Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 12
þeim siíilningi, sem við eigum að venj- ast. — Safnið er sjálfseignarstofnun og rekið af sérstökum sjóði, „Louisiana-sjóði“. Formaður sjóðsins er gefandi og frumkvöðull listasafnsins, Knud W. Jensen. Listaverkin sem að jafnaði prýða safnið, víkja oft fyrir sérsýningum danskra og erlendra listamanna, en eins og lesendum er kunnugt er haldin íslenzk listsýning í þessu sér- stæða safni dagana 16. febrúar til 18. marz nk. Mark Twaín Framhald af bls. 1. framar 1 að klæða hugarfóstur sín liprum setningum. Alltaf stafaði ljóma af Aldrich, hann gat ekkert að þvi gert; hann ef regn- bogaópall, sera' rauðum demöntum er rað- að kringum. Þó hann þegi, veit maður að leikandi léttar hugmyndir hans glampa og byltast um inni í honum; þegar hann talar glitra demantarnir. Já, það hefur alltaf stafað ljóma af honum; það mun alltaf stafa ljóma af honum; meira að segja í víti, vittu til.“ Stevenson brosti kímilega: „Ég vona ekki.“ „Jú, bíddu bara. Hann verður bjartari en eldhafið hjá þeim og lítur út eins og ljós- gullin Venus, sem ber í rautt sólarlag.“ Þarna á bekknum fundum við nýtt orð, ég man ekki hvor okkar það var, — „orð- .stír undirdjúpanna". Allskonar afbrigði voru rædd, frægð undirdjúpanna og þess- háttar, en mig minnir að orðstír hafi end- anlega orðið fyrir valinu. Þetta mikilvæga mál kom til umræðu vegna atburðar, sem komið hafði fyrir Stevenson í Albany. Hann hafði verið staddur í bókaverzlun og tekið þar eftir langri hillu, fullri af litlum, ódýrum en þokkalega frágengnum bókum. Nöfn þeirra voru Úrvalsræður eftir Davis, Úrvalsljóð eftir Davis, þetta eftir Davis, hitt eftir Davis, allt eftir Davis. Allt voru þetta valin verk, og með hverju þeirra var stuttur, samþjappaður, skynsamlegur og gagnlegur inngangur eftir þennan sama Davis. Sklrnarnafni hans hef ég gleymt. Stevenson hafði vakið máls á efninu með þessari spurningu: „Geturðu sagt mér, hvaða rithöfundur er frægastur um gervöll Bandaríkin?“ Ég hélt mig geta það, en fannst ekki hógvært að gera það, eins og á stóð. Ég þagði því þunnu hljóði. Stevenson tók eftir því og sagði: „Geymdu hógvaerðina þangað til næst, það ert ekki þú. Ég þori að veðja krónu um, að þú getur ekki nefnt kunnasta og víðlesnasta rithöfund Bandaríkjanna. En það get ég.“ Þá sagði hann mér frá þessum atburði I Albany. Hann hafði spurt afgreiðslumann- inn: ,-jHver er þessi Davis?" Svarið var: „Rithöfundur, sem skrifar bækur, er heilar flutningalestir þarf undir í stað kassa. Þér virðist ekki hafa heyrt hans getið?" Stevenson sagði nei, ekki fyrr. Maðurinn sagði: „Enginn kannast við Davis; þér getið spurzt fyrir og komizt að því. Nafn hans sést aldrei í blöðum, ekki einu sinni í auglýsingum; Davis þarf þess ekki með frekar en vindurinn og vatnið. Þér munið aldrei sjá neina af bókum Davis fljóta á yfirborði Bandaríkjanna, en farið í kafara- búninginn yðar og kafið niður og niður og niður, unz þér komið til hins myrka og sólarlausa heims, þar sem sífelldur þræl- dómur og hungurlaun ráða ríkjum — þar eru þær í milljónatali. Maðurinn, sem nær til þess markaðar, þarf ekki að kvíða fram- tíðinni né hafa