Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 8
HVAR ERU ÞEIR NU? En flugvélin kom ekki aftur og þa5 komst hreyfing á mennina. Ungi þrek- legi hásetinn, sem stóð við stýrið, Guð- jón Kristinsson frá ísafirði, var mikið særður. Eins Hermann Jónsson, háseti, sem verið hafði að störfum ásamt hin- um ofan þilja. Messadrengurinn lá f blóðpolli á þilfarinu og Óli kyndari klöngraðist upp úr vélarrúminu. Ög- mundur var líka illa haldinn og nokkr- ir voru með minni sár. Ein kúlan fór í gegnum skrifborðið hjá skipstjóran- um, rétt við höfuð hans, en hann sak- aði ekkert. Hins vegar skrámaðist Bjöm sonur hans, unglingur, sem var um borð. Allir héldu, að skipið væri að sökkva og Júlíus 1. vélstjóri fór niður í ketil- rúm og skaraði undan kötlunum. Þótti það vel af sér vikið eins og á stóð. Núna, tæpum 19 árum siðar, segir messadrengurinn, Guðmundur Guð- mundsson, símamaður í Reykjavík: „Þeir vöföu mig í teppi og lögöu mig hjá hinum, sem sœröir voru, niöri í borösál á fyrsta plássi. Ég lá viö hliöina á Guðjóni. Hann dó á leiöinni í land. Guöjón var prehmenni, traust- ur og hjartáhlýr. Þegar peir fóru að hjukra honum í brúnni, sagöi hann meö erfiöismunum: VERIÐ EKKI AÐ EIGA VIÐ MIG. MÉR VERÐUR EKKI BJARGAÐ ÚR ÞESSU. REYN- IÐ HELDUR AÐ HJÁLPA HINUM‘(. „Hermann dó líka áöur en viö kom- um í land“, hélt Guömundur áfram. .,Þaö var góöur maöur og einlœgur“. SJÖ KÚLNAGÖT Óli kyndari, Ólafur S. Ólafsson, rennismiður hjá Vegagerð ríkisins, man líka allt, eins og það hefði gerzt í gær: „Pabbi var pá á Súöinni. Hann fór aö leita aö mér strax eftir árásina — og viö mœttumst í ganginum ofan við vélarrúmiö. Hann fór meö mig niöur á fyrsta pláss til hinna og handklæöi var vafiö um lœrið. Þetta var mikill blóðvöllur“. Skipun var gefin um að fara f bát- ana. En bátinn á stjórnborða var ekki hægt að setja niður, því skipið var tekið að hallast mikið á bakborða. Bát- urinn þeim megin var hins vegar allur ÞÝZK FJÓRHREYFLA FLUGVÉL GERÐI árás á strandferðaskipið stjð INA KL. 1,30 í GÆR, ER SKIPIÐ VAR Á SIGLINGU FYRIR NORÐURLANDI. SKIPVERJAR URÐU EKKI VARIR VIÐ FLUGVÉLINA FYRR EN í ÞANN MUND ER HÚN RENNDI SÉR NIÐUR AÐ SKIPINU. GERÐU FLU GMENNIRNIR VÉLBYSSU- ÁRÁS, SKUTU SPREN GIKÚLUM OG VÖRPUÐU SPRENGJUM A SKIPIÐ. SÆRÐ- UST FJÓRIR SKIPVERJAR ALVARLEGA, TVEIR ÞEIRRA LÉTUST ÁÐUR EN ÞEIR KOMUST UNDIR LÆKNISHENDUR OG TVÍ SÝNT ER UM LÍF HINS ÞRIÐJA. SPRENGJ- URNAR HÆFÐU EKKI SKIPIÐ, EN EIN ÞEIRRA SPRAKK ÞAÐ NÁLÆGT, AÐ SÚÐ- IN LASKAÐIST TÖLUVERT OG AÐ HENNI KOM MIKILL LEKl. EINNIG OLLU SPRENGIKÚLURNAR MIKLUM SKEMMD- UM Á YFIRBYGGINGUNNI. Nú hugsar Guðmundur um símann og hiálpar öllum að komast í samban.d Þetta sagði Morgunblaðið lesendum sínum að morgni hins 17. júní 1943. Óhug sló á alla þjóðina. Við höfðum orðið fyrir stórum og þungum áföllum af völdum styrjaldarinnar, en oftast höfðu kafbátarnir verið þar að verki. Nú voru íslendingar ekki lengur óhult- ir fyrir flugvélum Hitlers. Nú gátu menn búizt við hinu versta. Og litlu munaði að þær grönduðu gömlu Súð- inni, sem allir þekktu og annar hverís- lendingur hafði ferðazt með. ÁH Y GGJULEYSI Súðin var á siglingu undan Flatey á Skjálfanda, í blíðskaparveðri, á leið frá Þórshöfn til Akureyrar. Hún fór sér hægt, enda lá henni ekkert meira á en endranær. Fjörugar samræður voru yfir hádegisverðarborðinu í matsal yfir- manna og þeir skeggræddu hvað bezt yrði að gera sér til skemmtunar á Ak- ureyri. Allir ætluðu að gera sér glaðan dág. Súðin var ekki alltaf í höfn 17. júní. Og matsveinninn söng hástöfum, þeg- ar hann veiddi kjötbitana upp úr pott- inum. Skipið hreyfðist varla og það var auðvelt að athafna sig við eldavél- ina. Matseldun var líka með minnsta móti, því farþegar voru aðeins tveir. Og hann var að hugsa um Akureyri og 17. júní eins og hinir. Já, þá yrði nú líf í tuskunum. Yfirmennirnir luku snæðingi og messa drengurinn, 17 ára stráklingur af Laugaveginum, fór að tína diskana af borðinu. Hann vann rösklega og áður en varði var allt í röð og reglu í mat- salnum. Inni var heitt og mollulegt, svo að messadrengurinn brá sér út á þilfar til þess að teygja