Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 3
Kamante var lítill Kikuyu- drengur og sonur eins a£ innfæddu leiguliðunum mínum, sem var dáinn. í flestum tilfellum þekkti ég vel innfæddu börnin á búgarðinum. En Kamante hlýtur að hafa lifað þar í nokk- ■ur ár, áður en ég rakst nokkru sinni á hann. Eg held að hann hafi dregið sig inn í einveruna eins og sjúkt dýr. Ég sá Kamante í fyrsta skipti daginn sem ég kom ríðandi yfir Sléttuna og hann gætti þar fjár og geita föður síns. Hann var sannkölluð hryggðarsjón. Höfuðið var stórt, líkaminn hræðilega lítill og horaður. Olnbogar og hné stóðu út eins og kvistir á viðarbol og á báðum fótum, frá lærum og niður á hæla, voru djúp sár, sem stöðugt vætlaði úr. Hér úti á Sléttunni sýndist hann mjög lítill, svo að maður gat ekki annað en furðað sig á því, að svo mikill sársauki og svo löng þjáningarsaga skyldi geta verið dregin saman í einn lítinn depil. Þegar ég stanzaði og talaði til hans, svaraði hann mér ekki og lét varla sem hann sæi mig. í slétta, kantaða, hrjáða og óendanlega þolinmóða andlitinu hans, voru augun án tillits og hálf-slokknuð. Hann virtist varla eiga langt eftir ólifað og ég bjóst næstum við að sjá gammana, sem oftast eru tryggir förunautar dauð- ans á Sléttunni. Ég sagði honum að koma heim til mín næsta morgun, svo að ég gæti reynt að lækna hann.' F lesta morgna var ég læknir fólks- ins á búgarðinum frá klukkan níu til tíu. Og ég var m. a. s. mjög eftirsótt eins og flestir skottulæknar. Það sátu alltaf tveir og þrir og stundum allt upp í tólf sjúklingar fyrir framan húsið mitt og biðu mín á þessum tíma. Kikuyumenn eru alltaf viðbúnir því ófyrirsj áanlega. Að því leyti eru þeir frábrugðnir Evrópumönnunum, sem helzt vilja halda sér vátryggðum gagn- vart örlögunum. Svertinginn ber ein- lægan vinarhug til örlaganna, því að hann hefur verið i þeirra höndum allt sitt líf og þau eru honum næstum að segja heimilið, hið gamalkunna rökkur kofans, djúpur jarðvegur fyrir rætur hans. Hann tekur við umskiptum lífsins með mikilli ró og stillingu. Á. fyrstu ferð minni til Afríku hitti ég frægan þýzkan vísindamann, sem var nú í nítjánda skipti á leið til Austur- Afríku til þess að rannsaka og berjast við svefnsýkina. Hann hafði með sér mörg hundruð rottur og naggrísi á efsta þilfarinu. Hann sagði mér að hann hefði aldrei þurft að kvarta undan kjarkleysi hinna innfæddu, sem þoldu þjáningar án þess að kvarta og tóku mikilli skurðaðgerð með óhagganlegu jafnvægi. En mesta hindrunin í starfi hans var hin mikla andúð þeirra á öll- um venjum, öllum endurleknum eða áframhaldandi aðgerðum og ákveðnum kerfum. Þetta gat hinn mikli þýzki læknir ekki skilið og hann hélt helzt að þetta væri einhver tegund hjátrúar með- al hinna svörtu. En þegar ég kynntist sjálf svertingj- unum, var þessi eiginleiki þeirra einn af þeim er gerðu mig fyrst að vini þeirra. Þeir höfðu sannarlega hugrekki, hina ófölsku ást á hættunni, sem er svar E g man vel eftir því, þegar hann í fyrsta skipti leit á mig ótilknúinn eða opnaði munninn. Ég var að reyna nýjan heitan bakstur á sár hans og í ákafanum hafði ég gert hann of heitan. Og þegar ég lagði hann á fót hans og vafði um- búðunum utan um,' rauf Kamante þögn- ina. — „Msabu“, sagði hann og leit á mig stórum augum. Svertingjarnir nota þetta indverska