Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 17
. ibii !■ ii—wiwiim iniii n ii iTniiHr—mrr—wf Gömul gelísk þula Förumann sá ég í gær, mat ég lét á matarstað, drykk ég lét á drykkjarstað, hljómlist á hlustarstað; og í hinu blessaða nafni hins þríeina, blessaði hann mig og heimili, fénað minn og ástvini. Og lævirkinn kvað í söng sínum OFT, OFT, OFT, fer KRISTUR um í förumannsins gervi OFT, OFT, OFT, fer KRISTUR um í förumannsins gervi. Síra Ásgeir Ingibergsson sneri úr ensku. ..............................................................trnaK veggnum? Ég var áður trésmiður og fékk að hafa nokkur smíðaáhöld hjá mér, því ég vann að smíðum hérna. Einu sinni greip ég öxina, þegar vörð- urinn kom með vatnsgrautinn, og ætl- aði að slengja henni í hausinn á kvik- indinu, öxin losnaði af skaftinu og lenti þarna í veggnum. Vörðurinn æddi út. Eftir það fékk ég handhlekkina." Hann horfði grimmdarlega á Matthildi og hélt svo áfram: „Hvern- ig vogið þér yður að koma inn til mesta illræðismannsins í Kakola, já, þess versta í öllu Finnlandi. Eruð þér ekkert óttaslegin?“ Þá reis Matthildur á fætur, lagði hendi sína á öxl jötunsins og sagði með sinni mjúku, en ákveðnu rödd: „Ég er ekki óttaslegin. Þér farið ekki að gera mér neitt illt. Það er Guð, sem hefir sent mig til yðar og hann vernd- ar mig og varðveitir. Setjist nú hérna, Arska, svo skulum við halda áfram að tala saman, eins og áður“. Hann settist, en fór svo skyndilega að gráta. Hrikalegur líkaminn kipptist til. Matthildur talaði róandi til hans. Allt gæti hann fengið fyrirgefið, vígsl- spor bernsku og æsku, en einnig af- brot fullorðna mannsins. Guð fyrirgæfi. Það væri til nokkuð, sem kalla mætti frið í hjartanu. Gráturinn hætti. Illræðismaðurinn strauk með hendinni af buxnaskálmum sínum tár, sem fallið höfðu þangað frá blóðhlaupnum augum hans. Loks sagði hann: „Þér eruð örugglega kristin. Ég hefi aldrei kynnzt. slíkri manneskju sem yð- ur“. En svipurinn varð aftur þungur, líkami hans kipptist til og hann kjökr- aði: „Sé það satt, að Guð sé miskunn- samur, hvers vegna eru þá ekki menn- irnir það? Getur hundi batnað af þess- ari meðferð? Nei, hann verður enn trylltari og grimmari". Smám saman tókst Matthildi að róa hann. Hún gaf honum snotra útgáfu af Nýja testamentinu, sem hann lofaði henni að hann skyldi lesa í. Vörðurinn stóð með brugðið sverð frammi á gang- inum og horfði undrandi á eftir Matt- hildi þegar hún gekk út. Þetta var ein- kennileg manneskja, að hún skyldi jafn- vel geta fengið grjótið til að gráta, hefir hann sennilega hugsað. En það merkilegasta af öllu þótti það, að Stór-Arska varð ljúfur sem lamb eftir þetta. Hann var leystur frá því að bera sumt af hlekkjunum, settur í betri klefa og látinn baða sig og fá betri föt. í nýja klefanum sinum gat hann séð hluta af himninum og örlítið af vaxandi vorgróðrinum. VII. Fljótlega fékk Matthildur umhugs- unar- og áhyggjuefni, sem olli henni mörgum vökunóttum. Hvað var hægt að gera fyrir fanga, sem voru látnir lausir úr fangelsi? Þeir áttu yfirleitt erfitt með að fá atvinnu, vegna tor- tryggni þeirra, sem höfðu yfir vinnu að ráða. Matthildi varð Ijóst, að