Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 8
IÖRÆFIM Eftir Magnús Þórarinsson c ’ = rilflfllllllllVllllfllllVllllttllfflllltllllllllllllilllllllMIIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllilliilllliiiiiiiiiilliiiilfiiiiiiiiiiiifliiiiliiiiillfllllllll |* Hofskirkja, annexia frá Sandfellskirkj u — nú eina kirkjan í Öræfum SANDFELL 14. Jóa Þorláksson að Kolmúla Sigurðs sonar lögréttumanns að Ási, Jónssonar, Teitssonar, og konu hans Guðrúnar Jóns- dióttur. Hann varð stúdent 1718, var fyrst í þjónustu ísleifs sýslumanns Einarsson- ar að Felli. Fékk Sandfell 15. júlí 1723 og vígðist skömmu síðar. Fyrst bjó hann að Hofi og síðan á Sandfelli, en eftir öræfajökulsgosið 1727, fluttist hann aft- ur að Hofi vegna eyðingar Sandfells og fleiri jarða í Öræfum. Hann fékk svo Hólma 15. febr. 1732 og fluttist þangað í fardögum næsta ár, og sagði þar af sér prestsskap 1779.. Hann var prófastur í öllu Múlalþingi 1738'—’46, en þá var því skipt í tvö pró- fastsdæmi, hafði hann suðurhluta þess til 1786. Hann fær sæmilegan vitnis- burð í skýrslum Harboes* og var merkur maður, en mun ekki hafa verið vel efn- um búinn. Kona hans var Málmfriður Guðmundsdóttir, prests að Hofi í Álfta- firði, Högnasonar. 15. Eiríkur Oddsson lögréttumanns , Jónssonar í Búlandsnesi og konu hans Ásdísar Þorvaldsdóttur. Hann var tvö ár skrifari hjá Jóni biskupi Árnasyni, er sagði hann að vísu „óduglegan". Hann vígðist prestur að Sandfelli 1733 og bjó að Hofi a.m.k. 1736 vegna skemmda á prestssetrinu eftir gosið úr öræfajökli, enda fékk hann til uppbótar kóngsjarð- ir, „Hengigóz" er svo var kallað, og Skaftafell. Á Sandfelli er hann iþó 1740, en aftur orðirín búandi á Hofi 1742. Har- boe segir í skýrslum sínum að hann sé ólærður, en vandaður maður. Hann drukknaði við 12. mann og var sjálfur formaður á skipinu. Kona hans var Vil- borg (dó 97 ára) Þórðardóttir á Star- mýri Þorvarðssonar. 16. Rafnkell Bjarnason Eiríkssonar á Geirlandi og seinni konu hans Ragnhild- ar Tómasdóttur. Hann varð stúdent 1739, bjó svo að Hofi í Öræfum 1743, fékk Sandfell 1746 og vígðist sama ár. Hann fékk svo Stafafell 1750 og hélt því til æviloka. En fékk uppreisn fyrir barn- eign 1740. Hann þótti dugandi maður, ekki vel að sér, en þó sæmilega skyn- samur. Kona hans var Ingibjörg Jóns- dóttir, lögréttumanns að Hofi i Öræfum Sigurðssonar. Voru fjögur börn þeirra og launsonur séra Rafnkels. með Híidi Salómonsdóttur á Geirlandi 1739, var séra Eiríkur að Hofi í Álftafirði. 17. Jón Ólafsson, Sigfússonar á Refa- stöðum og þriðju konu hans Guðríðar Árnadóttur. Hann varð stúdent 1723, vígðist sama ár aðstoðarprestur föður síns, og þjónaði að nokkru leyti Möðru- dalssókn. Fékk svo Refsstaði 1729 við uppgjöf föður síns, en flosnaði þar upp 1751. Þá fékk hann Sandfell í febrúar 1752 og tók þar við í apríl sama ár. Hann hefur verið 5 ár á Sandfelli því 1751 fékk hann Dvergastein og var þar til æviloka. Var hann talinn vel gefinn maður en jafnan mjög fátækur, enda drykkfelldur, eins og fram kemur í skýrslum Harboes. Fyrri kona hans var Ragnhildur Daðadóttir frá Vindfelli, þurfti til þess konungsleyfi vegna frænd semi þeirra. Voru 5 börn þeirra. Síðari • Lúðvík Harboe var sendur til íslands eftir lát Steins bjskups á Hólum; hann hafði biskupsvald. Kom hingað 1741, og dvaldist hér fjögur ár. Hann átti að kynna sér trúmála- og menntunar- ástandið á landi hér og skrifa skýrsí- ur um allt þar að lútandi. Meðal ann- ars taldist Harboe svo til að frá Gunn- ólfsvíkurfjalli á Langanesi, suður um land til Hvalfjarðar, væru aðeins 30 af hundraði læsir. En þá, á mesta nið- urlægingartímabilinu, var að leggjast niður að kenna unglingum lestur af handritum. (Sjá Sögu ísl. VI 1700—'70) ANNAR HLUTI kona var Margrét Kortsdóttir, þau voru barnlaus. 