Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 8
ST ALIN | Framhald af bls. 1 eitt skipti á sex árum sá ég hann reykja pípu sma. — MeSan viðræSurnar stóSu greip Staliín o£t blýant og krotaSi á blaðiS fyrir framan sig; hann teiknaði stundum flat- armyndir, sem breyttust í grimmdar- leg dýr, en stundum svartar, breiðar, bognar örvar, eins og notaðar eru á her- ráðskortuim. Eftir um það bil klukikustund var komið inn með te og sítrónusafa í glös um með höldurum úr silfurvíravirki, ásamt smákökum og súkkulaðikexi. Við sMk tækifæri var aldrei borið fram áfengi. Stalin getur varla hafa verið meira en 165 cm á hæð; þéttvaxinn og sterk- legur, en ekki feitur. Um það leyti er ég sá hann fyrst í stríðinu, var hann 64 ára gamall, en hreyfingar hans voru kattmjúkar. Hár hans var stál.grátt og lítið farið að þynnast. Yfirskeggið var gróskumikið. En fölt hörundið var hrukk ótt og bóluör sáiust á því, nema þegar það var þakið talkúmi, sem aliltaf var borið á hann eftir kvöldraksturinn. Stórt nef hans með ílöngum nösum virtist krókbognara en það í rauninni var, vegna þess að hann pírði einatt mózkuleg augun. öJ-aður var varla búinn að jafna sig eftir undrunina yfir að sjá þennan keisara smækkaðan niður í tæplega meðalmann, þegar rödd hans veitti næsta áfall. Hún var einnig undarlega litlaus, og framsögn bans áherzlulaus og blæbrigðalaus .Talsverður Georgíu- hreimur var á máli hans. Fram að þessu hafði ég aðeins heyrt Georgiiuihreiminn í gamni. Rússar nota Kákasusihreim í gamanleikjum og skritl- um, á svipaðan hátt og við notum flá- mæli. Fyrstu augnablikin átti ég erf- itt með að taka orð Stalíns alvarlega. Mér fannst hann sem snöggvast hlægi- legur. Ég tók brátt eftir því, að Stalín hag- nýtti sér galla sína til hins ýtrasta, og hann skemmti sér oft við að láta túlikinn misskilja sig. Enda þótt hann legði í vana sinn að sýnast hógvær og segja gestum með auðmýktarsvip að hann ætti „þj óðinni" allt að þakka, hamraði hann aldrei eins á þessu, þeg- er ég var viðstaddur, eins og þegar hann tók á móti Mountbatten lávarði í Pots- dam. Lávarðurinn heilsaði með ræðu þar sem hann hrósaði afrekum Stalins á striðs- og friðartímum. Stalin svar- aði, að hann hefði gert sibt bezta, en hann ætti rússnesku þjóðinni í raun- inni allt að þakka. Hann minntist á þetta hvað eftiir annað, meðan þeir rædd ust við, eins og til að sýna se.m bezt djúpið, sem var staðfest milli hans og hins konunglega gests. 'Við hátíðasýningu í Bolshoj-leik- húsinu, í tilefni af komu Churchills í október 1944, dró Stalín sig sem lengst til baka í þjóðböfðingjastúkunni til að leyfa Chuæchill að fá allt klappið. Það var ekki fyrr en ég var búinn að sjá hann gera þetta við önnur tækifæri, að ég sannfærðist um að þetta væri viljandi gert til að sýna sig í gervi hins hógværa leiðtoga að hætti Leníns. Hjá Stalín var þetta nokkurs konar um- hverft miont, og sama má segja um einfalda framkomu hans og talsmáta, svo ekki sé minnzt á klæðaburðinn. Ég sá Stalín aldrei koma fram á dramib saman eða niðurlægjandi hátt við út- lendinga, en öðru máli gegndi urn sam- starfsmenn