Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 fuglar jafn skrautlegir, og kven- fuglarnir oft gráleitir. Flug kólibrífugla er frábrugðið flugi allra annarra fugla, enda eru vængir þeirra ólíkir vængjum annara fugla. Kólibrífuglinn get- ur staðið kyr í loftinu tímunum saman, og hann getur flogið aft- ur á bak jafnhratt og áfram. Ekki vita menn hve hratt þeir geta flogið, en ætlað er að rhesti flug- hraði þeirra sé um 45 km. á klukkustund. Mikið hefir verið skrifað um hve ótt þeir beri væng ina, en það er þó mismunandi. Hjá sumum er tíðnin um 80 á sekúndu og festir þá ekki auga á vængjunum, og sá sem ber vængina tíðast er einna minnstur, vegur ekki nema tæp 3 grömm. Svo mikill er munurinn á væng- tíðni, að stærsti kólibrífuglinn ber vængina 8—10 sinnum á sekúndu. Aðrir fuglar ná hraða með því að slá vængjunum niður, en það er einkennilegt við kólibrífuglinn að hann færa hraða við það að slá vængjunum niður og upp. Vængja vöðvarnir eru mjög sterkir og til tölulega stórir, því að þeir eru fjórði hlutinn af skrokkþunga fuglsins. Lappirnar eru aftur á móti mjög veikbyggðar og fugl- arnir geta ekkert gengið, aðeins tyllt sér á greinar. Á vængjun- um eru engin liðamót, nema upp við „öxlina“ og eru þau svo liðug, að fuglarnir geta snúið vængjunum alla vega eftir því sem þeir vilja. Og væri ekki sá einkennilegi vængjasláttur, sem líkist mest róðri, þá mætti líkja kólibrífuglunum við kofta. En þegar koftinn stendur kyr í loft- inu, þá eru loftskrúfublöðin lá- rétt, og eins eru vængir fuglsins láréttir þegar þeir standa kyrrir í loftinu. Þegar koftinn hreyfir sig, aftur á bak eða áfram, þá er það með því að halla skrúfu- blöðunum, og eins beitir þá kóli- brífuglinn vængjum sínum. Koft- inn getur risið þráðbeint upp £ loftið, það getur fuglinn líka. Ef til vill er það einkennileg- ast við kólibrífuglinn hve mikil orka getur framleiðst í svo litl- um búki. Hann er eins og ein orkustöð, og tekur þar langt fram öllum dýrum með heitu blóði. En það er ekki hægt að skýra þetta nema þá helzt með samanburði, og er þá bezt að taka manninn til samanburðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.