eitt- hvað varð að gera í þessu máli. Hún ræddi þetta mál við Hinrik bróður sinn, sem var trúaður og hafði áhuga á starfsemi systur sinnar í þágu fanganna. Eftir stuttan tíma frá því að þau fyrst höfðu rætt um þetta, kom þeim saman um, að þau yrðu að stofna einhverskon- ar hæli fyrir fanga, sem höfðu endur- heimt frelsi sitt. Og á árinu 1887 stofn- uðu þau slíkt heimili á hjáleigu frá Rabbelugn, sem hét Toivonoja. En þegar heimilið hafði verið stofnað, lét Matt- hildur kalla það Toivola, sem eiginlega þýðir „von margra“. Þetta heimili hýsti síðan marga. Þó að gestir heimilisins hefðu hlotið frelsi sitt, voru það sann- arlega ekki allir, sem kunnu með það að fara. Oft lenti Matthildur i erfið- leikum, en tókst jafnan á undra- og aðdáunarverðan hátt að yfirstíga þá. Hef ir hún sjálf nefnt mörg dæmi um það. — Einu sinni kom hún til Toivola. Að- eins einn vistmaður var heima, allir hinir höfðu farið á fyllirí. Þá spennti Matthiidur Stjörnu sína fyrir vagn og hætti ekki fyrr leit sinni að heimilis- mönnunum, en hún hafði draslað þeim öllum heim. M.a. fann hún tvo þeirra í skurði, þar sem þeir lágu að nokkru í vatni. Voru þeir sofandi, en nærri dauða en lífi, þegar tókst að vekja þá. — Öðru sinni var það vetrardag nokkurn, að Matthildur þurfti til pósthússins með bréf, sem mikil peningaupphæð var í. Einn mannanna frá Toivola ók henni þangað í vagni heimilisins. Leiðin lá gegnum stóran skóg, sem fjarri var öll- um mannabústöðum. Allt í einu spurði maðurinn: „Er það satt, að ungfrúin sé með mikla peninga á sér?“ „Já, það er satt“, svaraði hún. „Og þér þorið að láta mig aka með yður. Þér vitið þó, að áður var ég sekur um mörg innbrot“. „Já, áður, það er rétt. Þá voruð þér slæmur maður, en þér eruð það ekki lengur". Við þetta svar hennar varð þögn, en svo heyrðist maðurinn segja snöktandi, eins og við sjálfan sig: „Hún treystir mér“. Svo sagði hann nokkru hærra: „Guð hjálpi mér til þess að verða betri maður, því að nú þrái ég það“. Og ferðin gekk vel til pósthússins. VIII. að er árið 1890. Matthildur er orðin 26 ára. Frægð hennar er farin að berast víða. Henni er boðið að sitja al- þjóðlegt þing fangavarða, sem haldið er í St. Pétursborg í Rússlandi. Hún gladd- ist af þessu tækifæri, sem hún taldi að myndi verða til þess að hún gæti víkk- að sjóndeildarhring sinn. Og hún fór til þingsins, fyrstu ferðin út fyrir landa- mæri Finnlands. Hún var yngsti þátt- takandinn á þinginu og auk þess eina konan. Þarna voru fulltrúar frá flest öllum löndum Evrópu mættir. Fyrsta daginn var hún kynnt fyrir heilum her- skara af framámönnum um fangamál- efni. Næsta dag var hún sett í flokk sem átti að vinna saman og þá sat Ungverji henni til vinstri handar, en Þjóðverji til hægri Þarna voru á þinginu flutt fræðandi erindi og umræður talsverðar. Matthild- ur var ekki alltaf ánægð með þessa mælsku, því að henni þótti nokkuð skorta að tekið væri raunv.erulegt tillit til fanganna. Og það átti ekki við hana, sem um þetta leyti hafði hlotið heiðurs- heitið „vinur fanganna“. Einn síðasta dag þingsins flutti yfir- maður frönsku fangavarðanna fyrirlest- ur, sem hann kallaði: „Meðferð