áhyggjur af daglegu brauði, því þessir lesendur svikja hann aldrei. Rit- höfundur getur haft orðstír þarna uppi. Loui LISTASAFNIÐ Louisiana er staðsett á fögrum stað við Eyrarsund, í Humlebæk á Sjálandi um 30 km fyrir norðan Kaupmannahöfn. I frístundum sínum leita Kaupmanna- hafnarbúar mjög út á Eyrarsundsströnd ina til hvíldar og hressingar. Þar eru m.a. mörg stór og glæsileg einbýlishús og á meðal þeirra Louisiana, sem stendur í stórum og fögrum trjágarði. Hið upprunanlega hús byggði aðals- maður fyrir rúmum 100 árum. Hann var þrikvæntur og báru allar eiginkon- ur hans sama nafnið, Louise. í virð- ingarskyni við þær var húsið kallað Louisiana og sáu forráðamenn safnsins ekki ástæðu til að breyta því. Arkitektarnir Jörgen Bo og Vilhelm Wohlert, sem falið var að gera upp- drætti að listasafni á þessu sveitasetri, tóku þann kostinn að nota gamla húsið sem aðalinngang í safnið, Úr gamla húsinu er síðan gengið í hinar nýju byggingar, sem geyma listaverkin. Nýbyggingunum var valinn stað ur í garðinum, þar sem hann er fegurstur og útsýnið bezt yfir Eyr- arsund. Byggingarnar eru síðan tengd- ar saman með göngum þar sem ýmist báðir langveggir eru úr gleri, þannig að gestir komast í náið samband við fagurt umhverfið og geta notið högg- mynda, sem komið er fyrir í garðinum, eða annar langveggurinn er úr gleri en hinn prýða listaverk. Þykir arkitekt- unum hafa tekizt þessi lausn vel. Þeir hafa einnig leitazt við að varðveita hinn heimilislega brag gamla hússins í nýju byggingunum, þannig að sýning- arsalimir minna frekar á híbýli vorra daga en opinbera byggingu. Sýningar- salina má flokka i þrennt: í fyrsta lagi sýningarganga þar sem lágt er til lofts og ljósið fellur inn frá hlið. í þeim er komið fyrir færanlegum veggjum, þar sem hengdar eru upp smærri myndir. Þá er salur, þar sem gluggar sitja hátt á vegg og loks stór salur með hliðarlýsingu og mikilli lofthæð fyrir listaverk, sem vegna stærðar eða eigin- leika krefjast mikils rúms. Húsið er byggt úr tígulsteini, tré og gleri. Gólfin eru lögð rauðum steini og veggir hvítkalkaðir. Vegghleðslan sést greinilega og myndar skemmtilegan, hrjúfan flöt. Þakið er úr ómálaðri furu. Má segja að þessi einföldu byggingarefni verki sem lát- laus rammi um listaverkin. ' Auk sýningarsalanna er komið fyrir í byggingunni bókasafni, sem jafnframt er setustofa, þar sem gestir geta hvílt sig, þegið veitingar og notið fagurs út- sýnis yfir Eyrarsund. Ekki er fólki eingöngu ætlað að njóta myndlistar á þessum stað, heldur eru og haldnir þar hljómleikar, þar sem flutt er bæði eldri og yngri hljómlist, íeikþættir settir á svið, fyrirlestrar haldnir, kvikmyndir sýndar og færir listdansarar koma þar fram. Það má því með sanni segja, að þarna sé frek- ar miðstöð fyrir hinar ýmsu listgrein- ar, heldur en að þetta sé listasafn í gtataB hoftum og hlotið meðaumkun, siðan fyrirlitningu, og að endingu gleymzt al- gerlega. Þetta eru venjulegu brepin í frægð arstiganum þarna uppi. Sama er hve yíirborðsfrægðin er mikil, hún er alltaf dauðleg, og ganga má af henni dauðri, et rétt er farið að — með litlum nálarstung- um og seindrepandi eitri, en ekki mei kylfu og