Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1964, Blaðsíða 12
Maríu mey og barnið. Mynd úr Kti'lsb ok PAPAR Framhald af bls. 1 En þegar hinn helgi Ciaran varð þessa atburðar áskynja, þá sendi hann annan munk eða lærisvein, sem sé greifingjann, til þess að elta refinn um mörkina, og leiða þennan bróður sinn heim til hlýðni. Greifinginn, sem þekkti alla stigu skógarins, hlýddi strax. boði ábóta síns og hélt beint til grenisins, þar sem refur bróðir faldist. Hann kom að rétt í því að skolli var að byrja að éta skó herra síns. Réðst greifinginn þegar á refinn, hárreytti hann og beit af honum eyr- un og skottið. Síðan neyddi hann ref- inn til þess að fylgjast með til klaust- ursins, þar sem refurinn átti að gera yfirbót fyrir þjófnaðinn. Refurinn sá sig tilneyddan að snúa heim með greifingjanum til klefa síns hjá heilögum Ciaran, og bar með sér skóna, sem enn voru óétnir. Og hinn helgi maður mælti við ref- inn: „Bróðir, hversvegna hefir þú fram ið þetta óþokkabragB, alls óverðugt munki? Sjá, vatn vort er ferskt og öll- um heimilt, og öll fæða vor er sameign ailra. Ef þig langar í kjöt, samkvæmt eð'i þínu, þá myndi hinn almáttki Guð gjöra þér kjöt af þessum trjáberki fyr- ir bænarstað minn.“ Þá bað refurinn fyrirgefningar, og byrjaði föstu sem yfirbót, og át ekkert fvrr en dýrlingurinn skipaði honum. Eftir þetta tók refurinn þátt í sam- félagi hinna eins og áður. Er tímar liðu komu lærisveinar og margir aðrir úr Öllum áttum og söfnuðust kringum heigan Ciaran á þessum stað. Upphófst nú klausturlifnaður með mikilli frægð. En hin mannelsku dýr héldu sig hjá dýrlingnum alla ævi, því að hinn blessaði öldungur hafði ánægju af nærveru þeirra. Céli Dé - Þingmenn Cuðs Þannig bjó einbúinn í kofa sínum fjarri vonzku heimsins — en gerði enga tilraun til að umbæta heiminn. Um miðja áttundu öld, og einkum í lok þeirrar aldar, kom fram hreyfing í þá átt að siðbæta klaustrin og endur- vekja strangleika fyrri tíða. Sum þess- ara fomu klaustra hófu siðbót, ekki eingöngu meðal sinna eigin manna, heidur höfðu þau forgöngu víðs vegH'.r í þessari siðbótarhreyfingu, eins og til dæmis klaustrið í Lismore. Önnur klaustur sendu burt hópa af munkum, sem settust að í nágrenni þeirra, en héldu miklu strangari reglur. Sumstaðar varð þessi siðbótarvið- ieitni til þess að efla einstök klaustur stórum í helgu líferni og heitri trú. Þessir siðbótarmunkar köliuðu sig Céli Dé eða Þingmenn Guðs. Nafnið Þing- maður Guðs er dregið af þeim háttum íra hinna fornu, að höfðingi réð fyrir hópi frjálsra manna, nokkuð svip- að og var um goðann og þingmenn hans nér á íslandi. Og það er einmitt úr hópi þessara Þingmanna Guðs sem Paparnir hafa komið, þessir fyrstu íbú ar fslands að sögn Ara fróða og írskra hein.ilda. Papar voru siðbótarmenn Þessir munkar sném sér frá lær- dómi og listrænum iðkunum hinna fornu klaustra, en lögðu þess meiri áherziu á meinlætalifnað og guðræknis- iðkanir. Meðal Þingmanna Guðs, Pap- anna, kemur fyrst fram bókmennta- iðkun á móðurmálinu. Svo virðist sem í sumum siðbótarklaustrum hafi verið margir munkar sem ekki voru prestvigðir og kunnu ekki latínu. Sum staðai er jafnvel gefið í skyn að nokkr ir munkanna hafi ekki verið læsir. Andi þessarar siðbótar var ákaflega strangur. Beztu heimildirnar um þann hugpunarhátt þeirra em hinar svo- nefndu yfirbótaskrár, Penitential, þar sem taldar eru upp yfirbætur eða iðr- unarverk, sem syndarinn á að fremja til þess að létta af sér glæpaokinu. Þar er talað um að standa í köldum !æk heila nótt, og lesa bænir. Eða þá að liggja á nettlum, vaka langar vök- ur í köldum kirkjum biðjandi án af- láts. Stundum átti að standa upprétt- ur tímum saman með útrétta arma, eða falla fram fyrir Drottni mörgum sinn- um á dag í bæn, ,Ó hörð ertu yfirbótaskrá' Slík iðrunarverk munu fyrst og fremst hafa verið ætluð klaustrafólki. Mörgum þætti vandlifað ef hann ætti að halda regiur af þessu tagi: „Tali einhver ónytjuorð til annars manns, þá leiðrétti hann sjálfan sig og biðji fyrirgefningar. Gjöri hann eigi svo, þá hljóti hann fimmtíu svipuhögigi Sá, sem afsakar sig, sé fundið að við hann, og segir ekki á stundinni: Þetta er min sök, ég bið forláts — hann fái fimmtíu högg. Sá, sem baknagar bróður sinn eða hlustar á rógburð, hann fasti í þrjá daga.