Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 6
| BÓKMENNTIR j Framhald af bls. 5. um út nokkrir í sameiningu, og ég fann það affcur þegar ég sneri mér að nýju að leikihúsinu. Rifchöfundur vinnur í einrúmi, er dæmdur í einrúmji, og umfram aJLt dæmir sjálfan sig í einrúmd. Þetta er eklki réfct og það er ekki hollt. Sé hann eðlilega gerður, rennur sú stund upp þegar hann hefur þörtf fyrir að sjá önnur andlit, finna hlýju mannlegs sam- neytis, og það er skýringin á flestum tfyrirtækjum rifchöfundarins: hjónabandi, háskólastartfi, stjórnmálum. Hvað sem um það er, þá leysa þessi úrræði eng- ain vanda. Hann hefur ekki fyrr týnt einverunni en hann fer að sakna henn- ar. Hann mundi vilja hafa í einni og sömu andrá inniskóna sína og brenn- andi ástarævintýri. Hann mundi vilja vera háskólakennari án þess að hætta að vera utansafnaðarmaður. Og sé hann stjórnmálamaður, mundi hann vilja láta aðra semja og drepa í sinn stað, en aðeins með því skilyrði að honum væri áskilinn réttur til að fordæma þá fyrir það. Trúið mér, köllun iistamannsins nú á dögum er ekki hóglífisembætti. Leiklhúsið býður upp á samfélagið sem ég þarfnast ásamt með þrældóm- inum og þeim takmönkunum sem allir menn og öll hugsun þarfnast. í ein- rúmi ríkir rithöfundurinn — en aðeins yfir tómrúmi. í leikhúsinu getur hann ekki ríkt. Það sem hann langar til að gera veitur á öðrum. Leikstjórirm þarfn- ast leikarans sem aftux þarnast hans. Þessi gagnkvæma þörf myndar þegn- skap starfsins og gefur hinu daglega samfélagi form, sé hún viðurkennd með þeirri auðmýkt og því góða geði sem hanni hæfir. í henni erum við öll tengd saman án þess að nokkur týni frelsi sínu (eða því sem næst). Er ekki þetta ágæt forskrift fyrir þjóðfélag framtíð- arinnar? E n við skulum ekki láta þetta tfara milli mála: Leikarar eru engu síð- ur fórnarlömb blekkingarinnar en aðr- ar mennska-r verur, þar með taldir leik- stjórarnir, og sfcundum eru þeir það jafnvel í ríkara mæli, hafi maður leyft sér að fá ást á þeim. En blekkingarn- ar (ef það eru þá blekkingar> láta venjulega ekki á sér kræla fyrr en verkefninu er lokið og hver fer heim í sína einveru. í þessu starfi, sem getur ekki státað af sérstakri rökvísi meðal iðkenda sinna, er haft fyrir satt og sagt með sömu sannfæringunni, að mis- heppnan leysi upp leikflokkinn og að góður árangur leysi hann upp. Hvor- ugt er rétt. Það sem leysir upp hóp- inn er það að vonin, sem hefur hald- ið honum saman á æfingum, hverfur. Það er nálægð takmarksins (frumsýn- ingarinnar) sem hefur skapað og við- faaldið þessu nákomna samfélagi. Stjórn- málaflokkur, hreyfing, kirkja er líka samtfélag, en markmiðið er hulið í nófct framfcíðarinnar. í leikhúsinu verður á- vöxtur erfiðisins uppskorinn, til iLLs eða góðs, á kvöldi sem vitað er um löngu áður, kvöldi sem færist nær með hverjum nýjum degi. Einstaklingar mynda heild með því að taka þátt í sameiginlegu ævintýri og keppa að einu marki, sem verður aldrei betra eða fegurra en hið langþráða kvöld þegar teningunum er kastað. Gildi iðnaðarmanna fyrr á öldum, hinar sameiginlegu vinnustofur málar- anna á endurreisnarfcímanum hljóta að hafa vakið sams konar fagnaðartilfinn- ingu hjá meðlimum sínum eins og þá sem vaknar meðan verið er að undirbúa leiksýningu. Afrek þeirra hafa varðveitzt 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lönga eftir aS andrí skBpwnarfnn* vai liðin hjá. Aftur á móti er leiksýning- in hverful — og þátttakendurnir elska hana þeim mun heitar sem þeim er það ljósara, að einp góðan veðurdag hlýtur hún að deyja. Ég hef ekki lifað slíkt sam félag síðan í æsku: þéssa máttugu tiifinn- ingu vonar og einingar sem fyllti hina löngu og erfiðu daga þjálfunar þangað til dagur kappieiksins rann upp. Það litla sem ég veit um þegnskap, aga og kjark hef ég lært á knattspyrnuvell- inum og leiksviðinu. Það voru mínir raunverulegu hásikólar. L eikhúsið hjálpar mér líka til að flýja þær huglægu eða afstrakt hneigð- ir sem ógna öllum rifchöfundum. Alveg eins og ég vildii heldur skipuleggja síð- urnar í blaðinu en skrifa’ þessar hálf- köruðu