ófor- betranlegra afbrotamanna". Fyrirlestur- inn var langur og mælgin og orðskrúð- ið næstum takmarkalaust. Matthildi fannst ekkert að græða á þessum fyrir- lestri og eins á umræðunum, sem fram fóru á eftir. Menn veltu því fyrir sér, hverjir teldust óforbetranlegir. Nú, væru þeir óforbetranlegir, þá væri auð- vitað ekkert hægt fyrir þá að gera! Að þessari niðurstöðu voru menn komn- ir, ef niðurstöðu skyldi kalla, þegar Matthildur var loks nóg boðið. Hún bað um orðið og flutti mál sitt á góðri frönsku. Hún sýndi fram á, hversu gagnslitlar slíkar umræður væru. Taldi hún, að enginn óforbetranlegur maður væri til, hvort sem hann væri utan eða innan fangelsismúra. Meðal annars sagði hún þá þessi kunnu orð: „Það er til meðal, sem umbreytt get- ur sérhverjum afbrotamanni, jafnvel þeim, sem þér hafið leyft yður að kalla óforbetranlega. Það er kraftur Guðs. Lög og reglugerðir geta ekki breytt hjarta afbrotamanns, en það getur Guð. Reynsla mín hefir sannfært mig um það, að menn ættu að leggja sig meira fram, já, framar öllu öðru að snúa sér að sálum fanganna og hafa andleg áhrif á þá“. Þegar Matthildur hafði lokið hinni snjöllu ræðu sinni, var henni þakkað fyrir hana með miklum fagn- aðarlátum. En hún var smeyk um, að allir hefðu gleymt henni, þegar þeir hefðu yfirgefið þingsalinn. En hún fékk sannanir fyrir því, að mikið tillit var tekið til hennar og sumsstaðar farið eftir orðum hennar. Arið 1891 ferðaðist hún til Eng- lands. Þar kynntist hún dr. Beadecker, sem varð svo hrifinn af starfi hennar, að hann helgaði sig síðan starfi fyrir fangana. — 1893 fluttist hún algerlega til Helsingfors. Hún lét ekki nægja að tala við fangana sjálfa, heldur talaði hún skörulega máli þeirra við yfirvöld- in. Og árangur starfs hennar fór þegar á fyrstu starfsárum hennar að bera sýnilegan ávöxt, m.a. með mannúðlegri meðferð á föngum en áður hafði tíðk- azt. Starf hennar var mótað af kristi- legum kærleika og samúð á kjörum þeirra, sem á einhvern hátt hafa orðið undir í baráttunni um brauðið. Sökin var að sjálfsögðu oftast þeirra sjálfra. Það voru þeir sjálfir, sem höfðu sett sig upp á móti lögum þjóðfélagsins og þannig fengið þjóðfélagið upp á móti sér. En Matthildur vildi koma hér sætt- um á. Hún vildi sætta fangann við þjóð- félagið og þjóðfélagið við hann. Eins og að líkum lætur, var þetta starf oft vanþákklátt og mörg voru þau von- brigði, sem urðu á vegi Matthildar. En það var sjaldnar, sem það voru fangarnir sem veittu henni þessi vonbrigði, heldur fangaverðirnir, verðir laga og réttar og jafnvel fangelsisprestarnir. Þessir aðil- ar litu þegar frá upphafi, margir hvérj- ir, hornauga til starfs Matthildar. Oft kom það fyrir, þegar hún kom til fang- elsis, þar sem hún hafði ekki komið áður, að hún hlaut aðkast í orðum fyrir það, að hún væri að spilla föngunum. Hún væri að reyna að fá þá til þess að telja þjóðfélagið seka aðilann, en ekki afbrotamennina. Þó að þetta væri að sjálfsögðu heimskuleg firra, mætti Matthildur henni oft. En hún varð aldrei orðlaus. Stundum svaraði hún hvasst, þegar beint var að henni órétt- látri ásökun. Þeir voru ekki fáir, sem fundu stundum til nokkurs sviða