Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 8
SMÁSAGAN Framhald af bls. 6 ðaiga, og síðan.Karlmennirnir voru nöldursamir og uppstökkir og gáfu stundum volandi krökkunum utanundir. Strax eftir kvöldmatinn fóru þeir í hátt inn, eða hópuðust saman á götunum æstir í hug og ræddu ástandið; þegar sumir voru orðnir drukknir slepptu þeir sér alveg og slógust eins og skepn- ur, meðan aðrir hlógu að eða eltust við stelpurnar sem voru á höttunum í kring um þá. Þetta gat ekki gengið lengur. Það varð að stinga á meinið svo formæl- ingunni létti. Ríkisstjórnin gaf út orðsendingu til alþjóðar, og hvatti fólk til að æðrasit ekJki, en taka málinu með stillingu. Til- kynnt var að nefnd hefði verið skipuð til að rannsaka slysið á Hallgerði lang- brók; frásögn Björns vaeri án efa upp- spuni einn; hægt yrði fljótlega að hefja róðra að nýju og hið opinbera mundi veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna þess ara atburða. En sá þvættingur! hugsaði hver og einn við birtingu þessarar til- kynningar. Það var of seint. Kýlið var myndað og það varð að skera á það. E n hvernig átti að snúast gegn formælingunni? Það varð að finna ein- hvern sökudólg. Mér hefur aldrei tek- izt að komast að því, hvernig þessi gamla saga var grafin úr gleymsku. En til að bjarga sér og sínu sökktu menn sér niður í gamlar frásagnir og sínar eigin endunminningar. Viðbrögð almennings voru þau að snúast gegn vesalings Birni. Hann sem áður hafði haft samúð allra, eini eftir- lifandi maðurinn úr skipbroti Hallgerð- ar langbrókar, þótti nú grunsamlegur. Það var engum vafa undirorpið að Bjöm var undirrót þessa vandræðaá- stands. Og eftirfarandi saga var grafin Úr gleymsku. Á Blönduósi, fæðingarstað Bjöms, átti heima gömul sjómannsekkja að nafni Sigurlaug. Hún bjó í lágreistu húsi spölkom frá þorpinu handan ár- innar. Hún hafði alla ævi gengið á ís- lenzkum búningi, enda fór sá klæðnað- Ur henni sérlega vel. Sigurlaug hafði áreiðanlega verið lagleg; það mátti enn- þá greina á andlitsdráttum hennar, þeg- ar að var gáð. Gamla fólkið á Blöndu- ósi sagði að Sigurlaug hefði ekki allt- af verið sem siðprúðust á æskuárum sínum, þegar hún fór til Reykjavíkur, og sögur gengu um að Bjöm væri son- ur hennar þótt enginn vissi það. Sú staðreynd að Björn bjó alltaf hjá Sig- urlaugu gömlu, þegar hann kom í heim- sókn í fæðingarbæ sinn þrisvar eða fjórum sinnum á ári, styrkti þennan orðróm. En aldrei var á þetta minnzt í návist Sigurlaugar, því gamla konan var enn í fullu fjöri og orðhvöt mjög þegar því var að skipta. Sigurlaug fór á hverju kvöidi yfir brúna á ánni, sem skildi hús hennar frá þorpinu, til að sæikja sér mjólkur- lögg út á skyrið. Á leiðinni staldraði hún við hér og þar, til að masa við kunningjana og hlusta á nýjustu slúð- ursögurnar. Það var hennar bezta dægra stytting, enda hafði hún lítið við tímann að gera. Kvöld eitt að vanda kom Sigurlaug röltandi í mjólkursöluna, með brús- ann sinn í hendinni. Hún staldraði þar við stundarkorn, spjallaði við fólkið og sneri síðan heim á leið. Þá var komið myrkur. Morguninn eftir fannst hún drukknuð í ánni. Lögreglan, sem var vanari að hirða Uppruni nokkurrc sígiidru jólusúlmu án þess að hafa í huga list eða fágun. Eftir séra Sigurjón Gubjónsson prófast i Saurbæ hafa orðið tn íyrir n,'atUi-;a innlií* VII. Syng með oss þakkarljóð, himn- anna herskari glaðvær (Jauchzet ihr Himmel, frohlocket, ihr Eugel, in Chör- en). Sálmurinn er byggður á Jes. 7.14 og er átta vers. Helgi lektor þýddi hann, sleppir þó einu versi. Hefur sennilega við þýðinguna haft hliðsjón af norskri þýðingu Landstads, „Synger for Herren og leg er I himmelske Hære“. Höfund- ur er Gerhard Tersteegen, fæddur 25. nóv. 1697 í Mörs, skammt frá Rín, en dáinn 3. apr. 1769 í Muhlheim í Ruhr- héraði. Tersteegen var yngstur sjö syst- kina og veiklaður í bernsku. Faðir hans var guðhræddur og ráðvandur