prédikanir sem kallaðar eru leiðarar, þegar ég vann við blaða- mennsku, þannig þykir mér miiklu skemmitilegra að sjá verkið festa ræt- ur í hrærigrauti Ijósa, palla, tjalda og annarra sviðstæikja. Ég veit ekki hver sagði, að maður yrði ekki góður leikstjóri nema hann hefði fundið þunga lei'ktjaldanna með eigin örmium, en þetta er mikilvæg regla í alirl list. Og mér þykir vænt um þetta starf sem knýr mig til að faugsa um allt í einu: sálarlítf persónanna, staðsetningu lampa eða blómavasa, áferð klæðis, þunga og jafnvægi einhvers stórs hlutar sem á að hanga yfir sviðinu. Þegar vinur minn Mayo teiknaði leiktjöldin fyrir „Hina djötfulóðu“, urðum við ásáttir um að í uppfa'atfi yrðum við að hugsa okkur leiktjöldin í likingu við veruleikann, óvistlegt herbergi, húsgögn o.s.frv., svo við gætum síðar smám saman lyft þeim á faærra svið, sem væri efeki eins háð efnisveruleikanum. Að loíkum mundum við svo sfcílfæra leiktjöldin. Niðurstað- an varð sú, að leikurinn fór fram í ein- favers konar óraunverulegu andrúmslofti vitfirringar, en barrn. hófst á ákveðnum stað þar sem efnið réð ríkjum. Er ekki einmitt þetta skilgreining á listinni? Hvorki veruleikinn út af fyrir sig né faugmynda'flugið eitt sér, heldur hug- myndaflug sem hefst í sj álfum veru- leiikanum. Og er þá nóg komið af persónu- legum ástæðum fyrir starfi mínu í lelk- faúsinu. Hér er um að ræða ástæður einstaklings, en ég hef líka sérstakar ástæður sem listamaður — og þær liggja ekfei eins Ijóst fyrir. í fyrsta lagi finnst mér leikhúsið vera vetfcvangur sannleikans. Reyndar kallar fólfe það einatt vettvang blekkingarinnar. En leggið ekki trúnað á slikt! Það er þjóð- félagið, framar öðru, sem lifir í blefek- ingum, og þið munuð vissulega finna færri loddara á leiksviðinu en á stræt- um borgarinnar. Tökum sem dæmi einn þessara ólærðu leikara seni læfcur að sér kveða í tízfeusamkvæmum eða á sfcjórnarskrifstofum eða einfaldlega með al áhorfenda á frumsýningum. Setjið þennan mann upp á leiksviðið, á þenn- an afmarkaða reit, beinið 4000 vöttum af ljósi á hann, og leikurinn verður fuJI- komlega óþolandi. Þið munuð sjá hann, ef svo mætti segja, allsnakinn í ljósi sannleikans. Já, bjarmi sviðsljósanna er miskunnarlaus, og öll látalæti heimsins megna ekki að fela innra mann fearls eða feonu á sviðinu, þrátt fyrir gervi og búninga. Og ég er þess fullviss, að jafnvel fólkið, sem ég hef þekkt lengi og vel í lífinu, mundi opinberast mér með nýjum og gertækum hætti, ef það tféllist á að ætfa og sýna með mér verk sem fjallaði um einstaklinga frá öðru tímabili og af annarri gerð. Þeir sem hafa mætur á leyndardómum hjartans og sannleikanum, sem er falinn í öll- um mönnum, verða að koma í leikhús- ið. Það er þar sem óslökkvandi forvitni þeiiu-a fær fyl'lsta svölun. Já, trúið mér, Albert Camus að stjórna leikæfingu ef þið viljið gefa sannleikanum líf, þá setjið hann upp á leiiksviðið. S tundum er ég spurður: „Hvern- ig geturðu samræmt leikfaúsið og bók- menntirnar í lífi þínu?“ Reyndar hef ég haft margs konar störf, bæði af nauð- syn og löngun, og úr því ég hef haldið áfram að vera rithöfundur, liggur nærri að ætla að mér hafi tekizt að samræma þau. Ég hef jafnvel á tilfinningunni, að jafnskjótt og ég samþykki að vera að- eins rithöfundur, muni ég hætta að skrifa. Og þegar um leikhúsið ræðir, þá er þessi samræming algerlega ósjálfráð: í mínum augum er leikhúsið æðsta form bókmenntanna og vissulega það víðtæk- asta. Ég þekkti einu sinni leikstjóra sem var sifellt að segja við höfunda sína og Xeikara: „Skrifið eða leikið fyrir mesta fáráðlinginn meðal áhorfenda.