orð, þegar þeir tala við hvítar konur, og á þessu augnabliki var það í munni Kamantes eins og hróp um hjálp, en auk þess aðvörun. Um kvöldið hugsaði ég um þetta með aukn- um vonum. Auðvitað fannst mér leitt, að ég skyldi hafa brennt hann, en þetta var samt fyrsti votturinn um skilning milli mín og hins furðulega barns. Hvað viðvék meðferð minni á sjúk- dómi Kamantes, þá virtist hún alger- lega vonlaus. í langan tíma þvoði ég og batt um fót hans, en sjúkdómur hans Framhald á bls. 13 skepnunnar við boðskapnum um hlut- skipti hennar, bergmálið frá jörðinni, þegar himinninn hefur talað. í starfi mínu sem læknir hvarflaði það stund- um að mér, að það sem svarta fólkið óttaðist innst í hjarta sínu hjá okkur hinum hvítu, væri smámunasemi. í höndunum á smámunamanni deyja þeir af sorg. ■J júklingarnir mínir biðu mín á steinlagðri stétt fyrir framan húsið. Hér sátu þeir á hækjum sér, bæði þeir gömlu, sem voru holdlausir eins og beinagrindur, með þurrahósta og fljót- andi augu; hinir grönnu, liðugu ungu bardagabræður, með þrútin, blá augu og bólgnar varir; og mæðurnar með sótt- veiku börnin sín, sem héngu eins og lítil visnuð blóm um hálsinn á þeim. Raunverulega var ég ákaflega ólækn- REQUIEM Eftir Robert Louis Stevenson Ó, búið þið gröf mína í blásandi þey, undir bragandi stjarnhimni; gleymið því ei að glaður eg lifði, að glaður eg dey — og legg mig því fús undir leiði. Og hinzt, þegar langferli lýkur og töf, á legstein minn ristið: Hér kaus hann sér gröf; kominn er farmaður handan um höf, og skytta af Skotmannaheiði, GUÐMUNDUR FRÍMANN ísl. Effir Karen Blixen isfróð manneskja. En nafnið læknir hafði festst óaðskiljanlega vi.ð mig vegna fárra furðulegra lækninga, sem ég hafði verið svo lánsöm að framkvæma. ]\Jér til undrunar beið Kamanlts fyrir framan hús mitt morguninn eftir fyrsta fund okkar. Hann stóð þar, örlítið frá hinum sjúklingunum, með hið hálf- dauða andlit sitt og slokknaða tillit. Hann reyndist vera fyrirmyndar sjúkl- ingur. Hann kom á þeim tíma sem ég hafði sagt honum að koma, með hinni ýtrustu stundvísi og hann lét það á engan hátt rugla sig í ríminu, þegar ég sagði honum að koma annan og þriðja hvern dag. Af öllum þessum ástæðum hefði ég getað stillt honum upp sem for- dæmi fyrir aðra sjúklinga mína. En ég gerði það ekki, því að það var samtímis eitthvað í honum, sem jók mér vanlíð- an, já, sem ég var hrædd við. . Sjaldan, næstum aldrei, hefi ég þekkt svo villta veru, manneskju svo gersam- lega einmana í tilverunni og jafnfull- komlega útilokaða frá öllu sínu um- hverfi. Ég gat fengið hann til að svára mér, þegar ég spurði hann, en af eigin frjálsum vilja sagði hann aldrei orð Pg leit aldrei á mig. Hann hafði ekki minnsta vott af meðaumkun í eðli sínu. Hlátur hans var háðslegur, fullur fyr- irlitningar, sem hann notaði oft við önn- ur sjúk börn, sem grétu þegar þau voru þvegin og búið um sár þeirra. En hann leit heldur aldrei á þau. Hann hafði enga löngun til að komast í snertingu við umheiminn, þá snertingu, sem hann hefði fundið til undan. Sálarstyrkur hans andspænis miklum þjáningum, var styrkur og þol gamals hermanns. Ekkert gat verið svo slæmt, að það kæmi honum á óvart. Hann var, samkvæmt reynslu sinni og lífsskoðun- um, viðbúinn því versta........... 10. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.