úr skönkunum og fá sér ferskt loft. Sólin ljómaði af kæti, alveg eins og matsveinninn, og það var fallegt að horfa til landsins. Hann nam staðar framan við brúna, bakborðsmegin, og hallaði sér fram á borðstokkinn. Undir- aldan fór mjúkum höndum um Súð- ina og nokkrir erlendir togarar, sem voru skammt undan, nutu góðs af. Hásetarnir voru önnum kafnir. Einn stóð við stýrið og var 3. stýrimaður í brúnni hjá honum. Hinir hásetarnir, sem voru á vakt, skröpuðu, máluðu og fægðu yfirbygginguna miðskips. Skip- stjórinn, Ingvar Kjaran, hafði lagt sig eftir matinn og Óli kyndari hélzt ekki við niðri í svækjunni, enda aðeins 18 ára — og eirðarlaus. Hann var að spóka sig við bátadekkið, bakborðsmegin. „SJÁÐU FLUGVÉLINA“ Messadrengurinn leit upp, því mat- sveinninn kom nú trítlandi fram með brúnni. Hann rogaðist með stóru vatns- könnuna og það rauk úr henni. Þetta var rakvatnið hans. Honum dugði aldrei minna en þrír lítrar, ef ball var í vændum. Matsveinninn sagði eitthvað skemmtilegt og hló dillandi hlátri. Hélt svo áleiðis fram í káetu, fór gætilega út á göngubrúna, sem lá yfir framlestina. Ekki ætlaði hann að skaðbrenna sig á rakvatninu daginn fyrir 17. júní. Strákurinn leit snöggt upp: „Sjáðu flugvélina!“, kallaði hann til matsveins- ins, sem nam staðar á miðri göngu- brúnni og rýndi fram fyrir skipið. Hann fékk næstum ofbirtu í augun af glamp- andi sólinni. Jú, þeir sáu báðir flugvélina. Hún stefndi beint á skipið, var skammt und- an og flaug mjög lágt. „Á ég að skjóta hana niður?“ kallaði matsveinninn til stráksins í glensi og burðaðist við að miða stútnum á vatnskönnunni eitthvað í áttina. Flugvélin færðist óðfluga nær skipinu, fjögra hreyfla, sennilega ein þeirra, sem strákarnir á Laugavegin- um sáu svo oft úti á flugvelli, hjá Bret- anum eða Kananum. Þriðji stýrimaður, ögmundur Ólafs- son, stóð við brúargluggann — og skyndilega kom hann auga á flugvél- ina, ekki langt undan. Af stjórnpalli lá talpípa niður í káetu skipstjórans, Ögmundur þreif flautuna úr pípustútn- um, en .... skyndilega sá messadreng- urinn, að eldglæringar stóðu fram úr flugvélinni, sem virtist bókstaf lega ætla að fljúga á Súðina. KÚLNAREGN Þá gerðist það, allt á svi/ tundu. Vél- byssukúlum rigndi yfir miðhluta skips- ins, sprengikúlur féllu líka. Ólafur við rennibekkinn hjá Vegagerðinni Skipshöfnin var felmtri slegin, allt var á tjá og tundri. — Sprengikúlurnar höfðu gert mikinn usla og vélbyssukúl- urnar höfðu borað sig í gegn um mörg þil. Stjórnpallurinn var að mestu horf- inn, önnur vélbyssan, sem þar var, hafði líka „horfið“, en einn hásetanna hljóp að hinni og beið þess, að flug- vélin kæmi öðru sinni. Allir voru með öndina í hálsinum. sundur skotinn — og bátadekkið log« aði. Varabátarnir aftur á skipinu voru því notaðir. Neyðarkall var gefið og blásið í eim- pípu til að vekja athygli tveggja nær- staddra togara, brezkra. Var róið með Frh. á bls. 12 . Messadrengurinn slengdist í þilfarið. Hann fann að skotið kom í handar- krikann vinstra megin.....Ögmundur hélt á flautunni og var að beygja sig að talpípunni, en það var eins og hann væri kýldur í brúargólfið — með skot- sár á vinstri öxl...... Hávaðinn úr byssukjöftunum var óskaplegur, sprengi- kúlurnar skóku skipið....... Messa- drengurinn hafði skriðið 1—2 metra í leit að skjóli, en þá varð hann fyrir fleiri skotum — og hreyfði sig ekki meira. Óli kyndari var á leið niður í vélarrúm, en um leið og hann heyrði djöfulganginn fékk hann skot í gegn- um vinstra lærið — og hann tók til fótanna. Hann var í stiganum, kominn hálfa leið niður á rist, þegar flugvélin þaut yfir masturstoppana með ógnargný. Andartaki síðar kvað við sprenging við skipshliðina, svo önnur og loks sú þriðja, sem var mest, aðeins 4—5 metra frá skipshliðinni á móts við vélarrúmið. Þetta var ógnarhögg. Súð- in hófst upp og Óli' kyndari féll endi- langur á ristina. Honum fannst skip- ið hefjast langt upp úr sjónum, en svo seig gamla Súðin aft ur niður, tók dýfu, og Óli sá grængol- andi sjóinn fossa inn í vélarrúmið. „HJÁLPIÐ HINUM“ 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.