18. Kolbeinn Þorsteinsson, prestur og skáld. Hann var sonur Þorsteins Kol- beinssonar að Tungufelli, og konu hans Guðrúnar Hallvarðsdóttur í Efra Seli í í Ytri Hreppi, Halldórssonar. Hann varð stúdent 1750, með ágætum vitnisburði: Var svo við barnakennslu eitt ár að Setbergi, og 4 ár á Gilsbakka; djákn á Staðastað veturinn 1754—’5. Fékk Sand- fell 17. marz 1757, án þess að hafa sótt um það, segir þar. Og vígðist sama ár, en varð svo, með leyfi biskups 1759, aðstoðarprestur séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka. Fékk svo Miðdal 1765 og var þar til æviloka, en var holdsveikur síð- ustu árin. Finnur biskup segir 1779, að hann sé gáfumaður og skáldmæltur. —• Prentað er eftir hann latínukvæði og latnesk þýðing passíusálma Hallgríms Péturssonar, í Kaupmannahöfn 1778. Gilsbakkaþula er eftir hann, sem prent- uð var í Huld. Kona hans var Arndís Jónsdóttir prests á Gilsbakka Jónssonar. 19. Guðmundur Bergsson, prests Guð- niundssonar í Bjarnanesi og fyrri konu hans Guðrúnar ólafsdóttur. Hann varð stúdent frá Skálholti 30. apríl 1754. Fékk Sandfell 23. apríl 1759,. Átti heima fram- an af á Hofi í Öræfum og má vera að hann hafi aldrei búið að Sandfelli. Hann fékk svo Kálfholt 1771 og lét af prests- skap 1779. Kona hans var Sólveig Bryn- jólfsdóttir prests á Kálfafellsstað. Eitt af börnum þeirra var Eiríkur prestur á Hvalsnesi og Útskálum, f. 1764 á Sand- felli (ísl. æviskrár). 20. Eyjólfur Teitsson, Loftssonar að Skálholtshamri og konu hans Oddnýjar Símonardóttur að Höfða, Jónssonar. Hann var í þjónustu Ólafs biskups Gísla sonar, en varð svo djákn á Kirkjubæjar- klaustri. Var í Heiðargarði í Landbroti 1762, en bjó á Þykkvabæ hálfum 1767. Honum var boðið að taka Sandfell 17. febr. 1772 og vígðist þangað 24. maí sama ár. Hann bjó oftast að Hofi meðart hann bjó í Öræfum. Hann var jafnan mjög fátækur, en talinn skörulegur mað ur og mikils virður. Kona hans hét Ingi- gerður f. um 1736, en dó á Flugustöð- um í Álftafirði 1811. 21. Brynjólfur Ólafsson, prests Brynj- ólfssonar á Kirkjubæ í Tungu, og konu hans Ragnheiðar Þorgrímsdóttur prcsts á Hálsi í Fnjóskadal, Jónssonar. Hann varð stúdent úr Skálholtsskóla 1779, með tæp- um meðalvitnisburði. Dvaldist svo í Hey- dölum síðan, þar til honum var 11. júní 1785 skipað að taka Sandfell í öræfum, og vígðist þangað 9. okt. sama ár, en átti þar við mikil bágindi að búa, einkum framan af. Hann fékk svo Stöð og flutt ist þangað 24. maí 1805 og var þar til ævi loka. Hann var búsýslu- og dugnaðarmað ur, alvörugefinn og fasttækur. Þótti lang- orður í stólræðum en söngmaður góður. Kona hans var Ástríður Nikulásdóttir, prests í Berufirði, Magnússonar. ( 22. Brynjólfur Árnason, Brynjólfssonar að Smyrlabjörgum í Suðursveit, prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar og fyrri konu hans, Guðrúnar Eiríksd. systur Jóns konferenzráðs. Hann varð stúdent frá Reykjavíkurskóla (eldra) 1. júní 1799 með góðum vitnisburði fyrir gáfur, iðni og siðprýði. Lagt var fyrir hann að taka Sandfell í Öræfum 19. apríl 1804', er hann var á ferð syðra, og vígðist þangað þrem dögum síðar. Hann var allvel gefinn mað ur, enginn skörungur, en stakt góð- menni og mjög vel látinn. Hann fékk svo MeðaHandslþing 1823 og var þar til æviloka. Hann bjó þá jafnan í Langholti og síðast í húsmennsku þar. Kona hans var Kristín Jónsdóttir sýslumanns að Hoffelli, Helgaonar. 23. Sveinn Benediktsson, sonur Bene- dikts Sveinssonar í Hraungerði og konu hans Oddnýjar Helgadóttur að Hliði á Álftanesi, Jónssonar. Hann varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1814, með góðum vitn isburði. Hann fékk Sandfell 6. júní 1823 og þjónaði þar um 4 ár. Fékk hann Þykkvabæjarklaustursprestakall 12. sepfc. 