Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 10
ÞÓTT það kunni e.t.v. að, vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um út- för John F. Kennedy's svo löngu eftir að ihún fór fram, réðist undirritaður engu að síður í að reyna að lýsa að nokkru þeim heimssögulega degi í Washington. Fram skal tekið að greininni var upp- haflega ætlað að birtast í Lesbók um jólin, en varð ekki af vegna verkfaila og annars. Það sem mér verður e.t.v. minnisstæð- ast, og svo mun um fleiri, varðandi morð Kennedy's var hversu óraunverulegur þesri atburður virtist. Enda þótt blaða- menn Mbl. ynnu fram á rauðan morgun við að skrifa og ganga frá blaðinu um lát forsetans, munu fæstir raunverulega hafa gert sér grein fyrir því, hvað gerzt haíði. Það var eiginlega ekki fyrr en á laugardag, sólarhring eftir morðið, að menn fóru að átta sig, og trúa frétt- unum. Og þegar manni er fyrirvaralaust kippt upp í einni heimsálfu og fluttur i aðra á nokkrum klukkutímum, þá fer ekki hjá því að manni finnist hlutirnir dálítið óraunverulegir, „órealir“, eins og sagt er. Þegar ég stóð á Pennsylvania Avenue á mánudagsmorguninn, átti ég raunai' erfitt með að trúa því að þetta allt væri ekki annað en vondur draum- ur. Það var seinnipartinn á sunnudaginn, að ritstjórinn hringdi, og boðaði nokikra blaðamenn á fund. „Við erum að velta því fyrir okkur að senda mann til Was- hington; okkur finnsf að Morgunblaðið verði að hafa mann þar á morgun.“ Þar sem undirritaður var sá blaða- manna, sem hafði í vegabréfi sínu gilda áritun, „visa“ til Bandaríkjanna, varð úr að senda hann. Ekki var þó endan- leg ákvörðun tekin um þetta fyrr en undir kvöld, því að aðalvandamálið var hvort komizt yrði frá New York til Wáhington í tæka tíð, þ. e. áður en út- förin hæifist. Hringt var til Erlings Aspe- lund, fréttaritara blaðsins í New York, og hann spurður um möguleikana. Taldi hann að engum vandkvæðum yrði bundið að komast til höfuðborgarinnar í tírna. Á meðan ritstjórinn ræddi við Erling 1 sírmann, hafði sá síðarnefndi annað augað á sjónvarpinu í New York, sem stanzlaust sendi efni um Kennedy og gang málanna. Á þessum augnablik- um var verið að flytja Oswald niður í kjallara lögreglustöðvarinnar í Dallas, og var jafnharðan sjónvarpað frá því. Skyndilega hrópaði Erling: „Það er búið að skjóta hann.“ Við hlustuðum agndofa. Oswald lá enn á kjallaragólfinu eftir skotið, algjör upplausn var á staðnum, og á einni sekúndu eða svo var fréttin komin hingað heim til íslands. Er því ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því að Morgunblaðið hafi verið fyrst blaða ut- an Bandaríkjanna ti'l þess að frétta um þennan dæmalausa atburð. Ákvörðun var síðan tekin endanlega um að senda undirritaðan í vesturveg, þ.e.a.s. ef flugvélinni um kvöldið seink- aði ekki svo, að ekki yrði komizt frá New York til Washington í tæka tíð. Upphaflega var ráð fyrir gert að Loft- leiðavé’lin yrði komin til New York um kl. 9 um morguninn eftir staðartíma, en áætlun var breytt. í stað þess að koma við í Gander . á Nýfundnalandi, var flog- ið til Keflavíkur, geymar vélarinnar fylltir og síðan var haldið til New York án viðkomu. Græddist á þessu talsverð- ui tími. Og um kl. hálf tólf var undirritaður lagður af stað eftir að hafa fleygt nauð- synlegustu hlutum í tösku, og gripið með ritvélatösku, sem síðar