Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 13
Einn af lireyflunum f Saturnus — rlsaeldflaug Banda- ríkjamanna. Sérfræðingur athugar gripinn. í Islendingasögur Frh. af bls. 7. aðstæður liafa mikið breytzt á síðustu áratugum. Áður fyrr voru fslendingasögurnar oft og tíðum fyrsta og jafnvel eina skemmtilestrarefni ungra sem gamalla. Margir bjuggu að pvi og héldu tryggð við þær alla ævi ,og svo fer enn þeim, sem kynnast þeim á unga aldri. En því er verr og miður, að nú kynnast sumir þeim aldrei á æviskeiði sínu. Ein af mörg- um ástæðum kann að vera sú, ,að byrjað sé á skökkum enda. Sögurnar eru næsta misjafnar að efni og forml ekki síður en nútímaskáldsögur. Sumar eru ofhlaðnar ættartölum og mannanöfnum og sneyddar þeirri spennu, sem saga verð- ur að vera gædd, ef hún á að halda lesandanum vakandi. Aðrar eru hins vegar svo hríf- andi, að ekki gefur eftir þeim nútímasögum, sem „sterkast- ar“ eru auk þeirra töfra, sem ávallt felast I einfaldri og til- gerðarlausri frásögn. Svo vill til, að ein sagan sameinar þetta allt saman. Er hér að sjálfsögðu átt við Njálu. Þar eru ættartölur svo fáar og fá- orðar, að engan getur tálmað í lestrinum, frásögn ljósari og liprari en í mörgum nútíma- skáldsögum og fágæt eða tðr- skilin orð varla fleiri en am- bögur og málvillur í venju- iegri lífsreynslusögu. Og ekki má gleyma því, að efnið — sagan sjálf er svo skemmtileg, að þeir sem eitt sinn hafa Ies- ið hana, gripa jafnan til henn- ar aftur og aftur. Sá, sem ætlar að kynnast íslendingasögum, ætti að byrja á Njálu, þótt hún sé þeirra mest. Og þá mun honum fara sem flestum: þegar hún er á enda lesin, langar hann undir eins til að grípa til þeirrar næstu. Erlendur Jónsson. Guðsmannagleffur Frh. af bls. 4 nákvæmur í 511u, sem maður átti að ann- v®st. Tjaldið, sem við héldum til í, var nokkurn spöl frá veiðimannahúsinu. Kölluðu Englendingarnir til okkar í gjallarhorn eitt, mikið. Varð ég furðu loS’tinn yfir því. hve Sigurður tók snöggt viðbragð í fyrsta sinn, er presturinn ikallaði til okkar. Sýndi hann okkur Andrési með þessu, hvernig ætlast væri til að við hegðuðum okkur í starfinu. Daglegir hættir við Grímsá voru þessir; Við tjaldbúar fórum á fætur klukkan rúmlega sjö, og hituðum baðvatn handa Englendingunum. Presturinn matreiddi handa þeim ensku. Klukkan tíu var farið til veiðar.na og komið heim klukk- an tvö til þrjú og drukkið te. Svo var ekotizt út til veiða í eina til tvær stund- ir. Klukkan fimm til sjö var aðalmáltíð- in. Sumir fóru stundum út til veiða eft- ir það, en oftast héldu menn sig í húsinu allt kvöldið. í>essir voru hinir daglegu hættir við Grímsá. og engin breyting á sunnudög- um, að því undanskildu, að þá héldu Þeir guðsþjónustu klukkan hálfníu til níu að morgni. Aldrei buðu þeir okkur eð taka þátt í þessum guðsþjónustum. I>að kom sjaldan fyrir. að breytt væri Gt af þessari reglu um daglega hætti. Englendingarnir fóru engu síður út til veiða, þó að veður væri rysjótt. Var jafnvel öllu vænlegra, að von væri um afla 1 rigningu en þurru veðri. Við fs- lendingarnir fylgdum þeim á veiðunum. Var Sigurður jafnan með prestinum. og Andrés með hinum. ÞEGAR Englendingarnir voru ekki að veiða, eins og oftast á kvöldin, sátu þeir við lestur. Eásu þeir, held ég, aðal- lega skemmtisögur. En biskupinn las ís- lendingasögur á íslenzku. og gekk hon- um furðuvel að skilja þær. Vissi ég, að hann las Njálssögu. Laxdælu, Harðar- sögu og Hólmverja og Gunnlaugssögu. Var hann mjög hrifinn af fslendingasög- Um og ræddi oft um þær við mig. Starf okkar íslendinganna við veið- arnar var það eitt, að fylgja veiðimönn- unum og bíða þess. að lax kæmi á hjá þeim. Svo tóku þeir að þreyta laxinn, (to play him, kölluðu þeir það). Við höfð 1,1111 gogg á alllangri stöng og áttum að lólland er meðal afkastamestu framleiðenda fræðslukvikmynda. Á síð- asta ári voru gerðar 23 venjulegar kvik- myndir, en 51 fræðslukvikmynd. krækja í laxinn, (gogga hann), þegar færi gafst. Þegar ég var innan fermingar, þótti