Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 1
Fyrir utan hliðið, sem er á Alexa.nders- garðinum, en hann liggur við suðvest- urenda Kreml, beið svört bifreið, sem ók á undan okkur að aðalhliðinu. Um leið og við komum inn úr hliðinu fór bjaila, sem var tengd við ljósnæmt tæki, að hringja í sífellu. Sitt hvorum iruegin við hliðið voru varðbyrgi; majór með biáa húfu úr hinni einkennisklæddu leynilögreglu, MVD, rannsakaði skil- ríki bílstjórans og gáði inn í bílinn, en þrír N.C.O.-menn stóðu vörð-í kring á meðan. Allir vóru þeir vopnaðir skamm- byssum, einnig majóriftn. Nú loks Jiætti að.vörunarbjallan að hringja. Allt gekk hratt og snurðulaust. Við ókum éftir breiðum, svörtum, mal- bikuðum brautum Kreml með 30 kíló- metra hraða ^klukkustund. Nú, þegar Höfundur meðfylgjandi grein- ar, Hugh Lunghi, var um árabil túlkur Winstons Churchills og annarra vestrænna valdamanna í viðræðum þeirra við Stalín og átti þannig kost á að sjá sovézka ein- ræðisherrann í öðru Ijósi en flestir VesturÍandabúar. Bæði Churchill og Roosevelt horfðu á Stalín af sjónarhóli stjórnmálanna og hrif- usr af leiðtoganum og raunsæis- manninum. Hugh Lunghi gerir sér grein fyrir manninum hak við hina opinberu ásjónu — látæði hans, veikleikum, styrk og sér- vizku. Stalín hefur verið dauður í 10 ár <>g tvisvar verið graf- inn — hið fyrra sinn opinberlega, smurður í grafhýsinu á Rauða torg- inu, en seinna svo lítið bar á undir rauðum múr Kremlborgar. Fyrir ári sögðu þrír menn við mig í Rússlandi: „Stalín er horfinn, en skuggi hans er enn meðal okkar.“ En aðeins einn þeirra, hinn elzti, sagði það með hrolli, eins og vofa hans gæti enn líkamnazt. Að sögn seinni tima kommúnistaleið- toga sem til þekktu, var maðurinn, sem þessi lífseigi skuggi er af, hrein ófreskja, sekur um óumræðileg grimmdarverk, hryðjuverk og skelfingar; fjöldamorð- ingi. Ég fylgdist vel með Stalín í sex ór, og veit að hann gat snúið annarri hiið að fólki. Á striðsárunum sá ég og heyrði vest- ræna leiðtoga skjalla Stalín og hrósa honum á ráðstefnum og í veizlum, bæði ©pinberlega og í einkaviðræðum, og hann endurgalt þeim í sömu mynt. Ég sá þá þi-ýsta þétt höndina, sem (að sögn Krús- éffs) bar ábyrgðina á dauða „þúsunda eisaklausra manna". Ég tók sjálfur í þessa hönd við mörg tækifæri, tók við teglösum úr henni og hún klappaði mér é bakið. Hefði ég verið í aðstöðu til að (bæta hrósi mínu og skjallyrðum við, er enginn vafi á að ég hefði gext það, eð minnsta kosti fyrst í stað. Það var ekki fyrr en síðar, að ég tók að efast, ef til vill vegna þess að ég sem túlkur gat látið lítið á mér bera og fylgzt með honum og nokkru af hugsanagangi hans. Hluta af lausn gátunnar var að finna i þauiskipulagðri einangrun hans. Hinar fáu áheyrendastundir, sem hann veitti, ©g sviðsetningin, sem byrjaði löngu éðuir en farið var að nálgast múra Kreml, höfðu tilætluð áhrif á hina for- hertustu stjórnmálamenn, enda þótt þau væru ef til vill ómeðvituð. Áður en komið var inn í það allra helgasta, kynntust menn fleiri varúðar- ráðstöfunum en gerðar hafa verið til að vernda nokkurn annan stórþjóðar- leiðtoga nú á dögum. Mitt hlutverk var að taka á móti boðinu simleiðis, venju- lega frá túlk Stalins sjáifs, og tilkynna honum, hversu margir við værum, nöfn okkar allra, gerð og númer bifreiðar þeirrar er með okkur kæmi, og að lok- um nafn bílstjórans. Okkur o-g öllum öðrum gestum var ævinlega sagt að koma að Borovitsí- hliðinu á Kreml. Hliðið er á suðvestur- enda Kreml og eins langt frá hibýlum Stalíns og unnt var. egar við ókum til Kreml, fórum við framhjá 3 lögreglumönnum. Einn þeirra tilkynnti korau okkar simleiðis til næstu gatnamóta, þeir réttu okkur þannig á milli sin eins og boðhlaups- kefii. Öll umferðarljós voru græn, þeg- ar við komum að þeim. Krúséff ríkir, er frjáls umferð um Borovitskí, og fjöldi fólks er á götum Kreml. Þegar við vorum að fara til fundar við Stalin voru þessar götur auð- ar dag sem nótt. v ” ið forum yfir í austurh'lið