Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 3
HOLLENZKI H° follenzka briggskipið Alk- maar hélt frá Java hlaðið kryddvörum og öðrum dýrindis varn- ingi. Það lagði að landi í Southampton, og hásetarnir fengu landgönguleyfi. Einn þeirra, Hindrijk Wersteeg, steig & land með apa á hægri öxlinni, páfa- gauk á þeirri vinstri og indverskan klæðisstranga um hálsinn, sem hann hafði í hyggju að selja á staðnum, ásamt dýrunum. Þetta var seint á útmánuðum, og birtu brá snemma. Hindrijk Wersteeg etikaði löngum skerfum eftir rökkvuð- um götunum, sem voru ógreinilegar í jnöttu skini gasljósanna. Hann hugsaði lim væntanlega heimkomu sína til Amsterdam, um móður sína, sem hann hafði ekki séð í þrjú ár, og unnustu sína, sem sat og beið hans í Moniken- dam. Hann velti fyrir sér, hve mikla peninga hatm ætti að fá fyrir dýrin og dúkana og leitaði að búð, þar sem hann gæti selt þessar Austurlanda-vörur. í Above Bar Street rakst hann á rnjög vel búinn mann, sem spurði hann, hvort hann væri að leita að kaupanda að páfagauknum. — Ég vildi gjarnan kaupa hann, sagði hann. Ég er einbúi og þarfnast einhvers, sem talar til mín, án þess ég þurfi að svara. Hindrijk Wersteeg var eins og flestir hollenzkir sjómenn vel heima í enskri tungu. Hann setti upp verð, sem ókunn Ugi maðurinn virtist fallast á. — Fylgið mér, sagði hann. Ég bý all- langt héðan. Þér verðið sjálfir að setja páfagaukinn í búr, sem ég á heima hjá mér. Jafnframt getið þér sýnt mér dúkana Eftir Þögn ókunnuga mannsins og lífvana húsið var dálítið ógnvekjandi. En Hind- rijk minnti sjálfan sig á, að ókunnugi maðurinn væri einbúi. Hann er bara sérvitringur, hugsaði hann; og þar sem H” yðt ir; ef til vill rekst ég á eitthvað, sem mér fellur í geð. Undrandi á þessari ovæntu för, fylgdist Hindrijk Wersteeg með ókunnuga manninum. í von um að geta einnig selt honum apann, lofsöng hann á leiðinni verðmæta eiginleika þessa dýrs, sem hann fullyrti að væri af mjög sjaldgæfu kyni, eitt þeirr'a sem þyldi enskt loftslag hvað bezt og sýndi eiganda sínum mesta hollustu. En hann þagnaði brátt. Það var greinilegt, að hann talaði fyrir daufum eyrum, því ókunnugi maðurinn svaraði ekki og virtist ekki einu sinni hlusta á það, sem hann sagði. Þeir gengu samsíða í þögn, sem var aðeins rofin af dýrunum, sem söknuðu hitabeltisskóga heimalands síns; apinn, sem myrkrið vakti óróa, gaf öðru hverju frá sér lág- vær hljóð, sem minntu á kjökur ung- barns, og páfagaukurinn baðaði út vængjunum. Eftir nær einnar stundar göngu, sagði ókunnugi maðurinn skyndilega: — Nú erum við bráðum komnir. Þeir voru komnir út fyrir bæinn. Beggja vegna vegarins voru trjágarð- ar, sem svipaði til skemmtigarða, á bak við há gerði; öðru hverju glitti í upp- ljómaða glugga milli trjánna, og með jöfnu bili heyrðist í fjarska ömurlegt gaul í þokulúðri einhvers staðar úti á hafi. Ókunnugi maðurinn staðnæmdist við læst hlið, dró lyklakippu upp úr vasa sínum og opnaði hliðið, sem hann læsti umsvifalaust aftur, þegar Hindrijk var kominn inn fyrir. Hásetinn varð mjög hrifinn. Skraut- legt lystihús, þar sem gluggahlífar birgðu