Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Blaðsíða 3
Eftir Gérhard Chinotfi þyrmilega í þegar hann barðist um. Þór var kunnugt um þetta. Núna fundust engir kippir. Þór laug — hann var óró- legur. Hvernig stóð á því að hann lægði svona skyndilega, hversvegna ýlfraði liundurinn eins og hann væri í dauða- teygjunum? Mennirnir stóðu á dekkinu í skininu frá kastljósunum, iðjulausir; þeir voru iíka órólegir. Þeir höfðu heyrt um stóra iangreyðurinn. Spriklandi fiskarnir, sem ekki var búið að hausa, litu út cins og iðandi hrúga af silfurpeningum. Sjómennirnir vissu að skipstjórinn var að ljúga. Þeir eldri reyndu að stappa stálinu í þá sem yngri voru og óttaslegn ir, en það bar engan árangur, því þeir voru sjálfir -skelfdir. Hin v'aktin hafði ósjálfrátt vaknað og kom út úr klef- unum framá, agndofa og undrandi, hálí meðvitundarlaus ennþá af svefni og þreytu. Hinir urðu fyrir svörum. „Skipstjóri, við verðum að fara héð- an, þetta er óheillastaður." Öll skipshöfnin var nú komin á dekk og stóð undir hvalbaknum í hnapp, eins og í varnarstöðu gegn þessEiri óþekktu, dularfullu, yfirnáttúrlegu hættu. Á hafinu, virtist skipið vera eins og flöktandi ljós, sem slökkva mætti á einu augabragði... Hið ömurlega spangól barst útyfir öldurnar. „Við skulum fara skipstjóri." Óttinn, hinn nístandi ótti sem grípur menn á hafi úti, í þessari regindimmu norðursins. „Það hvílir bölvun yfir þessum stað.“ Þór Þórarinsson var einn, aleinn með ákvörðun sína: „Inn með vörpuna!" Netið var komið að. ,,Ohoj“, mennirn- ir hífðu það með höndunum. Öldugjálf- ur lék um kinnunginn á Hallgerði lang- brók og rennandi sjór lak niður á dekk- ið. Þetta bölvaða net, sem tók með sér í hvert skipti sem það var dregið að- eins lengra inn í skipið nokkuð af kröft- um, nokkuð af skinni lófans í skiptum fyrir íáeinar krónur sem í þag komu. Áfram nú, þetta er alveg að koma. Nú var pokinn hifaður inn, en hann er eins konar pyngja þakin selskinni, og í hann voru fiskamir fangaðir. Til að tæma úr honum fiskana niður á þilfar- ið varð einn maður að ganga undir hann og leysa hnútinn sem lokar botn- inum á pyngjunni. Oftast er það sami maðurinn sem gegnir þessu leiðinda- starfi, og ónotalegt er það, því hann lendir undir allri fiskahrúgunni áður en hann getux- forðað sér. Nú var troll- „Eitthvert kvikindi lent í vörpunni.'* Þór Þórarinsson laug eins og hann var langur til. Fyrir fimm árum hafði stór langreyður lent í vörpunni og tekið ó- TileinJiaö shipvc-r.him á Hallveigu Fróöadóttur, sem ég fór á veiöar mcð og kenndu mér allt. Sérstaklega tileink- aö h'-ium síþyrsta félaga mnum, Benna háiseta. T ogarinn Hallgerður langbrók hafði farið frá Reykjavík að kvöldi þess 10. janúar í hreinviðri og kalda en kyrrum sjó. Siglt var í norður og stefnt s Snæfellsjökul, sem er annar útvörður Faxaflóa. Þegar komið var út á rúmsjó, um miðnætti, var byrjað að veiða. Kastljós- jn lýstu þilfarið, og á mennina, klædda gulum sjóstökkum, eins og þeirra var vandi. Þeir kepptust við að gera að fisk inum, svo blóðsletturnar gengu í allar attir. Þór Þórarinsson skipstjóri, ljós- hærður þrekinn kraftajötunn, eitthvert jnesta heljarmenni meðal íslenzkra tog- araskipstjóra, var í essinu sínu. Hann var kominn í geysistóra fiskitorfu, sem hann ætlaði sér sannarlega að nýta til fullnustu. Togarinn var einn um hit- una, hinir höfðu ekki enn séð til hans, og tjalladjöflarnir voru víðsfjarri. Já, Þór karlinn vissi hvað hann söng. Hann 'hafði velkzt á þessum slóðum í fjöru- tiu ár og var svo sem farinn að þekkja beztu miðin. Fyrst hafði hann verið há- seti, síðan annar kokkur, kokkur, báts- maður, annar og fyrsti stýrimaður og síðast skipstjóri, kannski nokkuð gam- s 11, en þó var ennþá töggur í honum eins og öllum gömlum sjókempum. Og uienn hans báru fullt traust til hans. Hjá útgerðarfélaginu hafði honum ver ið sagt, að þeir yrðu vafalaust sendir með fiskinn á Englandsmarkað, til Gi’imsby. „Fjárinn hafi það, við kom- um til með að raka saman peningum." Ferðin hafði byrjað vel. Sjómennirnir voru ánægðir, og fyrsta halið hafði ver- ið mjög gott. U m tvöleytið næstu nótt breyttist allt. Það var 22. janúar. Það lægði skyndilega, en slíkt var afar sjaldgæft á þessum slóðum og á þessum tíma árs. Gangur skipsins þyngd ist og vélarnar erfiðuðu mikið. Hall- gerður langbrók hægði ferðina um nokkra hnúta. Hundur skipstjórans rak upp svo ámátlegt væl, að hrollur fór um mennina. „Haltu kjafti, hundkvik- indi.“ — og hann fékk vel útilátið spark, þagnaði augnablik, en hélt svo áfram að spangóla. Það var eins og rödd fordæmdra manna sem steypt hefði verið í dimma gi-yfju. Þetta líktist engri dýrsrödd, en ekki var það heldur manns rödd. Sjómennimir signdu sig. „Skipstjóri, við verðum að fara héð- an, þetta er óheillastaður. Það er ekki allt með felldu." „Hver djöfullinn er eiginlega að ykk- ur? Er nú hundræfillinn farinn að skjóta ykkur skelk í bringu? Það er ekkert að óttast. Eitthvert kvikindi hef- ur lent í vörpunni og hlýtur að losa sig strax. Svona áfram með ykkur! Við sjáum hvað setur." KENNEDY Eftir Yngva Jóhannesson Sans peur et sans reproclie í veröld venju brá það, ( og víst var gott að sjá það að líka á okkar öld bar einn hinn glæsta skjöld án ámælis og ótta og ekki hugði á flótta. Þótt Baldur hljóti að hníga er Höður ræðst til víga, þótt heimskan hatur boði og helveg skyggnir troði, hinn hvíti ás mun enn oss örva að vera menn. 1. tölublað 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.