Kreml, sem snýr út að Rauða torginu, fórum fram hjá „kommandatúrunni", stöðvum varðliðsins, og stönzuðum fyrir framan hið þokikafulla, þríhyrnda Kazakoff- þinghús. Þar vax miðdepill hins sovézka heimsveldis, þvi í þessu húsi voru skrif stofur ráðherranna, hins innsta hrings — ráðherraráðsins sem skipað var vara- forsætisráðherrum Stalins — og svo vinnstofur Staláns sjálfs. Við aðaldyrnar voru bíldyrnar opn- aðar af dyraverði í gráum einkennisbún- ingi og með rauðbryddaða húfu. f and- dyrinu heilsaði okkur annað MVD-varð- lið, ofursti, tveir eða þrír höfuðsmenn og lautinantar, sem allir báru skamm- byssur. Hægfara lyfta fór með okkur upp tvær hæðir. Ofurstinn fylgdi okkuir. Þegar við komum úr lyftunni, geng- um við inn langa og háa ganga. Við hvert horn stóð vopnaður vörður. Við fórum fram hjá þrem dyrum með svört- um vængjahurðum með gylltum stöfum; og á hurðinni næst herbergjum Stalins sjálfs stóð: V. M. Molotoff, fyrsti vara- formaður ráðherraráðsins. Enginn sást á göngunum, nema hin- ir vopnuðu verðir. Það var sama ís- kalda þögnin inni í húsinu og úti í mann lausum görðunum. Daufa lykt af mak- horka, grófu svörtu rússnesku tóbaki, sem minnti á lyktina af gömlu káli, virtist leggja um allt húsið. Teppi voru á göngunum, engin munaðarvara, held- ur breiðu dreglarnir sem eru svo al- gengir í sovézkum stofnunum. Hinar þungu vængjahurðir voru fóðraðar með græn-brúnu leðri. Einar slíkar opnuð- ust og við gengum inn í forstofuna að herbergjum Stalíns. - V ” ið komum inn á gljáfægt park- ettgólf, með nokkrum stórum mottum á víð og dreif, en húsgögn voru_ engin önnur en stórt skrifborð' og nokkxir ferkantaðir stólar með beinu .baki. Yfir þeim voru rykhlífar úr hvítu licni. Smá- hópur vopnaðra liðsforingja, einkalíf- vörðurinn, stóð til hliðar í herberginu. Þeir voru undir stjórn kubblegs manns í hershöfðingjabúning. Án þess að til- kynna nöfn okkar opnaði hann vængja- hurðir, og við komum inn í þiljað her- bergi, sem bæði var vinnustofa og fund- arherbergi. í hinum enda herbergisins, nokkrum skrefum framan við skrifborðið, stóð yfirlætislaus og lítill gamall maður. Vinstri handleggur hans var visinn og beygður, svo að hann hvíldi rétt neðan við hjartastað. Hægri hönd hans lá und- ir þeirri vinstri. Hann var í einföldum, gráum jakka, sem hnepptur var upp i háls og aðeins skreyttur hinni litlu gullstjörnu Hetju Sovétrikjanna. Buxur hans voru með hvössum brotum, og svo víðar að rétf sá'St í frammjóa tástýfða skóna. Hann leit út eins og gamaldags frændi. 1 egar við komum inn, tók hann eitt eða tvö skref í áttina til okkar með túlk sinn á hælunum og lítið eitt til hiiðar. Stalín heilsaði okkur öllum með handabandi, álútur og ballaði höfðinu lítið eitt ti'l hliðar, svo að hann horfði ekki beint í augu nokkurs manns. Hand- taik hans var þétt en ekki þunglamalegt, hönd hans var ekki stór, heldur breið og fremur mjúk. Túlkurinn tók sömu- leiðis í hendur okkur öllum með alvar- legri og hátíðlegri kurteisi. Stalin bauð okkur til sætis við langa, grænþakta fundarborðið, 'sem náði yfir tvo þriðju af langhlið herbergisins, sem var um tíu metra langt. Stólarnir voru eins og stólarnir í fremra herberginu, og við settumst við þann endann, sem nær var skrifborði hans. Á skrifborðinu stóðu þrjú kringlótt box með mörgum tylftum nýyddaðra blýanta, þungur blek- standur úr marmara með byttum úr skornu gleri, sem geymdu rautt og blátt blek, og lampi á maimarafæti. S talín sat ekki við enda borðsins heldur beint á móti okkur; bak hans vissi að veggnum sem bar myndir af miklum rússneskum hershöfðingjum frá fyrri tið, Suvoroff og andstæðingi Napó- leons, Kutuzoff. Við snerum baki að gluggunum, sem hvít silkitjöld voru dreg in fyrir á kvöldin. Fyrir framan okkur á borðinu voru öskubakkar og nokkrar dósir með græn- um og gyliltum röndum, sem geymdu Dukat og Luxe, beztu vindlinga Rúss- lands. Stalín reykti þá mikið. Aðeins í Framhald á bls. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.