kaup- maður, Kalvínstrúarmaður, en dó þeg- ar drengurinn var tæpra sex ára. — Móðir hans sendi hann í latínuskóla, þegar hann hafði aldur til. Þrátt fyrir góðan námsárangur, tók hún þá ákvörð- un að láta hann hætta námi fimmtán ára gamlan. Sendi hún hann þá til mágs síns í Múhlheim til að búa hann undir verzlunarstarf og kaupmennsku. Mun þessi ákvörðun hennar hafa staðið í sambandi við efnaskort. — Ekki átti þetta starf við hann til lengdar. Sneri Tersteegen sér nú að vefnaðariðn, og varð silkibandsvefari um skeið. — Hann lifði ofur einföldu lífi, var hneigður til einveru og undi vel sínum hag „ánægð- ur, eins og ég væri konungurinn sjálf- ur“ segir hann. Þegar hann var um hálfþrítugt sótti á hann hugarstríð mikið. Um það leyti kynntist hann ritum dulfræðinga og sökkti sér niður í þau. — Það verða straumhvörf í lífi hans. Á skírdags- kvöld 1724 gefur hann sjálfan sig frels- ara sínum til fullrar og eilífrar eignar. Hann ritar sáttmála þar að lútandi með undirskrift eigin blóðs. Þar stendur m.a.: „Jesús, frelsari minn, ég gef mig þér til fullrar og eilífrar eignar.. . Frá þessu kvöldi er hjarta mitt og kærleikur að eilífu helgað þér.... Héðan í frá og að eilífu verði ekki minn, heldur þinn vilji! Bjóð, drottna og stjórna mér! Ég gef þér fullt vald yfir mér, og lofa, með þinni hjálp og aðstoð, að hella fyrr út blóði minu til síðasta dropa en vera þér ótrúr eða óhlýðinn.... Andi þinn víki ekki frá mér, og dauðastríð þitt styrki mig! Já, Amen! Andi þinn inn- sigli það sem í einfeldni skrifar þín óverðug eign Gerhard Tersteegen." Þrátt fyrir skamma skólasetu varð Ter- steegen vel menntaður maður, einkum í guðfræðilegum efnum. — Þrá hans eftir kyrrð og friði var mjög rík. — Hann las mikið en reit því meira. Gerði litlar kröfur til lífsins, hvað mat, drykk og klæðnað snerti. Sáu nánir vinir að SÍÐARI GREIN verulegu leyti fyrir nauðþurftum hans. — í allri kyrrþey myndaðist stór söfn uður um hann í Múhlheim. — Hann þótti ágætur prédikari og afburða skrifta faðir, en gekk aldrei beinlínis í þjón- ustu kirkjunnar. — Fjöldi manna frá framandi löndum, alla leið frá Amer- íku, kom til Múhlheim til þess að ná tali af honum. Hann var frábær mann- vinur og fór hver betri af fundi hans. — Af fullri djörfung réðst hann á krist- indómsafstöðu Friðriks mikla og skrif- aði rit gegn honum: „Hugsanir um verk heiimspekingsins í Sonssouci". — Ritið komst í hendur þjóðhöfðingjans. Las hann það og sagði síðan: „Og þetta geta „hinir kyrrlátu“ í landinu". Er Friðrik mikli var á ferð vestur þar, bað hann Tersteegen að koma á sinn fund. En hann þáði ekki boðið, og gaf enga skýringu á því, að hann mætti ekki, né heldur afsakaði það. Tersteegen er merkasti dulfræðingur „reformer- uðu“ krikjunnar, og mesta skáld henn- ar ásamt J. Neander. í öllum sálmum hans og andlegum ljóðum vakir andi bænarinnar, mjúkur og máttugur í senn. Um skáldskap Tersteegens hefur merk ur þýzkur bókmenntafræðingur komizt þannig að orði: „Ekki aðeins að máli heldur og formi minnir hann mest á Goethe. Hann er ljóðrænasta skáld Þýzkalands fyrir daga þessa skáldjöf- urs.“ Um sálma sína og Ijóð segir Ter- steegen: „Þau hafa flest orðið til óvænt og eins og af tilviljun á örskömmum tíma. Ég hef hripað þau á pappírinn, og loka inni fyllirafta, stóð ráðþrota andspænis þessari gátu. Slys? Morð? Líkurnar fyrir slysi voru engar, og var því gengið fram hjá þeim möguleika. Morðið, ef um morð var að ræða, gat ekki hafa verið framið nema af drykkjumanni, fávita eða geðbiluðum manni. Grunur féll á Björn, þar sem hann var staddur í þorpinu uim þessar mundir, og lagði af honum vínþefinn frá morgni til kvölds. Kvöldið sera Sigurlaug dó hafði hann farið svínfullur til að gera hasar á þorpsballinu, verið hent þaðan út með brauki og bramli, og brotið rúðu í leiðinni. Hann flangsaði utan í stúlkumar, ógnaði hússtjóranum sveiflandi flösku yfir