á eftir að koma við sögu. Minntist ég í öllu þessu hins fornfræga Faralds í Speglinum, sem jafnan var á þeytingi milli helztu landa heims, og sjaldan tók með sér annað en tannbursta í tösku. Vic lentum í New York laust eftir kl. sjö á mánudagsmorgun eftir staðar- tíma Þar beið Erling og aðstoðaði undir- ritaðan við að komast í gegnum toll og vegabréfaeftirlit á mettíma. Á Ildewild- flugvelli eru allir krafðir um gild bólu- setningarvottorð, en Bandaríkja-mehn virðast telja að ísland sé óvenjulega heilnæmt land. Undantekning frá bólu- setningarskyldunni er gerð varðandi aðeins eitt land, Island. Heilbrigðiseftir- litið spurði aðeins hvar ég hefði verið síðustu þrjár vikurnar, og þegar svarið var ísland, var mér hleypt orðalaust óbólusettum inn í landið. Aðeins var tímd til þess að þeytast gegnum flugstöðvarbygginguna og um borð í DC-7 flugvél frá Eastern Airlines, sem leggja átti af stað til Washington kl. 3. DC-7 eru þær flugvélar sem SAS not- ar nú með litlum árangri í samkeppn- inni við Loftleiðir, og ekki gat undirrit- aður merkt að það væri á nokkurn máta þægilegra að ferðast í þeim vélum en DC-6 vélum Loftleiða. Annars er Eastern Airlines um margt merkilegt flugfélag. Félagið hefur um skeið rekið svonefndan „shuttle service** xnjlii New York og Washington, og notar til þess yfir 30 flugvólar, ag því er mér var sagt. Byggist þessi þjón-usta á því, að á 'hverjum kiukkutíma er flogið milli borganna. Engar sætapantanir er hægt að gera, enda þannig um hnútana búið, að treysta má því 100% að komast á klukkutíma fresti á milli. Félagið hefur jainan reiðubúna varavél, fyllist sú sem á áætlun er. Komi þremur farþegum of margt í vél nr. 1 er vél nr. 2 dregin fram, og fariþegarnir 3 settir í hana. Mér skilst á flugfélagamönnum, sem fylgst hafa með þessu af atíhygli, að Eastern tapi ekki fé á þessari þjónustu. En þetta er nú útúrdúr. Ákveðið ha-fði verið að Erling færi með til Washingfcon, og flugum við þang að í bezta veðri, sólskini og logni. Tók ferðin liðlega klukkutíma, og var mjög fagurt að fljúga yfir höfuðborgina þenn- an morgun. Strax á flugvellinum var ljóst að þetta var enginn venjulegur dag ur í Washington. Menn töluð-u yfirleitt í hálfum hljóð-um. Kaþólskan presr, negra, sáum við þar í fullum skrúða, og var sá á leið til miðborgarinnar; hefur vafalaust gegnt hlutverki við útförina. Erfitt reyndist að fá leigubíl á ve-llin- urn. Úti fyrir flugstöðvarbyggingunni stóðu einkennisklæddir menn, sem höfðu það hlutverk að útvega farþegum leigubila, en allmargt fólk beið eftir bíl- um, sem fáir voru í notkun þennan dag þjóðarsorgar. Var það ekki fyrr en að við settum upp hátíðlegan svip og til- kynntum einum hinna einkennisklæddu, meg erlendum hreim, að við þyrftum að komast með hraði í utanríkisráðuneytið, að okkur tókst að fá bíl. Þær 10 mánútur, sem það tók að kom- ast til utanríkisráðuneytið, lét bílstjór- inn, sem var negri, dæluna ganga, og var umræðuefnið aðeins eitt: Kennedy. Hann sagði að fráfall hans væri hroða- -'egt áfall fyrir litað fólik í Bandaríkjuo Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, ræðir við Lyndon B. Johnson, hinn nýja forseta, í móttöku í utanríkisráðuneytinu að greftrun Kennedys lokinni. Þeir ræddu m.a. íslandsför Johnsons í september s.l 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.