hverja Ijósglætu, birtist augum hans í rökkri trjágarðsins G. APOLLINAIRE hollenzkur háseti gat tæpast álitinn nægilega ríkur til þess að nokkur færi að ginna hann með sér í því skyni að ræna hann, skammaðist hann sín fyrir að hafa sem snöggvast fundið til ótta. — Verið þér svo vænir að lýsa mér, ef þér hafið eldspýtur, sagði ókunnugi maður- inn og stakk lyklinum í útidyraskrána. Hindrijk hlýddi, og þegar þeir höfðu stigið inn fyrir náði ókunnugi maðurinn í lampa, sem brátt lýsti upp smekklega búinn viðhafnarsal. Hindrijk Wersteeg var orðinn alveg rólegur. Hann var strax farinn að næra með sér ofurlitla von um að hinn dul- arfulli förunautur hans mi/ndi kaupa megnið af dúkunum hans. Ókunnugi maðurinn hafði Iátið hann einan um stund en kom nú aftur með fuglabúr. Síðan lokaði hann hræddan fuglinn inni í búrinu og bað hásetann að taka lampann og ganga inn í herbergið við hliðina, þar sem hann myndi finna borð, sem hann gæti breitt dúkana sína á. Hindrijk Wersteeg hlýddi. Hann var ekki fyrr kominn inn í herbergið, sem honum hafði verið vísað til, en hann heyrði hurðinni skellt að baki sér og lyklinum snúið í skránni. Hann var fangi. Agndofa lagði hann lampann frá sér á borðið og bjó sig undir að kasta sér á hurðina til þess að sprengja hana upp. Enn mannsraust stöðvaði hann: — Eitt skerf í viðbót og þú ert dauð- ans matur! Hindrijk leit upp og horfði inn í byssuhlaup, sem beint var að honum gegnum glugga undir loftinu, en hon- um hafði hann ekki veitt athygli áður. Hann stóð óttasleginn kyrr í sömu sporum. Það var tilgangslaust að ætla að veita mótspyrnu: við þessar aðstæður gat hann engin not haft af sjómannshnífnum sínum, og byssa hefði ekki einu sinni hjálpað honum. Ókunnugi maðurinn, hvers miskunn hann var ofurseldur, var í skjóli hinum megin veggjarins og stakk bara hendinni með skammbyssunni út um gluggann, sem hann gat fylgzt með hreyfingum hásetans í gegnum. — Taktu nú vel eftir og gerðu það, sem ég segi þér, sagði ókunnugi mað- urinn. — Þú f æ r ð þ í n laun fyrir þá þjónustu, s e m þú veittir mér, en þú á 11 einskis ar#iars úrkosta en að afiýða umhugsunarlaust, annars skýt ég þig niður eins og hund. Dragðu út skúffuna í borðinu.... Þar finnurðu skamm- byssu, sexskota, sem er hlaðin fimm skot Taktu hana. öllenzki háset- inn hlýddi, nærri því án þ e s s að vita hvað hann gerði. Apinn á öxl hans gaf frá sér lág- vær hræðsluhljóð og allur líkami hans skalf. Ókunnugi ma? rinn hélt áfram: — Þú sérð fyrirhengið við vegginn fjarst í herberginu. Dragðu það til hliðar. Hindrijk dró fyrirhengið til hliðar og í ljós kom lokrekkja, sem ung kona lá í, bundin á höndum og fótum, með munnkefli, og augun full örvæntingar. — Leystu þessa konu, sagði ókunn- ugi maðurinn, og taktu munnkeflið. Strax og skipunin hafði verið fram- kvæmd, lét unga konan, sem var fög- ur eins og sólin, fallast á kné fyrir framan gluggann og hrópaði: — Þú hefur svikið mig, Harry. Þú hefur ginnt mig hingað til þess að myrða mig. Þú fékkst mig til að trúa því, að þú hefðir tekið þetta hús á leigu til þess að halda upp á sættir okkar, og ég hélt, að mér hefði tekizt a ð sannfæra þig, legt.... Og nú kemur að þér, sjómal£> 1 ur. Ef þú hefur ekki skotið kúlu 1 j gegnum höfuðið á þessari konu, áðar en ég hef talið upp að tíu, muntu liggja dauður við fætur hennar. Einn, tveir, þrír.... '.