaði draumsýn Nkrúmah og náði smám saman til Af- ríku allrar. Hann dreymdi um að álfan sameinaðist undir einum fána með „einni stjórn, einum leiðtoga, einni vold- ugri raust.“ Á stjórnmálaferli sínum hef- ur Nkrúmah gefið sér tíma til að skrifa fjórar bækur og fjöldann allan af ræð- um. Þær fjalla allar um afríska ein- ingu og þörfina á „nýjum Afríkubúa", sem sé ekki framar undirgefiinn þjónn, heldur hreykinn af svörtum hörundslit sínum og minnugur hinna afrísku erfða sinna. Rit Nkrúmah eru ævinlega vekj- andi, oft málsnjöll og ósjaldan bera þau vitni mikilli skarpskyggni. „Sé vottur af harmleik í lífi Nkrúmah," segir menntamaður frá Nígeríu, „þá er hann sá, að hugmyndum hans hefur verið vís- að á bug vegna hinna mörgu fáránlegu athafna hans.“ S vo að segja allt í lífi Nkrúmah, síðan hann komst á fullorðinsár, hefur verið helgað undirbúningi undir hlut- verkið, sem draumur hans um „ein» stjðrn, eínn Ieiðtoga" hafði kjörið hann til. Hann hefur alla ævi verið sjúklega metnaðargjarn og hörundsár. Einn af prófessorum hans við Lincoln-háskólann í Pennsylvaníu minnist hans á fyrsta námsári, þegar hann lagði á sig mikið erfiði til að fá að leika með í skóla- leikritinu, en hætti og fór burt særður þegar honum var sagt að hann fengi ekki að leika hetjuna. Nkrúmah hefur alla tíð verið mikill lestrarhestur. Marx, Engels og Lenín höfðu snemma sterk áhrif á hann. I Englandi sótti hann fundi kommúnista- flokksins „til að kynna sér baráttuað- ferðir þeirra". Þó hann þverneiti að hafa nokkurn tíma verið flokksbundinn kommúnisti, hefur hann aldrei farið í launkofa með, að hann er marxisti, enda hefur marxisminn fullnægt ýmsum til- finningalegum þörfum hans. Voru það ekki kapítalistar sem vildu halda Afríku í ánaúð áfram? Voru það ekki þeir sem vildu samsæri til að halda Ghana veiku, sundruðu, háðu öðrum, jafnvel eftir að ríkið hafði öðlazt sjálfstæði? „Með árunum hefur Nkrúmah í æ ríkara mæli þróað með sér viðhorf sam- særismannsins við sögunni," segir gam- alreyndur erlendur erindreki í Accra. „Marxismi hans átti sennilega stóran þátt í því, en meginþættirnir eru í hans eigin persónuleik.“ Það er álit margra sem til þekkja, að þetta viðhorf samsærismannsins hafi aldrei komið fram með skýrara og átak- anlegra hætti en í desember sl. þegar Nkrúmah rak yfirdómara Ghana, Sir Arku Korsah, frá embætti, vegna þess að hann hafði sýknað þrjá háttsetta em- bættismenn, sem ákærðir höfðu verið fyrir landráð af ríkisstjórninni. f augum Nkrúamh bar sýknunin vitni um „undir- róður“ og „spillingu" hjá dómsvaldinu, sem miðaði að því að skapa „óró“ og „rugling" — sem beindist að honum sjálfum, eins og hann leit á málin. Þegar hann hafði í huganum fullviss- að sig um samsæri, hófst hann strax handa um að „uppræta það“. Niðurstað- an varð að sjálfsögðu klásúla í þjóðar- atkvæðinu í janúar sl. sem veitti Nkrúmah rétt til að víkja dómurum úr embætti og breyta dómsniðurstöðum þeirra. Hann er orðinn sinn eigin yfir- dómari, og áfrýjun kemur ekki til greina. Þjóðaratkvæðið var einn meiriháttar skrípaleikur, þar sem 99,9% kjósenda veittu Nkrúmah einræðisvald. * að er raunar kaldhæðni örlag- anna, að lýðræðið hefur ævinlega verið Nkrúmah hliðhollt. Bæði 1954 og aftur 1957 vann hann og flokkur hans glæsi- legan kosningasigur yfir andstöðuflokkn- um, „United Gold Coast Convention“. En þrátt fyrir meirihluta á þingi og miklar persónulegar vinsældir varð Nkrúmah æ þollausari gagnvart „mál- þófi“ andstæðinganna og skorti þeirra á „jákvæðri gagnrýni". Og þegar upp komst um meint samsæri gegn stjórn- inni árið 1958, fékk hann samþykkl hin illræmdu kyrrsetningarlög, aðeins ári eftir að landið hlaut sjálfstæði. Enginn veit með vissu, hve margir Ghana-búar hafa horfið bak við lás og Framhald á bls. 13 Uigeiancu: tu Arvaxur, ReyKjavXX. FramKv.stJ.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr4 Viaur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Krlstlnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. KÚAME NKRÚMAH 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.