Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 9
BerTínar, hún er skrifuð hérna niðuT, og við þurfum ek,ki annað en setja nöfnin okkar undir“. Hann andaði heitu og köldu eins og honum þóknaðist. Hann sendi Churc- hiLl og stundum Roosevelt skamma- ekeyti og sagði að skipalestum banda- manna hefði mistekiat að koma her- gögnuim til Rússliands. En öllum til anikillar undrunar var hann léttur í Ekapi og elskulegur, þegar sendimenn Churdhills, Eden eða Ismay, heimsóttu Ihann skömmu síðar. Ég hef heyrt hann snúast frá hótunum til furðulegrar sanngirni á einni mínútu. Og jafnhratt gat hann brugðið fyrir sig fáguðustu kurteisi og dónalegustu háðsyrðum til ekiptis, án þess að brýna raustina nokkru Einni. Hann beitti mörgum aðferðum til að bera sigur af hólmi í viðskiptum sínum við aðra. Eitt sinn er Montgomery heim- sótti hann, hafði hann með sér tvær af bókum sínum og kassa af whisky til að gefa Stalín. Og ég bar þetta inn í vinnu- stofu Stalíns. Stalín leit varla á kass- ann, og það fyrsta sem hann sagði við Montgomery, um leið og hann benti á gjafirnar, áður en Montgomery hafði lokið opinberum kveðjum, var: „Já? Og hvað viljið þér fá hjá mér?“ Hann beitti svipuðum aðferðum allan þann fund. Þegar leið að lokum hans, dró Montgomery upp vasabók, sem hann safnaði rithöndum í, og spurði Stalín kurteislega, hvort hann vildi skrifa í hana. Stalín lézt ekki skilja (samt minntist ég þess að á Fotsdam- ráðstefnunni gekk Stalín eitt sinn hring- inn í kringum borðið við máltíð og safn- aði rithöndum á matseðilinn). En nú hélt hann áfram að láta sem hann skildi ekki, unz Montgomery var kominn í þá aðstöðu, að svo leit út sem hann væri að betla. Þá reis Stalín rólega upp frá fundarborðinu, gekk yfir að skrifborði sínu, tók upp penna og skrifaði hiklaust í bókina. Montgomery rétti mér hana til þýðingar. Stalín hafði skrifað: „Kveðjur til brezku hermannanna“. Og fyrir neð- an: „Stalín". Hann fnæsti hörkulega að Churc- hill í Potsdam, þegar hinn síðarnefndi minntist á þá erfiðleika, sem Bretar mundu eiga við að stríða á næsta vetri, ef þeir neyddust til, vegna tillagna Stalíns um Ruhr-héruðin, að sjá hluta af Evrópu fyrir kolum af sínum litlu birgðum. Stalín sagði hvasst, að Rússar væru í miklu verri aðstöðu. Þetta var að vísu rétt, en svo bætti Stalín við, að hann gæti ^agt ráðstefnunni hvernig ástatt væri i Rússlandi, en ef hann gerði það, óttaðist hann að Churchill táraðist. Ein af þeim þjóðsögum um Stalín, sem ennþá heyrist erlendis, er að hann hafi verið eldfljótur að hugsa og alltaf komizt beint að efninu. Það er satt, að hann var vel gefinn, hafði gott minni og missti aldrei sjónar á marki sínu. En Stalín var aðeins stuttorður og gagn- orður vegna þess að hann var stirð- mæltur. Ég heyrði hann aldrei segja langar setningar, nema þegar hann var að rifja upp endurminningar (eins og þegar hann var að basla við að sann- færa foringja bandamanna um að hann, en ekki Sjúkoff, hefði unnið Berlín). Við slík tækifæri gat hann átt til að tala í tvær eða þrjár mínútur. Þ aS var líka prýðileg aðferð fyrir Stalín að tala með túlkum. Hann fékk þá tima til að hugsa sig um. Hann beitti sífellt spurningar-og-svars-aðferð sinni, þurfti ekki að nota minnisblöð og sagði eðeins eina eða tvær stuttar setningar í senn. Þegar Stalfn stóð uppréttur, var hann vanur að spenna greipar á maga sér — eða hærra — eins og munkur, jafnvel meðan hann var að leggja áherzlu á orð sín. Það gerði hánn með því að snúá lófunum lítið eitt fram á við, án þess þó að taka hendurnar af bringunni. Þessi stelling hans var mér alltaf tákn hins innhverfa eðlis hans. En ég sá ótal sinn- um