“ Hann var ekki að ráða þeim til að vera heimsk ir eða hversdagslegir, heldur eingöngu til að tala til allra viðstaddra. í reynd- inni voru engir fáráðlingar til í hans augum: a'llir verðskulduðu að þeim væri gaumur gefinn. En það er ekki auðveld- ur hlufcur að tala til allra. Maður á allt- af á hættu að miða of hátt eða of lágt. Til eru höfundar sem leitast við að höfða til hins heimskasta í eðli almenn- ings, og trúið mér, þeim fatast ekki flug ið. Svo eru til aðrir sem reyna að höfða til þeirra sem taldir eru vera skynsam- ir, þeim mistekst næstum undantekning- arlaust. Hinir fyrrnefndu halda lífinu í þeirri mjög svo frönsfeu leikhúghefð sem kalla mætti Hetjuljóð sængurinnar. Þeir síðarnefndu kasta nokkrum kartöflum i stöppu faeimspekinnar. En þegar höf- undi tekst hins vegar að tala til aLLra án þess að láta beinlínis uppi, um hvað hann er að tala, þá þjónar hann hinni sönnu hefð listarinnar: hann sameinar allar stéttir og allar manngerðir áheyr- enda í einni tilfinningu eða einu hlát- urskasti. Það er ekki öðrum geíið en afburðahöfundum. E g hef einnig verið spurður (með umfayggj'u sem hrærir mig, eins og þið getið nærri): „Hvers vegna semurðu leiifehúsverk upp úr verkum annarra þegar þú gætir samið þín eigin leikrit?1* Ég hef samið eigin leikrit og mun halda áfram að semja þau, og ég mun sætta xnig við það fyrirfram að með slíku háttalagi kunni ég að gefa þeim, sem lögðu fyrir mig spurninguna, ástæðu til að óska að ég héldi mig við verk ann- arra eingöngu. Þegar ég skrifa mín eig- in leikrit, er það rifchöfundurinn sem er að verki, en í samræmi við víðtæka áætlun eða listrænt áform. Þegar ég sem leikrit upp úr verkum annarra er það Xeikstjórinn sem er að verki og vinnur samkvæmt heildarskilningi sínum á leik húsinu. Ég trúi með öðrum orðum á heildarsýninguna, sem er hugsuð, inn- blásin og framleidd af sömu sál; verk sem er saimið og stjórnað af sama manni. Slík vinnubrögð gera manni kleift að ná algeru samræmi milli fcóns, stíls og hrynjandi, sem eru ómissandi partar hverrar sýningar, og sem ég fjalla ikannski um af meira frjálsræði en aðr- ir sem hafa ekki verið skáldsagnahöf- undar, leikskáld og leikstjórar, eins og ég er. í stuttu máli er ég þjónn textans, hvort sem um er að ræða þýðingu, end- ursamningu eða eitfchvað annað — en þegar hann er settur á svið, áskil ég mér réfct til að fara með hann í sam- ræmi við þarfir leikstjórnarinnar. Ég hef með öðrum orðum samvinnu við sjálfan mig, og það útilokar árekstrana milli höfundar og leikstjóra. Og mér finnst svo lítil minnkun að þessu starfi, að ég mun halda áfram að stunda það 'hvenær sem mér býðst tækifæri. Mér mundi aðeins finnast ég hafa svikizt undan skyldu minni sem rithöfundur, ef ég féllist á að sviðsetja sýningar sem kynnu að falla almenningi í geð vegna þess að ég beitti líitilmótlegum meðul- um — þess konar sýningar sem njóta svo mikillar hylli á leiksviðum Parísar og vekja í mér magakveisu. Mér finnst engan veginn að ég hafi hlaupið frá skyldu minni sem rifchöfundur með þvi að setja á svið „Hina djöfulóðú': sú sýning er líkamning alls þess sem ég veit um og trúi á í leikhúsinu. K.annski verður mér ekíki fær{ að þjóna því sem ég elska í leikhúsinu miklu lengur. Göfgi þessa kröfuharða starfs er ógnað nú á dögum. Hin stöðuga hækkun á kostnaði og hin síaukna skrif- finnska leikfélaganna eru smátt og smátt að ýta leikhúsinu út í æ meira verzlu'narbrall. Allfcotf mörg slik leifehúa tfá Ijóma sinn fremur ai getuleysi en nofekru öðru, og þau hafa enga heimild til að fangelsa þann heilaga einfearétt sem leyndardómsfull álffcona færði þeim eitt sinn fyrir löngu. Þannig er viðbúið að þetta musteri mikilfengleikans verði smám saman að ömurlegu hreysi óhrein leikans. En er það nokkurt tilefni til að hætta baráttiuini? Ég held ekki. Andi listar og beilags æðis leynist ævinlega undir áhorfendasvölunum og bak við efnis- mikil gluggatjöldin. Hann getur ekki dáið og hann kemur í veg fyrir að altt glatist. Hann bíður eftir akkur hverjum og einum. Það er á okkar valdi hvort hann fær að tjá sig. Við verðum að sjá til þess, að honum verði ekki úthýst af búðarLokuinum og fjöLdaframleiðendun- um. Til endur.gjalds mun hann halda okkur uppréttum og varðveita okkar góða og heiLbrigða skopskyn. Að þiggja og að gefa — er ekfki einmitt það ham- ingjan og hið saklausa líf sem ég tal- aði um í byrjun? Og við þörfnumst lífs- ins sjálfs í krafti sínum og frjálsræði, Er ekki bezt að fara að undirbúa næstu sýningu? 10. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.