exi. Öðruvísi er undirdjúpafrægð- inni farið; sá sem einu sinni hefur oröið frægur þar verður það að eilifu; nýtur eilífra vinsælda, eilífrar virðingar og átrún aðar. Því að orð gagnrýnandans ná aldrei niður í hin kyrru djúp, ekki heldur háðs- glósur blaðanna eða gustur af slúðurvind- unum, sem blása á yfirborðinu. Þar niðri heyrir enginn um þetta. Hjáguð þeirra get- ur verið málaður leir uppi á yfirborðinu, fölnað þar og molnað í næðingunum en niðri er hann úr gulli gerður, harður sem gler, og ekkert getur grandað honum.“ Meb 143 sár Framhald af bls. 8. þá særðu um borð í annan þeirra, sem síðan hélt á fullri ferð inn til Húsa- víkur. Skipsfélagarnir önnuðust þá særðu og Jóhanna Bjarnadóttir, skips- þerna, var þar fremst í flokki. Helm- ingur skipshafnarinnar fór um box-ð i hinn togarann og beið þess álengd- ar að Súðin sykki. „Ég var meö rœnu par til viö Tcom« um að bryggju á Húsavík", sagöi Guö- mundur Guömundsson. „Kokkurinn á brezka togaranum stumraöi yfir mér, ásamt félögum mínum Þegar sýnt var, að Súðin mundi ekkl sökkva samstundis, fóru skipsmenn aft- ur um borð. Togaiúnn dró hana til hafn ar. Botnventlar höfðu brostið við spreng ingun?*og meters löng rifa hafði komið á eina botnplötuna, en þari setzt í rif- una og dregið úr lekanum. Samt var Súðin mjög sigin að aftan, þegar kom- ið var með hana til Húsavíkur um kvöldið. Yfirbyggingin öll sundurskotin og bátaþilfarið að miklu leyti brunn- ið. Á reykháfnum voru 7 stór kúlugöt, BLÓÐVATN BJARGAÐI Sár Ögmundar stýrimanns reyndist ekki hættulegt og Ólafur S. Ólafsson var aldrei í verulegri lífshættu, en hann var nær tvö ár að jafna sig. Samt bíður hann þessa aldrei bætur. Byssukúlan tók í sundur afltaug í fætinum og get- ur hann ekki stýrt honum fyrir neð- an ökla. Ólafur hefur stöku sinnum farið á sjóinn, í afleysingar. Fór m. a. eina ferð á Súðinni eftir þetta og þar var faðir hans þangað til skipið var selt úr landi. Ólafur er kvæntur og tveggja barna faðir, hefur reist sér hús í Kópa- vogi og ekur í vinnuna í Skoda-bíl. Líf Guðmundar hékk á veikum þræði í nokkra sólarhringa. Bandaríkjamaður ,,ók í loftinu“ með blóðvatn frá Akur- eyri til Húsavíkur og varð það piltin- um til lífs. Messadrengurinn hafði feng- ið 143 sár eftir kúlur, sprengjubrot og málmflísar. Hann var mörg ár að jafna sig, gekkst undir fjölmarga uppskurði, Hann hlaut mein, sem ekki vex-ða lækn- uð. M.a. er vinstri hönd hans hálfkreppt og heyrnina missti hann á öðru eyr- anu, þegar sprengjan sprakk við skips- hliðina. Og hann fór ekki aftur á sjó- inn. — Guðmundur er kvæntur og á þrjú börn. Hann býr enn í sama húsinu við Laugaveginn, starfar hjá símanum og ekur á stöð endrum og eins, í frí- stundum. Þeir Guðmundur og Ólafur vita hvor- ir af öðrum, eins og sagt er. Með þeim er ekki lengur náinn kunningsskapur, en sameiginlega eiga þeir minningu um lífsreynslu, sem þeir vona báðir að ekki liggi líka fyrir börnum þeirra og barnabörnum. h.j.h. Á vínstúku nokkurri í Lundúnum má sjá þessa áminningu á spjaldi: „Ef þér drekkið tiLað gleyma, viljið þér þá vera svo góður að boi-ga drykh inn við móttöku". 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.