mér mjög gaman að veiða silung á stöng í ám og lækjum. Stöngin var raunar lengst af gamalt hrífuskaft, en það gerði sitt gagn eigi að síður. Þetta var þá ein mesta skemmtun mín, og hefði ég átt þess kost. að renna fyrir lax, mundi það hafa orðið hástig veiði- dýrðarinnar. Nú varð reynslan sú, að þessar eilífu setur. dag eftir dag og viku eftir viku, áð bíða eftir því, að einhver laxinn álpaðist til að bíta á krókinn hjá Englendingunum, svæfðu með öllu áhuga minn fyrir þessu sporti. Sigurður Fjeldsted var vanur að standa og „kasta“ fyrir prestinn. til að hvíla hann. Þegar laxinn svo kom á, tók prest- urinn við stönginni og þreytti laxinn. Sama hátt ætlaði presturinn að hafa á þessu 1913, þegar ég var einn með veiði- mönnunum. Átti ég að þessu leyti að koma í stað Sigurðar. Sagði ég Sigurði frá þessu eitt sinn, er ég kom að Ferju- koti. — Þann andskota skaltu ekki láta hann komast upp með, sagði hann. — Ég fékk nóg af þessu, þegar ég var með ykkur. En það var annað mál, þegar við vorum þrír með þeim. Ég gat hvílt mig á kvöldin. Nú ertu bara einn og hef- ur það nógu erfitt þó að þú standir ekki í því að „kasta“ fyrir karlinn. — Ekki get ég neitað, þegar hann ósk- ar þessa, sagði ég. — Satt er það. sagði Sigurður. — En ég skal kenna þér gott ráð. Þú skalt varast að láta nokkurn lax koma á hiá þér. Þá hættir karlinn að heimta þetta af þér. EG NOTAÐI þetta ráð, en það var ekki vandalaust. Ég varð að gæta þess, að presturinn yrði ekki var við brellur mínar. Sem betur fór, satliann alltaf kippkorn frá ánni og reykti pípu sína áhyggjulaus, eins og saklaust lamb, á meðan ég dorgaði. Þess vegna sá hann ekki, þegar ég var með fluguna á flótta undan laxinum. Svo leiddist honum bið- in og tók sjálfur við stönginni. Vildi þá ósjaldan svo til, að hann þurfti ekki að bíða lengi eftir veiði. Mér fannst það eðlilegt, því að laxinn var auðvitað orð- inn langsoltinn eftir góðgæti. sem hon- um var alltaf varnað að ná í. En ekki varð þetta mér til frægðar. Eitt sinn er Sigurður var á ferðinni við Grímsá, sagði presturinn við hann: — Það er einkennilegt með hann johnson (Heiðdalsnafnið tók ég 1917), það er eins og laxinn sé hræddur við hann. Það er ómögulegt að nota hann til að „kasta.“ Ég hlustaði á og bar mig vesaldarlega, eins og vera bar. Sigurður var mjög hátíðlegur á svipinn og tók að ræða um ýms háfleyg veiðiskaparvísindi. — Þú hreinsaðir þig vel af þessu, sagði hann við mig í tjaldinu um kvöidið. Það mætti ætla, að svona veiðimanna- líf, þar sem veiðarnar eru eingöngu stundaðar til að drepa tímann, verði leiðinlegt. Allt tilbreytingarleysi veldur leiðindum til lengdar, En þessir dagar við Grimsá voru ekki eins tilbreytingar lausir og ætla mætti. Fyrst voru það nú veiðarnar. Þær vtittu á hverjum degi nýja reynslu, eins og veiðimenn munu kannast við. Við höfðum talsvert af bókum til að stytta okkur stundir við. Blöð og bréf fengu Englendingarnir að heiman einu sinni á viku hverri. Þá voru ýmsir óvæntir atburðir, sem gerð- ust, og verður sumra þeirra getið hér, þó ekki í tímaröð. Gestir komu mjög sjaldan. AÐ var ekki laust við, að mér fyndist þessir guðsmenn furðu fyrirtektar- samir stundum. Þeir höfðu byssu með- ferðis, og var Bruton stundum að skjóta í mark. Einu sinni skaut hann hrafn. Ekki vissi ég hver þeirra átti uppá- stunguna að því að matreiða hrafninn, en svo mikið var víst. að í matarleifun- um frá þeim daginn eftir, var næstum óhreyfð fuglasteik. Sögðu þeir, að þeir hefðu viljað reyna, hvernig hrafnakjöt væri á bragðið, og hefði presturinn haft mjög mikið fyrir að matbúa krumma. Þegar til kom, gat enginn þeirra unnið á hrafnssteikinni. Sögðu þeir. að nú hefðu þeir reynt, að hrafnakjöt væri svo seigt. að engar mannstennur gætu unnið á því. Svo fór um þá matargerð. EGAR við höfðum dvalið eina eða tvær vikur við Grímsá sumarið 1913, tók Bruton eftir því á hverjum morgni, er hann gekk meðfram hyl, sem er skammt frá veiðimannahúsinu, og nefnd ur er Svartistokkur, að lax