Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 11
Nú er hún komin í íslenzkri þýðingu F'INS og flestum lands- i mönnum mun kunn- ugt er nú verið að búa tiinn kunna bandaríska söngleik „My Fair Lady" til flutnings í Þjóðleikhúsinu, og hefur Les- bók Morgunblaðsins fengið leyfi til að birta nokkra texta við hin frægu og vinsælu söng- lög. Þýðinguna á söngtextan- um gerði Egill Bjarnason, en Hagnar Jóhannesson hýddi lausamálið. Persónur í söng- leiknum eru margar, en aðeins hinar helztu koma bar nokkuð að ráði við sögu Elíza Doolittle, blómasölustúlkan sem gerist hefðarmær, kemur mest við sögu, en faðir hennar, Alfred P. Doolittle, er ein skemmtilegasta persónan. Henry Higgins, prófessor og verndarvættur Elizu, hefur sig einnig mikið í frammi, og svipað er að segja um vonbiðil hennar, Freddy Eynsford-Hill. Leikurinn gerist í Lundúnum árið 1912, oghér fara á eftir slitur úr sckigvum ofan- greindra fjögurra persóna. Ilok þriðja aitriðis fyrista þáttar synguir Henry Hdggins lang- an söng, þax sem þetta er m.a.: Ég er eins Og fólk er flest, ©g mér fremur ekkert kýs en mega dvelja hér í ró. Að lifa hér sem helzt ég kýs, það hentar mér og alveg nóg. Ég hversdagsmaðor er. !Á kenjar engar til, vil lifa laus við pex, raus og rex og geri. það eitt sem óska ég og vil. Einmitt eins og fólk er flest. I>ú vandur ert að virðing þinni og varast hávært ta! sem mestt Nú allt i einu orð þú notar eins ag götustrákar verst. Ó, et þig kona kraekir í, þú kominn er á glæfrastig. Látið karlmenn ldækjafljóð kreista úr ykkur líf og blóð. Heldur böðli haus minn sel ég hress og feginn dauðann vel ég fremur en að nokkur kona kræki í mig .. Bíddu við, Henry Higgins, biddu við. Þú munt brotna saman. - Þú færð engin grið. Þú munt betla og biðja um lítið. Biðja mig um aur. En skrítið. Bíddu við, Henry Higgins, bíddu við. Bíddu við, Henry Higgins, heilsan þver, og þú hrópar: Sæktu lækni handa mér. En ég alvag á það stræka. Ég skal engan lækni sækja. Bíddu við, Henry Higgins, bíddu við. Skömmu seinna í sama atriði syngur Elíza söng, sem víða hefur orðið vinsæll: Ból. Ból. Ég þangað fer ei fet, þótt fyrir það mér byðust djásn og gull. Svefn. Svefn. Ég sofnað ekki get, því sál mín er af ljúfri kæti full. Ég vildi dansa í nótt, já, vaka’ í alla nótt. Ég verið get ei kyrr. Svo afarglöð ég er, til alls nú treysti mér, sem aldrei gat ég fyrr. Af hverju er ég æst og undurhrifin? Af hverju hlær mitt hjarta ótt? Ég veit það eitt, hann var við mig að dansa þar. Ég þrái dans, dans, dans í nótt. Iáttunda atriði fyrsta þáttar syngur Freddy með Elízu í huga: Áður oft ég hef arkað þennan veg, gerast gamalkunnir götusteinarnir og ég. I.oks mér Ijós er nú ljúfust staðreynd sú: þetta er gatan mín því hér býrð þú. Eitthvað leiddi mig, eitthvað seiddi mig. Eru tré og fuglasöngur hvergi nema hér? Er hér einhver dýrð ei sem verður skýrð? Hún er sú ein að hérna þú býrð. í æðum ástarþrá brennur. Ókunn sælukennd gagntekur mig. Mitt hjartablóð hraðar rennur við hugsun þá að brátt ég muni lita þig. Allir stara á mig, engu skiptir bað af því ég vil hvergi vera nema á þessum stað. Ég er nær þér nú. nóg er gleðin sú. Hér er gatian mín, hérna býrð þú. Ifyrsta atriði annars þáttar syngur Higgins, þegar honum hefur tekizt að blekkja ungverskan að- alsmann með framkomu Elízu: í sauðargæru úlfur sannur er hann og sitt undirförla hlutverk kann. Með djöfuls kænsku kauði sá