1827, lét þar af prestskap að tilhlutan biskups vegna drykkjufelldni og geðbil- unar 14. apríl 1849 og andaðist 5. sepfc sama ár. Kona hans var Kristin Jóns- dóttir eldra á Árvedi á Kjalarnesi, Örn- ólfssonar, og höfðu þau áður átt laun- dóttur en hann fengið uppreisn. Kristín var atgerviskona. 24. Páll Magnússon Thorarensen, son- Ur Magnúsar klausturhaldara Þórarins- sonar á Munkaþverá og konu hans Ingi- bjargar Hálfdánardóttur rektors á Hól- um, Einarssonar. Hann varð stúdent 1823 með meðalvitnisburði. Vígðist tiil Sand- fells 6. apríl 1828 og hefur þá verið prest ur þar í 16 ár. Hann fékk Bjarnanes 1844 og Stöð 1852, en fór þangað ekki. (Sjá síðar). 25. Magnús Nordahl Jónsson. Ham> var fæddur á Svignaskarði 12. maí 1814, sonur Jóns prests í Hvammi í Norðurár- dal, Magnússonar sýslumanns í Búðardal Ketilsonar og konu séra Jóns, Guðrúnar Guðmundsdóttur sýslumanns á Svigna- skarði Ketilssonar. Voru þau hjón því bræðrabörn. „Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1839 og vígðist 20. okt“ sama ár aðstoðarprestut séra Sigurðar Thorarensens að Stórólfshvolti og fluttist með honum að Hraungerði, en missti þar prestskap fyrir of bráða barneign með konu sinni, og átti barn með annarri ár- inu fyrir, mun þá hafa farið að Hvammi með konu sína til foreldranna, þar til hann fékk uppreisn 1843 og Sandfell 1844. Var þar prestur í 8 ár, en fékk svo Meðallandslþing 1852. Hann bjó á Rofabse og andaðist þar eftir langa og þunga legu af sullaveiki, 22. apríl 1854, aðeins fertug ur að aldri. „Hann var fríður sínum, drykkjugjarn, lítt stilltur í dagfari og igáfnadaufur", segja Prestaæfir, en „ekki prestslegur í hátturn" segja fsl. æviskrár. (Ljótt ef satt er um afa minn). Kona hans var Rannveig, fædd 4. okt. 1813, dáin 1. des. 1857 á Rofabæ í Meðallandi, Eggertsdóttir prests að Stóruvöllum, Staf holti o.v. Bjarnasonar landlæknis í Nesi Pálssonar og konu hans Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússonar. (Séra Eggert langafi minn var ekki prest legur heldur, að sögn Finns á Kjörseyri). Börn séra Magnúsar og Rannveigar voru: 1. Guðrún f. 30. jan 1841 á Stórólfs- hvoli. Hún átti Jón Jónsson í Langholti I Meðallandi. Bjuggu þau þar fyrst, en fiuttu von bráðar að Söndum þar í sveit, missti þar mann sinn og giftist svo aftur Guðmundi Loftssyni bróður Markúsar á Hjörleifshöfða er Eldrilia skrifaði. Hún var ávallt kennd við Sanda, hólmann í Kúðafljóti. „Nafnfræg að gest risni“ segja Prestaæfir. Átti 15 vel gefin börn með báðum mönnum sínum. Hún giftist á 17. ári og voru afkomendur henn ar nær hundraði er hún var áttræð. Hún var síðustu árin hjá syni sínum Lofti Guð mundssyni á Strönd og lézt þar 28. okt. 1937. 2. Skúli f. í Hvammi í Norðurárdal 5. jan. 1842. Lærði lögfræði, varð sýslumað ur í Snæfells- og Hnappadalssýslu 1871, en í Dalasýslu 1877 og hafði hana til æviloka. Hann dó 1881, 39 ára, ókvæntur og barnlaus. Mun hafa verið drykkju- gjarn um of. 3. Guðmundur f. á Svignaskarði 14, des. 1842. Lærði snikkaraiðn en varð stór • bóndi í Elliðakoti í Mosfell Vveit, svo á Geithálsi er hann byggði. Bráðgáfaður dugnaðarmaður, prýðilega máli farinn og skemmtilegur í ræðu. Átti fyrr Guð- rúnu Jónsdóttur frá Langholti í Meðal- landi, en síðar Margréti Sigurðardóttur frá Tungu í Grafningi. Hann átti 18 börn með konum sínum, öll hin efni- legustu. Hann bjó síðast í Hafnarfirði og lézt þar 19. febr. 1929. 4. Þórunn f. á Sandfelli 30. ágúst 1846, Átti Jón Þórðarson bónda á Úlfljótsvatni í Grafningi. Þeirra son var Magnús pró g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.