“ Þessi mikli strangleiki varð auðvitað örðugur fyrir margan manninn, enda hefir einhver afskrifari ritað á spáss- iuna á slíku riti: „Ó, hörð ertu yfir- bótaskrá!“ Svörtu skipin Papar voru langt komnir með að siðbæta klaustrin, þegar sá atburður skeði árið 795 sem varð upphaf mik- illa og illra tíðinda fyrir írland. Kyn- leg sigjling sást stefna að ströndum eyj- arinnar grænu. Þessi skip voru löng og grunnskreið, svo að þau gátu auð- veldlega siglt upp í ár og langt inn á iandið. Kolsvört, sköruð skjöldum, með þan- in seg! sigldu langskip víkinga að landi. Herir þeirra óðu grenjandi yfir allt og eirðu engu, körlum né konum, gi'iml ur.i eða ungum. Fjölmargir kennimenn flýðu land, einkum til Frankaríkis sem þá var í niiklum uppgangi. Ófriðurinn kollvarp- að: að lokum siðabót Papanna — og það áður en hugsjónir þeirra náðu að blómg ast til fulls. Landaleit Papa Miklar höfðu ferðir íra verið áður er víkingar komu, en þaðanífrá varð flótti oft lífsnauðsyn. Takmark Pap- anna var, sem fyrr segir, friður, og til þess að geta fundið sér friðarstað þurftu þeir stundum langt að fara. Ekki var landaþekking þeirra tíma ýkjamikil, og því ekki alltaf öruggt um hvert halda skyldi. En Paparnir höfðu sína öruggu leið- arstjömu, hvort sem þeir sigldu með löndum eða héldu út á opið haf. „Lát- um Krist róða ferðinni“, segir í einni siíkri ferðasögu. Sagan um Papana og köttinn Þrír munkar írskir héldu í pílagríms- fero. Sú för var hafin af miklum ákafa og brennandi hjörtum. Þrír brauðlhleif- ar var allt nesti þeirra í þessari sjó- ferð. Þegar þeir voru komnir út á rúm- sjó, sögðu þeir: „í nafni Krists, lát- um oss varpa árum í hinn gráa sæ og fela oss í Guðs hendi.“ Og svo gjörðu þeir. Ekki mjc.jj löngu síðar komu þeir til eyjar nokkurrar. „Þetta er indæl eyja“, sögðu þeir. „Hér er vatn og næg- ur eldiviður." Köttur þeirra fór til og veiddi ágætan lax, svo mikið sem þrjá laxa dag hvern. Þá sögðu félagamir: „Þessi för vor er allsengin pilagríms- ferð lengur, því að vér hófutm ftatt með oss birgðir. Það er að segja að nú er kötturinn orðinn að birgðastjóra hjá oss. Vér skulum ekki framar eta af veiði kattarins." Þannig sátu þeir mat- arlausir í sex daga, þar til gjöf frá KrisL birtist á altarinu, hálfur hveiti- fcrauðshleifur og fiskbiti á mann. í lok sögu þessarar, sem er skráð í Leinstersbók, segir frá því hvernig pílagrímarnir dóu hver á fætur öðrum, unz eftir lifði gráhært gamalmenni, sem nú varð einn að standa undir helgihaldi sem áður var borið uppi af þrem. En kattargreysins biðu dapurlegri ör- lög Því að hann ót alla laxana sem húsfcændur hans forsmáðu, og varð svo ógnarlega stór og digur, að þegar heil- agur Brendan kom til eyjarinnar á einni af hinum miklu ferðum sínum — þá réðst hann að skrímsli þessu og banaði kettinum að lokum eftir fræki- lega viðureign. Síðan leysti helgur Brendan öldunginn frá byrðum helgi- haldsins, til þess að hann gæti dáið rólegur. Hvernig, Papar fundu ísland Leinstersbók nefnir ekki nafn þess- arar sælueyjar, en talið er að Brend- an helgi hafi komið til íslands á leið hans um Norður-Atlantshaf. Hver veit nema fundur íslands í þann tíð hafi einmitt orðið með þeim hætti, að Pap- arnir hafi varpað árunum í hafið úti Helgiskrín með hjöllu heilags Patreks, gert af bronsi og skreytt gulli, silfri og glerungum. Frá 11. öld í Þjóðir.injasafn- inu í Dýflinni. á rúmsjó, og borizt þannig með straumi og vindum norður í höf, unz Kristur visaði þeim til íslands. Þar hafa þeir getað lifað á laxi og silungi, því að Papar máttu eta fisk, þótt kjötát þætti ótilhlýðilegt, nema á stórhátíðum og varla þó það. Þeir voru líka slynf/r fiskimenn og ganga af slíku margar sögur. Hér heima hafa þeir gælt við æðar- fuglinn, og strokið lágfótu frá haus aftur á hala, því að „á þeirri tíð var allt kyrrt í veiðistöð enda óvant manni.“ Pappbýli — Papabýli Paparnir hafa gert sér hreysi úr viðl, sem nóg var af, nokkra kofa kringum toppbyggða kirkju. Menjar slíkra húsa finnast enn frá þessum tímum á vestan- verðu írlandi. Hver veit nema Skeiðarársandur geymi enn í djúpum sínum hornsteina kirknanna í Pappýli, sem enginn veit nú lengur hvar var. Svo segir í íslend- ingabók Ara fróða: „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa. En þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.