hugðist þar komast að því hver ungfrú Doolittle var. Okkur þarna alls staðar eltandi sá hundur var frá Búdapest. Brosandi og blaðrandi, búktandi og flaðrandi með hundapest. Loksins ákvað ég að láta hana kynnast allri hetjugetu hans. Ég brá mér frá og þá bað hann hana um dans. Ásýnd hans var æst og rjóð, eftir gólfi svitaflóð. Hann með brögðum hugði snar sig hljóta’ að fiska hver hún var. Að loknum dansi hugsar hann: Hér ég mikinn sigur vann! Ánægður æstri röddu úr sér fréttum jós: Heyrið, húsfrú og gestir. Hér er svikadrós. Hún talar ensku alltof vel af Englendingi nú í dag að vera. Ekkert blæst í máli. Ber rétt fram. En Bretar hvorugt þetta lengur gera. Jafnvel þótt hún hefði lært á frægum skólum framsögn, upplestur og málfræði. Finn ég, heyri’ og veit að hún er . . . Ungverji. (Talar) Ekki aðeins ungversk, heldur aðalborin prinsessa. Hann sagði ,,Hennar blóð er meira blátt en okkar Dóná er. Aðalsmerkið hún í svip og fasi með sér ber. Ég kann öll heimsins mál af hreinni list. Og hún er jafnvel ungverskari en rapsódíur Liszt“. Alfred gamli Doolititle syngur í þriðja atriði annars þáttar, þegar hann er í þann veginn að kvæn- ast aftur: Ég á að kvænast kellu á morgun. Kling. Klang. Og þá ég héðan fer. Tappa lát „fokka“! Tæmd skal enn bokka. Til kii'kjunnar þið komið mér. Komast í kirkju ég þarf á morgun. Klár þá og strokinn vera ber. Ungmeyjar kyssið mann sem þið missið. í kirkju svo ég klökkur fer. Loks gefum við prófessor Higg- ins orðið aftur í fjórða atriði annars þáttar, þar sem hanm ræðir við vin sinn, Pickering ofursta: Því er ei konan neitt karlmönnum lík? Þeir hafa göfga og grandvara sál. Þeir gera sitt bezta. Þeir styðja rétt mál. Hjálpsamir hver öðrum, með hjarta á réttum stað. Af hvti'ju er konan . . . ekki það? Því gerir hún allt sem aðrar hafa gert? Er þá heilabúið gert úr leir? Því er það sem mamma gerði mest um vert ? Hún msetti líkjast pabba svolítið meir. Plötur Frh. af bls. 9 kvæðaflokki eftir sænska skáldið Harry Martinson. Fjallar hann um geimflug á því herrans ári 2038 en hefir einnig táknræna merkingu. „Aniara“ er nafn á geimfari, sem leggur af stað frá jörðu og hefir innanborðs 8000 farþega, sem eru að flýja jörðina eftir að hún er orðin óbyggileg vegna geislavirkni. Förinni er heitið til Mars. Geimfarir eru um þessar mundir komnar á það stig, að reglubundnum ferðum er haldið uppi milli jarðar og Mars. En í þetta skipti kemur fyrir óhapp. „Aniara" lendir f sveimi af vígahnöttum og neyðist til að víkja af braut sinni. Hjálparköll eru árangurslaus, og loks hrekst geimfarið út úr sólkerfinu, eitthvað út á vetrarbrautina. Fyrir farþegana er öll von úti. Viðbrögð þeirra eru uppistaðan í því drama, sem óperan byggist á. Þetta forvitnilega verk er nú nýlega kom ið út á hljómplötum (amer. Columbia), og er upptakan sögð mjög góð. Listamenn úr söngvarahópi Stokkhólms-óperunnar fara með einsöngshlutverkin, kór og hljómsveit Volksoper í Vín aðstoða, elektróníska vmn- an hefir verið leyst af hendi hjá sænska útvarpinu, stjórnandi er ameríski hljóm- sveitarstjórinn Werner Jansson. Karl Birger Blomdahl (f. 1916) var áðut þekktur sem eitt allra gáfaðasta og efni- legasta tónskáld hmnar yngri kynslóðar á Norðurlöndum. Einkum hefir þriðja sin- fónía hans, „Facetter", hlotið mikið lof víða um lönd, enda er hún ágætt verk. Jón Þórarinsson. „MY FAIR LADY i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.