einn var þar á sveimi skammt frá landi. Undir eins og Bruton kastaði færinu. hvarf laxinn inn í hvítan strenginn frá fossinum, sem fellur í hylinn. Þetta endurtók sig dag eftir dag og viku eftir viku. Laxinn var alltaf á sama stað á morgnana og hvarf inn í iðuna, er Bruton birtist á bakkan- um. Fyrstu dagana hvarf hann ekki fyr en Bruton hafði kastað færinu, en er fram í sótti, hvarf hann undir eins og hann sá manninn. Aldrei sást hann á daginn, þótt læðst væri að þylnum. Laxinn var auðvelt að þekkja á því, að hann hefði sloppið úr neti. Hann hafði Ijósa rák yfir bolinn. Oft var rætt um þennan lax á kvðld- in að loknum veiðum. Dagar og vikur liðu. Allir höfðu veiðikapparnir neytt bragðvísi sinnar til hins ýtrasta til að vinna þennan gáfaða son árinnar. Þeir læddust að ánni og héldu niðri í sér andanum. Þeir skriðu að henni eins og ormar. Þeir laumuðust að hinum ár- bakkanum, en þaðan var laxinn ekki sjáanlegur, og af því var ályktað. að hann sæi ekki manninn þeim megin árinnar. Þeir gengu upp með ánni í svo mikilli fjarlægð frá henni. að hyl- urinn var í hvarfi. Svo köstuðu þeir alllangt fyrir ofan hylinn og létu færið renna niður fyrir fossinn í hylinn. Allt kom fyrir ekki. Laxinn var jafnan á sínum stað á hverjum morgni. ENGINN var eins þolinn við að reyna að reyna að vinna þennan einþykka lax og Burton. Við höfðum dvalið í sex vikur við Grímsá, þegar veiðiköpp- unum kom saman um, að lax þessi væri ósigrandi. Var nú hætt að ræða um hann. Satt á að segja gladdist ég yfir þessum málalokum, því að mér þótti orðið vænt um þe»”>an vitra vatnabúa. Þess skal getið, a* þennan tíma veidd- ust allmargir laxar í Svartastokki, en það raskaði aldrei venjum laxins með ljósu rákina. Svo gerðist það að morgni viku áður en við fórum frá Grímsá. Veður var kyrrt og dumbungur í lofti. Ég var að hita baðvatnið kl. hálfátta. Varð mér litið út um gluggann og sá hvar Bruton kom labbandi frá ánni með stærðar lax hangandi við hægri hönd. Ég hljóp út, því að þetta var nýr viðburður. að nokk ur veiðimannanna væri svo snemma á ferli. Svipur Brutons var líkur því sem ég býst við. að sigurvegari hafi að lokinni stórorrustu. — Sjáðu, sagði hann og benti á ljðsu rákina á laxinum. Það var ekki um að villast. í níu vikur hafði vinur minn f djúpinu varazt öll klækjabrögð tvifætl- inganna, sem sóttu eftir lífi hans. En að nokkur þeirra væri á stjái svona snemma morguns, það hafði verið ofar hans skilningi. Hann var aðalumræðuefni okkar þenn an dag og enda lengur. V-Þjóðverjar Framhald af bls. 2. sem eiga við kynþáttavandamál að etja, höfðu aldrei verið svo hispurslaus. Þýzkir stúdentar í háskólanum í Bonn eru vingjarnlegri við afríska stúdenta heldur en Indverji við Afrikumann í Delhi. Afríkumaður sem skrifazt hefur á við vin sinn í Delhi sagði mér þetta, og þó þetta sé ekiki nein bein rannsókn, styðja athuganir mínar í Delhi og Bonn þessa skoðun. Þýzki stúdentinn veit að hann er betri ©n Afríkumaðurinn, ind- verski stúdentinn veit líka að hann er betri, en ekki svo, að hann sé reiðubú- inn að hjálpa Afríkumanninum. Til dæmis má nefna, að í Iran er borin meiri virðing fyrir Þjóðverjum en öðr- um Evrópumönnum, því Þjóðverjar hika ekiki við að leggja á sig stritvinnu. Mig grunar nú orðið, að Þjóðverjarnir geri það vegna þess að þeir geti ekki treyst neinum öðrum til að gera verkið jafn vel. Nú eru í Indlandi þrjár stálverks'miðj- ur í eigu stjórnarinnar. Rússar hafa byggt eina þeirra, Þjóðverjar aðra og Bretar þá þriðju. Þjóðverjar hafa skilið eftir 250 landsmenn síina við reksturinn, hinir miklu færri. Naesta auðvelt er að sjá ástæðuna og Indverjar gera það vissu lega. Þýzkaland hefur ekki átt neinar ný- lendur í fjörutíu ár. Síðustu 15 ár hefur rödid þess ekki heyrzt á alþjóðaráðstefnu. Á fjármálasviðinu gerir það sér gott af dauða nýlenduveldanna, og á stjórnmála- sviðinu kann það tökin á hinum nýju þjóðleiðtogum. i (Observer — öll réttindi áskilin). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.