Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 7
HEIMILISVAKAN Á helgri stund ,J2n Hann tók þá tólf til sín og sagði við þá: Sjá, vér förum upp til Jerú- sálem, og mun þá allt þaö, sem skrifað er af spámönn- unum, koma fram við mannssoninn. Þvi Hann mun verða framseldur heið- ingjunum og Hann mun verða hœddur og Honum mun verða misþyrmt og það mun verða hrœkt á Hann og þeir munu húð- strýkja Hann og deyða og á þriðja deg% mun Hann upp rísa“. (Lúkas 18: 31—3-1, J. Það tímabil kirkjuárgins, er nú stendur yfir er nefnt Fastan. Á þessum tíma vill kirkjan ykkar minna alla á pá kærleiksfórn, sem Krist- ur færði, er Hann saklaus leið og þjáðist og var kross- festur. Jesús sagði eitt sinn, að enginn gæti sýnt betur elsku sína, en að gefa líf sitt fyrir vin sinn. Dauði Krists á krossinum er skýrasta sönnunin fyrir því, hversu óumræðanlega Guð elskar þig jafnt sem öll önnur börn sín. Krossinn, tákn kristn- innar, er sigurmerki kærleik ans, því að með upprisu sinni vann Jesús sigur yfir dauðanum og gaf okkur öll- um fyrirheit og vissu um ei- líft líf. Viljir þú í einlægni vinna í þágu hins góða mun það oft kosta þig þung spor, áhyggjur og miklar fórnir, en farsælust er sú leið, því að þú stendur aldrei einn. Kristur mun vernda þig, gæta þín og styrkja og varða þér leiðina til sigurhæða trúar og kærleika. B. F. SKRiFLEIK Giftingar-leikur I" ' skál eða hatt eru látnir samanbrotnir miðar og er á hverjum þeirra nafn á ein- hverri ógiftri stúlku, sem við- stödd er eða allir kannast við. í annað ílát eru látnir jafn- margir miðar með þekktum karlmannsnöfnum. í þriðja ílátið eru látnir miðar með ein- um málshætti á hverjum. Þegar öil þessi vinna er um garð gengin eru hattarnir eða ílátin borin á milli fólksins. Sá fyrsti er spurður: Hvern vilt þú gifta? — Hann dregur þá eitt karlmannsnafn. — Hverja viltu gefa honum? — Þá dregur hanrí kvenmannsnafn. — Seinast er spurt: — Hvað segir þú nú um þetta? — Þá dregur sá sami einn málsháttarmiða. — >á er farið til þess næsta og hann spurður: —• Hvern vilt þú gifta? o.s.frv. Til þess að leikurinn verði skemmtilegur, verður einkum að velja málshættina hnytti- lega. Mikinn hlátur vekur það auðvitað, þegar einhver dregrn sitt eigið nafn. Ef vel er á haldið getur þessi leikur vakið hlátur og komið viðstöddum í hátíðarskap. Hér kemur annar leikur, sem við skulum kalla: Að gefa ráð Allir viðstaddir fá aflang- an miða og skrifar hver nafn sitt efst á miðann. Vefur hann síðan upp á þann enda hans, svo nafnið sjáist ekki. Síðan er miðunum blandað saman og allir látnir draga einn af þeim. Hver og einn skrifar síðan einhvern dóm um þann, sem á miðanum stendur — án þess — að gæta að nafninu, og vefur blaðað lengra upp, svo að dómurinn sjáist ekki. Þessi leikur þarf að vera þó nokkuð dularfullur, því nú er miðunum ennþá blandað og út- býtt og skrifa síðan allir ein- hverja ráðleggingu á það, sem óskrifað er af miðanum. Ðæmi: Á einum miðanum stendur efst nafnið’: t.d. Sveinn Jónsson. Dómur: „Er mjög skapillur". Ráðlegging: „Hann sé hengdur upp á snaga á hverju kvöldi og látinn hanga þar yfir nóttina“. Annar miði: Nafn: Jón Geirsson. Dómur: „Gerígúr með mórauða sam- vizku“. Ráð: „Sé þveginn úr grænsápu og breiddur út til þerris. — Ekki skaðaði að bera mjólk á bak við eyrun“. Samkomugestir og gestgjafar skrifa vissan fjölda (3—-4) miða og sitt sjúkdómsnafnið á hvern og brjóta þá síðan sam- an og leggja í hatt, húfu, eða annað ílát tiltækilegt. Við skul- um kalla þennan leik: Læknisráðin Þá eru skrifaðar eins margar ráðleggingar á aðra miða, sem eru látnir í ann an hatt. Að þessu loknu geng- ur einhver, sem þykist vera læknir inn í stofuna (klæddur