merki um grimmd, hörku, slægð, meinfýsni, kalda hefndarhyggju og tor- tryggni. En mest af öllu bar þó á nærri ótakmörkuðum hæfileika til að bíða síns tíma. I Kreml 1948, þremur árum eftir Potsdam-ráðstefnuna, tók Stalín á móti þremur vestrænum fulltrúum, sem komu til að fá einhverja lausn á sam- göngubanninu við Berlín. Hann reyndi mikið og lengi að þvæla Vesturlanda- mönnunum til að birta yfirlýsingu, þar sem bandamenn voru beðnir að fresta stofnun vestur-þýzka ríkisins, unz hald- inn hefði verið fundur utanríkisráðherra eða æðstu manna. En þegar fundinum lauk, virtist hann alls ekkert leiður yfir skilyrðislausum neitunum Bedell Smiths hershöfðingja, sem ég túlkaði fyrir. Stalín tilkynnti aðeins eftir hverja neit- un: „Ég hef ótakmarkaða þolinmæði, ég veit ekki um yður“. Stalín bar margar grímur, en tvo veik- leika var ómögulegt að hylja til lengd- ar: hégómagirnd og ótta. Mér fannst þetta hvort tveggja hluti af minnimátt- arkennd hans. Flestir vestrænir leiðtog- ar, sem hittu hann, hafa haldið því fram að Stalín hafi verið hugrakkur maður. Að því leyti sem tillitsleysi og stefnufesta útheimta hugrekki, hafði Stalín nokkuð af þeim eiginleika til að bera. En ef óeðlilegur og ákafur áhugi á persónulegu öryggi og ótti við dauð- ann bera vott um hugleysi, þá hefur Stalín líka verið hugleysingi innst inni. Ég hef lýst hinum óvenjulegu ör- yggisráðstöfunum hans í Kreml-kastal- anum. Þær ráðstafanir, er hann gerði þau fáu skipti, sem hann fór úr virki sínu, voru jafnstórkostlegar. D ag einn á Yalta-ráðstefnunni átti Stalín að koma til miðdegisverðar í Vorontsoff-villunni, þar sem brezka sendinefndin bjó. Aðgerðirnar til að vernda líf Stalíns byrjuðu þegar um morguninn og voru miklu víðtækari en veitandi hans, Churchill, gerði sér grein fyrir. Áður höfðu karlar og konur úr Rauða hernum verið á stöðugum verði í kringum húsið og höfðu vakandi auga á öllum Bretum. Þennan morgun kom aukinn liðstyrkur og hélt vörð í hlíðun- um allt í kring. Enn aðrir bættust í hóp varðanna í görðunum, sem lágu niður að sjónum. Stórfenglegar, breiðar steintröppur lágu niður garðinn og meðfram þeim standa marmaraljón. Rússnesku verð- ' irnir rannsökuðu þau öll til að ganga úr skugga um að ekki væri sprengiefni í þeim. Nokkrum kiukkustundum áður en kvöldverður átti að byrja, var öllum herbergjum, sem lágu að borðsalnum, læst. Ef ganga þurfti úr kortaherbergi Churchills í márísku álmunni yfir í aðal- bygginguna, varð að fara út og kringum húsið að hinum innganginum. (Varla er unnt að hugsa sér meiri mun en á þessu og heimsókn Krúsjeffs á brezku vöru- sýninguna í Moskvu sumarið* 1961. Mannfjöldinn þyrptist svo að eftirmanni Stalíns, að Sir Brian Hutchinson, forseti sambands brezku verzlunarráðanna, baðst afsökunar, en Krúsjeff sneri sér brosandi við, setti sig í hnefaleikastöðu, lyfti upp hnefunum og sagði hlæjandi: „Ég get varið mig sjálfur“). berandi einkenni um ótta Stalíns voru áhyggjur hans af heilsufari sínu. Leiðtogar bandamanna hafa áfellzt Stalín fyrir að neyða sér eldri menn, eins og Cordell Hull og veika menn eins og Roosevelt og Churchill (eftir ein veikindi hans) til að ferðast þúsundir kílómetra til að eiga fund við hann, í stað þess að koma til móts við þá, að minnsta kosti á miðri leið. Stalín bar því við, að læknar hans hefðu bannað honum að ferðast langar leiðir eða með flugvélum. Hann talaði oft um, hve heilsa hans væri léleg, og gerði aldrei að gamni sínu um hana. Skýrari dæmi um ótta Stalíns við að verða hlægilegur hafa komið fram í frásögnum annarra. Það voru minni- háttar dæmi um minnimáttarkennd hans, sem ég sá. Enda þótt hann liti