undan orðum hennar, og fundu jafnframt til samvizkubits yfir orðum sínum. Yfirmenn allmargra fangelsa og prest ar þeirra tóku nú að bera það á Matt- hildi, að hún væri of útásetningasöm gagnvart embættum þeirra og rakalaus- ar væru margar aðfinnslur hennar. Hún svaraði fyrir sig. Árekstrarnir urðu æ fleiri. Og vafalaust hefir öfund rekið ýmsa til þess að hnjóða í starf hennar. Þegar svona var komið, er ekki ólíklegt, að Matthildur hafi ekki verið farin að taka eins mikið tillit og áður til hinna ýmsu og misjafnlega miklu erfiðleika, sem fangelsayfirvöldin höfðu við að stríða. Nokkuð er það, að á árinu 1911 er lögfest bann við því að tala megi við fanga, án þess að einhver fulltrúi fangels isins sé viðstaddur. Þegar Matthildi barst til eyrna þetta lagaákvæði, féll henni það ákaflega þungt. Nokkru síðar sagði hún við yfirmann Kakola fangelsisins. „Ég heimsæki aldrei óhamingjusaman fanga í návist þriðju persónunnar". Hún taldi sig einkum ná árangri með því að tala við fangann í einrúmi. IX. Nokkrum árum síðar, eða 1914, brauzt fyrri heimsstyrjöldin út. Þá sneri hún sér mikið að félagsstörfum. Svo varð byltingin í Rússlandi. Afleið ingarnar af henni urðu þær í Finnlandi, að embættismenn voru settir frá störf- um, en aðrir teknir í þeirra stað. Aftur þörfnuðust fangelsin heimsóknar af „vini fanganna." Matthildi barst bréf frá Kakola fangelsinu, undirritað af 725 föngum. Þeir báðu hana innilega að koma. Og hún hikaði ekki, heldur lagði þegar af stað. Þegar hún kom til Kakola, stóðu 300 fangar í heiðursfylkingu í fangelsisgarðinum, til þess að heilsa henni. Þeir sungu síðan fagnaðarsöng og báru hana loks á gullstóli einn hring um garðinn. Þessi móttökuathöfn var henni fagn- aðarefni og koma hennar til fangelsisins var sannarlega kærkomin. Vorið 1918 urðu innanlandsóeirðir í Finnlandi. Var þá gerð þar byltingar- tilraun. Þeir sem að byltingunni stóðu voru almennt kallaðir „hinir rauðu“, en stjórnarsinnar voru kallaðir „hinir hvítu“. Fangelsin voru nú víðast hvar tæmd af „hinum rauðu“, en fyllt aftur með „hinum hvítu“. Til litla heimilisins hennar Matthildar í Helsingfors komu menn af báðum þessum litarflokkum. Hvernig átti hún nú að snúa sér í þessu máli? Samkvæmt erfðavenjum átti hún eiginlega aðeins að fylgja hinum hvitu og hjálpa þeim. En það fólk, sem hún varð mest að starfa fyrir sem fanga, var af þeim rauðu. Hún leysti þennan vanda á táknrænan hátt: í móttökuherbergið setti hún blóma- vasa með hvítum og rauðum blómum. Bæði þessi blóm höfðu vaxið upp í finnskri mold og þau nærðust af sama vatninu. Þannig gaf hún til kynna, að fyrir hana væri ekki um neinn mismun að ræða. Stjórnmálaleg viðhorf fengu ekki að veikja störf hennar. Nú var það einkum eitt hinna stærri fangelsa, sem fylltist af föngum úr flokki „hinna hvítu“. Matt- hildur fór þess á leit að fá að koma þangað. Þegar hún stóð frammi fyrir yfirmanni fangelsisins, varð hún ekki lítið undrandi, því að þar var kominn einn af föngunum frá Kakola fangels- inu. Þegar hún fór fram á að fá að kynna sér ástand fangelsisins og meðferð Framhald á bls. 19. 1. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.