Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 7
Færeyskir bítlar irjóðfærið „cymbalette" á vafalanst eftir að vekia mikla athygli. I»að er af orgelættinm og ryður sér nú mjög tii rúms í dans- hJjómsveitum. Pilturinn heitir Xummas Nielsen. ^^ldursforsetinn er 43. ára. 1 hópnum eru þrír kennara ekólanemar, einn gagn- fræðaskólanemi, einn myndamótagerðarmaður og einn bruggari. Þeir eru sex talsins og þeir nefna sig „The Faroe Boys“. „The Faroe Boyr“ eru vinsælasta unglingahljóm- sveitin í Færeyjum. Þeir eru „hinir færeysku bítlar“. Er óhætt að segja, að þeir séu vel að þeirri nafngift komnir, því að þeir fram- leiða öldungis frábæra bítla tónlist. Þeir komu til íslands s.l. miðvikudag og var fréttamanni Mbl. óðara boðið að heyra í þeim hljóðið. Einn þeirra fé- laga, trommuspilarinn, virtist eýnu eiztur. Hann hefði næist- um getað verið afi hinna. Tryggve Restoiff sagðist hann heita. Glaðlegur karl og ung- legur. heir sögðust ver'a komnir hingað í sumarleyfinu sínu. Ætluðu að vera á íslandi í átta daga. Hefðu aldrei farið út fyrir landsteina Færeyja fyrr. Hljómsveitin væri tveggja ára að aidri. — Við ætluðum að leika hér í Þórskaffi, sagði einn þeirra, —ennfremur er fyrir- hugað að við leikum úti á lands byggðinni í kompaníi við ís- lenzka unglingahljómsveit. eir sögðust hafa kynnzt tveimur ísienzkum hijómsveit- um í Færeyjum. J.J. kvintett og hljómsveit Hauks Morthens Þeir báru mikið iof á J.J kvintettinn og sögðu, að með komu þeirra til Færeyja hefði áihuginn á dægurmúsikinni fyrst kviknað fyrir alvöru. Þeir sögðust leika flestaiiar tegundir dægurtónlistar. Allt eftir því, hvað fóikið viidi heyra. — Bítilmúsíkin er mjög vin- sæl í Færeyjum, sögðu þeir, og Shake-dansinn í hávegum hafður. Vinsælasta tónverkið sögðu þeir að héti Hippy, hippy shake. Twist, foxtrott og vals nytu líka mikilla vin- sælda, — að ógleymdum tangó, sem þeir sögðu að væri dans- aður „við dempað ljós“. „The Faroe Boys“ hafa í sín- um fórum mjög skemmtilegt hljóðfæri, sem nefnist „cymba lette“. Það er af orgelættinni. Sá heitir Tummas, sem það knýr, — Tummas Nielsen. Aðr ir hljómsveitarþegnar eru Bjarni Skaa.lum, sem leikur á rythmagítar, Atli Hansen, sem Þetta er söngvari hljómsveit- leikur á sólógítar og Kári arinnar, —eða sangari, eins og Mouritsen, sem leikur á gitar- það heitir á færeysku. Hann bassa. Robert 3irnie er söngv- heitir Robert Birnie. aii með hljómsveitinni. „The Faroe Boys" á æfingu í Þórskaffi s.l. mið vikudag, nokkrum klukkustundum eftir að þeir kom.u til landsins. ?S!& 'Xcsbóh Mwmar Með íslenzkum stúdentum í Khöfn Almar Grímsson, formaður Félags ís’enzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn. (Ljósm. A.I.) Frá fomu fari hafa íslenzkir stúdentar sótt menmtun sína til Kaupmanna- hafnarháskóla. Áður fyrr tíðkaðist mjög, að ístenzkir stúdentar héldu til Kaupinhafnar og „upptækju sinar stúdíur við Kaupin- hafnar Universitet", — eins og það hefur ef- laust verið orðað þá. Á síðustu áratugum hef- ur straumur þeirra stúdenta sem halda ut- an til náms kvíslazt í fleiri áttir, em eigi að síður stumda allmargir íslemzkir stúdentar nú nám við Kaupmanna- hafnarháskóla. Þedrra á meðal er Almar Gríms- son, stud. pharm., sem leggur stund á lyfja- fræðinám. Almar býr ásamt konu sinni og dóttur á glæsi- legum stúdentagarði á Sol bakken í Kaupmannahöln. Stúdentagarðarnir eru 3 reisulegir skýjakljúfar í fallegu og kyrrlátu um- hverfi: á aðra höndina er kirkjugarður en á hina er fangelsi! Á námsárum sín um í Kaupmannahöfn kvæntist Almar Önnu Björk Guðbjömsdóttur frá Hafnarfirði, og eiga þau eina dóttur, Önnu 3irnu, sem er eins árs gömul. Anna Björk starfar á skrifstofu, og á meðan Almar er í skólanum og hún í vinnunni, er dóttur inni komið fyrir á harna- heimili, sem er á efstu hæð stúdentagarðsins. — Nokkrar aðrar íslenzkar fjölskyldur búa á stúdenta görðunum á Solbakken, en eftirsókn er mikil eft- ir vist þar, sem er í senn ódýr og hagkvæm. Eru þeir yfirleitt látnir ganga fyrir, sem kornnir eru yfir erfiðasta hjallann á náms brautinni. A!mar hýst við að ijúka námi næsta vor. Talsvert félagslíf er með al íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, og hafa íslenzku stúdentarnir með sér félag, sem stend- ur á gömlum merg. Almar er formaður þess. Á vet- urna koma þeir saman einu sinni í viku á mötu- neyti háskólans, en það heitir Kannibalen — eða Framhald á bls. 11 26. tbl. lfM>4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.