{ Og áður en ókunnugi maðurinn hafði talið upp að fjórum, hafði Hindrijk, sem var utan við sig af skelfingu, beint skammbyssunni að krjúpandi konunni, sem hafði ekki af honum augun, og hleypt af. Hún féll á airdlitið í gólfið. Kúlan hafði hæft hana í ennið. Á næsta andartaki fékk hásetinn skot í hægra gagnaugað frá glugganum. Hann féll á grúfu yfir borðið, og apinn rak upp hræðsluöskur og faldi sig í sjó- mannsblússunni hans. N' og þú hefðir loks- ins s é ð a ð grun- semdir þínar væru ekki á rökum reist ar! Harry.. Harry, ég er saklaus! — Ég trú þér ekki, sagði ókunn- ugi maðurinn þurr- lega. — Harry, ég er saklaus! hrópaði unga konan aftur hálfkæfðri röddu. — Þetta eru síð- ustu o r ð þín, é g legg þau vandlega á minnið. Ég á eft- ir að h e y r a þau h 1 j ó m a í eyrum mér alla ævi. R ö d d ókunnuga mannsins skalf lít- ils háttar, en hann náði strax v a 1 d i yfir sér aftur. — Ég elska þ i g nefnilega ennþá. Ef ég gerði það ekki, myndi é g sjálfur deyða þig. En af því é g elska þ i g, er mér það ómögu- Tæsta dag heyrðu vegfar- endur einkennileg hljóð frá lystihúsi í útjaðri Southampton; þeir kölluðu á lögregluna, sem kom þegar á vettvang og braut dyrnar upp. Þeir fundu líkin af ungu konunni og hásetanum. Skyndilega skreið apinn undan blússu húsbónda síns og rauk á einn af lög- regluþjónunum. Hann gerði þá alla svo ' ótttaslegna, að þeir hörfuðu imdan og voguðu sér ekki að nálgast aftur, fyrr en þeir höfðu gert dýrið skaðlaust með nokkrum velhæfðum skammbyssuskot- um. — Réttvísin lét málið til sin taka. Það lá beinast við, að hásetinn hefði myrt ungu konuna og síðan framið sjálfs- morð. Hvemig þessi sorgarleikur fór að öðru leyti fram, var þó stöðugt ráð- gáta. Það reyndist auðvelt að upplýsa af liverjum líkin bæðu voru, en eng- inn skildi í því, hvers vegna lafði Finngal, eiginkona ensks lávarðar, hafði verið stödd í afskekktu lystihúsi, ásamt sjómanni sem steig sama kvöld á land í Southampton. Finngal lávarður kom strax frá Lundúnum til staðarins. Hann dýrkaði konu sína, og sorg hans og kvöl var átakanleg. Eins og öllum öðrum, var honum óskiljanlegt, hvernig þetta hefði borið að. Eftir atburð þennan hefur hann dreg- ið sig út úr heiminiun. Hann eyðir ævi dögunum í stórhýsi sínu í Kesington, án annars félagsskapar en daufdumbs einkaþjóns og páfagauks, sem hrópar án afláts sömu setninguna: — Harry, ég er saklaus! Hannes Pétursson Með næfurlestinni Evrópsk nótt unikringir mig og streymir djúpt inn í huga minn; hafsjór af myrkri. Ég ]>ýt inn í fjarskann. Fölbleik áNaðra hönd brýnd sigð í rofi, rauð, voveiflega stjarna. Langt þar til morgnar? Myrkrið er kalt og þykkt. Mig lengir í svölun hjartans, hina Iifandi fegurð: Bjölluklið hjarðar í skógi og blómþungt tré, dreymandi hús og jörðu sein ég heyri um leið og ég sé. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.