hans. Ég heyrði hann að- eins einu sinni hlæja á sex árum, þurrurn og niðurbældum hlátri. Það var þegar Montgomery marskálkur var að erta Molotoff í veizlu í Kreml. Montgomery hafði verið að stríða Molo- toff á því, að hann sem var allra manna hátíðlegastur, lifði hinu æsilegasta skemimitanalifi í heimsóknum sínum til New York. Stalín flúraði svo gamanið Og hamraði á því, unz allir viðstaddir fengu þá ónotalegu tilfinningu, að ein- hver hótun fælist í því. Molotoff sat þumbaralegur undir þunglamalegum ganmanyrðum Stalíns, en ég sá aldrei að þeim væri illa hvorum við annan. En ég sá Maisky fölna, þegar Stalin skálaði fyrir honum 1 veizlu og nefndi hann „skáld og diplómat". Áður hefur verið slíkur maður í utanríkisþjónustu Rússlands, Alexander Griboyedov, sendi- herra keisarastjómarinnar í Persíu. Hann var myrtur í sendiráðinu í Teher- an og keisarinn hefndi ekki dauða hans. Dag nokkurn varð Pavloff, túlk- ur StaMns sjá'lfs, dauðhræddur við herra sinn. Einihver hafði gefið Pavloff eitt eða tvö bindi af kvæðum Burns eða ensks skálds. Stalín hafði greinilega heyrt um þetta og sagði í návist hans, að því er virtist í gamni: „Pavloff er að verða mikili vinur útlendinganna". Eftir það varð allt i einu erfitt fyrir mig að ræða vinsamlega við Pavloff fyrir og eftir fundi, eins og ég hafði verið vanur. Ég reyndi að bjóða hon- um að borða, en hann neitaði, jafnvel hálfopin'beru boði með hópi manna. Við móttökuathafnir lagðist grafar- þögn yfir salinn og kuldagjóstur virt- ist stöðva andardrátt Rússanna í sömu andrá og Stalín birtist. Jafnskjótt og hann talaði minnkaði spennan, en hvarf ekki. ldrei minnist ég þess að hafa fundið til líkamlegs viðbjóðs á sam- bandi nokkurra manna nema þegar ég sá Vishinsky í návist Stalíns. Þessi annálaði stjórnarerindreki og opinberi saksóknari hegðaði sér eins og lúbar- inn hundur, kinkaði kolli ti'l samþykkis, hneigði sig og hörfaði aftur á bak frá herra sínum. Og greinilegt var að Stalín fyrirleit Vis'hinsky. Á undan einum fund inum í Yaita heyrði ég Staliím segja við hóp af undirmönnum sínum, þar á meðal Vishinsky: „Það er ali.t í lagi með Vis- hinsky, hann hoppar yfir hvað sem er, ef honum er sagt það“. Það var stórfurðulegt að horfa á hin ýmsu stig óttans við Stalín, sem hrjáði alla, allt frá gömlu skjálfandi þjón- unuim í veizlum í Kreml (með óein- kennisklædda XVfVD-menn að baki sér — einn fyrir hverja tvo eða þrjá) upp til orðum sXcrýddra hershöfðingj a. Hann fór með stjórnimálamennina, Malik, -Zorin og Gromyko, og æðstu hershöfðingj ana, Búlganin, Vassilievsky, Koníeff og Voronoff, eins og sendla og skósveina, og þeir hegðuðu sér sem slík- ir í návist hans. IVF eðal mannanna úr utanríkis- þjónustunni virtist mér Litvinoff glata minnstu af virðu'leik og sjálfsvirðingu, enda virtist Litvinofif alltaf dreginn inn í skel sína. Aðeins Molotoff, sem stóð Staiín einna næst, virtist laus við hinn nagandi ótta, sem skein út úr andlitum hinna. Stalín hæddist opinberlega að honum, og Molotoff lét sem ekkert væri. Samband þeirra minnti mig á af- stöðu skólastjóra til uppáhaldsnemanda 