Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 16
244 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K 5 4 ♦ 752 ♦ DGIO A 8652 A G 9 8 6 V 9 + ÁK9642 A 93 A 2 V Á 10 8 6 43 4 73 A DG104 A ÁD1073 V KDG ♦ 85 A ÁK7 N V A S S sagði 6 spaða og út kom TD. Hún var drepin og svo kom út SG. Það er sjálfsagt að svína honum, en V á ekki að drepa. Hann fær slag á kónginn fyrir því. Drepi hann strax, er hann í vandræðum með hvort hann á heldur að slá út hjarta eða laufi, en allt getur verið komið undir réttu útspili. S verður að slá út trompi aftur, og nú fleygir A af sér H10. Það var bending, og nú slær V út hjarta og A fær þann slag á ás- inn. — Ef V hefði drepið SG og sleg- ið út laufi, þá vann S spilið. Hann tók þá trompin fyrst, tók svo slag á TK, sló út tigli og trompaði og þá var tigullinn frír í borði og I hann fóru hjörtun af hendi. Frá sumardeginum fyrsta í Reykjavík: Vorgyðjan kemur! Aflabrestur hefir verið í Vestmannaeyum í vet- ur, en það hefir komið fyrir áður. í bréfi frá Vestmannaeyum, sem ritað var 5 apríl 1875, segir svo: Hæstu hlutir hér eru liðugir 90 fiskar, og því hið versta útlit með bjargræði manna næstkomandi vetur. Afmælisdagur konungs 8. apríl 1875) var haldinn hátíðleg- ur í Reykjavík á venjulegan hátt með samsæti í sjúkrahúsinu og dansveizlu í lærða skólanum. Veizlan í sjúkra- húsinu var fjölmenn og mælt fyrir mörgum minnum svo sem konungs, drottningar og barna konungs, íslands, landshöfðingja, alþingis, Danmerkur, kaupmanna og kvenna. „Minni voru öll á íslenzku, í fyrsta sinn í manna minnum; þetta hefir Reykjavíkur- höfðingjunum farið fram þjóðhátíðar- árið“, segir ísafold. Álfar í Reykjavík í bók Margrétar frá Öxnafelli er sagt frá álfum og öðrum dularverum sem hún hefir séð. Þar segir m. a. svo: — Eitt sinn sá eg nokkra álfa að leik í blómagarði á Sólvallagötu í Reykjavík. Þeir voru 30—40 sm. á hæð. Þeir voru í skrautlegum bún- ingum með sterkum litum. Strákarn- ir voru í stuttbuxum og' treyum, en telpurnar í rykktum pilsum, mjög víðum. Þeir höfðu topplaga húfur, sem hengu út í annan vangann. — (Skyggna konan) FÁGÆT VEÐURLÝSING Það hefir sagt Pálina Pétursdóttii frá Grund (í Skorradal), skilrík kona og gáfuð að sér væri í bamsminni, er póstur einn, ekki af þeim merk- ari, hefði tafist þar á Grund í vatna- vöxtum og foraðsveðri. Kom hann inn, er hann hafði litið til veðurs, og segir: „Það rignir ekki einungis eldi og brennisteini. heldur rignir nú líka fjandanum sjálfum í flyksum“. Á Grund, sem var siðgæðisheimili, þekktist þá ekki veðurlýsing af þessu tagi, og festist það því í minni barna. (Söguþ. landpóstanna).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.