höfði sér; síðan tók hann að skammast við hvern sem á vegi hans varð og hvarf loks nöldr- andi og þusandi út í myrkrið. Björn var handtekinn á þeim forsend um, að hann væri launsonur Sigurlaug- ar og hefði verið hér að verkL Tveim dögum síðar var hann látinn laus aftur. Engin vissa, engar sannan- ir voru fyrir hendi, og eftir að lög- reglan hafði hlaupið í skollaleik milli haldlansra getgátna, lét hún málið nið- ur falla. etta mál, sem var búið að kosta hvern blaðamann á landinu heila blek- byttu, hafði legið niðri í heilt ár. Þá skeði það, í litlu kaffihúsi við höfnina, þar sem brennivínið rann í stríðum straumum og ramrnur tóbaksdaunninn mengaði loftið, að gamall sjómaður hóf aftur máls á þessu, fyrir fullu húsi af furðulostnum áheyrendum: „Björn greyið hefur svo sem aldrei gert mér neitt til miska, en ef hafið krefst ein- hvers, verður það að fá sitt. Þá leyfir það okkur að fiska, og formælingunni léttir. Birni sagðist svo frá, að lík hefði lallið á þilfarið, en sagði aldrei hvaða Síðustu árin sem skáldið lifði var hann mjög heilsuveill og leið miklar þjáningar. Steinsótt leiddi hann til bana. — Hann hafði gefið sig frelsara sin- um „til fullrar og eilífrar eignar“ á unga aldri. Við það stóð hann allt til enda. Sálmurinn: „Syng með oss þakkar- ljóð“ er ortur 1731. Merkasta rit Ter- steegens er: Geistliehes Blumengártlein“ sem hann gaf út árið 1729. VIII. Hin fegursta rósin er fundin (Den yndigste Rose er funden). Áhrif heittrúarstefnunnar (pietism- ans), frá Halle, urðu mjög sterk í Dan- mörku, einkum við hirð Kristjáns kon- ungs sjötta. Átti hallarprédikarinn, Er- ik Pontoppidan, sinn mikla þátt í því. — Hann var lærður vel, og viljasterk- ur mælskumaður. Pontoppidan gaf út barnalærdómskver og sálmabók, er mót uð voru af hinni nýju trúarstefnu. King óssálmabók skyldi lögð til hliðar. En hann gætti þess þó við sálmaval að taka varlega á sálmum þessa stórskálds, sem sungið hafði sig inn í þjóðina. Annars kom þarna fram alimargt nýrra sálma eftir heittrúarsinnuð skáld. — Bar þar eitt af, Hans Adolf Brorson. — Með honum rís upp mikið sálmaskáld, er gerði nýja bók tímabæra, og létti Ponto ppidan starf hans. H.A. Brorson var kominn af kunnri prestaætt. Um miðja seytjándu öld var prestur í Randrup í Norður-Slésvik, Broder Pedersen. Af tveim sonum hans varð sá yngri eftirmaður föður síns í Randrup. Hann hét einnig Broder, og varð faðir „þriggja-laufasimárans“, en svo voru synir hans siðar kallaðir, þeir Niels, Broder og Hans Adolf. Allir urðu þeir prestar, merkir embættismenn, sálusorgarar og sálmaskáld, þó að sá yngsti og síðasttaldi bæri mjög af um skáldskapinn. — Faðir þeirra dó, er þeir enn voru á barnsaldri. Hugur þeirra ailra hneigðist að bóknámi. Stúdents- prófi luku þeir við latínuskólann í Ríp- um, en stunduðu síðan háskólanám í Höfn. — Allra beið síðar mikill framL — Niels varð hallarprestur í Fredriks- borg og sóknarprestur í Hilleröd, og W——BMIBM—WBW.I"— lík það hefði verið. Ég held því fram að það hafi verið Sigurlaug gamla. Rétt- lætið verður að ná fram að ganga. Og þar sem þetta mál er okkar og hafs- ins, verðum við að fullnægja réttlæt- inu. Segið mér annars, langar ykkur til að drepast úr hungri, eða hvern fjand ann eruð þið að hugsa? Við verðum að komast á sjóinn aftur, og þess vegna verður eitthvað að gera. Hafið þið ekki enn skilið, að það var Björn sem drap þá gömlu og að hún gekk aftur þegar hann var á Hallgerði langbrók. Svo lengi sem Björn gengur í friði um göt- ur bæjarins með bækurnar undir hend- inni og spilar sig fífl og sitthvað annað hvílir formælingin á sjónum, og skipin farast með allri .áhöfn. Hefur ykkur ekki skilizt þetta ennþá?“ Það ríkti dauðaþögn á kaffihúsinu, en af henni mátti ræðumaður skilja á- hrif orða sinna. Síðan varð ys og þya í salnum, köll og ræskingar, stólurn 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.