Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 13
- SIGGI SIXPENSARI - Safnarar spyrja oft hve strangir þeir eigi að vera í kröfum sínum við val á fri- merkjum í söfn sín. Allir frímerkjasafnarar reyna að fá sem bezt eintök frímerkja í safn sitt, það er að segja vel miðjuð (cent- eruð), með öllum tökkum heilum, vel stimpluð ef um stimplað safn er að ræða, eða með lími á baki ef um ónotuð frímerki er að ræða. Nú er það þannig með lím á ónotuðum frímerkjum, að mjög auðvelt er að setja lím á óstimpluð frímerki, sem hafa af einhverjum ástæð- um orðið límlaus, og víða i löndum þar sem loftslag er mjög rakt taka safnarar jafn vel lím af ónotuðum frímerkjum til að þau geymist betuj- óskemmd. f AFA verðlistanum segir: „Óstimpluð betri frímerki eru skráð á sama verði hvort sem um frímerki með lími eða án er að ræða, þar sem flestar tegundir líms má eftirlíkja, og jafn- framt er oft nauðsynlegt að fjarlægja lím af slíkum fri merkjum til að vernda þau frá skemmdum". Þegar um er að ræða nýrri frímerki eða frímerki, sem gefin hafa verið út í stórum upplögum á enginn safnari að setja inn í safn sitt önn- ur frímerki en, sem eru fyrsta flokks. Sé aftur t á móti um að ræða frímerki sem er erfitt að fá, getur safnarinn ekki verið eins kröfuharður og getur þá leyft sér að setja inn í safn sitt frímerki, sem er ef til vill með stuttum takka, smá bletti eða örlítið þynnra á baki , því slík merki er þó betra að hafa í safni sínu, heldur en auðan blett þar sem merkið á að vera. Að sjálfsögðu ber hverjum safn ara að reyna eftir sem áður að ná í gott eintak af um- ræddu frímerki . Af íslenzk um frímerkjum var nokkuð um að frímerki með hærri verðgildum væru fyrr á ár- um notuð sem kvittun á toll pappíra og voru þau þá yfir prentuð með orðinu „Toll ur“. Slík frímerki eru að- eins brot af verðmæti miðað við eðlilega stimpluð frí- merki Þó eru slík merki oft í söfnum manna, því að hærri verðgildi frímerkja, sem útgefin voru á árun- um 1925—31 er mjög erfitt að fá póststimpluð, og er því skemmtilegra fyrir safnar- ann, að hafa tollað frímerki heldur en ekkert, þó ekki sé til annars en að veita upp lýsingar um hvernig frímerk ið líti út. — MRM. Listir Ullstein Kunstgescliichte. Hrg. von Hans-Gunther Sperlich. 20 Bd. Ull- stein Verl. DM. 3,80 Bd. 1963—64. Ódýrasta listasagan, sem fáanleg er. Lesmál 3200 síður, 160 heiisíðu lit- myndir og 1800 aðrar myndir. Thc Nccesslty of Art. Ernst Flscher. Felican, 4s6d. 1963. Bók þessi kom fyrst út fyrir þrem- ur árum í Austur-Þýzkalandi, nú fyrst þýdd á ensku. Höfundurinn er Austurríkismaður, skáld, marxisti cg fyrr menntamálaráðherra Austur- ríki. Bókin er mjög sérstæð og fersk ekki mjög dogmatísk. Conclse Hlstory of Modern Art. Herbert Read. Thames and Hudson, 18s. 1963. Yfirlitsrit um nútima list. 485 mynda cíður, þar aí 100 í litum. Michelangelo. Rolf Schott. Thames and Hudson, 35s. 1963. Bók rituð af mikilli þekkingu og kunnáttu. Pelican History of Music. Vol. 2. A. Robertson and D. Stevens. Penguin 7s6d. 1963. Þetta bindi fjallar um Renesansann og Baroktímann. Ódýr og handhæg handbók. The World of Opera. Wallace Brock- way and Herbert Weinstock. Met- huen, 63s. 1963. Saga óperunnar frá upphafi (Flórenz í byrjun 17. aldar) fram á okkar daga. Byzantine Aesthetics. Gervase Mathew. Murray, 35s. 1963. Höfundurinn fyrirlesari í býzön- skum fræðum við háskólann í Oxford, hann rekur grísk-rómversk, áhrif á býzanska list, áhrif kristn- innar, litagleði listamannanna og heimspekilegar og pólitískar for- sendur. Ágætlega skrifuð bók með úrvals myndum. The Interpretation of Eariy Music. Robert Donington. Faber, £6 6s. 1963. Þessi bók er ætluð fræðimönnum i músík, aðaláherzlan lögð á 17. og 18. öld. Die Kunstpolitik der Nationalsocia- lismus. H. Brenner. Rowohlt 1963. DM. 4.80. Spannar yfir heimalandið og her- numdu löndin, fróðleg bók. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR HOMO MORTAUS ' H ■U-ANDAN við glitrandi kös mannlegra efasemda standa tveir öruggir punktar, sem lifandi menn óbrjálaðir efast ekki um: Maður hefir eitt sinn fæðzt, maður mun eitt sinn deyja. Dauðlegur, mortalis, er maðurinn. Mikill leiðtogi skynsemi- hyggjunnar, Magnús Stephensen, fann nauðsyn til bera að flytja oss í nýjum búningi gamlan boðskap hér um: Um dauð- ann gef þú, Drottinn, mér, ég dag hvern hugsa megi. — Að hugleiða vel það, sem enginn þarf um að efast, og aldrei hefir verið til álitamála talið, er sjálfsagt og skynsamlegt. Sannleikurinn um dauðleika mannsins kveður við líkt og titrandi dimmur undirtónn í Darraðarljóðum frá elztu tíð- um, Gilgamesjkviðu og Hómerskviðum. MEMONTO MORI — minnstu (þess að bú munt) deyja! — Þetta er gamalt viðlag úr sigurgöngum rómverskra herforingja, og var þræll látinn ganga síðastur í langri lest hermanna og fanga og endurtaka þessa áminningu með háum hrópum. Fornþjóðir Babels Hellas, Ítalíu, Kína og margra annarra landa gerðu að vísu ráð fyrir framhaldstilveru, en hún var dimm, köld,' skugga- leg og sultarleg, aumri en aumasta líf á jörðu, fremur fram- haldsdauði en framhaldslíf. Óljóst er hve lengi hinir fram- liðnu voru taldir tóra, en Kínverjar tjáðu mér að það yrði jafn lengi og lifandi menn á jörðunni færðu fórnir til uppi- halds sálum framliðinna ættingja. Að þeim fórnum af teknum urðu andarnir að engu, eða runnu inn i hina miklu fylkingu illra anda, er um jörðina sveimaði og olli alls konar óförum, óhöppum og slysum. Efnishyggja fornaldar hagnýtti snemma hina fornu atómu- kenningu á sálina, boðaði upplausn sálarheildarinnar og dreifingu hinna léttu sálaratóma víðs vegar. Leiddi þetta til hins mesta glundroða, eins og kunnugt er. Menn báðu hinar fornu dyggðir heilar að fara, gáfu sig að valdabaráttu, eigin hagnaðar striti þessa lífs, beittu svikum og prettum, brugð- ust vinum sínum og skyldum, höfðu í frammi lýðskrum og smjaður og týndu hinu þjóðlega þreki og manndómi í nautnahyggju. — Gegn þessari efnishyggju og „álitamála- kenningu" snerust þeir Sókrates, Platón o. fl. Skilji menn ekki áhrif hinnar fornu efnishyggju og sálarupplausnarkenn- inga, fá menn heldur ekki metið viðreisnarstarf þeirra. Það var m. á. til að endurreisa ábyrgðarvitund og veita mönnum nýjar vonir að Plaión flutti kenningar sínar um þrískiptingu sálarinnar (TO LOGISTIKON o. fl.) og ódauðleika, þreföld örlög sálnanna eftir dauðann, þrjár heimspekilegar höfuð- dyggðir, ásamt samræminu milli þeirra, sem svaraði til rétt- lætisins, hinnar fjórðu dyggðar. Kristnin flutti allt aðra kenningu: Hún boðaði upprís- una, möguleika Guðs til að lífga þann, sem deyr, gefa hin- um dauðlega manni eilíft líf af sínu lífi. Sá Guð, sem gaf þetta líf, getur einnig endurreist það í heild, bæði líf líkam- ans og sálarinnar, og umbreytt jafnt efni og anda til dýrð- arlífs í ljóssheimi Guðs sjálfs. Ekki ódauðleika, heldur upprisu boðaði kristnin manninum. Ódauðlegur var eftir sem áður Guð einn, höfundur lífsins. Upprisan var hans mögu- leiki, ekki möguleiki hins dauðlega manns. Oss kann að finnast þetta furðulegt, en það leiðir af því að vér erum aldir upp við samsteypu af hinum háleitustu grísku (platónsku) hugmyndum og hinum kristna boðskap. Að rekja straumana að uppsprettulindunum, er erfið ganga, sem fáir leggja á sig, en þeir, sem nenna að þreyta þá göngu, fá mikil undur að sjá: Annars vegar stórvirki mikilla and- ans manna til varnar gegn upplausn, örvæntingu og von- leysi, hins vegar heyra þeir rödd frá höfundi lífsins, er boðar að sá hinn sami, sem skóp þetta líf, hafi á sínu valdi að veita eilíft. líf — og veiti það per fidem, fyrir trú, fyrir traust á boðskap, er heyrist um upprisu Jesú Krísts. Dauðaheimspekingur nútímans segir: Ég hrapa niður í botnlaust tómið og djúpið um alla eilífð. Hann finnur til þess löngu áður en kistan fer þessi fáu fet niður í jörðina, sem vér sjáum. Eins langt og augun sjá, er síðasta orðið í þekkingarfræðinm um þetta líf aðeins dauði. Hins vegar áeyra eyrun boðskap um það sem ekki sést: Eilíft líf sem gjöf frá höfundi lífsins, þar sem fyrsta og síðasta orðið er Guð. 1. tölublað 1964, LESBOK MORGUNBLAÐSINS J3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.