tilhlýðilegum búningi) og spyr hvern einstakan hvað að hon- um gangi. Dregur þá hinn sjúki einn af sjúkdómsmiðunum og sýnir lækninum. — Að því er ekki að spyrja áð læknirinn kann strax ráð við þessum kvilla — gerir sér lítið fyrir og dregur einn af ráðlegging- armiðunum og les hann upp. Það skaðaði ekki að lyfseðill LEÐURVINNA VII. TFzðWWrnm ua/ nrrti/mú. 50 AÐfíftÐ S£rt SÝAJD A'ffA/O/l V/£> TVöfALÖAH KfíOSS-SAVrt. m 'rgSjjm m 001' CÍífc -rEcsbóU ImnnAt fylgdi og annað, sem starfinu fylgja ber. GÁTUK OG ÞRAUTIR 1. Þú átt það, en aðrir nota það þó meira en þú sjálf- ur. Hvað er það? 2. Hver kann bezt að herma eftir allar hreyfingar þin- ar? 3. Blindur maður sá fugl, fót- lama maður hljóp hann uppi, og nakinn maður stakk honum í vasa sinn. Hvað er þetta? 4. Maður nokkur átti 6 dæt- ur og hver af dætrunum átti einn albróður. Hve mörg börn átti þá maður- inn? 5. Lítill hnokki gekk eftir götunni og mætti manni og sagði: „Pabbi“. „Já“, svar- aði maðurinn, „víst er ég faðir þinn, en þó ertu ekki sonur minn“. Hvernig gat það átt sér stað? 6. Brytinn harði meiddi mig, manna skiptir fæði, síðan fer í sjálfan sig, og sinni léttir mæði. Svör í næsta tölublaði. Orð og setning T¥ ■liugsum okkur tvo menn. Annar er svo málgefinn, að hann talar sleitulaust, meðan einhver nennir að hlusta á hann. Hinn lætur nægja að ýta út úr sér nokkrum vel völdum orð- um, þegar þörf krefur. Hvor maðurinn verður okkur minnisstæðari? Sá síðari — að öðru jöfnu. Endelaus orðaflaumur verkar á mann eins og sí- felldur árniður. Fyrr en varir, hættir hann að vekja athygli. Það er um orðin eins og peningana: því freklegar sem þeim er sóað, því minni ánægju veita þau. f þessu efni er það fyrsta boðorð í stiflagerð. Því fleiri sem orðin eru, þeim mun minni áherzla hvílir á hverju þeirra. Fá, valin orð bera að jafnaði vott um skýra hugsun. Orðaflaumur vitnar þar á móti um óljósar hugmyndir og óskýra hugsun. Spakmæli og orðskviðir eru jafnan stuttorðir, sömuleiðis setningar úr bókmenntum, sem í minni festast t ” g var ung gefin Njáli,“ sagði Bergþóra. Hversu gullvæg er ekki þessi seining einmitt vegna þess, að þar er ekkert orð um of? Auðvelt væri að tvöfalda orðafjöldann, án þess að merking breyttist að ráði. En með því móti þynntist setningin svo út, að enginn gæfi henni gaum, hvað þá heldur legði hana á minnið. Hugsum okkur, að Bergþóra hefði sagt: Ég var nú víst talsvert ung, þegar ég var gefin honum Njáli. í saman- burði við hin kiassísku orð Njálu væri slíkt orðalag hlægileg lágkúra. Bergþóra væri varla talin til kvenskörunga, ef höf- undurinn hefði nermt orð hennar á þann hátt s amtengmgar tengja orð og setningar, segir í málfræði- bókum. Hlutverk þeirra í málinu er ótvírætt. En meðalhófið er vandratað, og mörgum hættir til að nota þær í óhófi. Stuttar setningar, stuttar málsgreinar — þannig mætti orða hina fyrstu reglu, sem fara bæri eftir við samningu ritgerðar. Sparsemi í notkun orða gerir stílinn festulegri, skýrari. Það rýrir ekki gildi þessarar reglu, að sumir kunnir rithöfundar hafa tamið sér hið gagnstæða: langar málsgreinar og margorðan stíl. Þeir, sem hafa langa þjálfun að baki, valda mörgu, sem byrjendur ráða ekki við. s tundum er álitið, að háspekileg hugsun leynist helzt á bak við myrkan og þvælinn stil. Hitt er þó mála sannast, að stíll og hugsun er tvennt, sem ekki verður aðgreint. Hugmynd- in er ekki orðin augljós, fyrr en hægt er að koma orðum að henni. Góður stíll er stuttorður og skýr. Allt orðskrúð og mælgi, sem er ekki nauðsynleg til að tjá þá hugsun, sem við viljum láta í ljós, er til spillis, en engrar prýði. — EJ 10. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.