sjaldan framan í þann sem hann talaði við, tók ég eftir því að þegar ljósmynd- ir voru teknar reyndi hann að standa þrepi hærra en allir aðrir eða leita upp í hverja smábrekku, sem fyrir hendi kunni að vera. I Potsdam heimtaði hann að skrifa fyrstur undir hina endanlegu yfirlýsingu. Ég minnist þess hve ó- skemmtilega hann kom fram, þegar honum var sýnt kortaherbergi Churc- hills í Yalta. Hann sagði ekki orð því til hróss — nákvæmlega eins og smá- strákur, sem öfundar félaga sinn af leik- fangi. í Potsdam lét Truman Eugene List liðþjálfa leika verk eftir Chopin í veizlu, sem hann hélt brezku og sov- ézku sendinefndunum. Stalín vildi ekki verða minni maður og lét sinfóníuhljóm- sveit leika í sinni veizlu. Þegar Churchill heimsótti Moskvu í október 1944, sagði Stalín honum, að Tító væri maður, sem hefði hlotið „grunsamlegt bændauppeldi“. Hafi nokkur maður meðal leiðtoga Rússa verið sviplausari í útliti, fram- komu og tali en Stalín, var það Molo- toff. Það var erfitt að komast hjá að álíta, að þetta væri ein af orsökum þess, að Stalín fannst gott að hafa Moloto® með sér. Auk þess stamaði Molotoff, o£ þá varð samanburður jafnvel við hin^ litlausu rödd Stalíns honum í hag. Honum þótti lofið gott, en hafði ekki sjálfstraust Krúsjeffs til að taka kump- ánaskap. Ég var við veizluborðið í Yalta, þegar Roosevelt sagði Stalín, að hann sjálfur og Churchill kölluðu hann „Jóa frænda“ sín á milli, og ég held að Stalín hafi orðið sárgramur. I júní 1945 hafði Stalín fengið hinn æðsta hernaðartitil, generalissimus. Fyrsta sinn eftir það, sem ég þýddi beint fyrir Stalín, var í Potsdam, þegar hann veitti Mountbatten lávarði áheyrn. Pav- loff sagði mér þá, að hann vildi ekki að-: eins láta ávarpa sig með titli sínum í hvert sinn, heldur láta „gospodin" (herra) fylgja með í hvert skipti. Þegar búið var að setja „gospodin generalissi- mus“ í þágufall til dæmis, var enginn vandi að brjóta tunguna í sér á því. En Stalín naut titilsins bersýnilega. Stalín talaði ekki annað tungumál en móður- mál sitt, georgísku og rússnesku, og hann átti bágt með að þola, að aðrir kynnu að tala önnur tungumál en móð- urmálið. Hann var haldinn djúpstæðri minni- máttarkennd. Hann hafði greinilega ánægju af að auðmýkja og lítillækka aðra. Ég held að þessi minnimáttar- kennd hafi leitt Stalín til hinnar mestu kaldhæðni: Þó hann segðist vera alþýðu- maður, hafði hann í rauninni einangrað sig frá almenningi til að geta lifað ofar honum. A ðeins örlítill hluti af 200 milljón- um Rússa sá Stalín nokkru sinni í eigin persónu, og flestir þeirra aðeins í fjarska á svölum hjá Rauða torginu við hersýn- ingar. Jafnvel ennþá færri vissu hvar hann bjó og vann. Flestir Sovétborgarar komust næst Stalín um.venjulegan póst- kassa sem hékk á vegg Kreml og var einkenndur með titli hans, eins og hann var hverju sinni, en ekki nafni hans. í þennan póstkassa settu vesalir menn bónarbréf sín um miskunn til handa einhverjum ættingjá eða ástvini, sem var ofsóttur til að Stalín gæti haldið lífi og völdum. Stalín gerði landa sína ekki aðeins hrædda sið sig, heldur og hvern við annan. Þegar jafnalgengt var að leyni- lögreglan berði að dyrum á næ'turnar og pósturinn á daginn, var eftirfarandi gamansaga sögð í Moskvu: Húsvörður barði á dyr að næturlagi og kallaði: „Verið ekki hræddir félagar. Það er bara kviknað í húsinu“. Skugginn, sem Rússar tala um enn, hefur reynzt svo lífseigur sökum þess að hann féll á dyr hvers einasta manns. (OBSERVER — öll réttindi áskilin) Tvær líkar myndir með 10 ára millibili og þó. Fólkið fékk aldrci að umkringja Stalín. 10. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.