1 6. bekk. Þegar rætt var um tækni- Xeg atriði eins og gjaldmiðilsvandamál- ið í viðræðum um Berlín 1948 í Kreml, hafði Molotoff reiknað heimfedæmin og fundið svörin fyrir Stalin. Stundum hallaði hann sér fram og' leiðrétti töl- ur meistarans. Ég sá aldrei neinn annan af aðstoðarmiönnum Stalíns dirfast að taka fram í fyrir honum eða lieiðrétta hann. Við jarðarför Stalíns 9. marz 1953 héldu Molotof.f, Malenkoff og Bería ræður; sagt er að Molo.tof!f einn hafi grátið. Ég get vel trúað því. I samfcvæmum lét Stalín flota- foringjana sækja handa sér te og hers- höfðingjana kafifi. Búlganín sagði eitt sinn við mig, þegar hann var að hrósa Pei'tsovka, vodka, sem er borið fram. með köldum smágrísum í hlaupi, að ,,a.ll- ir sovézkir hershöf ðingj ar“ drykkju þetta eldvatn. Sennilega hefur það ver- ið tiil að hressa upp á hugrekkið. Þegar Búlganin sjálfur sat við hlið mér við sliík tældfæri, sperrti hann eyrun og hafði ekki augun af Stalín, til að missa elcki af nokkru orði eða handahreyf- ingu. Eitt sinn bauð Stalín Montgomery ‘ að horfa á kvikmynd í einkasýningar- sal Kreml eftir kvöldverð, en Mont- gomery afþakkaði vegna þess að hann ætlaði að fara til Englands eldsnemma næsta morgun. Undrunar- og skelfing- arsvipur kom á andlit Sovétforingjanna, og innan um muldur þeirra heyrði ég orðið „smelo“ (en djarft!). En þegar Stalín snerist á hæli og leit á þó, steinþögnuðu, þeir. Eg sá Stalín komast næst vin- áttu í meðferð sinni á Voroshiloff, en þar skorti samt alla hlýju. í röðum hershöfðingja Sta.líns hafði Voroshiloff svipaða stöðu og uppdubbaður gamall ■ vinnumaður. Stalin kom fram við hann svipað og einskisný ban aflóga hund, sem er lofað að lifa sökum endurminn- ■ inga um ævintýri fyrri daga. Sam- kvæmt soivézkum goðsögum var Voros- hiioff einn af hinum fræknustu ridd- amliðsforingjum í borgarastríðinu við hvítliða. Hann kom alls staðar fram i marslcál'ksbúningi sinum og var ennþá meðlimur hernáðsins, en Stalín auð- mýkti hann að vild . Á fyrsta fundi Teheran-ráðstefnunn- ar sagðist Stalín ekki hafa búizt við hernaðarlegum umræðum og hefði þesa vegna ekki haft með sér neina herfræð- inga. En hann bætti við, að kannski væri hægt að notast við Voroshiloff og hann mundi gera sitt bezta. Voroshil- off, sem sat og horfði á Stalín daufum augum, deplaði þeim ekki einu sinni. s CJ talín kom allt öðru vísi fram við útlendinga. Hann lézt vera fullur virðingar, lét aldrei gera sig flaumósa en hafði gaman af að koma við aumu blettina á öðrum. Þegar umræðurnar i Kreml um Berlínarvandann byrjuðu i ágúst 1948, beið hann vart eftir að kveðjum og kurteisisorðum lyld, áðuir en hann hvæsti að hinum vestrænu full- trúum: „Hefur yður verið gefið nokkurt vald til þess að semja?“ Stalín vissi viel að viðræðurnar voru eingöngu i því slcyni að leita hófanna á þessu stigi miálsins; bragð hans miðaði að því að ná frumtovæðinu og tooma Vesturlanda- mönnunum í varnarstöðu. Hann endurtók þessa aðferð á næsta fundi: „Er ekki bezt að semja um þetta núna? Ég er með áætlun um framtið g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.